Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 14

Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MJÖLL hefur keypt þriðjung- inn í færeyska fyrirtækinu Kemilux Ind- ustri, sem er eina fyrirtækið í Færeyjum sem framleiðir hrein- lætisvörur. Baldur Guðna- son, framkvæmdastjóri Mjallar, segir fjórar meginástæður fyrir því að Mjöll ákvað að fara út í þessi viðskipti. Í fyrsta lagi sé Kemilux gott og vel rekið fyrirtæki sem skilað hafi góðri afkomu. Í öðru lagi séu mikil tækifæri til að styrkja það og efla í Færeyjum í ýmiss konar þjónustu sem Mjöll hafi verið að bjóða hér á landi. Í þriðja lagi séu möguleikar á að auka sölu á vörum Kemilux til Ís- lands. Í fjórða lagi séu vaxtartæki- færi í auknum útflutningi til ann- arra landa, en Kemilux flytur út vörur til Noregs, Danmerkur, Kan- ada, Grænlands og Íslands. Fyrirtækið Kemilux var stofnað árið 1965 og verksmiðja þess er í Þórshöfn í Færeyjum. Það hefur að stærstum hluta verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi og nú- verandi framkvæmdastjóri, Jóhann Eysturoy, er sonur stofnanda þess. Framkvæmdastjórinn og flutninga- fyrirtækið HH Trans í Færeyjum munu eiga hlut í Kemilux með Mjöll. Ársvelta 700 milljónir króna Samanlögð árleg velta Mjallar og Kemilux er áætluð um 700 milljónir króna og þar af er velta Mjallar um 500 milljónir króna. Baldur segir að stefnt sé að því að ná fram margs konar samlegð- aráhrifum, þar með talið í efnis- kaupum, umbúðum, vöruþróun, uppskriftum, sölu og dreifingu. Fimm menn verða í stjórn Kemi- lux. Alfred Petersen, lögfræðingur og sáttasemjari í Færeyjum, verð- ur formaður, en aðrir í stjórn verða Jóhann Eysturoy, fram- kvæmdastjóri Kemilux, Debes Pet- ersen, eigandi HH Trans, Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri Mjallar, og dr. Ásbjörn Einarsson. Ásbjörn og fjölskylda hans eiga 35% hlut í Mjöll í gegnum fyr- irtækið Snæás en 65% eru í eigu Sjafnar. Eigendur Sjafnar eru Baldur Guðnason, sem á 60%, og Kaldbakur, sem á 40%. Mjöll varð til um mitt ár í fyrra við samein- ingu hreinlætisvörudeildar Sjafnar og Mjallar. Útvíkkuð starfsemi Mjöll hefur víkkað út starfsemi sína á undanförnum mánuðum. Fyrirtækið er nú alhliða þjónustu- fyrirtæki í hreinlætisvöruiðnaði í stað þess að vera eingöngu fram- leiðandi hreinlætisvara. Fyrr á árinu tók Mjöll yfir rekstur þvotta- húss Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og keypti rekstur og tæki Fatahreinsunarinnar í Hofsbót á Akureyri. Mjöll hefur einnig gert samning við Akureyrarbæ um þrif á öllum leikskólum bæjarfélagsins ásamt samningum við fyrirtæki og stofnanir, þar á meðal samning við Norðlenska um ræstingar á kjöt- vinnslum og sláturhúsum. Mjöll fjárfestir í Færeyjum Kaupir þriðjung- inn í færeyskum framleiðanda hreinlætisvara Baldur Guðnason ÚTGÁFU tölvuleiksins Eve-Online hefur verið frestað til 7. mars, en áætlað hafði verið að hann kæmi út í Bandaríkjunum 7. desember. Stjórn CCP hf., hugbúnaðarfyrirtækisins sem hannar leikinn, hefur boðað til hluthafafundar, þar sem tekin verður fyrir tillaga um að félagið taki skuldabréfalán fyrir eitt hundrað milljónir króna. Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri CCP, segir að ákveðið hafi verið að fresta útgáfu leiks- ins m.a. vegna þeirrar miklu eftirspurnar sem hafi verið fyrirsjáanleg. Því gefist lítið svigrúm til lagfæringa eftir að búið verði að gefa hann út. „Eftir töluverða naflaskoðun var ákveðið að heppilegast væri að fresta útgáfu. Útgefandinn, Simon & Schuster Interactive, hefur mikla reynslu í þessum efnum og við tökum mark á því sem hann leggur til,“ segir hann. Samhliða útgáfa í Evrópu Ívar segir að samhliða þessari ákvörðun hafi verið afráðið að gefa leikinn einnig út í Evrópu, en ekki bara Bandaríkjunum eins og ráðgert hafi verið í fyrstu. „Útgefandinn gerir ráð fyrir að geta selt á tveimur vikum allt það magn sem við getum látið honum í té,“ segir hann, en gert er ráð fyrir að 120.000 eintök seljist af fyrstu út- gáfu. Ívar segir að hluthöfum hafi best hugnast að fjármagna reksturinn á þessum viðbótartíma, fram í mars, með lánsfé. „Niðurstaðan varð því sú að félagið óskaði eftir heimild til skuldabré- faútboðs sem nánar verður tilkynnt á hluthafa- fundi félagsins á fimmtudaginn.“ Hann segir að ekki sé búið að ganga frá sölu bréfanna, en fyrir liggi skuldbinding stoðfjárfesta um að standa að baki félaginu. „Þetta verður nánar skýrt á hlut- hafafundinum í næstu viku.“ Einnig er á dagskrá hluthafafundarins tillaga um að stjórnin fái heimild til að gefa út hlutabréf fyrir allt að 3.750.000 krónur að nafnvirði, í tengslum við skuldabréfaútboðið. Ef skuldabréf- in verða ekki greidd upp að fullu eða hluta á tíma- bilinu 30. apríl til 31. desember öðlast skulda- bréfaeigendur rétt til að breyta bréfunum í hlutafé í þrepum samkvæmt skuldabréfaútboðs- lýsingu. Ívar segir að stefnt sé að því að bréfin verði greidd upp áður en til breytiréttar kemur. Umfangsmeira en áætlað var Spurður um ástæður fyrir seinkuninni segir Ívar að verkefnið hafi reynst umfangsmeira en áætlað hafi verið. „Þetta er gífurlega umsvifa- mikið verkefni og kannski má segja að við höfum vanmetið það að einhverju leyti. Eins má segja að við höfum vanáætlað prófunartímann, en við höfum ákveðið að lengja hann til að öðlast meira öryggi með hugbúnaðinn,“ segir hann. Á fundinum mun Jónmundur Guðmarsson, fulltrúi Íslenska hugbúnaðarsjóðsins, hætta í stjórn félagsins, en hann er sem kunnugt er orð- inn bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Skúli Valberg, eftirmaður Jónmundar hjá ÍSHUG, tekur sæti hans í stjórninni. CCP hf. hyggst taka 100 milljóna skuldabréfalán Eve-Online kemur út í mars SKÓFYRIRTÆKIÐ UN Island opnaði í gær sína fyrstu sérverslun á Íslandi í Mörkinni 1. Þá voru einnig undirritaðir samningar um opnun sjö UN verslana í Noregi. Jafnframt skrifuðu 16 íslensk fyrirtæki undir samning um stofn- un sérstaks hlunnindakorts. Í fréttatilkynningu kemur fram að fyrirtækin 16 munu bjóða kort- höfum upp á ýmiss konar hlunnindi en kortin, sem skiptast í gull, silfur og brons, verða seld á mismunandi verði allt eftir því um hvernig kort er að ræða. Fyrirtækin sem standa að hlunnindakortinu eru: Sport- hús/Baðhús, Grand hótel, Fönn, DV, Bílkó, Gokart, Retro, Hverf- isbarinn, Gullsól, Mekka Sport, A. Hansen, Mountain Taxi, UN Island, Smart, Hárex og JPV bókaútgáfan. UN Island opnar verslun í Mörkinni Morgunblaðið/Þorkell Frá undirskrift samnings um hlunnindakort. ● HAPPDRÆTTI SÍBS hefur samið við Eddu útgáfu um kaup á íslensk- um bókmenntaverkum að verðmæti um 70 milljónir króna. Bækurnar verða á vinningaskrá SÍBS árið 2003. Um er að ræða Íslensku orða- bókina og ritsafn Snorra Sturlusonar, sem nýlega voru gefin út. Happdrætti SÍBS hefur í meira en hálfa öld aflað fjár fyrir uppbyggingu endurhæfingar að Reykjalundi og víð- ar. Í tilkynningu í tilefni af sam- komulaginu segir að árlega njóti á annað þúsund Íslendingar endurhæf- ingar þar vegna sjúkdóma eða slysa. Heildarverðmæti vinninga Happ- drættis SÍBS árið 2003 verður yfir hálfur milljarður króna og að jafnaði verða dregnar út 40-50 milljónir króna á mánuði. Í tilkynningunni er haft eftir Pétri Bjarnasyni, framkvæmdastjóra SÍBS, að þessi samningur sé ánægjulegt framhald