Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 28.11.2002, Blaðsíða 66
BANDARÍSKA popppönksveitin White Flag er stödd hér á landi og leikur á tónleikum á Grandrokk í kvöld. Ekki er gott að henda reiður á sannleikanum þegar þeir félagar í White Flag eru annars vegar því þeim er tamt að fabúlera um uppruna sinn og keppast við að skálda sem æsilegastar sögur, allt frá því að hljómsveitin sé til komin vegna geislamengunar í að allir helstu rokk- tónlistarmenn Bandaríkjanna hafi komið sér saman um að stofna samvinnusveit sem þeir gætu spilað í þegar þeim leiddist að vera stjörnur. Hljómsveitin er stofnuð vestur í Kaliforníu fyrir tveimur áratugum og þeir félagar eru ein- mitt að leggja upp í tónleikaferð um Evrópu til að fagna þeim tímamótum, en að því er þeir segja sjálfir eru þeir svo vinsælir í Evrópu að menn þar kalli sveitina Grateful Dead pönksins og vísa þá í að menn hvaðanæva að safnist sam- an og fari í pílagrímsferðir á tónleika sveit- arinnar. Evrópskir gagnrýendur láta þó ekki þar við sitja að líkja sveitinni við Grateful Dead, ef marka má liðsmenn hennar, heldur hafa þýskir tónlistargagnrýnendur meðal ann- ars kallað White Flag bítla pönksins. White Flag hefur ekki verið ýkja iðin við að gefa út plötur og þegar nýjasta plata hennar, Eternally Undone, kom út fyrir stuttu hafði hún ekki sent frá sér eiginlega breiðskífu síðan 1987. Þeir félagar segja líka að skipulag hljóm- sveitarinnar sé allt frekar laust í reipun- um og mannaskipan nokkuð á reiki en segja megi að í hljómsveitinni séu alls þrettán manns þegar allt er talið. „Við viljum hafa hlutina afslappaða og því er þetta mjög frjálslegt. Það er vitanlega ákveð- inn fjögurra manna kjarni, sem í eru þrír af okkur sem komum til landsins núna, sem stofn- aði hljómsveitina á sínum tíma, en síðan er liðs- skipan eftir því hver er á lausu,“ segja þeir fé- lagar. Þótt hljómsveitin sé með þessari tónleika- ferð um Evrópu, sem hefst í kvöld í Grandrokk, öðrum þræði að fagna tvítugsafmæli sínu segj- ast þeir félagar ekki leggja neina sérstaka áherslu á að spila lög sem spanni allan ferilinn. „Það er mjög misjafnt hvað við spilum og fer yfirleitt eftir áheyrendum hverju sinni.“ White Flag leikur í Grandrokk í kvöld og hefjast tónleikarnir kl. 21.30 en Ceres Fjórir og Innvortis hita upp. Pönkbítlar Morgunblaðið/Jim Smart Svona fer pönkið með menn: White Flag eftir 20 ára starf. 66 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 14. Ben Cronin átti bjarta framtíð, en á einu augnabliki breyttist allt saman. Nú er hans mesti aðdáandi orðin hans versta martröð. Frábær spennutryl- lir sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum síðasta sýning Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Kvikmyndir.com DV HJ. MBL Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. DV kl. 9. 1/2Kvikmyndir.com USA Today SV MblRadíóX  ÓHT Rás 2 Ben Cronin átti bjarta framtíð, en á einu augnabliki breyttist allt saman. Nú er hans mesti aðdáandi orðin hans versta martröð. Frábær spennutryl- lir sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Bi 14. