Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 30.11.2002, Qupperneq 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Heiðrún SigurdísSigurðardóttir fæddist á Egilsstöð- um 11. ágúst 1967. Hún lést í Sjúkrahús- inu á Egilsstöðum 20. nóvember síðastlið- inn. Móðir Heiðrúnar er Kristbjörg Hall- dórsdóttir, f. 1. maí 1949, maki Úlfar Jónsson, f. 30. sept- ember 1950. Faðir Heiðrúnar er Sigurð- ur Jónsson, f. 24. maí 1942, eiginkona Ást- rún Einarsdóttir, f. 19. október 1949. Systkini Heiðrúnar eru: Hug- rún Ester, f. 31. ágúst 1968, maki Frímann Frímannsson f. 14. júní 1966, börn þeirra eru Elvar Frí- mann, f. 23. september 1993 og Ír- is, f. 11. desember 2000. Óttar Fjölnir, f. 2. desember 1974, maki Karólína Einarsdóttir, f. 9. júní 1980, dóttir þeirra er Lilja Hrönn, f. 17. október 2000. Pálmi Hreinn, f. 11. júlí 1977, maki Ingunn Bylgja Einarsdóttir, 13. október 1979, sonur hennar er Einar Jó- hann Tryggvason, f. 12. júní 1997. Hlynur Gauti, f. 9. júlí 1979. Dætur Heiðrúnar eru: a) Hulda Laxdal Hauksdóttur, f. 29. mars 1988. Faðir hennar er Haukur Tryggvi Gunnlaugs- son, f. 24. apríl 1967. Foreldrar Hauks eru Gunnlaugur Þröstur Höskuldsson, f. 17. okt. 1943, og Linda Tryggvadóttir, f. 3. febrúar 1947. b) Hjördís Sveinsdóttir, f. 19. nóvember 1997. Heiðrún giftist í ágúst 2001 Sveini Ingimarssyni, f. 27. júní 1963. Foreldrar hans eru Ingimar Jóhannsson, f. 25. júní 1937, d. 14. ágúst 1991, og Hjördís Sveinsdótt- ir, f. 3. nóvember 1935. Systkini Sveins eru Aðalbjörg Ólafsdóttir, f. 10. ágúst 1958, Steinunn Hrafn- hildur Ingimarsdóttir, f. 22. maí 1962, og Jóhann Þorvarður Ingi- marsson, f. 8. júlí 1964. Útför Heiðrúnar verður gerð frá Valþjófsstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarð- sett verður á Valþjófsstað. Heiða, eins og hún var alltaf köll- uð, ólst upp á Egilsstöðum. Eftir grunnskóla fór hún í Menntaskólann á Egilsstöðum og síðan í Hússtjórn- arskólann á Laugum. Því næst flutti hún til Hafnar og vann þar í fiski og við þjónustustörf. Hún kynntist barnsföður sínum, Hauki Tryggva, á Höfn og eignuðust þau dótturina Huldu Laxdal 29. mars 1988. Þau slitu samvistir þegar Hulda var á öðru ári. Heiða flutti í Garðabæinn til Esterar og bjó þar veturinn 1989. Um vorið flutti hún heim í Egilsstaði og vann hún við þjónustu- og umönnunarstörf, leik- skóla og dagmóðurstörf. Börn hændust mjög að Heiðu og til marks um það voru þær litlu frænkur henn- ar, Lilja Fjölnisdóttir og Íris, dóttir Esterar, alltaf komnar upp í kjöltu hennar þegar hún kom í heimsókn. Heiða var dugleg að bjarga sér. Hún byggði sér húsnæði með dyggri aðstoð fjölskyldunnar og flutti inn 11. ágúst 1991, 24 ára gömul. Heiða og Sveinn felldu hugi sam- an og eignuðust dótturina Hjördísi 19. nóvember 1997. Draumur þeirra hjóna var að flytja í sveitina og var Fljótsdalurinn þar efstur á blaði. Draumurinn rættist í júlí 2000 og fluttu þau að Sturluflöt, innsta bæn- um í suðurdalnum. Það var mikið tilhlökkunarefni að hefja búskap og planta trjám, fylgj- ast með þeim vaxa og dafna. Heiðu dreymdi um að byggja sér bjálka- hús; eldhúsinnréttingin átti að vera dökkgræn, köflóttur dúkur á borð- inu og berjapæ í ofninum úr berjum sem hún ræktaði sjálf. Hún veiktist í desember sama ár og barðist eins og hetja við illvígan sjúkdóm, aldrei kvartaði hún þó að hún væri sárkvalin. Hún fór til Reykjavíkur í lyfjameðferðir en vildi alltaf komast sem fyrst úr ys og þys borgarinnar heim í hlýjan faðm fjöl- skyldunnar. Hún flaug frá Reykja- vík og keyrði svo sjálf heim, um 50 km leið. Oft var það meira af vilja en mætti. Heiða var frá fyrstu tíð leiðtoginn í sínum systkinahópi. Þó var Heiða í nánustu sambandi við Ester og voru þær systur mjög samrýndar. Hjör- dís litla varð 5 ára 19. nóvember og fór Ester austur til að vera Heiðu til halds og trausts og hjálpaði henni að undirbúa afmælið. