Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 56
MINNINGAR 56 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Allra daga kemur kvöld um síðir,“ segir í gömlu ljóði og á þá staðreynd er maður margsinnis minntur. Með Bólu- Hjálmari get ég sagt: „Mínir vinir fara fjöld / feigðin þessa heimtar köld.“ Byggðasafnið í Skógum hef- ur átt marga góða hauka í horni í hálfrar aldar sögu, menn sem stutt hafa mig og safnið með ráðum og dáð í ljúfu starfi. Einn sá atkvæða- mesti, Skagfirðingurinn Andrés H. Valberg, er nú fallinn í valinn. Hann hefur víða komið við, skráð nafn sitt í marga sögu svo að mun- að verður. Skógasafn mun geyma minningu hans og halda í heiðri langt inn til komandi daga. Velvild hans í garð safnsins ber annars- vegar að þeim brunni að hér í sveit býr dóttir hans, öndvegiskonan Guðný A. Valberg á Þorvaldseyri, hins vegar einstakur safnlegur áhugi sem átti sér engin þröng takmörk miðuð við héraðaskipun landsins. Andrés kom víða við í lífinu, at- hafnasamur og hugkvæmur og af honum hefði mátt gera marga menn miðað við fjölþætta hæfi- leika og brennandi áhugamál. Ljóðagerð lá honum svo létt á tungu að kalla mátti hann talandi skáld. Við hann átti það sem aust- firski snillingurinn Páll Ólafsson orti: „Óðara en ég andann dreg / oft er vísan búin.“ Náttúra Íslands og söfnun náttúruminja af öllu tagi var yndi Andrésar og þar varð eft- irtekjan mikil. Íslenskir þjóðhættir voru honum mjög hugstæðir og fyrir háttum Skagfirðinga í fyrri tíð gerði hann glögga grein í miklu handriti sem eftir hann liggur nú óprentað. Vonandi fæst góður út- gefandi til þess að gefa þjóðinni hlutdeild í þeirri fróðleiksnámu. Æviminningar Andrésar, Skag- firðingur skír og hreinn, birtust í stórri bók árið 2000, mikið og markvert framlag til sögu mann- lífs og þjóðhátta. Reynsluheimi barns er þar lýst undravel. Öll bókin er vitni um næma athygli og traust minni þar sem orð og atvik genginnar ævi voru líkt og fast- mótuð í hugann. Hún er stórvirki í ævisagnaritun. Minjasöfnun Andrésar var fjöl- þætt. Valbergssafn hans með bús- hlutum og listgripum liðins tíma er nú öllum opið til skoðunar í heima- héraði hans á Sauðárkróki og þó engan veginn með öllu bundið við Skagafjörð. Ýtarleg skrá Andrésar um það er verðmætur þjóðhátta- brunnur. Safn hans í Skógum er tvíþætt, annarsvegar náttúru- gripasafn, hinsvegar safn gamalla bóka. Náttúrugripasafnið er furðu fjölbreytt og vitnar um mjög safn- legan skilning á öllu sem varðar það sem land okkar lætur í té í lif- andi og dauðri náttúru. Margt á þar og raunar uppruna langt utan landsteina. Líklega vekja mesta athygli fjölmargar beinagrindur dýra og fugla sem Andrés setti saman af ótrúlegum næmleik og fingrafimi á efstu árum ævinnar. Furðu stórt er safn fiðrilda og skordýra innlendra og útlendra. Vakinn og sofinn var Andrés í þessu verkefni rétt til efstu stund- ar og til að setja upp þessa safn- deild fékk hann í lið með sér snill- inginn þjóðkunna, Hálfdán Björnsson á Kvískerjum sumarið 2001. Hér er mikið óunnið starf framundan en grundvöllurinn er lagður svo að ekki verður aftur snúið heldur við aukið. Geta ber ANDRÉS H. VALBERG ✝ Andrés H. Val-berg fæddist á Syðri-Mælifellsá í Skagafirði 15. októ- ber 1919. Hann lést á öldrunardeild Land- spítalans í Fossvogi 1. nóvember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Bú- staðakirkju 12. nóv- ember. þess að í Varmahlíð í Skagafirði er annað náttúrugripasafn Andrésar. Ógleymanlegur hamingjudagur er mér það er Andrés kom færandi hendi að Skógum með höfuð- dýrgripi sína í bókum, Guðbrandsbiblíu, Þor- láksbiblíu, Steinsbibl- íu og uppnefninginn Grútarbiblíu, að ógleymdum Reykja- víkurbiblíu og svo Viðeyjarbiblíu 1841 sem hann gaf Nikulásarkirkju í Skógum. Það lá við að mér stigi til höfuðs