Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 33

Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 33
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 33 FORYSTUMENN Gerðahrepps eru um þessar mundir að kynna viðskiptahugmynd sem gengur út á að byggja upp safnahús og veit- ingaaðstöðu við Garðskagavita og sumarhús til útleigu í Leiru. Er þessi uppbygging talin skapa nýja vídd í ferðaþjónustu í sveitarfé- laginu og á Suðurnesjum í heild. Garðskagi er einstök náttúru- perla, sagði Sigurður Jónsson sveitarstjóri í Garði þegar við- skiptahugmyndin var kynnt á fundi í golfskálanum í Leiru í fyrrakvöld. Töluverður straumur ferðafólks er þangað, meðal annars til fuglaskoð- unar og annarrar náttúruupplifun- ar. Sigurður sagði að einnig væri fallegra í Leirunni en hægt væri að ímynda sér við akstur eftir vegin- um. Sveitarstjórinn sagði að hreppsnefndin hefði haft áhuga á að nýta sér þessar aðstæður til at- vinnuuppbyggingar á sviði ferða- þjónustu. Við þetta bætist að byggðasafn Gerðahrepps á töluvert safn muna sem ekki kemst fyrir í núverandi húsnæði. Ákveðið var að kanna möguleikana á að slá tvær flugur í einu höggi, með því að tengja saman uppbyggingu safna- húss og ferðaþjónustu. Sigríður Sigþórsdóttir hjá VA- arkitektum var fengin til að koma fram með hugmyndir að uppbygg- ingu og nú hefur Ríkharður Ibsen hjá RI-ráðgjöf skilað skýrslu um viðskiptahugmyndina og var hún kynnt í fyrrakvöld. Einstakt safn véla Hugmynd Sigíðar og samstarfs- fólks hennar er að húsið verði lagt inn í sjóvarnargarðinn á milli vit- anna. Þar verði sýningarsalur fyrir byggðasafnið, forsalur með veit- ingaþjónustu og stoðrými í tengslum við vitana á Garðskagatá. Einnig er lagt til að byggð verði tólf til tuttugu sumarhús til útleigu í Leiru. Byggðasafnið er hefðbundið sjó- minjasafn en á auk þess einstakt safn véla. Þá eru uppi hugmyndir um að hafa muni sem tengjast hafnarvitum. „Safnið hefur þá sér- stöðu að þar er mögulegt að kynna sér sögu svæðisins og um leið skoða þessa einstöku safngripi á staðnum þar sem örlög margra voru ráðin. Auk þess er fyrirhugað að kynna hið fjölskrúðuga fuglalíf staðarins,“ segir í skýrslu Ríkharðs. Hann telur að skortur sé á áning- arstöðum sem þessum sem hluta af skipulögðum dagsferðum á Reykja- nesi og gististökðum í sérbýli fyrir fjölskyldur. Áætlað er að uppbygging safna- hús samkvæmt þeim drögum sem nú liggja fyrir muni kosta um 177 milljónir kr. og að 100 milljónir til viðbótar kosti að byggja sumarhús- in. Gert er ráð fyrir að uppbygging byggðasafnshlutans greiðist að hluta úr safnasjóði og öðrum op- inberum sjóðum. Ríkharður telur mögulegt að starfsemin geti staðið undir sér að nokkrum árum liðnum. Þannig bendir hann á að 300 þús- und manns fari um Reykjanesið á ári hverju og áætlað sé að sá fjöldi vaxi mjög á næstu árum. Ef 30% þeirra séu taldir hugsanlegir við- skiptavinir ferðaþjónustu á Garð- skaga séu það 90 þúsund ferða- menn. Rekstraráætlun hans gerir ráð fyrir að á fyrsta ári komi þarna við 11 þúsund manns en að eftir sjö ár verði