Morgunblaðið - 30.11.2002, Page 2

Morgunblaðið - 30.11.2002, Page 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BÍLL VALT Í HÓLMSÁ Bíll með konu og þremur börnum valt út í Hólmsá við Suðurlandsveg í gær en nokkrir vegfarendur björg- uðu þeim úr bílnum. Hann hafnaði á hvolfi í ánni og konan var flutt á gjörgæsludeild ásamt einu barnanna sem var minna slasað. Handtökur vegna ti lræðis Lögreglan í Kenýa hefur hand- tekið́ tólf manns í tengslum við sprengjutilræði í fyrradag en þá myrtu þrír sjálfsmorðingjar tólf manns á hóteli í eigu Ísraela. Morð- ingjarnir kunna að hafa komist inn í Kenýa á bandarískum vegabréfum. Smábátaútgerð arðsöm Arðsemi smábátaútgerðar er að meðaltali meiri en af útgerð togara, að sögn Hagstofunnar. Hún hefur rannsakað afkomu í sjávarútvegi sem er að meðaltali um 20%. Afla- hlutur á smábátum er lægri en á togurum. Metúrkoma í nóvember Úrkoma á landinu í nóvember var sú mesta sem mælst hefur í þeim mánuði frá því að mælingar hófust. Svíar ætla að kjósa um evru Helstu flokkar í Svíþjóð náðu í gær samkomulagi um að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um upptöku evru 14. september á næsta ári. Ekki ákært vegna flugslyss Niðurstaða rannsóknar lögregl- unnar í Reykjavík á flugslysinu í Skerjafirði árið 2000 er að ekki sé tilefni til frekari aðgerða. Friðrik Þór Guðmundsson, einn af aðstand- endum hinna látnu, hyggst kæra niðurstöðuna. 2002  LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÞJÁLFARI ROMA SEGIR ARSENAL BESTA LIÐ EVRÓPU / B4 ALÞJÓÐAÓLYMPÍUNEFNDIN, IOC, hefur ákveðið að setja á stofn sjóð sem á að þjóna því hlutverki að vera varsjóður IOC ef ske kynni að Ólympíuleikum yrði frestað eða hætt vegna hryðjuverka. Sjóðurinn er um 4,5 milljarðar ísl. kr. og segir Jacques Rogge, forseti IOC, að breyttir tímar í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjum hinn 11. september sl. geri það að verkum að IOC þurfi að gera ráðstafanir í þessum efn- um, en IOC fundar þessa dagana í Mexíkó. Ör- yggismál fyrir leikana í Aþenu á Grikklandi árið 2004 eru mikið rædd og verður miklu til kostað á þeim vettvangi. Fjárhagur IOC er hins vegar með ágætum en þar á bæ eru til varasjóðir sem nema um 11 milljörðum ísl. kr. IOC stofnar sjóð vegna „hryðjuverka“ FORRÁÐAMENN norska úrvals- deildarliðss Sogndal voru á leik varaliðs Arsenal gegn Watford sl. mánudag og samkvæmt frétt vef- miðilsins firda.no var það íslenski ungmennaliðsmaðurinn Ólafur Ingi Skúlason sem var ástæða þess að þeir gerðu sér ferð til Englands. Trond Fylling og Jan Halvor Halvorsen, þjálfarar liðsins, segja að þeir hafi verið að skoða marga leikmenn en að hægri bakvörður Arsenal hafi verið ástæðan fyrir heimsókna þeirra. Ólafur Ingi var seldur frá Fylki til Arsenal í lok leiktíðarinnar á Ís- landi árið 2001, gerði þá samning til þriggja ára og hefur verið að leika með vara- og unglingaliðum félagsins. Halvorsen er aðstoðar- þjálfari liðsins en hann var áður þjálfari Start í Kristiansand en fékk að taka poka