virðingin í skrautletraðri áletrun bókarinnar þar sem hún er „gefin kirkju Þórðar í Skógum“. Ekki eru allar biblíurnar stafheilar en eru engu að síður sú eign sem jafnan verður í höfuðmetum í Skógum. Með miklu stolti sýni ég útlendum gestum þennan glæsi- lega vott um menningu þjóðar „við hin ystu höf“, þjóðar sem efnalega bjó löngum við skarðan hlut og kröpp kjör. Í öðrum bókakosti Andrésar- safns í Skógum kennir margra grasa og fornlegir bókakilir í safn- skáp vekja í senn virðingu og for- vitni. Safninu fylgir góð uppruna- skrá bóka. Andrés H. Valberg er einn þeirra samferðamanna minna sem bera upp yfir fjöldann, stórbrot- inn, skapríkur en einnig viðkvæm- ur og hlýr, heill og sannur í vin- áttu, unni öllu sem vel var gert. Í mörgu mun hann hafa líkst fjöl- hæfum afa sínum, Sveini Gunn- arssyni, en minningar hans, Ver- aldarsaga Sveins frá Mælifellsá, var ein af kjörbókum mínum á æskualdri og enn reynist mér gott að grípa í hana. Andrés fór ekki á mis við marg- háttaða hamingju á langri ævi þótt oft væri þar einnig á brattann að sækja. Hæst bar á hamingjubraut eiginkonuna ágætu, Þuríði Jóns- dóttur frá Fagurhólsmýri, börnin og næstu niðja. Þuríður ber með sér alla bestu kosti góðrar ættar úr Öræfum. Hin helgu vé heimilis og fjölskyldu rækti Andrés með ágætum og hann bar hag fjöl- skyldu og barna alla tíð mjög fyrir brjósti. Lengi vann hann strangan vinnudag á verkstæði sínu í Reykjavík þar sem hagleiksmunir urðu til og í tómstundum frá þeirri iðju var ekki hugsað „í árum en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum“. Þá var unnið hörðum höndum að því að koma sýning- argripum safnarans í gott sýning- arhorf. Síðast hitti ég Andrés í veglegu og fjölmennu afmælishófi tengda- sonar hans, Ólafs Eggertssonar á Þorvaldseyri, hinn 19. júlí nú í sumar. Enn vakir í huga mínum hýrusvipurinn sem mætti mér við handaband okkar. Í honum sá ég speglast vináttuna og skilninginn í garð minn og þó allra best sam- kenndina þá að báðir höfðum við verið að bjástra við að hlúa að og bjarga þeim menningararfi heima- haga sem átt hafði mjög í vök að verjast. Að leiðarlokum má þjóð mín minnast Andrésar og gifturíks áhugastarfs hans með þökk. Ég skynjaði við þennan samfund að Andrés átti skammt ófarið í síð- asta áfangann og að brátt ætti ég aðeins minninguna um óvenjuleg- an og einkar minnisstæðan vin á ævigöngu. Hlýja hans duldist mér aldrei bak við snerpu og kröfu- hörku þess lífs sem við lifum frá degi til dags. Góð starfshvöt fólst jafnan í skýrum og meitluðum vel- vilja hans. Honum eru nú fluttar innilegar þakkarkveðjur frá safn- inu í Skógum. Þar mun minning hans varðveitt engu síður en á heimaslóðum norður í Skagafirði. Konu hans, börnum og ástvinum öllum sendum við Skógverjar sam- úðarkveðjur og við biðjum þeim heilla á óförnum ævivegi. Þórður Tómasson. ✝ Kristjana Bene-diktsdóttir Moon- ey, kennari, fæddist í Vöglum í Vatnsdal í Austur-Húnavatns- sýslu 2. janúar 1917. Hún lést 28. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Benedikt Ingvar Jón- asson, bóndi í Vögl- um, f. 28. júlí 1890, d. 28. október 1932, og kona hans Jósefína Leifsdóttir Hansen, f. 5. mars 1884, d. 21. júlí 1966. Systkini Kristjönu voru Jóhanna, f. 25. júlí 1913, Guðríður, f. 24. júní 1915, og Arnkell, f. 9. október 1922. Þau eru öll látin. Kristjana giftist 6. október 1944 Frank Carl Mooney, flugvéla- virkja frá Paulsboro í Bandaríkj- unum, f. 27. júní 1920, d. í febrúar 2001. Foreldrar hans voru: Frank Carll Mooney, skipasmíðameistari í Paulsboro og k.h. Serena Mooney. Börn Kristjönu og Franks eru: 1) Karl Ingvar, verkfræð- ingur, f. 7. nóvember 1945, kvæntur Margaret Jeannie Strang, kennara í Skotlandi, f. 11. apríl 1948. Börn þeirra: Ragnar Angus og Baldur Scott. Áður átti Karl soninn Ingvar Örn. 2) Norma Serena, bókasafnsfræðingur og sálfræðingur, f. 6. maí 1949, d. 2002. Maður hennar var Gunnar Berg, menningarstjóri í Rakke- stad í Noregi, f. 17. nóvember 1948. 