viðskiptavinirnir orðnir 18- 19 þúsund og að reksturinn muni þá skila hagnaði. Leita samstarfsaðila Viðskiptahugmyndin verður kynnt betur á næstunni. Ingimund- ur Þ. Guðnason, oddviti Gerða- hrepps, segir ljóst að sveitarfélagið muni ekki gera þetta upp á eigin spýtur og þurfi að leita samstarfs- aðila. Skýrslan sé fyrsti liðurinn í þeirri vinnu. Sigurður sveitarstjóri segir að fjárlaganefnd Alþingis hafi þegar veitt styrk til undirbúnings safnahúss og vonast hann til að framhald verði á því. Kynnt hefur verið viðskiptahugmynd um byggingu safnahúss á Garðskaga og sumarhúsa í Leiru Skapar nýja vídd í ferða- þjónustu á staðnum Garður Safnahúsið mun liggja lágt í landinu og verður lagt inn í sjóvarnargarðinn á milli vitanna á Garðskaga. JOHAN D. Jónsson ferðamála- fulltrúi er listamaður desem- bermánaðar í Reykjanesbæ. Mynd eftir hann, Karlinn, hangir uppi í Kjarna, Hafnargötu 57, í Keflavík út mánuðinn. Mynd mánaðarins er kynning á vegum menningarsviðs bæjarins á myndlistarmönnum í Reykjanesbæ. „Ég teiknaði mikið í gamla daga og byrjaði á því aftur fyrir þremur árum,“ segir Jóhan D. Hann segist ekki hafa sinnt þessu áhugamáli mikið, málað þó myndir eftir pönt- unum og til tækifærisgjafa. „En nú ætla ég að sækja í mig veðrið á þessum vettvangi,“ segir hann. Johan D. Jónsson er fæddur 1945 í Reykjavík en hefur búið í Reykjanesbæ frá 1992. Hann starf- ar sem ferðamálafulltrúi Suð- urnesja. Hann hefur ferðast mikið um svæðið og tekið fjölda ljós- mynda sem notaðar hafa verið í margs konar útgáfur í bækur og rit. Nú hefur hann hafið vinnu við verkefnið Reykjanes í litum. Mynd desembermánaðar, pastelmyndin Karlinn, er hluti af því verkefni, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá menningarfulltrúa. Johan D. sótti námskeið í Mynd- lista- og handíðaskólanum í Reykjavík á yngri árum og hefur nú tekið upp aftur kynni sín af myndlistinni. Hann hefur sótt nám- skeið hjá Baðstofunni þar sem kennt hafa t.d. Eiríkur Smith, Reynir Katrínarson og Sossa. Johan myndlistarmaður mánaðarins Endurnýj- ar kynnin við mynd- listina Reykjanesbær Félagar á Suðurnesjum í Ætt- fræðifélaginu hittast á Bókasafni Reykjanesbæjar næstkomandi mánudagskvöld, 2. desember, klukk- an. 20. Allir áhugamenn um ættfræ- ðigrúsk eru velkomnir. Nánari upp- lýsingar veitir Einar Ingimundarson. Á NÆSTUNNI LJÓSIN á jólatré Sandgerð- inga við Grunnskólann verða tendruð þriðjudaginn 3. desem- ber kl. 18. Flutt verður hátíðarávarp, kirkjukór Hvalsneskirkju syng- ur nokkur jólalög og heyrst hef- ur að jólasveinarnir muni taka forskot á sæluna og líta við í bænum. Að tendrun lokinni verður op- ið hús í Grunnskólanum þar sem bæjarbúum er boðið að kynna sér breytingar á húsnæði skólans. Í sal skólans mun For- eldrafélag Grunnskólans bjóða upp á kakó og piparkökur. Jólaljósin tendruð Sandgerði LANDIÐ VEGURINN upp Efra-Jökuldal er nær ófær þessa dagana vegna þess að hann hljóp uppí forarsvað undan þungaflutningum vegna brúargerð- ar og virkjunarframkvæmda við Kárahnjúka. Verst er ástandið á veginum inn- antil