sinn sl. sumar Guðjón Þórðarson tók við liðinu sem þá var í mikilli fallhættu og náði ekki að snúa við blaðinu í kjöl- farið. Sogndal er lítið félag á norskum mælikvarða á vestur- strönd Noregs og hefur flakkað á milli efstu og 1. deildar á und- anförnum árum. Liðið endaði í fjórða neðsta sæti deildarinnar á þessu ári, en fyrir neðan voru Brann, Moss og Start. Sogndal hefur áhuga á Ólafi Inga LEIKMENN í ensku 1. deildinni í knattspyrnu, eru samkvæmt rannsókn sem gerð var þar í landi, með að meðaltali þrisvar sinnum hærri laun en þeir tekju- hæstu atvinnumenn í öðrum hópíþróttum sem stundaðar eru á enskri grund. Fjölmargir íslenskir landsliðsmenn leika í ensku 1. deildinni og samkvæmt niðurstöðum rannsókn- arinnar sem gerð var fyrir ári síðan eru meðalaun leik- manna í 1. deild 22 milljónir ísl. kr., eða rétt rúm 1.800 þúsund á mánuði. Leikmenn í ruðningsliði í efstu deild á Englandi fá til samanburðar um 6,3 millj- ónir í árslaun eða um 530 þúsund á mánuði og í þjóð- aríþrótt Englendinga, krik- kett, fá leikmenn að með- altali um 5,1 milljón á ári, eða um 425 þúsund á mán- uði. Meðallaun í ensku at- vinnulífi eru hinsvegar 2,7 milljónir kr., eða um 225 þúsund á mánuði. Þess má geta að nokkur félög í 1. deild eiga í miklum fjárhagserfiðleikum, meðal þeirra er Bradford sem get- ur ekki gert upp að fullu við leikmenn sína nú um mán- aðamótin. Dallas náði „aðeins“ 14 leikjum íröð og kemst því ekki í sögu- bækurnar á þessum vettvangi. Liðið er þó í öðru sæti ásamt Boston á þessu sviði en grænklædda liðið náði 14 leikjum í röð í upphafi tímabilsins árið 1957. „Dallas er með besta liðið í NBA- deildinni á þessari stundu en við lék- um okkar besta leik til þessa í vetur, og slíkt þarf til gegn slíku liði,“ sagði hinn margreyndi Isiah Thomas þjálf- ari Indiana en liðið hefur komið gríð- arlega á óvart það sem af er og er í efsta sæti austurdeildarinnar. Don Nelson þjálfari Dallas sagði að liðið hefði viljað skrá nafn sitt í sögu- bækurnar en NBA-deildin væri óút- reiknanleg. Við lékum tvo leiki í röð og satt best að segja áttum við ekki nóg eldsneyti í síðari leikinn, gegn In- diana,“ sagði Nelson og sagði 38% skotnýtingu liðsins gegn 54% nýtingu Indiana skýra allt sem skýra þyrfti. Nelson-feðgarnir, Don og Donnie sonur hans og aðstoðarþjálfari liðs- ins, hafa snúið hlutunum við hægt og bítandi í olíuborginni í Texas með dyggri aðstoð Cubans en hann hefur eytt gríðarlegum fjármunum í liðið sl. tvö ár. Dallas var slakasta liðið Það er ekki nema áratugur síðan liðið var án alls vafa slakasta liðið sem hafði leikið í NBA-deildinni í mörg herrans ár. Tímabilið 1992–1993 vann Dallas aðeins 11 leiki á allri leiktíðinni og tapaði alls 71 leik. Tímabilið 1993– 1994, gekk örlítið betur og liðið bætti tveimur sigurleikjum í sarpinn, 13 sigrar og 69 töp og Dallas varð að at- hlægi um víða veröld. Dallas var sett á laggirnar árið 1980 og hefur í gegn- um tíðina ekki haft á að skipa „stjörnuleikmönnum“ sem hafa prýtt veggi og hurðir