Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 38
NEYTENDUR 38 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SÍBREYTILEG afslátt- artilboð verslana af jóla- bókum hafa vakið athygli undanfarnar vikur. Breytist verð daglega í sumum verslunum og í einhverjum tilvikum oft á dag. Guðmundur Sigurðs- son, forstöðumaður sam- keppnissviðs Samkeppn- isstofnunar, segir þetta umhverfi einkenni á mjög virkri samkeppni, einkum og sér í lagi gagnvart þeim sem keppist við að bjóða lægsta verðið. Jólabóka- markaðurinn falli líklega undir skilgreininguna á svokölluðum tímamark- aði, þar sem hann stend- ur einungis í fáeinar vik- ur, og hefur því nokkra sérstöðu, að Guðmundar sögn. Leiðbeinandi verð óheimilt „Við þessar aðstæður er þeim sem ætlar að kaupa tiltekna bók í lófa lagið að hringja í versl- anir og spyrja um verð og skipta síðan við þann sem er með lægsta verðið. Hins vegar er það okkar siður að gefa nokkrar bækur í jóla- gjöf, allt að 10 stykki í sumum til- vikum og þá getur reynst erfiðara og tímafrekara að átta sig á því hvar hver einstök bók er seld á lægsta verðinu,“ segir Guðmundur. Þú segir að þegar verð er hreyft fram og til baka eins og nú er að ger- ast á bókamarkaði geti það verið ein- kenni á mjög virkri samkeppni. En hvað má segja um þann hátt bókaút- gefenda að birta „leiðbeinandi verð“ á framleiðslu sinni? „Sérstaða bóka umfram aðra vöru er sú að útgefendur gefa undantekn- ingalítið út endanlegt söluverð en gefa endurseljendum síðan afslátt frá því. Samkeppnisstofnun hefur ekki gert athugasemdir við þetta fyrirkomulag hingað til. Hins vegar er ljóst að þetta er óheimilt sam- kvæmt þeim breytingum á sam- keppnislögum sem tóku gildi fyrir tveimur árum. Það er engin lagaleg heimild fyrir leiðbeinandi smásölu- verði lengur. Menn geta samkvæmt lögunum sótt um undanþágu frá því sem bannað er samkvæmt sam- keppnislögum að uppfylltum tiltekn- um skilyrðum sem tilgreind eru. Slíkar umsóknir hafa ekki borist okkur.“ Mun stofnunin taka á þessu núna? „Við höfum ekki tekið afstöðu til þess núna í sjálfu sér, nokkuð er um liðið síðan Bókatíðindi komu út og sala á bókum í fullum gangi. Hins vegar munum við vekja athygli út- gefenda á þessu.“ Verður útgefendum þá bannað að leggja fram leiðbeinandi verð fyrir næstu jólabókavertíð? „Það er ljóst að eftir breytingu á samkeppnislögum er útgefendum ekki gefin sérstök heimild til þess að leggja fram leiðbeinandi verð.“ SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL Síbreytilegt verð er merki um virka samkeppni hke@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Verð á jólabókum er breytilegt frá degi til dags. Nýr ilmur frá FIORUCCI w w w .fo rval.is SÝNINGIN „Andspænis náttúrunni – íslensk myndlist á 20. öld“ í Tretja- kov-listasafninu í Moskvu hefur fengið talsverða umfjöllun í rúss- neskum blöðum. Í einu virtasta dagblaði Moskvu, Nezavisimaja gazeta er fyrst vikið að skammri sögu íslenskrar mynd- listar og rætt um það, að með sjálf- stæðisbaráttunni hafi opnast nýir sjóndeildarhringir í bókstaflegum skilningi. „Þórarinn B. Þorláksson opnaði mönnum víðerni landsins aldamótaárið 1900. Þessar róm- antísku og bernsku landslagsmyndir í bláu með voldugum fjöllum (sem eins og koma í staðinn fyrir hetjur í mennskri mynd) er allt sem íslensk list hafði upp á að bjóða í byrjun 20. aldar.“ En hitt er leyndardómur hvernig á því stendur að „allt til þessa dags hafa öll þessi fjöll, mosa- breiður og fossar ekki sleppt taki af íslenskum listamönnum, heldur dregið þá æ lengra inn í sig“. Eins þótt íslenskir listamenn fari utan til náms og læri það sem er í tísku – þeir koma heim og mála enn og aft- ur landslag. „En manneskjunnar sjálfrar söknum við. Ef maðurinn birtist þá er hann annaðhvort mas- sívur eins og fjall (Gunnlaugur Scheving) eða lítil arða í vindi (Sig- urður Guðmundsson, „Mólekúl“) eða dularfullt skrýmsli (Gunnar Ö. Gunnarsson).