Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 34
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 34 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGASVEITIN Strumpur í Þorlákshöfn safnaði áheitum með því að vera samfellt í átta klukku- stundir um borð í björgunarbát sem Herjólfur gaf sveitinni. Alls söfn- uðust um 70.000 krónur hjá ein- staklingum og fyrirtækjum. Knútur Trausti Hjálmarsson, for- maður Strumpanna, sagði að fyr- irhugað væri að fara á landsmót unglingasveita sem haldið verður á Austurlandi. Einnig vantaði nauð- synlega nýja flotgalla og pening- arnir ættu að fara í þessa hluti. Knútur sagði að hann hefði starf- að í sveitinni í hálft annað ár og sér þætti þetta mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Unglingarnir eru tekn- ir inn þegar þeir ná þrettán ára aldri en færast upp í stóru sveitina þegar þeir verða átján ára. Jafnt stelpur sem strákar eru í sveitinni. „Þetta uppeldisstarf hefur skilað sveitinni mörgum góðum björg- unarsveitarmönnum í gegnum tíðina og er ómetanlegur þáttur í uppeldi unglinganna,“ sagði Ingibjörg Að- alsteinsdóttir, björgunarsveitarkona en hún var að aðstoða unglingana. Morgunblaðið/ Jón H. Sigurmundsson Strumparnir í Þorlákshöfn voru samfellt í átta klukkustundir í björgunarbátnum til að safna áheitum vegna þátttöku í landsmóti. Strumparn- ir voru átta tíma í björg- unarbát Þorlákshöfn ÞUNGAUMFERÐ frá Suðurnesj- um og af höfuðborgvarsvæðinu austur um Hellisheiði og Þrengsli hefur farið stig- vaxandi ár frá ári. Flutninga- bílstjórar leggja mikla áherslu á að þjónustu og viðhaldi veganna sé sinnt og finna fljótt fyrir því ef misbrestur verð- ur svo sem á hálkueyðingu. „Við verðum áþreifanlega varir við mun á hálkueyðingu á Reykja- nesbraut og á Hellisheiði og send- um Vegagerðinni bréf um þetta í fyrra,“ segir Sigurður Ástráðsson hjá Flutningamiðstöðinni/Samskip- um á Selfossi. Samanburðurinn á milli Reykjanesbrautar og Hellis- heiðar kemur til af því að það er þjónustuskrifstofa Vegagerðarinn- ar á Reykjanesi sem sinnir við- haldinu á Hellisheiði. Sigurður sagði að dráttarbíl- stjórar sem kæmu af Reykjanes- brautinni kvörtuðu mjög yfir því að hálkueyðingin væri meiri og betri á Reykjanesbrautinni en á Hellisheiði. „Við leggjum mikla áherslu á góða hálkueyðingu á Hellisheiðinni. Það eru til svo góð tæki til að vinna þetta með að það á ekki að vera neitt mál að gera þetta almennilega. Þegar menn koma sunnan með sjó og hingað þá finna þeir muninn og eru alveg vit- lausir yfir þessu enda stórhættu- legt að hafa þetta svona,“ sagði Sigurður. Hann sagði og að umferðareft- irlit væri mun betra á Reykjanes- brautinni en á Hellisheiði en slíkt minnkaði umferðarhraðann til muna. „Svo finnst okkur ótækt að setja svona mál í verktöku og fá til þess óreynda aðila. Þetta er þýð- ingarmikið verkefni og mikið ör- yggisatriði fyrir bílstjóra flutn- ingabíla og þá um leið fyrir alla aðra umferð á þessari leið,“ sagði Sigurður. Auka mætti hálkueyð- ingu á Heiðinni Sigurður Ástráðsson Selfoss „VIÐ byrjuðum í þessu 1978 og höf- um starfað í 25 ár á næsta ári. Það má segja að við séum að fást við allt sem tengist ragmagni, rafeindatækni og sölu á raftækjum,“ segir Jón Finnur Ólafsson, framkvæmdastjóri Ár- virkjans á Selfossi. Hann segir að verktakafyrirtækjum á Selfossi sé oft líkt við útgerðarfyrirtæki því verk- efnin séu um allt land sem sótt er til. „Við höfum verið að starfa um allt, á Reykjanesi settum við upp lýs- inguna á Reykjanesbrautinni og unn- um við verkefni í Álverinu, hjá Landsvirkjun, á Raufarhöfn, Súðavík og Suðureyri höfum við verið með verkefni. Við siglum þangað sem verkefnin eru,“ sagði Jón Finnur. Ný og stórbætt aðstaða Árvirkinn flutti með verslun og verkstæði í nýtt húsnæði við Eyra- veg en auk þess eru þeir með verslun austar í bænum. „Þetta var rosalega mikil og góð breyting á aðstöðunni sem skapar okkur ný tækifæri og stöðu til að takast á