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku Sveinn, Hulda og Hjördís, Guð styrki ykkur. Mamma. Ég sit inni í herbergi í sveitinni hjá afa og ömmu, dyrnar eru lokaðar og það er hljótt. Klipp klipp, hár- lokkarnir detta niður í kjöltuna á mér og systir mín hvíslar: „Þú verð- ur rosalega fín,“ klipp klipp. Hún var snögg og ákveðin í hreyfingum, flýtti sér að ljúka verkinu og sagði svo: „Farðu fram og sýndu mömmu hvað þú ert fín.“ Ég treysti henni fullkomlega, efaðist ekki eitt augna- blik um að ég væri mjög fín en það voru ekki allir sammála um það þeg- ar fram var komið. Við vorum 2 og 3 ára þegar þetta gerðist og höfðu krullurnar mínar, sem þá voru, örugglega fengið of mikla athygli. Systir mín liggur í hjónarúmi í íbúð áfastri sjúkrahúsinu á Egils- stöðum. Hún er orðin mjög veik. Eldri dóttir hennar flatmagar við hlið hennar og spjallar við hana, sú yngri valhoppar um íbúðina enda orðin spennt fyrir afmælinu sínu. Ég er þarna og finn fyrir vanmætti mín- um og segi: „Get ég ekki gert eitt- hvað fyrir þig?“ Hún svarar: „Æi, byrja þú nú ekki líka, það vilja allir gera eitthvað fyrir mig … eða jú annars, gætirðu kannski klippt á mér táneglurnar?“ „Alveg sjálf- sagt,“ segi ég, gerði eins og hún bað um og hugsa: O, hvað ég vildi að ég hefði svona tær. Þetta gerðist helgina fyrir andlát hennar. Þetta er ein fyrsta minning mín um hana Heiðu systur mína en einn- ig ein sú síðasta. Minningarnar þarna í milli eru óteljandi og eru mér miklu meira virði. Öll okkar sam- skipti voru þannig að við treystum hvor annarri fullkomlega og gerðum allt hvor fyrir aðra skilyrðislaust. Guð blessi minningu Heiðu systur minnar. Ester. Elsku Heiða. Takk fyrir allt. Við kveðjum þig með sára sorg í hjarta söknuðurinn laugar tári kinn. Dregur ský á dagsins ásýnd bjarta dökkur skuggi fyllir huga minn. Í miðjum leik var komið til þín kallið klippt á strenginn þinn. Eitt af vorsins fögru blómum fallið. (Hákon Aðalsteinsson.) Elsku Svenni, Hulda og Hjördís. Guð styrki ykkur. Pálmi, Ingunn og Einar Jóhann. Sólin glampar á síðbúna snjó- skafla í norðanverðri Fjarðarheið- inni. Systkinin ganga eftir stéttinni framan við Laugavelli 17, létt í spori og tilhlökkunin leynir sér ekki. Hlynur snarast inn um þvottahús- dyrnar og á eftir honum þrammar Heiða, klædd rauðri peysu, hvítum buxum og strigaskóm. Á eftir henni kemur Pálmi og það er greinilegt að eitthvað óvenjulegt stendur til. Næsta atriði er að Pálmi bregður undir sig betri fætinum og fer á höfrungahlaupi yfir stuðla- bergssteininn sem er á lóðinni fram- an við þvottahúsdyrnar. Það vantar þó í myndina tvö af systkinunum, þau Ester og Fjölni en ekki er þess kostur að þau séu með í þetta skipti. Nú er fyrirhuguð ferð í klettaeyjuna Skrúð og þarf að hraða för, enda er um einnar klukkustundar akstur frá Egilsstöðum til Fáskrúðsfjarðar þaðan sem farið verður frá Eyri á opnum vélbáti og skipstjórinn er sjálfsagt farinn að bíða með óþreyju eftir farþegunum. Næsta myndskeið er úr Vattar- nesskriðum en þaðan blasir Skrúð- urinn við í allri sinni dýrð. Stutt er stoppað í skriðunum og eftir