frá Hólaseli í Brú og verstu pittirnir við Hólasel, í Eiríksstaða- mjósundum, í Brúarhvammi og við Þverá. Miklar rigningar hafa verið á þessum slóðum og gerir það ástandið en verra en annars væri. Að sögn vegagerðarmanna er þetta meiri þungaflutningur en reiknað var með um þennan veg vegna virkjanaframkvæmdanna á þessum tíma. Sveitarstjórn Norður-Héraðs hefur ítrekað bent á að vegurinn um Efra Jökuldal sé það lélegur að hann þoli ekki svona flutning, nú síðast þegar fjallað var um leyfi fyrir framkvæmdum við nýbygg- ingu Kárahnjúkavegar. Þá benti sveitarstjórnin á að til lítils væri að byggja nýja veginn án þes að styrkja vegin um Efra Jökuldal og í framhaldi af því var ákveðið að leggja 100 miljónir í að laga veginn á Efra Jökuldal. Sigvaldi H. Ragnarsson varaodd- viti á Norður-Héraði telur þetta forkastanleg vinnubrögð, sveitar- stjórnin hafi varað við að vegurinn væri ekki undir svona þungaflutn- inga búinn en Vegagerðin hafi dauf- heyrst við því og nú sé svo komið að vegurinn sé nánast ófær og lítið gert til að bæta úr. Vegagerðin hafi aðeins sent eina traktorsgröfu og vörubíl til að moka yfir skítinn úr sér og það segi lítið til að gera veg- inn færan. Einar Þorvarðarson umdæmis- verkfræðingur segir alveg ljóst að vegurinn um Efra Jökuldal yrði ekki lagaður fyrir haustið. Lands- virkjun hefur boðið lán uppá 40 miljónir til lagfæringa á veginum og allt að 100 miljónum ef af fram- kvæmdum verði. Vegurinn verði lagaður frá Gilsá og innað Ei- ríksstaðamjósundum með styrkingu og mölburði fyrir þá peninga.Síðan komi nýbygging í Eiríksstaðamjó- sund og við Þverá ef fjármagnið dugar. "Það er fyrst og fremst þetta óvenjulega veðurfar sem gerir þetta svona slæmt núna"segir Ein- ar. Hann segir að ef veður lagaist- verði farið í að yfirkeya veginn frá Eiríksstaðamjósundum inní Brú nú í vetur og sé landsvirkjun tilbúin að koma að því. Vegurinn upp Efra Jökuldal nær ófær Norður-Hérað Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Vegurinn á Efra-Jökuldal er víða íllfær fólksbílum vegna drullu.. Í VIKUNNI tók foreldrafélag Grunnskólans í Búðardal sig til og efndi til fjáröflunar. Fjáröflunin fór þannig fram að haldin var bíósýn- ing í Dalabúð og komu um 140 gest- ir til að skemmta sér. Andvirði aðgöngumiðanna og veitinganna er seldar voru í hléinu rann til foreldrafélagsins. Myndin sem sýnd var heitir Villti folinn og er hún með íslensku tali. Þetta er mjög sniðurgt og skemmtilegt framtak hjá foreldrafélaginu. Gest- ir komu ekki bara héðan úr Búð- ardal því einnig kom hópur frá Grunnskólanum Tjarnarlundi og Reykhólaskóla. Eftirvæntingin var mikil hjá krökkunum því ekki er farið í bíó á hverjum degi hér. Það voru glaðir og ánægðir gestir sem gengu út úr Dalabúð að bíósýning- unni lokinni og varð fólki að orði að þetta væri skemmtileg tilbreyting svona í svartasta skammdeginu. Villti folinn í Dalabúð Búðardalur Morgunblaðið/Guðrún Kristinsdótt Það voru spenntir krakkar sem biðu eftir að sýningin hæfist aftur eftir hlé.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.