Morgunblaðið - 30.11.2002, Page 56

Morgunblaðið - 30.11.2002, Page 56
UMRÆÐAN 56 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁÆTLAÐ er að um 2,2 milljónir manna í veröldinni séu bundnar hjólastól vegna skaða á mænu sem hlotist hefur vegna slysa. Um 92 þús- und manns skaðast árlega og eru flestir á aldrinum 16–30 ára. Í flestum tilfellum hlýst mænuskaði vegna um- ferðar- og vinnuslysa, glæpa, styrj- alda og vegna íþrótta. Árlegur kostn- aður vegna mænuskaða í Bandaríkjunum sem orsakast vegna slysa er 9,73 milljarðar dala en áætla má að kostnaður vegna þessa sé ívið minni í Evrópu. Skaði á mænu veldur lömun og tilfinningaleysi, stjórnleysi að öllu eða einhverju leyti á þvagfær- um, ristli, kynfærum og á stundum öndunarfærum, ásamt mikilli mann- legri þjáningu. Að kveikja ljós þótt lítið sé Á sl. tveimur áratugum hefur orðið mikil framför á sviði mænuskaðavís- inda og vitað er að mikil vannýtt þekking er fyrir hendi sem liggur dreifð um veröldina og nýta mætti til bættrar meðferðar og frumlækninga á mænuskaða, ef þekkingin yrði sam- einuð og virkjuð. Vegna þessa héldu WHO og heilbrigðisráðuneyti Íslands fund árið 2001 með 25 brautryðjend- um á þessu sviði vísinda. Þar var m.a. skoðað hvernig best væri að nálgast þá þekkingu sem fyrir hendi er og nýta hana til framþróunar á sviðinu. Niðurstaða fundarins varð sú að WHO hleypti af stokkunum alþjóð- legu átaki til framþróunar á sviðinu með stofnsetningu gagnabanka um mænuskaða, þangað sem safnað skyldi upplýsingum um allt sem stuðlað gæti að bættri meðferð eða lækningu. Í desember sl. sendi Gro Harlem Brundtland, forstjóri WHO, Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra bréf þar sem hún óskaði eftir að kom- ið yrði á fót í Reykjavík samstarfs- setri WHO og Íslands á þessu sviði og skyldi miðpunktur samstarfsins verða stofnsetning alþjóðlegs gagna- banka um mænuskaða sem lyti for- ystu Íslands. Vegna þessa liggur nú fyrir fjár- laganefnd Alþingis beiðni um 20 millj- óna króna fjárveitingu til stofnsetn- ingar og rekstrar umrædds gagnabanka árið 2003. Verði fjárveit- ing þessi að veruleika hafa Íslending- ar stigið mikið gæfuspor mannkyni til heilla. Hver ferð hefst á einu skrefi Áætlað er að umrætt átak taki 3–5 ár, þ.e.a.s. frá því upplýsingasöfnun hefst og þar til tekist hefur að móta bætta meðferðarstefnu eða frum- lækningastefnu fyrir mænuskaða byggða á upplýsingum sem bankan- um munu berast. Leitað mun verða eftir samstarfi við gagnabanka um mænuskaða sem nú þegar eru til staðar með því markmiði að allir slík- ir gagnabankar verði aðilar að gagna- banka WHO og Íslands. Leitað mun verða eftir samstarfi við brautryðj- endur í lækna- og vísindastétt og við félög mænuskaðaðra. Sérstök áhersla mun verða lögð á að gefa læknum og vísindamönnum þriðja heimsins tæki- færi til virkrar þátttöku, en í þeim heimshluta er mikil vísindaþekking sem erfiðlega hefur gengið að koma á framfæri aðallega vegna tungumála- örðugleika, fátæktar og pólitísks ástands í ýmsum löndum þar. Næg þekking Þegar ég hafði í mörg ár skoðað vísindasvið mænuskaðans og gert mér grein fyrir að trúlega væri fyrir hendi í veröldinni næg þekking til að taka fyrstu skrefin til lækningar eða til verulega bættrar meðferðar á þeim er mænuskaða hljóta fór ég að viðra skoðanir mínar innan mænu- skaðaheimsins en með litlum árangri. Smám saman gerði ég mér grein fyrir að það sem sviðið vantaði