aðdáenda NBA- deildarinnar í gegnum tíðina. Aðeins tveir keppnisbúningar hafa verið hífðir upp í rjáfur til heiðurs þeim Brad Davis (15) og Rolando Black- man (22), en aðeins harðir aðdáendur NBA-boltans vita hverjir þeir eru. Don Nelson þykir hins vegar hafa farið óhefðbundnar leiðir að því marki sínu að gera Dallas-liðið sam- keppnishæft í gríðarlega harðri keppni á vesturströndinni. „Skorum bara meira en hinir“ Nelson hefur í gegnum tíðina farið langt á hugmyndafræði sinni, „við þurfum aðeins að skora fleiri stig en mótherjar okkar,“ enda hefur sókn- arleikur Dallas verið skemmtilegur á að horfa en vörnin verið líkt og svissneskur ostur, gloppótt. Undan- farin tvö ár hefur varnarleikur liðsins batnaði mikið og árangurinn hefur verið betri. Michael Finley er enn aðalmaður- inn í liðinu, en að sama skapi er liðs- heild og hlutverkaskipting leiðarljós liðsins. Nelson eldri er með krabba- mein í blöðruhálskirtli og margir héldu að lyfjameðferð sem hann fór árið 1998 hefði skert dómgreind hans, er hann valdi lítt þekktan Þjóð- verja að nafni Dirk Nowitzki í nýliða- valinu. Flestir vildu nú hafa Nowitzki í röðum sínum og að auki hefur Kan- adamaðurinn Steve Nash blásið á all- ar gagnrýnisraddir og stýrir leik liðs- ins af festu og skorar auk þess drjúgt í hverjum leik. AP Með tunguna úti og einbeittur á svip stekkur Þjóðverjinn Dirk Nowitzki yfir gömlu kempuna Reggie Miller í Indianapolis. Dallas fór útaf sporinu HINN litríki og umdeildi eigandi NBA-liðsins Dallas Mavericks, Mark Cuban, beit í neðri vörina á sér og var vonsvikinn í leikslok í fyrsta sinn á leiktíðinni er hann sá lið sitt tapa, 110:98, á útivelli fyrir In- diana Pacers aðfaranótt föstudags. Cuban hafði vonast til þess að Dallas myndi jafna met Washington Capitols frá árinun 1948 og Houston Rockets frá árinu 1993 en liðin unnu á þeim tíma 15 fyrstu leiki tímabilsins.                                                 ! "# $ $#$        % #  &'#  (# )   * + ) + #     $ $#$  % &  # + ,- . +/ 0# # 1 2 +3 4# +3 4#   # / +3 4# '  /,2-5#/ +3 4#   # / +3 4#   # / +3 4# 1" # #2 '  /,2-5#/ +3 4# 1" # #2 +3 4# 1  # #2 '  /,2-5#/ +3 4#                   6#7         0# # ,4#   Ágæt laun í ensku 1. deildinni L a u g a r d a g u r 30. n ó v e m b e r ˜ 2 0 0 2 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Úr vesturheimi 46 Viðskipti 14/18 Minningar 48/54 Erlent 22/30 Umræðan 56/63 Höfuðborgin 31 Staksteinar 570 Akureyri 32 Bréf 72 Suðurnes 33 Dagbók 74/75 Landið 33 Leikhús 76 Árborg 34 Fólk 76/81 Listir 35/38 Bíó 78/81 Forystugrein 42 Ljósvakamiðlar 82 Viðhorf 46 Veður 83 * * * Kynningar – Blaðinu í dag fylgir aug- lýsingablað frá Símanum. Blaðinu verður dreift á höfuðborgarsvæðinu. Jólin 2002 „ÞAÐ er svo mikið af fínum myndum af Hall- dóri, það er hreinlega eins og hann sé kominn hingað,“ segir Auður Laxness þar sem hún blaðar í fyrsta eintakinu af bókinni Halldór Laxness – Líf í skáldskap sem höfundurinn, Ólafur Ragnarsson, útgefandi Halldórs, færði henni í