Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 1

Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 1
STOFNAÐ 1913 281. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 mbl.is Frumsýning í dag á Focus 007 Fáðu þér Pepsi Blue með brakandi Doritos og flotta vinninga í 007 njósnaleiknum. Ford styrkir James Bond bíómyndina.Vertu á Focus 007. Komdu í dag. Svörin í 007 njósnaleiknum er að finna í Brimborgar- salnum við Bíldshöfða. Blómatorgið við Hringbrautina á sama stað í hálfa öld 31 Andri Snær Magnason ræðir sögu sína LoveStar Lesbók 4 Handþvottur dugir ekki til Siðferði í stjórnmálum skiptir Ítali litlu máli 30 Morgunblaðið/Júlíus Móður með þrjú börn var bjargað úr bílflakinu sem lenti á hvolfi í Hólmsá. Kafarar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru sendir niður að flakinu. KONA á þrítugsaldri hlaut alvarlega áverka og er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi eftir að bifreið hennar lenti á hvolfi í Hólmsá á Suðurlandsvegi í gær. Er talið að hún hafi verið á kafi í vatni í nokkrar mínútur áður en henni var bjargað. Þriggja ára dóttir hennar liggur einnig á gjörgæsludeild og er þar til eftirlits. Tvö eldri börn, 6 og 11 ára, sem voru með móður sinni í bifreiðinni, slösuðust mun minna. Vegfarendur á Suðurlandsvegi sýndu mikið snar- ræði þegar þeir björguðu fjölskyldunni út úr bif- reiðinni. Slysið varð á fjórða tímanum í gær og virð- ist sem konan hafi misst stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að hún fór út af og lenti í ánni. Hámarksviðbúnaður var af hálfu Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins sem sendi um 20 menn á vett- vang. Lögreglan í Reykjavík lokaði Suðurlandsvegi í eina og hálfa klukkustund á meðan björgunarlið vann á vettvangi og beindi umferð um Rauðhóla á meðan. Meðal þeirra sem komu að björguninni var Sig- mundur Felixson, sem óð út í ána og bjargaði fjöl- skyldunni ásamt Sigurði G. Ragnarssyni. Á bakk- anum voru fleiri vegfarendur sem tóku við börnunum og móður þeirra og hlúðu að þeim uns sjúkralið kom á vettvang. Bjargað úr Hólmsá eftir að bifreið valt Móðir alvarlega slösuð en þrjú börn sluppu betur LEIÐTOGAR helztu stjórnmála- flokka í Svíþjóð hafa komizt að sam- komulagi um að efnt verði til þjóðarat- kvæðis um aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu, EMU, 14. september 2003. Greindi Göran Pers- son forsætisráðherra frá þessu í gær. Niðurstöður flestra skoðanakann- ana síðastliðið ár benda til að stuðn- ingsmenn evrunnar muni hafa betur, en þeir sem ekki vilja sjá á bak krón- unni hafa að undanförnu verið að sækja nokkuð í sig veðrið. Samkvæmt niðurstöðum Gallup- könnunar, sem birtar voru í gær, lýsa 40% Svía nú stuðningi við evruna, 34% segja nei og 25% geta ekki gert upp hug sinn. Í annarri könnun, sem Sifo- stofnunin gerði fyrir viku, sögðust 41% andsnúin evruaðild, 37% fylgj- andi og 21% óákveðin. Svíar kjósa um evruna næsta haust Stokkhólmi. AFP, AP. „HUGSUN mín snerist um að ná öllum út úr bílnum. Erfiðast var að sjá hann á hvolfi í ánni og heyra í börnunum. Maður hugs- aði um það eitt að geta gert eitt- hvað,“ sagði Sigmundur Felixson húsasmíðameistari sem vann hetjudáð í gær