við ný verkefni. Það er mikil samkeppni á markaðn- um og þá gildir að vera í góðu sam- starfi við efnissala og síðan að þjóna viðskiptavinunum eftir þeirra óskum. Við erum með 27 manns í vinnu og það eru næg verkefni framundan. Af þessum hópi erum við með 17 menn utan hússins í verkefnum víðs vegar. Verkefnin hafa heldur minnkað frá fyrri árum en við sjáum ekki annað en að það verði nóg að gera í vetur. Það er gott að reka fyrirtæki hér á Selfossi hvað snertir að nálgast að- föng og aðra þjónustu sem er hér inn- an handar svo sem bankaþjónusta og tollafgreiðsla. Þetta er hérna má segja við dyrnar hjá okkur,“ sagði Jón Finnur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Árvirkjans. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Jón Finnur Ólafsson þriðji frá vinstri ásamt nokkrum starfsmanna sinna í Árvirkjanum á Selfossi. Selfoss Það gildir að þjóna viðskiptavinunum vel JÁ-verktakar á Selfossi hafa keypt smiðjuhúsin á Austurvegi 69 á Sel- fossi af Landsbanka Íslands. Um er að ræða ríflega 7 þúsund fer- metra atvinnuhúsnæði og 46 þús- und fermetra lóð. „Það sem vakir fyrir okkur kaupendum er að styrkja og efla atvinnulífið á Selfossi og í nágrenni með því að hafa til staðar öflugt at- vinnuhúsnæði í góðu standi á ein- um besta stað á Selfossi. Það er al- veg á hreinu að Selfoss er staður í uppbyggingu og við horfum til framtíðar í þessum efnum, meðal annars þess að nýr akvegur kemur yfir Ölfusá ofan við Selfoss og að þetta húsnæði og lóðin er við Suð- urlandsveginn, í alfaraleið,“ sagði Jón Árni Vignisson, framkvæmda- stjóri JÁ-verktaka. JÁ-Verktakar reka öfluga verk- takastarfsemi í byggingariðnaði á Selfossi og hafa með höndum verk- efni víða á Suðvesturhorni lands- ins. Húsið er nú þegar að öllu leyti í útleigu og starfa eftirtalin fyrir- tæki í húsinu: Húsgögn og innrétt- ingar, Búrekstrardeild KÁ, Land- flutningar Samskip, Búvélar Bújöfur og Vélsmiðja KÁ. Þeir Jón Árni og Gísli Ágústs- son, aðaleigendur JÁ-verktaka, sögðu að húsnæðið og ekki síst lóð- in sem fylgdi hefði mikla kosti og nefndu sem dæmi að stutt væri í öfluga spennistöð rafveitunnar og heitt vatn væri í næsta nágrenni, þannig að í húsinu eða á svæðinu mætti koma fyrir orkufrekri starf- semi, hvort sem um væri að ræða nýtingu á heitu vatni eða raforku. „Þarna er um framtíðarsvæði að ræða fyrir atvinnustarfsemi á þess- ari lóð og við munum hugsa fyrir uppbyggingu þarna á ýmsum svið- um og kanna hvers konar starf- semi megi koma þarna fyrir. Við væntum þess að sá áhugi muni fljótlega koma í ljós hjá þeim sem hentar þessi staðsetning og þeir möguleikar sem bjóðast,“ sagði Jón Árni Vignisson. JÁ-verktakar kaupa smiðjuhúsin Selfoss Morgunblaðið/Sig. Jóns. Gísli Ágústsson og Jón Árni Vignisson á lóðinni með smiðjuhúsið í baksýn. Ætla sér að styrkja og efla atvinnulífið á Selfossi NÝJAR bækur streyma nú óðum inn á bókasafnið og er þá tilvalið að heyra lesið úr nokkrum þeirra. Fyrsti upplesturinn af þremur á safninu fyrir þessi jól var fimmtu- daginn 28. nóvember. Þá las Arnaldur Indriðason úr nýju bókinni sinni Röddin. Gyrðir Elíasson las úr Endastöðinni, síðasta æviári Tolstoj, sem hann hefur ný- lokið við að þýða. Jóhann Árelíuz las úr verkum sínum. Óskar Árni Ósk- arsson las úr bók sinni Lakkrísgerð- inni sem kom út í fyrra. Höfundarnir tengjast allir Hvera- gerði, Arnaldur er sonur Indriða G. Þorsteinssonar sem bjó í nokkur ár í Hveragerði. Þeir Gyrðir, Jóhann Ár- elíuz og Óskar Árni hafa allir verið gestir í Varmahlíðarhúsinu, sem er leigt listamönnum í mánuð í senn. Þá las Sigurður Blöndal úr Flateyjar- sögu eftir Viktor A. Ingólfsson. Boðið var upp á kaffi og piparkök- ur og allmargir lögðu leið sína í Bókasafnið til að hlusta á skáldin lesa úr verkum sínum. Í jólamánuð- inum munu ýmsir Hvergerðingar sýna þarna ýmiss konar handverk. Jólabóka- flóðið skell- ur á bóka- safninu Hveragerði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.