gær. Í bókinni, sem er ríflega 500 síður, er á ann- að hundrað mynda og áður óbirt samtöl Ólafs við Nóbelsskáldið. Inn í þau er fléttað marg- víslegu efni úr einkabréfum Halldórs, minn- iskompum hans og handritum, einkum frá fyrri hluta ævi hans. „Ég er spennt að byrja að lesa og sjá allt þetta efni sem Ólafur hefur safnað saman. Hann var heimagangur hjá okkur um árabil,“ segir Auður. Ólafur bætir við að Auður hafi einnig veitt sér ómetanlegar upplýsingar. Eftir að hann tók við útgáfu á bókum Halldórs, árið 1985, áttu þeir ótal samtöl og Ólafur segir að Halldór hafi fljótlega hvatt sig til að skrá sitthvað nið- ur úr þeim. „Ég átti oft erindi á Gljúfrastein, Halldór þurfti að undirrita erlenda útgáfu- samninga eða við vorum með verkefni tengd verkunum og þá spunnust út frá því sögur. Ég byrjaði síðan að skrifa þessa bók fyrir svona tíu árum en á þessu ári hef ég alfarið getað sinnt skrifunum. Ég á í fórum mínum efni í annað bindi sem ég vona að komi út að ári,“ segir Ólafur. Samtöl við Nóbelsskáldið Morgunblaðið/Einar Falur Auður Laxness og Ólafur Ragnarsson skoða ljósmyndir í fyrsta eintakinu af nýrri bók Ólafs. KIRKJUGARÐASAMBAND Íslands hefur stofnað félagið In memoriam ehf. sem hefur það verkefni að safna saman öllum tiltækum legstaða- skrám á landinu, tölvuskrá þær og birta á vefnum gardur.is. Unnið hefur verið að þróun á skráningum og veflausnum á annað ár. Áætlað er að skráning- arhæf nöfn á Íslandi öllu geti verið 120.000– 140.000. Til dagsins í dag hafa verið skráð tæplega 80 þúsund nöfn í gagnabankann úr rúmlega 90 kirkjugörðum. Samningur hefur verið gerður við Morgunblað- ið um birtingu minningargreina ef aðstandendur óska þess. Einnig hefur In memoriam ehf. óskað eftir samvinnu við presta og útfararstjóra við að koma þessari þjónustu á framfæri og er hægt að biðja um þjónustuna um leið og útfararþjónustuna og gildir það um allt land. Söfnun verður haldið áfram Þess er vænst að þær tekjur, sem hugsanlega koma inn vegna pantana á æviatriðum eða minn- ingargreinum úr gagnagrunninum, geti hjálpað til við að kosta áframhaldandi söfnun legstaðaskráa og skráningu þeirra. Hægt verður að setja inn ít- arefni fyrir alla einstaklinga, sem eru á skrá gardur.is, ekki einungis fyrir þá sem eru nýlega látnir. Til að koma óskum aðstandenda á framfæri nægir að fara inn á heimasíðuna gardur.is og þar á forsíðu er auglýsingaborðinn „Ævidrög og myndir á Netið“, sem smellt er á og við blasir eyðublað sem fylla skal út. Hægt er að velja um ítarefni og mynd frá Morgunblaðinu eða senda texta og mynd frá aðstandendum. Styrktaraðilar þessa verkefnis eru Alþingi, Kirkjugarðasjóður, Kristnihátíðarsjóður og Jöfn- unarsjóður sókna og Nýsköpunarsjóður atvinnu- lífsins hefur lánað félaginu til framkvæmda. Nöfn 80 þúsund látinna á Netið NIÐURSTAÐA rúmlega tveggja ára rannsóknar lögreglunnar í Reykjavík á flugslysinu í Skerja- firði 7. ágúst 2000 er sú að rann- sóknargögn gefi ekki tilefni til frekari aðgerða í málinu. Hefur það því verið