er hann bjargaði konu og börnum hennar þremur út úr bílflakinu í Hólmsá. Hann var á leið austur fyrir fjall þegar hann ók fram á slysstað. „Mér var veifað á brúnni og ljóst að greinilega var verið að biðja um aðstoð,“ sagði hann. Hann var með þeim fyrstu á slys- stað og stöðvaði bíl sinn strax til að huga að hinum slösuðu. „Ég sá bílinn á hvolfi í ánni og heyrði í börnunum innan úr hon- um þegar ég kom hlaupandi að Gunnar Örn Pétursson Sigmundur Felixson ánni. Þá hljóp ég út að bílnum og opnaði afturhurðina.“ Með Sigmundi fór annar aðvífandi vegfarandi, Sigurður G. Ragn- arsson, út í ána til bjargar fólk- inu. „Árbotninn var ósléttur og ég reyndi að halda jafnvægi í hnédjúpu vatninu,“ sagði Sig- mundur. „Í bílnum var grátandi drengur sem bað okkur um að bjarga mömmu sinni og systur.“ Öllu tjaldað til „Aðgerðin gekk mjög vel með hjálp vegfarendanna,“ sagði Gunnar Örn Pétursson, vett- vangsstjóri Slökkviliðsins á slys- stað en fjölmargar tilkynningar höfðu borist vegna slyssins. „Þetta var eitt þeirra útkalla þar sem öllu er tjaldað til.“ Þegar slökkviliðið kom á vett- vang höfðu vegfarendur bjarg- að börnunum þremur á land og losað móður þeirra út úr bílflak- inu. Slökkviliðsmennirnir tóku við lífgunaraðgerðum á móð- urinni og yngsta barninu og fluttu þau ásamt eldri börn- unum á Landspítalann. Erfiðast að heyra í börnunum  Skar á /4 Carlos Branco frá Kanada hyllti Bítl- ana á minningartónleikum um George Harrison í Albert Hall í London í gær. Paul McCartney og Ringo Starr komu fram á tónleik- unum ásamt Eric Clapton. Reuters Í minningu Harrison „ÞAÐ er ljóst að þetta eru hæstu mánaðartölur sem hafa sést,“ segir Trausti Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um úrkomuna í nóvember og bætir við að hann sé auk þess einn af fimm hlýjustu nóv- embermánuðum undanfarin 100 ár. Úrkomu- og hitatölur fyrir nóv- ember liggja ekki fyrir en Trausti Jónsson segir að hitastigið hafi verið svipað sunnan- og vestanlands og það var 1987. Árin 1945 og 1956 hafi verið áberandi hlýrra um land allt en 1993 hafi verið hlýrra fyrir norðan. Hlýtt og rakt loft Að sögn Trausta hefur verið mikil úrkoma á öllum Austfjörðum vegna góðs aðgengis að hlýju og röku lofti. Mesta mánaðarúrkoma sem hefur mælst var í Kvískerjum í Öræfum, 900 millimetrar í janúar sl. Segir Trausti að úrkoman á sumum stöð- umn nú í nóvember, t.d. á Kollaleir- um í Reyðarfirði og Hánefsstöðum í Seyðisfirði, virðist vera sambærileg. Í Borgarfirði eystra sé úrkoman yfir 700 mm og mjög mikil mánaðar- úrkoma sé í Breiðdal þar sem hún sé um 640 mm. Úrkoman sé líka yfir meðallagi um allt Suðausturland en þar sé ekkert afbrigðilegt. Trausti segir að aðeins í Kvískerj- um janúar sl. og í Grundarfirði í nóv- ember 1993 hafi úrkoman farið yfir 700 mm á mánuði. Í ár hafi um helm- ingur ársúrkomunnar í meðalári fall- ið á Austurlandi í nóvember. Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík í nóvember er 240 mm. Það var árið 1993. Í nóvember sem nú er að líða hefur úrkoman mælst um 84 mm. Úrkoma í nóvember slær öll fyrri met  Mesta sem/6 Síðasta skáld- saga Íslands? Engin tvö blóm eru eins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.