Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 43 Á N efa hefðu margir rekið upp stór augu, hlegið eða hrist hausinn ef stjórnmálaskýr- endur hefðu staðhæft að loknu prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík að niðurstaða þess færði kjósendum heim sanninn um að Samfylkingin hafni körl- um. Konur raða sér þar í öll efstu sætin og karlar í öll neðstu, fyrir utan formanninn sem fær afar slaka kosningu í fyrsta sæt- ið. Þetta væri, ef marka má mál- flutning vinstri manna þessa dagana, sönnun þess að Sam- fylkingin hafni körlum og hindri þannig sanngjarna þátttöku um helmings landsmanna í stjórn- málastarfi sínu. Þessi staðhæfing er jafnfráleit og sú að nýafstaðið prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík bendi til þess að Sjálfstæð- isflokkurinn hafni konum. Fátt er fjær sanni, enda staðreyndin sú að í hvorugu tilvikinu hafði niðurstaðan nokkuð með kyn- ferði frambjóðenda að gera. Þeir karlar og þær konur sem kusu í þeim voru ekki að kjósa á milli karla og kvenna. Þau voru ein- faldlega að kjósa um ein- staklinga. Að gefa sér að þeim hafi gengið eitthvað annað til, t.d. það að hampa ungum körl- um á kostnað kvenna eða kjósa einungis konur á kostnað karla, er vantraust á kjósendum og sýnir því miður að enn eimir eft- ir af löngu úreltri hug- myndafræði vinstri manna um jafnrétti kvenna og karla. Þessi hugmyndafræði er jafn- úrelt í dag og hún var fyrir tæp- um áratug þegar ég gekk til liðs við hóp ungra kvenna í Sjálf- stæðisflokknum sem kallaði sig Sjálfstæðar konur. Ég hafði, líkt og aðrar ungar konur á þeim tíma, alist upp við fremur nei- kvæða og einhliða umræðu um jafnréttismál. Hún hafði um langan tíma verið einokuð af konum á vinstri væng stjórnmál- anna, sem sífellt sögðu okkur hinum að konur þyrftu sérstaka aðstoð til að ná sama árangri og karlar. Þær töldu að karlar væru andstæðingar okkar, hefðu eng- an áhuga á því að vinna að fram- gangi jafnréttis og myndu, ef við værum ekki í stöðugri baráttu við þá, gera flest til að tryggja að okkar staður yrði ,,á bak við eldavélina“, svo fært sé örlítið í stílinn og vitnað í þekkt orð. Sem betur fer búa konur og karlar nú við fullt lagalegt jafn- rétti, auk þess sem tekist hefur að minnka verulega það ójafn- rétti að meta og dæma ein- staklinga á grundvelli gamalla hugmynda um hlutverk kynjanna. Þessi árangur náðist með samstilltu átaki, þar sem markmiðið var að breyta ríkjandi viðhorfum. Þó enn sé nokkuð í land þá þykir ekki að- eins sjálfsagt heldur nauðsyn- legt að konur og karlar njóti sömu tækifæra. Að auki eru jafnréttismál ekki lengur einka- mál örfárra kvenna. Öðru nær, þau eru málefni allra, jafnt kvenna sem karla og hvar sem þær eða þeir standa í flokki. Umræðan um jöfn tækifæri kynjanna hefur lengi verið mjög áberandi og kröftug innan Sjálf- stæðisflokksins. Hún teygir anga sína inn í allar stofnanir hans og hefur verið drifin áfram af kvennahreyfingu og ungliða- hreyfingu hans, málefnanefnd- um, flokksfélögum og kjörnum fulltrúum um allt land. Ég ætla ekki að halda því fram að þar sé fullur sigur unninn frekar en annars staðar. Við getum, ætlum og viljum gera enn betur. Á vett- vangi Sjálfstæðisflokksins verð- ur þannig áfram leitað leiða til að tryggja að konur geti til jafns við karla nýtt þar krafta sína og hæfileika. Fjölgun kvenna í öllu grasrótarstarfi flokksins hefur verið mjög sýnileg á und- anförnum árum og þann þátt verðum við áfram að efla, því ef skoðaður er góður árangur ungra karla umfram konur í ný- afstöðnu prófkjöri í Reykjavík þá skýrist hann aðallega af sterkum rótum þeirra og bak- landi í flokksstarfinu. Mikil áhersla Sjálfstæðisflokksins