væri forysta og trúlega væri vænlegast að hlut- lausir aðilar tækju þá forystu, s.s. eins og fólk í stjórnmálum. Ég leitaði því á náðir íslenskra stjórnvalda sem brugðust vel við og tengdu málið til WHO með þeim árangri sem að fram- an er rakinn. Sú ákvörðun að snúa sér til stjórn- málamanna um forystu hefur trúlega verið rétt því á dögunum var tillögu Láru Margrétar Ragnarsdóttur al- þingismanns og fleiri Evrópuráðs- þingmanna til ráðherranefndar þingsins um fjárstuðning Evrópu- þjóða við umrætt átak ekki ýtt af borðinu, heldur vísað til undirnefndar ráðherranefndar. Svara má vænta frá ráðherranefnd á fyrsta fjórðungi næsta árs. Það yrði óneitanlega gleðiefni ef við Íslendingar bærum gæfu til að eiga frumkvæði að og stýra alþjóð- legu góðgjörðarstarfi. Um mænuskaða og gagnabanka Eftir Auði Guðjónsdóttur „Verði fjár- veiting þessi að veruleika hafa Íslend- ingar stigið mikið gæfu- spor mannkyni til heilla.“ Höfundur er hjúkrunarfræðingur. ÞAÐ er undarlegt að árið 2002 skuli Leikskólar Reykjavíkur kjósa að breyta starfsemi sinni á þann hátt að loka öllum leikskólum Reykjavík- ur í 4 vikur yfir sumartímann. Með þessu á að spara 12 milljónir en hvers vegna má ekki halda skólunum opnum yfir sumarið og skapa at- vinnu fyrir fullt af sumarstarfsfólki? Reykjavíkurborg leggur víst aðrar eins fjárhæðir í það að skapa atvinnu yfir sumartímann. Hert eftirlit Því miður er það orðið viðvarandi vandamál í okkar annars ágæta þjóðfélagi að fólk skrái sig ekki í sambúð vegna þess að það nýtur skattalegs hagræðis og borgar t.d. lægri leikskólagjöld. Þannig getur fólk sparað tugi eða hundruð þús- unda á ári í leikskólgjöldum, því mið- ur á kostnað okkar hinna. Það væri hugsanlega hægt að innheimta margar milljónirnar með því að herða þetta eftirlit og þá er spurning hvort ekki mætti minnka þessa hækkun sem hefur verið boðuð og hafa leikskólana opna allt sumarið. Mikilvægar samverustundir fjölskyldunnar Mikilvægt er að fjölskyldan geti verið saman í fríinu. Ef leikskólarnir loka á sumrin getur það orðið þess valdandi að foreldrar verða einhvern veginn að púsla þessu saman, hafa jafnvel ekki efni á því að kaupa pöss- un þennan tíma og því endar það oft svo að foreldrarnir verða að skipta þessum tíma á sig. Annað foreldrið er með barninu í tvær vikur og hitt svo næstu tvær og fjölskyldan fær engan veginn það frí út úr sumar- leyfinu sem annars hefði getað orðið. Það eru nefnilega alls ekki allir for- eldrar sem geta valið sinn sumarfrís- tíma. Enginn skilningur R-listafulltrúarnir í leikskólaráði hafa engan skilning á þessu og því vorum við sjálfstæðismenn með svo- hljóðandi bókun varðandi þetta mál á síðasta fundi leikskólaráðs: „Sjálf- stæðismenn í leikskólaráði telja að sumarlokanir í 4 vikur samræmist ekki þeim markmiðum sem borgar- yfirvöld hafa sett sér í leikskólamál- um. Ekki er um að ræða aðrar lausn- ir fyrir þennan aldurshóp. Á Íslandi tíðkast það ekki að fyrirtæki loki í stórum stíl, t.d. í júlímánuði eins og tíðkast víða erlendis. Með því að gefa foreldrum kost á að velja hvaða 4 vikur um ræðir eru mun meiri líkur á að foreldrar geti sjálfir verið með börnum sínum í sumarfríinu.