“ Ólafur Elíasson gerir náttúruna að tæki til að hafa áhrif á meðvitund lesandans. Skynjanir á ringulreið: ýmist sviðsetur listamaðurinn óvænta þoku (raflar ljóss og reyks) eða litar fljót með skaðlausu grænu litarefni.“ „Tretjakov-safnið fyllist hverum“ segir í fyrirsögn sem birtist í Kom- mersant. Þar segir að „andi stað- arins hljóti að vera mjög ríkjandi í list „jaðarlanda“ og sé ekki nema eðlilegt að landslagsverk séu látin vera fulltrúi íslenskrar listar erlend- is. Verk Þórarins B. Þorlákssonar, Jóns Stefánssonar, Ásgríms Jóns- sonar og Kjarvals geti minnt á ýmis þekkt nöfn í rússneskri list sl. aldar: „En engu að síður munum við leita í þeim að fullkomlega séríslenskum töfrum. Erfiðara sé að finna hið sér- íslenska í verkum eftirstríðslista- manna eins og Erró með hans her- skáu ofgnótt eða Sigurðar Guðmundssonar.“ „Sitt af hverju um Ísland“ er aðal- fyrirsögn greinar eftir Fajnu Balak- hovskuju í blaðinu Vremja Novostej. „Íslendingar koma nú með bestu verk allra sinna þekktustu meistara, alla sína klassík. Sýningin gefur fá- gætt tækifæri til að sjá hvernig þjóð- legur skóli í list verður til bók- staflega úr engu, hvernig hann tryggir sér mjög fljótt sérstöðu og til að kynnast sannkölluðu blóma- skeiði nútímalistar í litlu landi á út- jaðri Evrópu.“ Sagt er að samtíma- listamenn íslenskir lifi og starfi í ýmsum löndum. „Þekktastir þeirra eru kynjamaðurinn Erró, hinn róm- antíski konseptmaður Sigurður Guðmundsson og skærasta stjarna íslenskrar listar, Ólafur Elíasson, sem gerir tilraunir með hina ósnertu íslensku náttúru með glæsi- brag og þokka.“ Í Novyjeizvestija segir Dmitrij Smoljev m.a.: „Það er ekki auðvelt að koma orðum að því hvað það er sem þessir listamenn eiga sameig- inlegt, en engu að síður finnum við einhver óhöndlanleg merki um að þeir tilheyri einni og sjálfstæðri menningu... Í hverju verki er eitt- hvað bundið náttúru og líkama, líkt því sem hvert íslenskt nafn er þýtt með „sonur“ þessa eða „dóttir“ hins“. Í umsögn Júlíu Lebedevu í viku- blaðinu Kúltúra no 44 er sagt frá til- urð sýningarinnar í Tretjakov-safni sem sé góð uppbót á það að „í okkar augum“ er Ísland fyrst og fremst Ís- lendingasögur, jöklar, fjöll og Björk. Eins og í öðrum blöðum er gert mik- ið bæði úr smæð þjóðarinnar og því, hve skamma sögu íslensk myndlist á, og raktar ástæður þess hvers vegna landslagið varð að einskonar „vörumerki“ íslenskrar listar. „Tretja- kov-safnið fyllist hverum“ Morgunblaðið/Einar Falur Verk eftir Erró, Georg Guðna og Sigurð Árna Sigurðsson meðal annarra. LEIKFÉLAG Vestmannaeyja frumsýnir leikritið Auga fyrir auga kl. 20.30 í kvöld í Félagsheimilinu við Heiðarveg í Vestmannaeyjum. Leikritið, sem er eftir William Mastrosimone, var fyrst sett upp á Húsavík árið 1996 og er þetta í annað sinn sem verkið er sett upp hér á landi. Þýðingu annaðist Jón Sævar Baldvinsson. Leikstjórn er í höndum Andrésar Sigurvinssonar. Leikarar eru Sigríður Diljá Magnúsdóttir, Júlíus Ingason, Ásta Steinunn Ást- þórsdóttir og Guðný Kristjánsdóttir. Leikritið fjallar um þrjár stúlkur sem búa saman. Þær fá í heimsókn náunga sem hefur allt annað en gott í huga. Verkið tekur á ofbeldi í ýmsum myndum og vekur upp spurningar um það hvernig við bregðumst við sem manneskjur ef að okkur er veg- ið. Meðal annars er þeirri spurningu velt upp hvort við getum gengið svo langt að taka lögin í okkar hendur. Alls verða sex sýningar. 2. sýning verður 4. des., 3. sýning 6. des., 4. sýning 7. des., 5. sýning 13. des. og 6. og síðasta sýningin verður 14. des. Leikrit um ofbeldi sýnt í Vestmannaeyjum Gullkorn úr hug- arheimi ís- lenskra barna. Halldór Þor- steinsson hefur safnað saman ótal tilsvörum barna sem varpa ljósi á heimssýn þeirra. Í fréttatilkynningu segir: „Gullmolar er falleg bók um englana okkar; speki þeirra, falsleysi og einlægni en allt þetta endurspeglast í orðum barnsins sem sagði: „Maður getur alveg notað ömmu sína fyrir vin.“ “ Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er 80 bls. Verð: 1.980. Börn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.