á jafnréttismál á undanförnum ár- um hefur skilað sér í auknum hlut kvenna í stjórnum og ráðum á vettvangi flokksins, auk þess sem konum í sveitarstjórnum og á Alþingi hefur fjölgað til muna. Áhrif þessa hafa einnig orðið þau að í yngsta aldurshópnum eru nú fleiri konur skráðar fé- lagar en karlar, öfugt við elsta aldurshópinn. Með þetta vega- nesti höldum við áfram að byggja upp öflugan hóp kvenna sem sækir fram og lætur að sér kveða í stjórnmálum til jafns við karla. En árangurs undanfarinna ára verður ekki aðeins vart í auknum hlut kvenna á öllum sviðum í starfi Sjálfstæðisflokks- ins, heldur einnig í mál- efnaáherslum hans. Þetta sést á stefnu Sjálf- stæðisflokksins og þeim verkum sem hann hefur haft forystu um í sveit- arstjórnum og á Alþingi. Í jafnréttismálum höfum við lyft grettistaki á undanförnum ár- um. Þar ríkir víðtæk pólitísk sátt, enda hafa allir flokkar stutt þau mörgu góðu verk sem unnin hafa verið af núverandi rík- isstjórn til að auka jafnrétti kynjanna. Í því sambandi skiptir mestu að nú hafa karlar sama rétt og konur til töku fæðing- arorlofs. Þetta hefur gjörbreytt þeim veruleika sem foreldrar standa frammi fyrir þegar sam- þætta þarf störf á vinnumarkaði, fjölskyldulíf og barneignir. Við viljum öll að tækifæri karla og kvenna til þátttöku í stjórnmálum séu þau sömu. Því markmiði náum við þó ekki með því að hverfa aftur til fyrri áherslna þeirra sem sögðu að konur væru minnihlutahópur sem þyrfti sérstaka aðstoð til að ná árangri. Konur hafa alla sömu hæfileika og karlar til að ná árangri í samkeppni, hvort sem er á vinnumarkaði eða í stjórnmálum. Nái þær mark- miðum sínum er það ekki kyn- ferðinu að þakka – þar ráða aðr- ir þættir. Og það sama er að segja ef þær ná ekki mark- miðum sínum – þar ráða einnig aðrir þættir. Við eigum ekki að hverfa aftur til löngu úreltrar togstreitu á milli karla og kvenna eða reyna að leiðrétta misrétti liðinna ára með því mis- rétti að meta karla síður hæfa eða eftirsóknarverða sökum kynferðis þeirra. Við náum sam- eiginlegu markmiði okkar miklu frekar með því að leita áfram að varanlegri lausn þess vanda að konur taka síður en karlar þátt í stjórnmálum og tryggja þannig að einstaklingar geti notið hæfi- leika sinna og getu óháð kyn- ferði. Þessari sannfæringu verð- um við alltaf að vera trú – bæði þegar við tölum um sigra og ósigra karla og kvenna. Það er raunverulegt jafnrétti. Af konum og körlum Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ’ Mikill árangur hefurnáðst í jafnréttismál- um á vettvangi Sjál- stæðisflokksins ‘ Höfundur er borgarfulltrúi og aðstoðarframkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. rra 19, sem if á stöðu breytinga aka, að ans til að ndalagsins, öryggi sitt m. Þegar lit- hann tók fni. gsliði byggist á anlegur, sjálfum sér sem eru má hvert áðs NATO. t en ekki síðar en í nir NATO. nlegri. arleg nnum inn- tjórn- tjórnir, num. Hlut- a áætlanir stjórn- Evrópu, stuðla að vinnu við áðherrar ærslu á dalagsþjóð- ATO, að naði, þar r aðild- a brugðist vopnum, la að auka gjast með órn sína, eftirlit og fjarskipti, bardagahæfni heraflans, getu til herflutninga, eldsneytisgjöf á flugi og stuðning við bardagasveitir. Leiðtogarnir strengdu þess heit að snúast harkalega gegn hryðjuverkum. sem þeir telja mikla og vaxandi ógn við þjóðir bandalagsins auk þess að ógna al- þjóðlegu öryggi. Þeir lögðu áherslu á almannavarnir til að búa almenning betur gegn hugsanlegum árásum með efna-, líftækni- eða geislavopnum, auk þess sem beinar varnaraðgerðir gegn þessum vopnum verða efldar. Þá vildu þeir styrkja getu ríkja sinna til að verjast sýndarárásum (cyber attacks). Loks