af starfi SÍBS í þágu menningar og velferðar lands- manna. Happdrættið hafi í mörg ár verið með vinninga tengda íslenskri list en árið sem nú sé að líða hafi hins vegar verið helgað útivist og hreyfingu. Á komandi ári verði með þessum samningi lögð áhersla á gildi bókarinnar, íslenskrar tungu og menningararfs okkar sem þjóðar. Bókmenntaverk á vinningaskrá SÍBS ● HAGNAÐUR af rekstri OZ Comm- unications á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam tæpum 1,5 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 126 milljóna íslenskra króna. Hagnaður- inn skýrist fyrst og fremst af um 3,9 milljóna dala lokagreiðslu frá símafyr- irtækinu Ericsson vegna slita á þró- unarsamningi fyrirtækjanna fyrr á árinu. Á sama tímabili í fyrra var tap OZ tæpar 13 milljónir dala, jafnvirði um 1,1 milljarður íslenskra króna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá OZ til bandaríska fjármálaeftirlitsins, SEC. Umsvif OZ eftir flutning fyrirtæk- isins frá Íslandi til Kanada hafa dreg- ist verulega saman. Tekjur á þriðja ársfjórðungi þessa árs námu rúmum 90 þúsund Bandaríkjadölum en voru um 1,2 milljónir dala á sama tímabili í fyrra, sem er um 90% samdráttur. Rekstrargjöld á þessu þriggja mán- aða tímabili, frá júlí til september, lækkuðu úr tæpum 4,0 milljónum dala á síðasta ári í tæpar 1,7 milljónir í ár. Eignir OZ í lok september 2002 námu tæpum 2,3 milljónum Banda- ríkjadala, eða tæpum 200 milljónum íslenskra króna. Um síðustu áramót voru eignirnar rúmar 10,7 milljónir dala, jafnvirði rúmlega 900 milljóna íslenskra króna. Eigið fé var um 1,7 milljónir dala í lok september síðast- liðinn en neikvætt um tæpar 4,9 millj- ónir dala um síðustu áramót. Verulega dregur úr umsvifum OZ ● ÖSSUR hf. seldi í gær 48,75% hlut sinn í Eirbergi ehf. fyrir 35,1 milljónir króna. Kaupandi er Agnar H. John- son sem verið hefur stjórn- arformaður Eirbergs frá upphafi. Eirberg var stofnað í lok árs 2000 með sameiningu Hjálpartækjabanka Össurar annarsvegar og Heilbrigð- isvörudeildar Esjubergs, áður ÓJ&K hf., hinsvegar. Agnar segir í samtali við Morgunblaðið að eignabreytingar á fyrirtækinu þýði ekki að gerðar verði breytingar á rekstri þess. „Eir- berg er sérhæft þjónustufyrirtæki sem býður heildarlausnir á heilbrigð- issviði. Við erum stöðugt að leitast við að mæta þörfum viðskiptavina okkar og horfum björtum augum á framtíð félagsins.“ Í tilkynningu Össurar til Kauphallar Íslands í gær kemur fram að bókfært verð hlutarins sé 19 milljónir króna. Salan sé í samræmi við þá stefnu fyrirtækisins að draga sig út úr öllum rekstri á innanlandsmarkaðisem ekki tengist kjarnastarfsemi félags- ins. Í tilkynningunni segir að salan hafi óveruleg áhrif á rekstur félags- ins. Össur selur hlut sinn í Eirbergi ● HAUKÞING ehf. keypti í gær 36.764.706 krónur að nafnverði hlutafjár í Sjóvá-Almennum trygg- ingum hf. af félaginu, sem er 6,28% af heildarhlutafé þess. Haukþing átti ekki fyrir hlutafé í Sjóvá-Almennum. Haukþing var stofnað fyrr í þess- um mánuði en eigendur þess eru Eimskipafélag Íslands, Skeljungur og Sjóvá-Almennar tryggingar. Þá keypti félagið rúmlega 10% hlut í Skeljungi fyrir rúmlega 1,1 milljarð króna. Lokaverð hlutabréfa Sjóvár- Almennra trygginga í Kauphöll Ís- lands í gær var 26,60. Kaupverðið á 6,28% hlut Haukþings í félaginu hef- ur því verið tæplega 980 milljónir króna. Benedikt Jóhannesson, stjórn- arformaður Haukþings, segir ekki ólíklegt að félagið muni fjárfesta meira á næstunni. Ekkert hafi þó ver- ið ákveðið í þeim efnum á þessari stundu. Haukþing eignast 6% í Sjóvá- Almennum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.