það er ekið áfram sem leið liggur inn í Fá- skrúðsfjörð. – Því sem hér hefur verið lýst bregður fyrir við skoðun á myndbandsupptöku frá vorinu 1991. – Við komu okkar að Eyri er ekki beðið boðanna heldur snarast fólkið um borð í vélbátinn Svan SU-28 hjá Jóni bónda. Landfestar eru leystar í snatri og eftir það er siglt út fjörð- inn. Við komum að Skrúðnum eftir rúmlega einnar klukkustundar stím og þegar við höfum siglt einn hring umhverfis þessa fallegu eyju, þá verður ekki beðið lengur með land- tökuna og siglum við nú inn á Blundskjárvog og bátnum er lagt upp að bjarginu. Þar má fólkið síðan fikra sig í land upp eftir þröngum sillum. Fæstir úr hópnum hafa kom- ið þarna áður og spennan er í há- marki. Kristbjörg er þarna á ferð með þrjú barna sinna, þau Heiðu, Pálma og Hlyn og ég er með næst- yngstu dóttur mina, Maríu. Anna Jóna systir hennar verður eftir með afa sínum um borð í bátnum, enda er hún ekki orðin 10 ára. Næst bregður fyrir í myndinni hvar fólkið fikrar sig um þúfur og rákir eyjarinnar. Heiða klæðir sig úr rauðu peysunni eftir að hún hefur skálmað á eftir Maríu. Heiða, eða Heiðrún Sigurdís eins og hún heitir fullu nafni, er feikilega kraftmikil ung kona þó hún láti ekki mikið yfir sér. Hún er með þykkt, ljóst hár og lætur það gjarnan vaxa niður á axlir. Í þetta skipti hefur hún bundið hárið í tagl í hnakkanum. Henni er greini- lega skemmt því hún brosir út að eyrum eftir að hafa att kappi við samferðafólkið en það er svo ein- kennilegt að flestir sem koma í Skrúð þurfa að æða þar áfram með nærri því hámarks afköstum og Heiða er þar engin undantekning. Bjargfuglinn er hávær og gargið í honum fyllir loftið. Hann er upptek- inn við verndun eggja sinna en þar er líklega móðirin í flestum tilfellum í aðalhlutverkinu. – Ég slekk á myndbandstækinu og tek spóluna úr því. Hugurinn reikar en nær ekki festu við neitt ákveðið. Frá því að Skrúðurinn var heimsóttur í ferðinni sem hér hefur verið lýst, þá eru liðin meira en ell- efu ár. Heiða hafði þá móðurhlut- verki að gegna og það var stundum gaman að fylgjast með henni þegar hún var að leggja unganum sínum, Huldu Laxdal, lífsreglurnar. Heiða fann síðar lífsförunaut sinn, Svein Ingimarsson, og eignuðust þau dótturina Hjördísi en fimm ára afmæli hennar var fyrir nokkrum dögum og skemmtilega er hún lík báðum foreldrum sínum. Það var nú stundum gaman að ræða lífsbarátt- una við Heiðu því hún hafði yfirleitt skoðanir á því sem var til umfjöll- unar hverju sinni. Heiða var af- burðahúsmóðir og uppalandi og hafa heimili hennar borið þess glöggt vitni, hvar sem hún bjó. Ég bið Guð að blessa minningu Heiðu og styrkja ástvini hennar. Úlfar Jónsson. Við erum þakklátar fyrir þær samverustundir sem við áttum með Heiðu þann tíma sem hún starfaði með okkur hér í leikskólanum. Heiða var afar traust og samvisku- söm við það sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði mjög þægilega návist, vildi yfirleitt lítið láta á sér bera en tók jafnan þátt í sprelli og fjörugum umræðum meðal starfs- fólks. Á síðustu tveimur árum hefur Heiða sýnt hvað hún bjó yfir miklum kjarki og styrk þrátt fyrir veikindi sín. Sofðu, sofðu, litla barnið blíða, bjartir englar vaki þér við hlið. Móðurhöndin milda, milda, þýða, mjúkt þér vaggar inn í himinfrið. (Benedikt Þ. Gröndal.) Við viljum senda fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi algóður Guð styrkja ykkur á erfiðum tíma. Starfsfólk Leikskólans Tjarnarlands. HEIÐRÚN SIGURDÍS SIGURÐARDÓTTIR Kær