Morgunblaðið - 28.11.2002, Síða 60

Morgunblaðið - 28.11.2002, Síða 60
60 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. VELFERÐARSTJÓRN og vinstri- menn. Þannig hefst grein Steingríms J. Sigfússonar í Morgunblaðinu 20. nóv. Viðbrögð við leiðara eins og hann kallar greinina. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það sem í grein- inni stendur enda er það sjálfsagt satt og rétt, sem minnst er á eftir því sem ég man. Mér finnst samt skrítið, eins og hann virðist muna marga hluti í pólitík rétt að hafa skammtímaminni á aðra hluti sem koma ákveðnum mönnum og pólitík við. Það eru líkur á að það sé viljandi gleymska og það held ég að geti ekki verið til að auka álit á þeim sem eru í pólitík þegar menn ganga á svig við sannleika og staðreyndir. Hann man eftir Magnúsi Kjartanssyni og Magnúsi Torfa í stjórn Óla Jó. Hann man eftir Guð- mundi J. Og Eðvard Sigurðssyni. Allt er þetta rétt. En hann man ekki eftir manni af Vestfjörðum sem lenti í átökum í baráttu fyrir kjörum verka- manna og hann man ekki eftir þeim manni sem lengur en allir aðrir var forseti Alþýðusambands Íslands þó að hann telji marga upp sem komu þar við sögu. Hann man ekki eftir þeim manni sem stofnaði Alþýðu- bandalagið og var fyrst formaður í Al- þýðuflokknum og stofnandi Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og for- maður þar og í þeim flokki var Magn- ús Torfi Ólafsson sem hann minnist á í greininni og hann var líka ráðherra í þeirri stjórn. Það er skrítið að maður sem var í Alþýðubandalaginu eins og SJS skuli ekki hafa heyrt minnst á þennan mann eða ekki fundist taka því að minnast á hann þegar aðrir voru taldir upp. Þessi maður var Hannibal Valdimarsson og ég get frætt SJS á því að hann var lengur í baráttu fyrir launþega en allir þeir sem hann telur upp nema ef það er Eðvard Sig. sem ungur fór að fylgjast með baráttunni á Litlubrekku í upp- hafi fyrri aldar. Hefur SJS aldrei heyrt á það minnst þegar Hannibal Valdimarsson var bundinn og gerður útrækur og fluttur milli fjarða á Vest- fjörðum, svo aðeins eitt dæmi sé nefnt, en hans barátta í verkalýðsmál- um var löng og ströng. Við frjálslynd- ir og vinstri menn erum ekkert yfir okkur hrifnir af foringjum á vinstri væng sem skrifa svanagreinar í blöð og telja upp hóp af mönnum sem bar- áttumönnum en gleyma Hannibal Valdimarssyni. Ef þú hefur gleymt Hannibal óviljandi þá væri þér sómi af því að biðjast afsökunar. Ef þú ger- ir það ekki veit ég að þú gleymdir honum viljandi og þá máttu hundur heita að mínu áliti og hafðu líka það sem á eftir fylgir. Eitt veit ég að við sem fylgdum Hannibal Valdimars- syni munum ekki gera hlut þinn meiri í næstu kosningum nema þú gerir það, þess vegna óska ég þér ekki góðs gengis í næstu kosningum. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178. Til Steingríms J. Sigfússonar Frá Guðmundi Bergssyni: ÞINGMENN Samfylkingarinnar ásamt flestum framsóknarþing- mönnunum róa nú lífróður við að þræla okkur inní ESB. Það tók okkur hundruð ára að frelsa landið úr klóm Dana. Skyldum við svo virkilega eiga eft- ir að lifa það að harðsnúin klíka föð- urlandssvikara næði því að selja okk- ur í hendur mikið grimmari húsbænda og meira að segja plata út- úr okkur samþykki fyrir sölunni. Ég trúi því bara ekki. Hvað skyldi það svo vera sem þessir Brusselagentar sjá svona spennandi við innlimun okkar í ESB? Fyrir utan auðvitað þeirra fína djobb þarna úti í Evrópu. Jú, það er auðvitað niðurfelling tolla á þessum fiskkrílum sem hvöl- unum þóknast að eftirláta okkur. All- ar tilslakanir sem svo þeir háu herrar myndu veita okkur meðan þeir væru að fá okkur inn yrðu svo örugglega felldar úr gildi í síðasta lagi eftir 2–3 ár. Þá er nú að athuga það neikvæða við innlimun okkar í ESB. Hér eru nokkur atriði. Landhelgina þarf nú raunar ekki að fjölyrða um. Í dag er hún í eigu u.þ.b. 200 íslenskra fjöl- skyldna, svokallaðra kvótagreifa. En fljótlega eftir innlimun yrði hún örugglega komin í eigu einhverra auðhringa þarna úti í Evrópu. Hvorutveggja er álíka óhuggulegt. Ef einhverjir eru að gæla við toll- gróðann þá væri að minnast þess að þær beinu greiðslur sem sú tilvon- andi íslenska nýlendustjórn þyrfti að greiða er nú bara ansi há. En eftir innlimun þessara tíu fátæku Austur- Evrópuríkja myndi sú greiðsla aðild- arríkja margfaldast, þar færi tolla- gróðinn og vel það. Flest ESB-löndin vantar fisk og mun fiskskortur fara vaxandi sam- hliða aukinni sjávarmengun. Aftur á móti er offramleiðsla á landbúnaðar- vörum í flestum ríkjum Austur-Evr- ópu sem þýðir að landbúnaðarvörur hingað komnar frá Austur-Evrópu verða meira en helmingi ódýrari. Sem þá myndi þýða að íslenskir bændur gætu bara strax pakkað nið- ur. Ætli við yrðum mjög áhugasöm fyrir að senda syni okkar og dætur suður í lönd til að sinna herþjónustu hvort sem væri í æfingabúðir eða á vígvelli. Það held ég bara ekki. Það er verið að tala um fátækt hér hjá okk- ur. Ég ber ekki á móti því. En samt segi ég við okkar fátæka fólk að mið- að við þá fátækt sem mikið er af í mörgum löndum austur Evrópu er okkar fátækt ekki mikil fátækt en þó til skammar. Nokkrir frammámenn í Vestur- Þýskalandi heyrðust segja skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar: Við töpuðum stríðinu en samt mun- um við vinna Evrópu. Þessi spá virð- ist vera að rætast. Öll þessi barátta ESB-agentanna snýst um peninga. Hvað við munum græða mikið á að láta innlima okkur í ESB. Við andstæðingar viljum meina þvert á móti. Annars snýst okkar andspyrna ekki fyrst og fremst um peninga. Við viljum bara vera frjáls þjóð í frjálsu landi. KARL JÓNATANSSON, Hólmgarði 34, 108 Reykjavík. ESB eða frelsið Frá Karli Jónatanssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.