fellt niður. Friðrik Þór Guðmundsson, aðstandandi eins þeirra sem létust af völdum flugslyssins, telur niðurstöðuna reginhneyksli og hefur lýst því yfir að ákvörðun lögreglunnar verði kærð til ríkissaksóknara. Jafn- framt muni aðstandendur krefjast aðgangs að öllum rannsóknargögn- um. Sex létust af völdum flugslyss- ins, ýmist samstundis eða af meiðslum sem þeir hlutu þegar flugvélin TF-GTO frá Leiguflugi Ísleifs Ottesen hrapaði í Skerja- fjörð. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að aðstandandi eins farþegans fór fram á opinbera rannsókn þar sem hann taldi að flugrekandinn hefði ekki farið að ákvæðum laga og reglugerða um flugrekstur og að meint refsiverð háttsemi flugrekandans kynni að hafa átt þátt í slysinu. Þrátt fyrir að rannsókn Rannsóknarnefndar flugslysa á orsökum slyssins væri skammt á veg komin og ekki hefðu komið fram tilmæli um slíka rann- sókn af hálfu nefndarinnar eða Flugmálastjórnar Íslands hefði lögregla hafið rannsókn vegna gruns um refsiverð brot. Einnig voru að ósk samgönguráðherra tekin til sérstakrar skoðunar atriði varðandi björgun fólks og flaks flugvélarinnar þrátt fyrir að ekki lægi fyrir grunur um refsivert at- hæfi í því sambandi. Loks bárust lögreglu fjölmargar ábendingar frá tveimur aðstandenda þeirra sem létust í slysinu. Segir í til- kynningunni að af þessum orsök- um hafi rannsókn málsins orðið umfangsmeiri og tímafrekari en ella hefði orðið. Málið er fellt niður með vísan til ákvæðis í lögum um meðferð op- inberra mála um að þegar rann- sókn sé lokið skuli ákærandi at- huga hvort sækja skuli mann til sakar eða ekki. Ef það sem fram er komið er ekki talið nægilegt eða líklegt til sakfellingar skal láta málið niður falla. Sá sem ekki unir þeirri ákvörðun getur kært hana til ríkissaksóknara sem skal taka afstöðu til málsins innan eins mán- aðar. Ekki ákært vegna flug- slyssins í Skerjafirði Ákvörðunin verður kærð til ríkissaksóknara FLÆÐA tók upp á veginn austanmegin við brúna yfir Lagarfljót í gærkvöldi og fylgdist lögreglan náið með vatnshæð fljótsins. Mikið rigndi seinnipartinn í gær og í gærkvöldi á Egilsstöðum sem og víðar á Austurlandi. Yfirborð Lagarfljóts var kom- ið í 22,89 metra yfir sjáv- armáli um klukkan 21 í gær- kvöldi, samkvæmt vefmæli Orkustofnunar, og hafði farið hækkandi allan daginn. Vatn flæddi í kringum flug- völlinn á Egilsstöðum en um kl. 22 í gærkvöldi hafði enn ekki flætt yfir völlinn að sögn lögreglu. Rennsli Grímsár, sem er ein af helstu ánum sem falla í Lagarfljót, var í gær um tutt- ugufalt miðað við árstíma, að sögn Jökuls Hlöðverssonar, stöðvarstjóra Grímsárvirkj- unar. Það hafði m.a. í för með sér að í gærkvöldi vantaði að- eins 10 sentimetra upp á að yfirborð Lagarins næði met- hæð sem það gerði í miklum flóðum í október sl. Jökull taldi ekki ólíklegt að vatns- borðið færi nálægt þeirri hæð. Rennsli Grímsár tuttugu sinnum meira en venjulega Yfirborð Lagar- fljóts hækkaði stöðugt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.