Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 22
ERLENT 22 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MÚSLÍMAR biðjast fyrir í Jama Masjid-moskunni í Nýju-Delhí. Í dag lýkur föstumánuði í ísl- ömskum sið en þá er mönnum bannað að njóta matar og drykkjar og annarra holdsins lystisemda meðan sól er á lofti. Reuters Föstu- mánuður á enda NORSKA stjórnin hefur lagt til að reykingar verði algerlega bannaðar á öllum veitingahús- um og stöðum sem opnir eru almenningi, að sögn norskra fjölmiðla í gær. Norski heilbrigðisráðherr- ann Dagfinn Høbråden kynnti tillögu stjórnarinnar um laga- breytingu sem fæli í sér að Noregur yrði fyrsta landið í heiminum með algert bann við reykingum á öllum stöðum sem opnir eru almenningi. Stjórnin gerir ráð fyrir því að tillagan verði afgreidd á þinginu í vor, þannig að bannið geti tekið gildi 1. janúar 2004. Høbråden kvaðst vera viss um að þingið samþykkti bann- ið. Markmiðið væri að koma í veg fyrir að starfsmenn veit- ingahúsa og gestir yrðu fyrir heilsutjóni vegna óbeinna reykinga. Lungnakrabbamein væri algengara meðal þjóna en nokkurra annarra starfsstétta. Talsmaður stéttarfélags starfsmanna norskra veitinga- húsa og hótela fagnaði tillög- unni. „Það er til marks um hugrekki að heilbrigðisráð- herrann skuli verða við kröfu okkar um reyklausan vinnu- stað.“ Talsmaður Framfaraflokks- ins í heilbrigðis- og félagsmál- um, Harald Nesvik, sakaði hins vegar heilbrigðisráðherr- ann um ofstæki og sagði að bannið yrði til þess að margir myndu hætta að fara á veit- ingastaði. „Þetta verður þess vegna til þess að fólk missir vinnuna.“ Boðar al- gert reyk- ingabann á veitinga- húsum TÓLF manns eru í haldi lögregl- unnar í Kenýa í tengslum við hryðjuverkin í Mombasa á fimmtu- dag en þar fórust þrettán, auk þriggja tilræðismanna. Aðeins einn hinna handteknu er Kenýamaður, að sögn lögreglunnar, en aðrir eru af erlendu bergi brotnir. Fram kom í máli fulltrúa sendiráðs Bandaríkj- anna í Nairobi að hugsanlegt væri að tilræðismennirnir þrír, sem óku bifreið á hótel í Mombasa með fyrr- greindum afleiðingum, hefðu komið til Kenýa á bandarísku vegabréfi. Rannsókn stóð í allan gærdag á vettvangi sprengjutilræðisins í Mombasa og tóku bandarískir og ísraelskir erindrekar þátt í henni. Rannsókn stendur einnig yfir á þeim stað þar sem óþekktir ill- virkjar skutu á loft tveimur flug- skeytum sem ætlað var að granda farþegaþotu sem var að leggja af stað frá Mombasa til Tel Aviv í Ísr- ael. 261 farþegi var um borð í vél- inni. Færanlegur eldflaugaskotpallur, sem fannst nærri Mombasa-flug- velli, er sagður af gerðinni Strela en það er rússnesk útgáfa af bandarísku Stinger-skotpöllunum. Ísraelskur embættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði jafnframt líklegt að um SAM-7-eldflaugar hefði verið að ræða, en þær eru smíðaðar í Rúss- landi. Varað hafði verið við árás Ísraelsk stjórnvöld ferjuðu um 250 gyðinga á brott frá Kenýa í gær, auk líkamsleifa Ísraelanna þriggja, sem biðu bana í sprengju- tilræðinu. Forsætisráðherrann Ar- iel Sharon, sem vann yfirburðasig- ur á Benjamin Netanyahu í leiðtogakjöri Likud-flokksins í fyrradag, hét því að hefna dauða fólksins, sem og sex Ísraela sem féllu í skotárás tveggja Palestínu- manna í Norður-Ísrael sama dag. „Við munum ekki láta hryðju- verkamenn hafa sigur [...] Ísrael mun elta þá menn uppi sem út- helltu blóði ísraelskra ríkisborg- ara,“ sagði Sharon. Hefur Sharon falið ísraelsku leyniþjónustunni, Mossad, að finna ódæðismennina en Mossad er þekkt fyrir bein- skeytta vinnuhætti. Fram kom í fréttum í gær að áströlsk stjórnvöld hefðu fyrir tveimur vikum varað við því að hætta væri á hryðjuverkaárás í Mombasa, sem og í Nairobi, höf- uðborg Kenýa. Áður óþekkt sam- tök, Her Palestínu, lýstu ábyrgð á árásunum á hendur sér en sterkar grunsemdir eru engu að síður uppi um að al-Qaeda-hryðjuverkasam- tökin hafi átt hlut að máli. Þannig kvaðst Otto Schily, inn- anríkisráðherra Þýskalands, í gær hafa ástæðu til að halda að al- Qaeda hefði verið hér að verki. Þá lét róttækur múslimaklerkur í London, Sheikh Omar Bakri Mo- hammed, hafa eftir sér að „rík ástæða“ væri til að ætla að al- Qaeda bæri ábyrgð á árásunum. Tólf manns í haldi lög- regluyfirvalda í Kenýa Hugsanlegt að hryðjuverkamenn- irnir hafi átt bandarísk vegabréf Kikambala, Nairobi, Jerúsalem, Berlín. AFP. SEINT í fyrrakvöld ómerkti hæstiréttur Venesúela þá ákvörð- un kosningaráðs landsins að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu 2. febrúar um það hvort Hugo Chavez forseti ætti að segja af sér. Kosningaráðið hafði samþykkt þjóðarat- kvæðagreiðsluna með þremur atkvæðum gegn tveimur en hæstirétturinn sagði að tillagan hefði þurft að fá að minnsta kosti fjögur atkvæði af fimm samkvæmt stjórnarskránni. Yfir tvær milljónir Venesúela- manna höfðu undir- ritað áskorun stjórn- arandstæðinga um að efnt yrði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um hvort forsetinn ætti að segja af sér. Cha- vez þarf þó ekki að fara eftir niðurstöðu slíkrar atkvæða- greiðslu nema hún verði haldin á miðju kjörtímabili forset- ans, það er á síðari helmingi næsta árs. Stjórnarandstaðan hefur boðað allsherj- arverkfall á mánu- daginn kemur til að leggja áherslu á kröfuna um að forsetinn segi af sér. Stjórnmálaólgan í Venesúela Þjóðaratkvæða- greiðslu hafnað Caracas. AFP. Hugo Chavez
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.