mæltu leiðtogarnir svo fyrir, að kannaðar yrðu leiðir til að bregðast við vaxandi ógn fyrir landsvæði bandalagsins, herafla þess og þéttbyggð svæði af eld- flaugaárás. Skal það gert á árangursríkan hátt með viðeigandi stjórnmálalegum og hernaðarlegum aðgerð- um auk þess sem fælingarmáttur verði aukinn. Ákváðu þeir að láta kanna hagkvæmni nýs eldflaugavarnakerf- is NATO, til að vernda landsvæði bandalagsins, her- afla þess og þéttbýl svæði gegn hvers konar eld- flaugaógn. Verði þetta kannað á þeirri grundvallarforsendu, að sama öryggistrygging gildi fyrir allar þjóðir bandalagsins. x x x Hér að ofan hefur verið stiklað á því helsta um hernaðarleg málefni í ályktun leiðtogafundar NATO í Prag til að árétta, að því fer víðs fjarri, að á vettvangi bandalagsins telji menn ástæðu til að setjast með hendur í skaut, þegar öryggi aðildarþjóðanna er ann- ars vegar. Athyglisvert er, að því eru ekki sett nein land- fræðileg mörk, hvert senda má viðbragðslið NATO. Felst í því mikilvægt nýmæli, en bandalagsþjóðirnar hafa verið að fikra sig skref fyrir skref frá varn- arstefnunni, sem byggðist á því, að herafla á vegum bandalagsins yrði aðeins beitt innan varnarsvæðis þess, það er innan landamæra einhvers aðildarríkisins. Slakað var á þessari stefnu vegna hernaðaraðgerða í Júgóslavíu fyrrverandi og var hún skilgreind, sem svæði að landamærum NATO-varnarsvæðisins. Nú er ekki nein slík landfræðileg skilgreining nefnd, heldur sagt, að viðbragðsliðinu megi beita hvar sem þess er talin þörf samkvæmt ákvörðun fastaráðs NATO. Þá er hitt ekki síður merkilegt, að enginn fyrirvari er settur varðandi könnun á eldflaugavarnakerfi fyrir NATO-svæðið. Þegar þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhaíl Gorbatsjov Sovétforseti hittust hér í Reykja- vík haustið 1986, neitaði Reagan að semja við Gorbat- sjov vegna þess að hann vildi ekki slaka á kröfu sinni um að horfið yrði frá geimvarnaáætlun Bandaríkjanna. Var hún umdeild á þeim árum en Reagan hélt sig fast við áform sín um að unnt yrði að verja Bandaríkin gegn eldflaugaárás. George W. Bush Bandaríkjaforseti tók upp þráðinn frá Reagan, þegar hann varð forseti Bandaríkjanna í ársbyrjun 2001 og sætti gagnrýni margra Evrópumanna. Nú er áætlun um eldflaugavarnir hins vegar orðin að sameiginlegu viðfangsefni NATO-ríkjanna, enda nái varnirnar til þeirra allra en ekki aðeins Bandaríkj- anna. Allt annað hljóð er nú en áður í nágrönnum okk- ar á Grænlandi vegna aðstöðu fyrir geimvarnakerfið í Thule. Hljóta íslensk stjórnvöld að huga vel að fram- lagi og hagsmunum okkar í þessu sambandi. Því öfl- ugra sem varnarkerfið er, þeim mun minni líkur eru á eldflaugaáras á þjóðirnar, sem njóta verndar þess. x x x Eftir Prag-fundinn hafa orðið töluverðar umræður hér um hlut okkar í eigin öryggisgæslu og framlag Ís- lands til sameiginlegra varna. Hafa áform um, að ís- lenskar flugvélar verði til taks á kostnað ríkissjóðs, ef hættuástand skapast, helst dregið að sér athygli. Frá- leitt er að líta þannig á, að þessar vélar yrðu þátttak- endur í beinum hernaðaraðgerðum. Þær eru ekki til þess búnar og flugmenn þeirra hafa ekki hlotið þjálfun í samræmi við slíkar kröfur. Ætlunin er, að vélarnar létti sem flutningavélar undir með þeim þjóðum, sem senda herafla á vettvang, auk þess að taka þátt í birgða- og lyfjaflutningi. Hættumatið, sem kemur fram í ályktun leiðtoga- fundar NATO í Prag, nær ekki síður til Íslands en annarra NATO-landa. Skyldan til að taka til hendi í samræmi við ályktunina á ekki síður við ríkisstjórn Ís- lands en ríkisstjórnir annarra aðildarlanda. Við eigum ekki síður en aðrir að láta athafnir fylgja orðum. NATO-ríkjanna