Morgunblaðið - 28.11.2002, Side 50

Morgunblaðið - 28.11.2002, Side 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Horfinn er nú dreng- ur góður og mikil bind- indishetja yfir landa- mærin miklu, 101 árs að aldri. Gunnar Árnason átti að baki glæstan feril innan Góðtemplara- reglunnar. Hann varð templar 1926, gekk þá í stúkuna Framtíðina nr. 173, þá ungur maður 25 ára að aldri og hans norska kona Olga ári seinna. Gunnar gegndi ýmsum trúnaðar- störfum innan Reglunnar. Hann var GUNNAR ÁRNASON ✝ Gunnar Árnasonfæddist á Gunn- arsstöðum í Þistilfirði 15. júní 1901. Hann lést á öldrunardeild Landspítalans í Foss- vogi 17. nóvember síðastliðinn og var út- för hans gerð frá Dómkirkjunni 27. nóvember. í fjölmörg ár umboðs- maður stórtemplars í st. Framtíðinni. Þá hafði hann einnig um- sjón með barnastúk- unni Svövu nr. 23. Eg kynntist Gunn- ari fyrst er eg gekk í stúkuna Framtíðina árið 1956. Seinna kynntist eg honum enn betur. Ljúf voru öll sam- skipti við hinn heil- steypta og trausta dreng og hans ágætu konu. Tíminn líður oft harla fljótt – það sem er – er orðið það sem var – áður en minnst varir. Mér finnst t.d. ekki langt um liðið frá því að eg, eins og af tilviljun, sá þennan þá níræða öldung á göngu og var eins og þar færi ungur maður og sprækur, svo voru rösklegar hreyfingar hans allar svo eg dáðist að mikillega. Undravel hélt hann at- gervi sínu öllu til æviloka. Gunnar var heiðursfélagi í st. Framtíðinni og hann var einnig heiðursfélagi Stórstúku Íslands. Nú þegar komið er að leiðarlok- um vil eg láta í ljós þakklæti mitt fyrir störf bróður Gunnars Árna- sonar í stúkunni Framtíðinni og veit að þar mæli eg einnig fyrir munn annarra Framtíðarfélaga. Þá skal honum einnig þakkað fyr- ir störf hans í heild innan Reglunn- ar, en henni var hann trúr félagi – í hvorki meira né minna en 76 ár. Eg samhryggist innilega afkom- endum og frændliði Gunnars Árna- sonar. Björn G. Eiríksson. Þá er nú langri lífsgöngu lokið hjá honum afa mínum, og hvíld og friður taka við ásamt nýrri og bjartari til- vist. Mig langar með þessum fátæk- legu orðum, að kveðja elsku afa minn og þakka honum fyrir allar þær yndislegu stundir sem ég og síðar fjölskylda mín höfum notið í návist hans. Já, heimili Gunnars afa og Olgu ömmu á Grundarstíg 8 var sem mitt annað heimili allan minn uppvöxt. Samgangur var mikill innan fjöl- skyldunnar og bjuggu afi og amma það vel að iðulega var margt um manninn hjá þeim, og alltaf krásir í að narta og höfðinglega veitt. Grundarstígurinn var nefninlega svona ekta fjölskylduhús, þ.e. á fjór- um hæðum og íbúð á hverri hæð. Byrjuðu flest börn þeirra afa og ömmu og jafnvel barnabörn sinn bú- skap þar. Hver fjölskylda hafði sér- íbúð á hverri hæð fyrir sig. Oft var nú fjör á þessu stóra heimili þegar mikið stóð til eins og um jólin, páskana, afmæli og flesta tyllidaga, og ekki var minna en hlaðið veislu- borð að hætti ömmu við hvert tæki- færi. Bjuggu afi og amma mestallan sinn búskap á Grundarstígnum, og eftir að amma lést árið 1981 bjó afi þar áfram á 2. hæðinni og sá um sig sjálfur af myndarbrag nánast fram á 101. aldursárið. Mér eru minnisstæðar berjaferð- irnar sem voru ófáar farnar með afa og ömmu. Þá var sko farið í útilegur yfir helgi þrjár kynslóðir saman, og heldur betur gaman hjá okkur frændsystkinunum. Jafnvel farið vestur í Dali og gist í tjöldum. Við heimkomuna unnu svo allir saman við að hreinsa og hjálpa til við sultu- og saftgerð. Amma var svo mikil bú- kona að allt sem hægt var að gera