“ Það er von okkar að R-listinn endurskoði þessa ákvörðun með hag barnanna í huga því það er nú einu sinni svo að börnin okkar eru betur sett á leik- skólanum sínum þann tíma sem for- eldrarnir eru að vinna, jafnvel þó það komi inn óvant sumarstarfsfólk og vinirnir séu á víxl í fríi. Það er miklu betra fyrir barnið en að þurfa að þvælast á milli misviljugra ættingja eða fá mishæfar barnapíur eða vera hent á milli gæsluvalla og vinnu for- eldra, en gæsluvellirnir bjóða ekki upp á gæslu yfir hádegið auk þess sem börnin geta ekki verið inni ef veður er slæmt. R-listinn skipti um skoðun Lokanir koma illa við fleiri, t.d. allt sumarstarfsfólkið sem hefur haft at- vinnu hjá leikskólum Reykjavíkur yfir sumartímann, margir koma jafnvel ár eftir ár og þeir leikskóla- stjórar sem kjósa að hafa opið hjá sér eru sammála um að það hafi aldr- ei verið vandamál að manna þessar afleysingar yfir sumartímann. Ég tel algjörlega óhæft að bjóða börnum og foreldrum upp á svona þjónustu og legg til að horfið verði frá þessari fyrirætlan hið snarasta Sumarlokanir leikskólanna Eftir Jórunni Frímannsdóttur „Það eru alls ekki all- ir foreldrar sem geta valið sinn sumarfrístíma. “ Höfundur er varaborgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í leik- skólaráði. SÁ, sem þetta skrifar, var staddur í Bandaríkjunum þegar haldinn var leiðtogafundur NATO í Prag og vakti hann verðuga at- hygli vestra. Stækkun bandalags- ins var fagnað og þar með m.a. því að Eystrasaltsríkin, sem svo lengi voru undir járnhæl Sovétríkjanna, gengu nú í NATO án mótmæla Rússa, svo ótrúlegt sem það hefði verið talið fyrir nokkrum árum. Sú afstöðubreyting væri að sjálfsögðu vegna atburðanna 11. september en spurningin, sem vaknaði, var öllu fremur hvernig það bandalag væri, sem Austur-Evrópa tengist. Erfitt væri að meta gildi NATO á 21. öldinni miðað við það sem var á dögum kalda stríðsins. Ósk Banda- ríkjanna var greinilega að eiga samstarf við hin ýmsu Evrópulönd til aðgerða vegna ógnunar við frið- inn og að NATO hafi á að skipa herstyrk, sem hægt sé að grípa til vegna skjótra aðgerða gegn hryðjuverkastarfsemi hvar sem væri. Ef NATO á að geta gegnt því hlutverki þurfa Evrópulönd að verja fjármunum í auknum mæli til varnarmála og Bandaríkin fyrir sitt leyti að vilja þetta samstarf í stað einhliða aðgerða. Þessi mál tengdust óhjákvæmilega Íraksdeil- unni en einmitt þá dagana voru Blix og hans menn að hefja vopna- eftirlit sitt samkvæmt langþráðu samkomulagi Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna um aðgerðir til upp- rætingar gereyðingavopna Íraka. Það tilheyrir nú sögunni, að við lok seinni heimsstyrjaldarinnar var því almennt treyst að SÞ myndu tryggja varðveislu friðar í heiminum enda það hið eiginlega hlutverk samtakanna. Ekki vantar að stofnskráin hefur ákvæði um aðgerðir Öryggisráðsins sé friði ógnað. Ef friðsamleg lausn deilu- mála næst ekki er ráðinu heimilt að grípa til aðgerða, þ.m.t. hern- aðaraðgerða. Hermálanefnd skyldi starfa með Öryggisráðinu, sem í sætu herráðsformenn þeirra ríkja sem fasta setu hafa í ráðinu. Þá eru ákvæði um rétt til sjálfsvarnar gegn árás með einhliða hernaðar- aðgerðum. Með stofnun Samein- uðu þjóðanna var ætlun vestur- veldanna að efna til gagngerra úrbóta frá því sem verið hafði í Þjóðabandalaginu, sem brást hrap- allega í að afstýra yfirgangi og ófriði. Ljóst var að Þjóðabandalag- ið og Versalafriðurinn hefði farið í vaskinn meðfram vegna þess að Bandaríkjaþing hafnaði þátttöku í þessu hugarfóstri Wilsons forseta þeirra. Þegar höfundur var við nám í Boston í fyrstu háskóla- stofnuninni, sem stofnuð var á sviði alþjóðastjórnmálafræði, voru