3) Ellen, læknir, f. 18. sept- ember 1953, gift Michael Kissane, blaðamanni, f. 22. júní 1952 í St. Louis í Bandaríkjunum. Útför Kristjönu var gerð frá Digraneskirkju 25. október. Mig langar að minnast Sjönu frænku minnar með nokkrum orð- um. Við vorum bræðradætur og hún kom stundum í heimsókn til foreldra minna þegar ég var barn og unglingur. Ég man hvað mér fannst mikið til þessarar frænku minnar koma. Hún var bæði vel greind og glæsileg ung stúlka. Sjana fór í Héraðsskólann í Reyk- holti og kannski hefur það ráðið einhverju um að ég fór þangað líka. Á þeim árum skrifuðumst við á, en þá var hún gift frú úti í Bandaríkjunum. Eftir veru sína í Reykholti fór Sjana í Kennaraskólann og út- skrifaðist þaðan 1937. Næstu árin vann hún við kennslu og skrif- stofustörf bæði í Reykjavík og í Bandaríkjunum. En árið 1947 flutti hún og fjölskylda hennar heim til Íslands. Á skólaárum mín- um í Reykjavík heimsótti ég hana en þá bjó hún í Ytri-Njarðvík. Kristjana kenndi við Njarðvíkur- skóla þar til að hún lét af störfum og þau fluttu í Kópavog. Á seinni árum hef ég sótt til hennar fróð- leik um ættir okkar. Hún var alla tíð mikil dugnaðarkona og bjó áfram ein í sinni íbúð eftir lát manns hennar. Eftir lifir minningin um glæsi- lega og dugmikla konu. Ég votta ástvinum hennar samúð mína. Blessuð sé minning Sjönu frænku. Guðrún Hafsteinsdóttir. KRISTJANA MOONEY Elskuleg móðir mín, amma, langamma og systir, JÓNÍNA ÞORGRÍMSDÓTTIR frá Raufarfelli, sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 24. nóvember, verður jarðsungin frá Eyvindar- hólakirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 14.00. Lilja Tómasdóttir, fjölskylda og systkini hinnar látnu. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, ADDA TRYGGVADÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Lónabraut 41, Vopnafirði, verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju föstu- daginn 29. nóvember og hefst athöfnin kl. 14.00. Aðalbjörn Björnsson, Tryggvi, Bjartur og Heiðar Aðalbjörnssynir, Heiðbjört Björnsdóttir, Tryggvi Gunnarsson, Þorgerður Tryggvadóttir, Hulda Tryggvadóttir, Gunnar Björn Tryggvason, Emma Tryggvadóttir. Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, SIGURRÓS MAGNÚSDÓTTIR, frá Orustustöðum, Gullsmára 7, Kópavogi, andaðist á Landspítala háskólasjúkrahúsi, Fossvogi, mánudaginn 25. nóvember. Útförin verður gerð frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 4. desember kl. 13.30. Páll Jóhann Kristinsson, Sólveig Heiðrún Stefánsdóttir, Stefanía Ósk Ómarsdóttir, Jökull Logi Pálsson, Katrín Rós Pálsdóttir. Elskuleg systir okkar og frænka, JÓHANNA ERASMUSDÓTTIR, frá Háu-Kotey í Meðallandi, til heimilis í Asparfelli 12, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðju- daginn 26. nóvember. Útförin auglýst síðar. Sveinbjörg Erasmusdóttir, Guðríður Erasmusdóttir, Helga Erasmusdóttir, Lilja Benediktsdóttir, Páll Jóhannesson. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda vil ég þakka öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls og jarðarfarar bróður míns, JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR, frá Bjarnarstöðum. Guðrún Hallgrímsdóttir. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og systir okkar, GUÐRÚN GISSURARDÓTTIR frá Drangshlíð, Kópavogsbraut 1B, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 18. nóvember, hefur verið jarð- sungin í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sunnuhlíðar fyrir hlýhug og góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Sigfúsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.