var unnið á heimilinu. Það tilheyrði líka fjölskyldusamvinnu að fara suð- ur í „Stykki“, en það hét sumarbú- staður afa og ömmu sem var við Digranesheiði í Kópavogi. Þar unnu háir og smáir saman við að pota nið- ur kartöflum á vorin, og í upptöku á haustin. Möndlukartöflurnar þótti okkur krökkunum svakalega snið- ugar. Merkilegustu kartöflur í heimi. Svo var líka árlegur siður að fjölskyldan tæki öll þátt í slátur- gerðinni á haustin. Þá unnu allir sem vettlingi gátu valdið saman við sláturgerðina og svo var haldin slát- urveisla í lokin. Alltaf hlakkaði mað- ur til þessara samverustunda enda oft kátt í kotinu. Já, ótalmargar góðar minningar á ég af afa og ömmu á „Grund“ eins og við krakkarnir kölluðum þau alltaf, og of langt væri að telja þær allar upp hér. Þau heiðurshjón voru höfðingjar heim að sækja, sem ég og síðar fjöl- skylda mín fengum að njóta. Við biðjum góðan Guð að taka vel á móti þér, elsku afi, og vottum börnum þínum, Árna (pabba), Helgu, Sólveigu og Gunnari ásamt börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum einlæga hluttekningu. Blessuð sé minning þín og ömmu. Hafið þökk fyrir allt. Elín Birna Árnadóttir, og fjölskyldan, Ómar, Valgeir, Aníta og Bjarki Dagur. Það eru margar minningar sem skjótast í gegnum huga minn þegar ég minnist hans afa míns. Minning- ar sem sjá spegilmynd sjálfsins og vöknuðu í gegnum gleðina sem skein úr augunum þegar hann tók á móti barnabörnum sínum. Minning- ar frá því þegar ég var lítill strákur í heimsókn hjá afa og ömmu. Minn- ingin þegar við gengum hönd í hönd upp á Skólavörðuholt og lásum sam- an á öll götuskiltin eða sátum og sögðum ekki neitt. Hendur þínar voru stórar, en hjartað helmingi stærra. Guð geymi þig og varðveiti. Kristján Þór Árnason og fjölskylda. Kveðja frá Útivist Útivist kveður í dag einn af félögum sínum Pál Ólafsson, mætan mann og góðan. Hann var afbragðs góður félagi sem und- anfarin ár var jafnan potturinn og pannan á höfuðbóli félagsins í Bás- um. Ferðir Palla í Bása voru ótelj- andi og staðurinn ber víða vitni um handbragð hans. Hann var óvenju hugmyndaríkur og einkar fylginn sér. Þegar slíkir kostir fara saman, þá gerist margt skemmtilegt og óvenjulegt. Engum öðrum en Palla datt í hug að virkja Básalækinn. Hann barðist eins og ljón fyrir að mega ráðast í virkjunina sem þótti bæði dýr og tvísýn framkvæmd. Flestir töldu lækinn alltof vatnslít- inn og að auki var lágsjávað í sjóð- um félagsins á þeim árum. Palli var athafnaskáld og barðist fyrir sinni virkjun eins og þjóðskáldið Einar Benediktsson forðum. Á endanum létum við úrtölumenn í minni pok- ann og hann lét þegar hendur standa fram úr ermum og hreif fólk með sér í virkjunarvinnu og það varð ljós. Básabína, eins og virkj- unin er nefnd, fór að mala og fram- leiða rafmagn sem æ síðan hefur lýst upp staðinn á einkar notalegan hátt. Hógvær og þægilegur vitn- isburður um dugnað og einurð Páls Ólafssonar. Páll beitti sér fyrir mörgum öðr- um verkum, öllum góðum, sem horfðu til hagsbóta fyrir gesti í Básum. Það var sammerkt öllum framkvæmdum, sem hann réðst í, PÁLL ÓLAFSSON ✝ Páll Ólafssonfæddist í Kefla- vík hinn 27. septem- ber 1938. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 19. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkur- kirkju 27. nóvember. að fyrst var teiknað og reiknað, enda var hann með afbrigðum drátt- hagur, og svo var haf- ist handa. Við áttum samleið í Útivist. Þegar mér var falin ábyrgð á fjármál- um félagsins var Páll farinn að taka virkan þátt í framkvæmd fjöl- margra mála. Óhjá- kvæmilega kom upp ágreiningur milli hins varfærna gjaldkera og hins kappsama fram- kvæmdamanns og stundum neistaði á milli en svo fundum við taktinn og í kjölfarið varð samstarfið frjósamt og gott. Páll var hörkuduglegur ferða- maður, úrræðagóður og hjálpfús. Hin síðustu ár, þegar veikindi voru farin að setja honum skorður, fór hann samt í Bása og víðar og komst furðulangt á viljanum, skapinu og jeppanum. Jeppinn var honum tryggur förunautur enda haganlega útbúinn og hugvitið hvergi sparað til að gera vistina bærilegri og ferðalögin möguleg. Minning um einstakan mann mun geymast í huga okkar sem fengum að njóta samvista við hann. Útivist sendir ættingjum Páls Ólafssonar innilegar samúðarkveðjur. Árni Jóhannsson, formaður Útvistar. Það er komið að kveðjustund eft- ir löng og góð kynni. Við vissum að hverju stefndi og í raun ættum við að vera þakklát fyrir að stundin kom sem sleit á lífið. Við erum þó mun fátækari eftir fráfalls Páls eða Palla eins og hann var kallaður. Hann lést úr krabbameini sem hann hafði gengið með í nokkur ár. Sjúkdóm sinn bar hann með mikilli karlmennsku. Seinni konu sína, Arngunni, missti hann úr sama sjúkdómi fyrir átta árum. Það var honum og einkadóttur þeirra mikil sorg. Söknuðurinn var sár og lang- ur. Þau áttu glaða og góða samveru. Í veikindum Arngunnar annaðist Palli konu sína af meiri ástúð og natni en venjulegt getur talist. Ver- aldleg gæði skiptu þau litlu máli en lögðu því meira inn á þann banka sem mestu varðar. Það er mikill söknuður að fráfalli þessara sam- hentu hjóna. Palli var einstaklega listrænn og hagur. Hann hefði náð langt í mál- aralist hefði hann snúið sér að henni af alvöru. Aðstæður leyfðu það ekki. Hann lætur eftir sig mörg listaverk í ljósmyndun sem ekki mega glatast. Náttúruunnandi var hann í meira lagi. Það var honum nautn að vera með félögum sínum í Útivist og njóta alls þess sem land- ið hefur upp á að bjóða. Þórsmörkin fannst mér vera hans annað heimili og hafði ég á orði við hann að skipta um lögheimili. Samferðamenn hans úr Útivistinni munu sakna hans mikið, fyrst og fremst sem góðs og skemmtilegs félaga en einnig fyrir öll þau störf sem hann vann af mikl- um dugnaði og elju í þágu Útivist- ar. Það er ógleymanlegt að heyra Palla segja frá öllu því skemmtilega sem fyrir kom á þessum ferðalög- um. Palli og Arngunnur, með Maríu Erlu dóttur þeirra, voru einnig búin að ferðast mikið um landið og var hreint ævintýri að hlusta á þau segja frá. Já, minningarnar eru margar og góðar. Ég kveð Palla og þakka fyrir allt. Innilegar samúðar- kveðjur, elsku María Erla, einnig til Svölu og Guðnýjar dætra hans og Árna og Gunnars bræðra hans. Guðbjörg Þórhallsdóttir. Palli eins og hann var alltaf kall- aður var stórhuga og margbrotinn persónuleiki. Honum var ótrúlega margt til lista lagt, það lék nánast allt í höndum hans og útsjónarsem- in var ótrúleg. Árið 1994 átti Palli um sárt að binda eftir að hafa misst eiginkonu sína úr sama sjúkdómi og varð hon- um sjálfum að aldurtila. Að áeggjan eins vinnufélaga síns ákvað hann að reyna að vinna sig út úr sorginni með því að hella sér út í ferða- mennsku og gekk í Ferðafélag Ís- lands. Fyrir tilviljun og eigin fljót- færni endaði hann í ferðafélaginu Útivist og má með sanni segja að það hafi verið mikil gæfa bæði fyrir hann og félagið. Básar á Goðalandi eignuðust hug hans allan og hann lagði mikið af mörkum í uppbygg- ingu á svæðinu þar sem hæfileikar hans og útsjónarsemi fengu