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Hann er með 1000 andlit...en veit ekkert í sinn haus! Dana Carvey fer á kostum í geggjaðri gamanmynd sem er framleidd af Adam Sandler. One Hour Photo Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. NICOLAS Cage hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni Lisu Marie Presley, eftir tæplega fjögurra mán- aða hjónaband. Ber hann við ósættanlegum ágreiningi. Leikarinn og einkadóttir Elvis Presleys gengu í hjónaband á Hawaii í ágúst en hafa verið saman með hléum síðan í apríl á síðasta ári. Bæði hafa þau skilið áður, hún við tónlistarmanninn Danny Keough en hann við leikkonuna Patriciu Arq- uette. Í yfirlýsingu sem Presley sendi frá sér í gær sagðist hún sjá eftir því að hafa gifst Cage ... Westlife voru sigurvegarar Netverðlaun- anna, Interactive Music Awards, sem haldin eru árlega í því skyni að vekja athygli á þeim sem mest eru áberandi á Netinu. Westlife fékk stærstu verðlaun hátíðarinnar, Val fólksins, ein- ungis tveimur dögum eftir að sveitin nældi sér í tvenn stærstu verðlaunin á Smash Hits verð- launahátíðinni. Blue var þó valin hljómsveit árs- ins á Netverðlaununum. Chuck D úr Public Enemy var kynnir á hátíðinni en hann hefur löngum verið ötull baráttumaður fyrir því að tónlist sé dreift á Netinu. Almenningur greiddi hundruð þúsunda atkvæða í valinu og meðal þeirra sem flest atkvæði hlutu var Supergrass sem var valin besta rokksveitin og The Streets sem besta dansbandið ... Tónlistarmaðurinn Elvis Costello er skilinn við eiginkonu sína Cait O’Riordan eftir 16 ára hjónaband. Hjónin skildu að borði og sæng í september. Þau hittust fyrst er hinn 47 ára Costello stjórnaði upptökum fyrir þjóðlagapönksveitina The Pogues um mið- bik níunda áratugarins en O’Riordan var þá einn liðsmanna sveitarinnar. Þau gengu í hjónaband 1986 og yfirgaf O’Riordan þá sveitina ... Bresku gamanþættirnir The Kumas unnu til verðlauna á Alþjóðlegu Emmy-verðlaunahátíðinni sem haldin var í New York á dögunum. Í þáttunum sem hafa gert það gott utan Bretlands er gert stólpagrín að spjallþáttum. Hlutverkaskipta- þátturinn Faking It vann einnig til verðlauna, en í þættinum sem verðlaunaður var gerist starfs- maður á skyndibitastað kokkur á sælkeraveit- ingahúsi. Þáttur fréttamannsins Johns Simp- sons fyrir BBC um fall Kabúl var valinn besti fréttaþátturinn, dönsku þættirnir Unit One voru valdir bestu framhaldsþættirnir í drama- flokki og slóvakíska heimildarmyndin Vald hins góða vann í flokki heimildarmynda og þýsku þættirnir um Mann-fjölskylduna sigruðu í flokki sjónvarpsmynda eða þátta ... Osbourne- fjölskyldan er hætt við að hætta. Sharon, höf- uð fjölskyldunnar, hefur við- urkennt að hafa átt slæman dag þegar hún lýsti yfir að þátturinn yrði ei eldri en tvæ- vetra ... Þýsk lögregluyfirvöld munu ekkert aðhafast frekar varðandi glæfralega meðferð Michaels Jacksons á unga- barni sínu í síðustu viku er hann hélt því í lausu lofti fram af svölum á fimmtu hæð ... Kvikmyndaleikstjór- inn Johanthan Demme á í viðræðum við Denz- el Washington um að sá síðarnefndi taki að sér aðalhlutverkið í endurgerð á pólitíska tryllinum The Manchurian Candidate. Sú er frá 1962, var leikstýrt af John Frankenheimer og skart- aði Frank Sinatra í sama hlutverki og Wash- ington hefur verið boðið ... FÓLK Ífréttum ÓSKAR Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari eru tónlistarmenn, sem kunna að meta þögnina. Eftir þögn heitir nýr geisladiskur þeirra og frumflytja þeir efni af honum á útgáfutónleikum í Frí- kirkjunni í kvöld. „Ef það er hægt að búa til tónlist, sem er eins falleg og þögn, þá ertu á réttri leið,“ segir Skúli. „Ég held það megi skilgreina þögn á ansi margan hátt. Ef þú ert uppi í sveit þá er það kannski bara utanaðkomandi þögn,“ segir Óskar og bendir á að fólk vanti frekar þögn innra með sér. „Ég held við lendum báðir í því að finna þessa innri þögn þegar við heyrum fallega tónlist,“ segir Óskar. „Þögn er sama og kyrrð,“ bætir þá Skúli við. Samið fyrir fjölskyldu og vini Þeir segja plötuna persónulega enda seg- ir í plötuumslaginu að tónlistin sé upp- haflega samin fyrir fjölskyldu og vini. „Ég vildi finna litlum melódíum, sem ég átti, far- veg,“ segir Óskar. „Þetta er tónlist, sem var samin fyrir ákveðin tilefni. Hún hefur sterka tengingu við ýmislegt í okkar lífi,“ segir Skúli og seg- ir að þeir hafi verið að velta fyrir sér hvort að það væri næg ástæða að semja tónlist einungis til að gefa út plötu. „Það er svo mikið af tónlist til um allan heim, sem er ekki bara varningur heldur varð til við ákveðið tilefni, eins og jarð- arfarir eða brúðkaup,“ segir Skúli, en í ljós kom að þeir áttu báðir mörg slík lög. „Kjarninn á plötunni er lögin sjálf, sem er öfugt við það sem oft er í djasstónlist,“ seg- ir Skúli. Hugmyndin að plötunni kom upp fyrir tveimur árum en upptökur fóru fram annars vegar í New York í fyrra og í Salnum í Kópavogi um jólin síðustu. „Tónlistin er tekin upp „live“ og er ein- föld að því leyti,“ segir Skúli um plöt- una, sem snýst að öllu leyti um samspil hans og Óskars. „Það má segja að hefðbundið hlutverk bassans sé nokkuð vítt á þessari plötu,“ segir Óskar og benda þeir á að það sé vegna þess að aðeins tvö hljóðfæri koma við sögu á plötunni. Skúli er einmitt búsettur í borginni, sem aldrei sefur og Óskar í annarri stórborg, London, en þrátt fyrir það hefur þeim tekist að leiða saman hesta sína og hljóðfæri við nokkur tækifæri. Lærifeður og yngri kynslóðin „Skúli er minn lærifaðir,“ segir Óskar. „Hann hefur alltaf getað komist að kjarna málsins,“ segir hann og bætir við að Skúli hafi hjálpað sér að finna það sem hann er að leita eftir í tónlist. Óskar útskýrir að fyrsta plata hans, Far, hafi markað upphafið að samstarfi þeirra, en hún kom út árið 1997. „Það má segja að tvö eða þrjú lítil lög á Far séu í þessa átt. Þar spiluðum við Skúli eitt dúó,“ segir Óskar. Skúli er ekki síður ánægður með sam- starfið. „Í djasstónlist er oft litið til eldri einstaklinga. Ég held hins vegar að yngri kynslóðin hafi eitthvað fram að færa. Ég hef komist að því í gegnum bæði Óskar og aðra tónlistarmenn, sem eru töluvert yngri en ég,“ segir hann. Tónlist eins falleg og þögn Óskar Guðjónsson saxófónleikari og Skúli Sverrisson bassaleikari tóku hluta plötunnar upp í Salnum í Kópavogi um síðustu jól. Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson með nýja plötu og tónleika Eftir þögn er komin í verslanir. Óskar og Skúli eru með útgáfutónleika í Fríkirkjunni í kvöld klukkan 20.30. Forsala miða fer fram í versl- uninni 12 tónum. Ljósmynd/Spessi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.