Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fullveldistónleikar
KK-bandið
og Einar Kárason
á Gauki á Stöng sunnudaginn 1. desember kl. 21.
Miðaverð 1.000 kr.
Þétt tónlist
og blúsaður upplestur
SIGMUNDUR Felixsson húsasmíða-
meistari þykir hafa sýnt mikið snar-
ræði við björgun konu og þriggja
barna hennar úr Hólmsá. Hann segir
erfiðast að hafa heyrt til barnanna
þegar hann óð út að bílnum.
„ Fljótlega kom í ljós að það vantaði
hníf til að skera á bílbeltin, því það var
ómögulegt að losa barnið úr barnabíl-
stólnum öðruvísi. Ég kallaði eftir hníf
og til mín kom maður sem skar á belt-
in. Á meðan hélt ég höfði barnsins
upp úr vatninu.“
Barnið var meðvitundarlaust á
meðan þessu fór fram og móðir þess í
ökumannssætinu einnig. Sigmundur
hugði að henni þegar börnunum hafði
verið bjargað á land og þurfti enn að
beita hníf til að losa hana úr beltinum.
Lífgunartilraunir á barninu fóru fram
á bakkanum jafnhliða.
„Ég fór aftur út og reif upp fram-
hurðina og sá þar konuna. Ég gat
engan veginn losað beltin án þess að
skera á þau. Við fórum strax með
hana í land og hófum lífgunartilraunir
á henni og héldum þeim áfram uns
björgunarlið kom á vettvang.“
Að björguninni kom einnig Sigrún
Steinbergsdóttir vinkona Sigmundar,
en geta má þess að hann fór á skyndi-
hjálparnámskeið fyrir um 30 árum og
beitti þekkingu sinni fyrst nú. Eins og
vænta má varð honum mikið um at-
burðina en taldi ekki sennilegt að
hann myndi leita sér áfallahjálpar.
Gunnar Örn Pétursson varðstjóri
hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins,
stýrði aðgerðum við Hólmsá í gær.
Slökkviliðið var kallað út kl.15.27 og
voru um 20 slökkviliðsmenn sendir á
vettvang
Allar stöðvar fullmannaðar
„Það vildi svo heppilega til að það
var óvenju lítið að gera í hefðbundnum
sjúkraflutningum og því voru allar
stöðvar fullmannaðar. Við gátum strax
sent fimm sjúkrabíla, kafarabíl með
þremur köfurum og fullmannaðan
tækjabíl á 5–6 mínútum.“
Þegar slökkviliðið kom á vettvang
höfðu vegfarendur bjargað börnun-
um þremur á land og losað móður
þeirra út úr bílflakinu. Slökkviliðs-
menninir tóku við lífgunaraðgerðum
á móðurinni og yngsta barninu og
fluttu þau ásamt eldri börnunum á
Landspítalann. Kafararnir fluttu
móðurina á land eftir að Sigmundur
Felixson og Sigurður G. Ragnarsson
höfðu náð henni út úr flakinu og köf-
uðu niður að bílnum til að athuga
hvort fleiri væru um borð.
„Aðgerðin gekk mjög vel með hjálp
vegfarendanna,“ sagði Gunnar Örn.
Þess má geta að svipað slys varð í
Hólmsá um miðjan apríl árið 2000,
þegar bíll lenti í ánni á hvolfi. Þá var
áin mun vatnsmeiri og fór bíllinn nán-
ast alveg á kaf. Innanborðs var ungt
par og var konan á kafi í allt að hálf-
tíma áður en hún bjargaðist út. Lá
hún lengi í öndunarvél á gjörgæslu-
deild. Flestir þeirra slökkviliðsmanna
sem sinntu því slysi voru einnig á
vettvangi í gær og segir Gunnar Örn
að bíllinn í gær hafi lent á nákvæm-
lega sama stað og bíll parsins um árið.
Hann segir vegfarendurna sem komu
fyrstir á slysstað hafa staðið sig frá-
bærlega vel og gengið rösklega til
verks. „Það skiptir örugglega mjög
miklu máli um það hversu vel tókst
til,“ sagði hann.
Skar á bílbeltin með hníf
Morgunblaðið/Júlíus
Mikill viðbúnaður var við Hólmsá vegna björgunaraðgerðanna.
ÞEGAR rætt var um það í for-
eldraráði leikskólans á Tjarnarborg
hversu gaman það væri að geta sett
upp jólaleikrit á leikskólanum, tók
Ingibjörg Þórisdóttir leikkona, sem
situr í foreldraráðinu, sig til og
samdi leikrit handa krökkunum
ásamt vini sínum og samstarfs-
manni, Jóni Páli Eyjólfssyni. Af-
raksturinn, leikritið Jólagjöf handa
Grýlu, var síðan frumsýnt á Tjarn-
arborg í gær, við ágætar und-
irtektir barnanna.
Ingibjörg fer með hlutverk Bínu
sem fær óvænta heimsókn frá Bjúg-
nakræki sem er á stúfunum eftir
jólagjöf handa Grýlu mömmu sinni.
Sumum krökkunum brá nokkuð
þegar Bjúgnakrækir klifraði allt í
einu inn um gluggann og eitthvað
fór bramboltið í sveinka fyrir
brjóstið á krökkunum því sum
þeirra fóru að gráta. Það hafði þó
ekki mikil áhrif á framvindu leik-
ritsins því leikskólakennararnir
komu krökkunum til bjargar og
fylgdu þeim út úr salnum. Þar full-
vissuðu kennararnir börnin um að
Bjúgnakrækir væri ágætis karl,
þótt það væru stundum svolítil læti í
honum og þorðu sum þeirra meira
að segja aftur inn í salinn.