bjorn@centrum.is darumsókn að ESB. Gæti orðið þar á? Þetta eru spurningar sem lausu lofti í ljósi núverandi fram- ESB. ggur þegar ljóst fyrir í skýrslu ut- áðuneytis Íslands um árið 2000 að gar finna sífellt meira fyrir tvö- ýðræðishalla í samkomulaginu um rgarar í ríkjum á borð við heima- t, Bretland, kvarta oft undan lýð- la í Evrópusambandinu, en við ó að minnsta kosti menn í fram- stjórninni og ráðherra sem sitja ningaborðið og þingmenn sem ið kosnir beint á Evrópuþingið, rist sífellt nær því, með hverri u sem verður á sáttmálanum, að vera jafn áhrifamikill löggjafi á sífellt fleiri sviðum Evrópulöggjafar. Aðildarríki EES og borgarar í þeim geta ekki, þrátt fyrir að leiðtogar þeirra geri sitt besta, haft jafn mikil áhrif. Sú staða virðist vera að koma upp, gangi núverandi stækk- unarferli eftir, að Eisti, Pólverji eða Kýp- urbúi hafi meiri áhrif á lög sem taka gildi á Íslandi en íslenskir kjósendur hafa. Því er nær að tala um „stefnuþega“ en „þá sem taka ákvarðanir“. Nú segja ef til vill margir að rökrétt svar við þessari óviðunandi stöðu sé upp- færsla EES-sáttmálans. Það væri mjög ólíklegur möguleiki. Framkvæmdastjórn- in hefur í nógu öðru að snúast í stækk- unarferlinu og það besta sem hún hefur boðið upp á er tæknileg uppfærsla sátt- málans – „þegar yfirstandandi stækkun- arferli er lokið“– sem yrði verulega lang- ur tími ef Tyrkland yrði tekið með í reikninginn! Hvað hefði framkvæmda- stjórnin líka upp úr því að Evrópusam- bandið gengi til viðræðna um sérsamn- inga við Ísland, Noreg og Liechtenstein? Stundum er gagn í því að rifja upp hlutverk framkvæmdastjórnarinnar í þessu öllu saman. Framkvæmdastjórnin „stendur vörð“ um alla sáttmála ESB, hún er lögreglumaðurinn, staðfasti samn- ingamaðurinn; henni ber að efla og gæta þeirra hlunninda sem fylgja ESB-aðild og þeir, sem staðfesta aðild sína, fá að njóta. Ef hvorki er tími né vilji til að athuga EES í smáatriðum þá er svo sannarlega ekki við því að búast að nokkur hafi áhuga á að færa sig í átt að „tvíhliða samningum“ við ríkin í kringum Evrópu. Auk þess er varla hægt að mæla með því að sífellt verði staðið í slíkum samningum í ljósi nýlegrar reynslu Svisslendinga af því, að vera hótað efnahagsþvingunum af hálfu ESB vegna bankaleyndarlaga sinna. Stundum getur verið erfitt að vera fyrir utan en samt ætti ekkert fullvalda ríki að komast að þeirri niðurstöðu, að eini kost- urinn sé sá að láta undan þrýstingi og ganga í ESB. Þetta skiptir miklu máli eins og ég þekki sjálf úr umræðunni um það hvort Bretar eigi að ganga í mynt- bandalagið og taka upp evruna. Síðan er það auðvitað sjávarútvegurinn en um hann verður að fara fram opin og einlæg umræða milli Íslands og ESB. Ég segi það aðeins sem velviljaður áhorfandi og lýðræðissinni, að ég held, að nú sé rétti tíminn fyrir Íslendinga til að ræða framtíðarsamskiptin við ESB. Að það sé raunar jafn tímabært og sú um- ræða, sem nú á sér stað á ráðstefnunni um framtíð Evrópu. Um þessar mundir er margt að gerast í senn og þá gefst um leið einstakt tækifæri til að endurmeta stöðuna. Ísland er að vísu á útjaðri Evr- ópu landfræðilega en það mun ekki koma í veg fyrir, að Íslendingar kveðji sér hljóðs með ákveðnum hætti í Evrópu framtíðarinnar. vrópuumræðu Reuters. með órjúfanlegum hætti. Hér má sjá í Franz Fischler, sem fer með sjávarútvegs- Diana Wallis er formaður þingflokks frjáls- lyndra demókrata á Evrópuþinginu og fyrsti varaforseti tengslanefndar þess við Sviss, Ís- land og Noreg. Hún er höfundur bókarinnar „Gleymda stækkunin: Framtíðarsamskipti ESB við Ísland, Noreg og Sviss“ sem kom út í síðustu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.