vinur okkar allra er fallinn frá. Jón- as Ragnar Sigurðsson hét hann fullu nafni, en við vinir hans kölluðum hann ætíð Ragnar gullsmið, sem var hans ævistarf eftir að hann hætti að starfa sem prentari. Ragnar var sannkallaður vinur vina sinna, sem nú hafa misst frábæran vin og félaga. Ragnar var fatlaður frá fæðingu, en bar fötlun sína einstaklega vel, enda fór hann allra sinna ferða, JÓNAS RAGNAR SIGURÐSSON ✝ Jónas RagnarSigurðsson gull- smiður frá Skuld í Vestmannaeyjum fæddist í Vestmanna- eyjum 24. febrúar 1928. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 11. nóvember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Hafn- arfjarðarkirkju 20. nóvember. hvort heldur var er- lendis eða innanlands. Oft var Audrey sam- býliskona hans með í för og höfðu þau frá mörgu að segja þegar heim var komið, enda farið víða, m.a. til Ind- lands, um alla Evrópu og til Bandaríkjanna. Ragnar var sannkall- aður fagurkeri, enda kunni hann að meta og bera virðingu fyrir allri list og listsköpun, hann var áhugamaður um góða tónlist, t.d. fasta- gestur á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, og flest það sem gladdi augað. Ekki má gleyma uglusafni hans, en hann átti um það bil 500 ugl- ur af öllum stærðum og gerðum, lík- lega eitt stærsta safn sinnnar teg- undar á landinu. Uglusafn Ragnars vakti ávallt mikla athygli vina hans sem heimsóttu hann á fagurt heimili hans í Austurbrún, og færðu honum oftar en ekki uglur sem fólk hafði keypt á ferðalögum. Ragnar var virkur félagi í Sjálfs- björg og svo í Íþróttafélagi fatlaðra en í tómstundum sínum tók hann þátt í keppni í bogfimi, sem var hon- um hugleikin, og síðustu árin þjálfaði hann unga menn sem mátu mikils hæfileika Ragnars og áhuga hans á að kenna þeim réttu handtökin í þessari íþrótt. Þá fór Ragnar margar ferðir utan, þar sem hann tók þátt í landsleikjum í bogfimi með góðum árangri, m.a. í Þýskalandi, en þaðan átti hann góðar minningar. Iðulega voru ættingjar heimsóttir á þessum ferðalögum enda Ragnar úr stórri fjöldskyldu sem hann hélt góðu sam- bandi við. Ferðalögum hans fækkaði eftir að heilsu hans hrakaði og veik- indin sóttu á, og nú er hann farinn í ferðina löngu. Ragnar var hlýr og eftirminnileg- ur persónuleiki sem er sárt saknað af vinum, hans m.a. úr sundlaug vest- urbæjar, þar sem hann var í marga áratugi fastagestur í hádeginu. Ragnar átti eina dóttur, Ingunni, sem ég votta mína dýpstu samúð svo og Audrey og öllum öðrum ættingj- um Ragnars. Blessuð sé minning hans um alla framtíð. Magnús Sverrisson. Góður félagi og vinur er fallinn frá. Ragga kynntumst við er hann hóf æfingar í bogfimi hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík fyrir um sautján árum. Hann varð fljótt einn af hópn- um, æfði vel og var hvers manns hugljúfi. Það var gaman að ferðast með honum, hvort sem það var á Hængsmót á Akureyri eða Malmö Open, hann var félagslega virkur. Þó hann væri orðinn veikur, mætti hann á æfingar, þegar hópurinn fékk sér kaffi, og skaut hálfa æfingu. Í dag kveðjum við hann Ragga okkar með söknuði, og vottum fjöl- skyldu hans okkar dýpstu samúð Bogfimifélagar í Í.F.R. AFMÆLIS- og minningargreinum er hægt að skila í tölvupósti (net- fangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir minning- argreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á út- farardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Frágangur afmælis- og minningargreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.