vonir enn bundnar við Sameinuðu þjóðirnar. Ekki var það síst vegna þess, að Bandaríkjamenn voru nú heldur betur með og aðalbæki- stöðvarnar fyrir allra augsýn í New York. Virtir háskólaprófess- orar héldu fast við að lög og réttur hlytu að festast á alþjóðasviðinu. Alþjóðastarfsemi er háð vilja aðildarríkjanna En því miður fór á annan veg en ætlað var með friðarhlutverk Sam- einuðu þjóðanna. Ákvörðunin á stofnþinginu í San Francisco 1945 um ákvæðið að Öryggisráðinu skyldi lagt til herlið til að gæta friðar og öryggis kom aldrei til framkvæmda. Ég hef það eftir þeim gamalkunna fréttaskýranda Alistair Cooke, að á 57 undanförn- um árum hafi SÞ gert samþykktir og ályktunartillögur vegna meira en 240 hernaðarátaka víðs vegar um heim, því miður til lítils gagns. Reyndar kallar Cooke þetta papp- írssamþykktir til athlægis eins. En þessi dómur er ósanngjarn. Öll al- þjóðastarfsemi er háð vilja aðild- arríkjanna um samstarf. Það þarf ekki að fjölyrða um að ástæðan fyrir gæfuleysi SÞ var lengi sú, að Sovétríkin sálugu vildu síður en svo binda hendur sínar í heims- yfirráðastefnunni af samtökum, sem var ofur einfalt að gera mátt- laus, en hafa á hinn bóginn sem gagnlegan vettvang til áróðurs. Skömmu eftir að seinni heims- styrjöldinni lauk varð því að grípa til annarra ráða til að tryggja frið- inn. Vestur-Evrópulöndin hófu því gifturíkt samstarf við Bandaríkin með stofnun NATO og þátttöku í Marshall-aðstoðinni og henni tengdri efnahagssamvinnu, sem með tímanum gat af sér ESB. Í Evrópu, þar sem hættan á átökum og stórstyrjöld var mest, hélst friður vegna tvíþættrar stefnu NATO um varnir og viðleitni um takmarkanir vopnabúnaðar. Nú, eftir rúmlega hálfrar aldar sam- vinnu Evrópu og Bandaríkjanna, er svo komið, að Evrópusamvinnan þróast stöðugt, síðast með stækk- un NATO og ESB um sjö og tíu aðildarríki. Í svokölluðu Euro-Atl- antic Partnership Council – EAPC – tengjast NATO hlutlausu löndin, Austurríki, Finnland, Írland, Sví- þjóð og Sviss, þau ríki sem fyrr voru Sovétsamveldið og önnur að- ildarríki Varsjárbandalagsins sál- uga eða úr Júgóslavíu fyrri. Á tímum umróts og breytinga er vert að minnast þess, að það var samstarf Evrópuríkja við Banda- ríkin, sem tryggði friðinn frá stofnun NATO árið 1949 þar til að Sovétríkin liðu undir lok 40 árum síðar. Þótt ástand heimsmála skapi brýna þörf samstarfs nýrrar Evr- ópu og Bandaríkjanna eru þeir sem telja sig sérfróða ekki á einu máli um hvernig takast muni til. Margt má tína til um sögulegar og menningarlegar hefðir og viðhorf, sem gerir þjóðir ólíkar og hefur valdið deilum og hvers kyns karpi. Það átti heldur betur við á dögum kalda stríðsins, svo sem við Íslend- ingar þekkjum vel. En mergurinn málsins er að Evrópa og Bandarík- in hafa skilað frábærum árangri í alþjóðasamstarfi í Atlantshafs- bandalaginu og hafa alla burði til að svo megi enn vera. Og er ekki vel viðeigandi að viðurkenna skip- brotin sem Þjóðabandalagið og Sameinuðu þjóðirnar voru fyrir al- þjóðasamfélagið á liðinni öld en byggja samstarf á reyndum, traustum grundvelli Atlantshafs- bandalagsins? Samstarf Evrópu og Bandaríkjanna Eftir Einar Benediktsson Höfundur er fv. sendiherra. „En merg- urinn máls- ins er að Evr- ópa og Bandaríkin hafa skilað frábærum árangri í alþjóðasam- starfi í Atlantshafs- bandalaginu og hafa alla burði til að svo megi enn vera.“ Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.