notið sín. Palli var lágvaxinn og stamaði en það háði honum ekki. Hann gerði grín að sjálfum sér og sagði margar skemmtilegar sögur þar sem þessir eiginleikar hans voru aðhlátursefn- ið. Einu sinni sem oftar sátum við saman við eldhúsborðið heima þeg- ar lítil frænka mín sem átti heima í sama húsi kom í heimsókn. Hún settist við borðið hjá okkur og horfði opineyg á Palla sem var ný- kominn úr áramótaferð í Bása með Útivistarhattinn sinn á höfðinu og hártagl sem hann hafði útbúið úr uppröktum kaðli. Eftir smá stund hljóp sú litla niður til mömmu sinn- ar og sagði: „Þú verður að koma og sjá. Það er alveg ýkt fyndinn kall hjá henni Sigrúnu.“ Þetta kunni Palli að meta. Eitt sem var einkennandi fyrir Palla var hjálpsemi. Hann hugsaði alltaf fyrst um aðra. Jeppinn hans var alltaf fullur af alls kyns tækjum og tólum og ef eitthvað bilaði gat Palli örugglega bjargað því. Mat- arkassinn sem hann ferðaðist með var af stærstu gerð og alltaf fullur af alls kyns kræsingum sem fyrst og fremst voru ætlaðar öðrum en honum sjálfum. Palli var heiðarlegur og traustur vinur sem maður gat alltaf treyst. Ég sendi ástvinum Palla innileg- ar samúðarkveðjur og kveð minn góða vin með söknuði. Sigrún Ólafsdóttir. Okkar ástkæri Útivistarfélagi, Páll Ólafsson, verður til grafar bor- inn í dag. Fyrstu kynni okkar af Palla voru í Básum, sem var hans kærasti staður og hans annað heimili síð- ustu árin. Hann var mjög fastheld- inn maður og tjaldaði alltaf á sama stað. Þar vildum við allir vinir hans vera. Þar var glatt á hjalla og þar naut hann sín. Hann var mikil til- finningavera og alltaf var stutt í gamanið og ekki síst að gera grín að sjálfum sér. Hann var eldhuginn sem hreif fólk með sér. Ekkert verkefni var of stórt eða flókið þegar Básar voru annars vegar. Öll hans verk voru listilega úthugsuð. Má þar nefna rafvæðingu Bása þegar Básalæk- urinn var virkjaður. Ljósin frá Básabínu lýsa okkur í myrkrinu og koma til með að minna okkur á Palla. Þrátt fyrir veikindi síðustu ára var Palli fremstur í flokki í öllum framkvæmdum í Básunum. Ef talið barst að Básum var hann risinn upp af sjúkrabeði og lagður af stað að skipuleggja framkvæmdir og gætti þess vel að allt væri gert eftir hans höfði. Palli var góður ferðafélagi hvort sem var gangandi, á skíðum og ekki síst í jeppaferðum. Við kveðjum Palla með miklum söknuði og minninguna um einstak- an dreng geymum við í hjarta okk- ar. Við vottum dætrum hans, fjöl- skyldu og aðstandendum okkar innilegustu samúð. Útivistarvinirnir. Nú kveðjum við yndislegan mann og góðan vin. Það eru marg- ar minningar sem leita á hugann þegar litið er til baka, en upp úr stendur þó hlýhugur til mannsins sem stóð eins og klettur við hlið mömmu í gegnum lífið og var henni stoð og stytta, ekki síst í erf- iðum veikindum hennar. Við erum öll mjög þakklát fyrir að hafa kynnst jafn góðum og hjartahlýj- um manni eins og Palli var og mun hann eiga sérstakan stað í hjört- um okkar um ókomna tíð. Megi Guð styrkja fjölskyldu og vini Palla í sorg þeirra. Elsku María Erla og Hrafn, hugur okkar er hjá ykkur. Margrét, Steingrímur Jón og fjölskyldur. HINSTA KVEÐJA Útför elskulegrar eiginkonu minnar, HEIÐRÚNAR SIGURDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR, Sturluflöt, Fljótsdal, sem lést 20. nóvember á sjúkrahúsinu á Egils- stöðum, fer fram frá Valþjófsstaðakirkju laugar- daginn 30. nóvember kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinn Ingimarsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.