Grýla alveg hætt
að borða börn
Bjúgnakrækir sagði að það væri
orðið svo lítið framboð á óþekkum
börnum þessa dagana að Grýla væri
alveg hætt að borða börn. Hann ætl-
aði að gefa henni bjúgu í jólagjöf, en
svo varð hann svo svangur að hann
borðaði öll bjúgun sjálfur, eitt þús-
und talsins. Þá fékk Bjúgnakrækir
þá hugmynd að háfa jólastjörnuna
úr himnafestingunni og gefa Grýlu.
Bínu líst ekki vel á þessa fyr-
irætlan, þar sem allir í veröldinni
eiga jólastjörnuna saman. Hún bað
krakkana á Tjarnarborg að koma
með fleiri hugmyndir og datt þeim
ýmislegt í hug sem gæti glatt Grýlu.
Ljósakróna, stytta, klukka, ofn, föt
og bók var meðal þeirra hugmynda
sem krakkarnir vörpuðu fram, en
því verður þó að sjálfsögðu ekki
ljóstrað upp hér hvað Grýla kerl-
ingin mun fá í jólagjöf frá syni sín-
um.
„Mamma hennar Tótu breyttist í
leikrit,“ sagði einn áhorfandinn
hrifinn að sýningu lokinni, en dóttir
leikkonunnar sem er á Tjarnarborg
heitir Þórhildur Helga. Ingibjörg
sagði að það hefði verið mjög gam-
an að flytja leikritið fyrir krakkana.
„Þau voru mjög stillt og prúð og ég
hafði gaman af því hvað þau hlógu
skemmilega. Þau voru svolítið
hrædd þarna í byrjun enda kemur
jólasveinninn óvænt inn, en þau
voru fljót að jafna sig,“ segir Ingi-
björg.
Morgunblaðið/ÞorkellIngibjörg Þórisdóttir ræðir við börnin á Tjarnarborg í hlutverki Bínu.
„Mamma hennar Tótu
breyttist í leikrit“
„ÞETTA er mjög
spennandi tækifæri
og mikill heiður fyrir
mig. Það hlýtur alltaf
að vera draumur rit-
höfunda að fá bækur
sínar gefnar út íöðr-
um löndum en heima-
landinu,“ segir Björn
Ingi Hrafnsson, en
réttindastofa Eddu –
útgáfu gekk í gær frá
samningi við danska
forlagið Lademann
um útgáfu bókar
hans, Barist fyrir
frelsinu. Í henni er
rakin saga mæðgn-
anna Guðríðar Örnu Ingólfsdóttur og
Hebu Shahin og hvernig þær börðust
fyrir eigin frelsi er faðir Hebu, sem er
Egypti, hafði kyrrsett dóttur sína í
Egyptalandi og tilkynnt henni að hún
myndi aldrei framar snúa til Íslands.
Guðríður Arna lagði sig í mikla hættu
er hún fór til Egyptalands til að end-
urheimta dóttur sína, því ef upp hefði
komist hefði beðið hennar löng fang-
elsisvist. Þær búa nú báðar á Íslandi.
Óvenjulegt að saga
sem þessi endi vel
Björn Ingi segir sannsögulegar
bækur um árekstra ólíkra menning-
arheima vinsælar alls staðar, en fátítt
sé að réttur á íslenskum viðtalsbók-
um sé seldur til útlanda.
„Bókaútgáfur á Norður-
löndunum og víðar hafa
sýnt sögunni mikinn
áhuga vegna þess að það
er svo ótrúlega sjaldgæft
að flótti eða „barnsrán“
frá Miðausturlöndum
takist. Réttur feðranna
er svo ríkur í heimaland-
inu þó að forræðið sé
dæmt íslenska foreldrinu
hér heima. Þess vegna
vekur sagan mjög mikla
athygli.“
Björn Ingi bendir
einnig á að saga mæðgn-
anna sé mjög alþjóðleg
og gerist í mörgum löndum. „Hún
gæti auðvitað gerst í næstum hvaða
landi sem er. Hún snýst um konu sem
býður örlögunum byrginn og ákveður
að sækja barnið sitt jafnvel þótt það
hefði getað kostað hana ævilangt
fangelsi.“
Lademann forlagið er hluti af Eg-
mont samsteypunni sem er eitt öfl-
ugasta útgáfufyrirtæki heims með yf-
ir eitt hundrað fyrirtæki í 24 löndum.
Barist fyrir frelsinu kemur meðal
annars í bókaklúbbi sem nefnist
„Virkelighedens verden“ og er með
tugþúsundir félaga. Ráðgert er að
bókin komi út í Danmörku á næsta
ári í yfir 20 þúsund eintökum til að
byrja með.
Danir kaupa út-
gáfurétt á Barist
fyrir frelsinu
Björn Ingi Hrafnsson
ÖLLUM viðskiptavinum og
starfsmönnum Hagkaupa í
Njarðvík var vísað út úr versl-
uninni af lögreglu og slökkviliði
síðdegis í gær þegar varasöm
lofttegund lak út af kælivél á
lager verslunarinnar. Bruna-
varnir Suðurnesja telja víst að
loftegundin hafi verið freon.
Talsvert var af fólki í versl-
uninni þegar starfsfólk varð
vart við reyk inni á lager. Kall-
að var á slökkvilið og lögreglu
og öllum vísað út úr versluninni.
Fljótlega tókst að loka fyrir lek-
ann og var húsið reykræst að
því búnu.
Verslun lokað
vegna freon-leka