Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 58
UMRÆÐAN
58 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
REYKJAVÍKURBORG þarf að
gæta aðhalds í fjármálum og
rekstri þessa dagana. Niðurskurð-
arhnífurinn er kominn á loft og
framkvæmdastjórar hinna ýmsu
málaflokka verða að taka til sinna
ráða. Mörgum verður slík iðja
óljúf, því væntingar eru miklar,
vonir um ný verkefni, bætta þjón-
ustu, fleiri og stærri hús, greiðari
götur fyrir umferð. Á móti kemur
einarður ásetningur: Við hjá
Reykjavíkurlistanum ætlum að
standa vörð um ábyrga fjármála-
stefnu.
Tekjur minnka
Ýmislegt hefur orðið til þess að
borgin þarf nú að gæta aðhalds:
tekjur hafa dregist saman, einkum
fasteignaskattar sem eru 370 millj-
ónum króna lægri en ætlað var.
Útgjöld hafa aukist, einkum vegna
félagslegra aðstæðna. Við þurfum
að greiða miklu meira en ætlað var
í fjárhagsaðstoð við þá sem minnst
mega sín. Borgarráð samþykkti sl.
þriðjudag yfir 250 milljónir í auka-
fjárveitingu vegna þessa; 50 millj-
ónir bætast við vegna húsaleigu-
bóta; 100 milljónir vegna
atvinnuátaks ungmenna í sumar.
Við þurfum að greiða mun meira í
viðbótarlán til húsnæðis en áætlað
var. Þannig hafa þeir reynst
drjúgir félagsmálapakkarnir sem
komið hafa á borð borgarráðs á
þessu ári. Þegar níu mánaða upp-
gjörið er lagt fram er ljóst að til
að endar náist saman á næsta ári
þarf að grípa til hnífsins. Þessi
aukning til margs konar sam-
félagsmála kallar á niðurskurð í
rekstri.
Borð fyrir báru
Handbært fé frá rekstri er áætl-
að rúmir 4,2 milljarðar á næsta
ári. Það er það við höfum til fram-
kvæmda og greiða niður skuldir.
Sem betur fer hefur þannig verið
búið í haginn. Við viljum ekki eyða
meiru en þessu nemur og helst
hafa smáafgang upp á að hlaupa.
Við vorum vissulega kosin til að
bæta þjónustu á marga lund, eins
og við höfum gert og rakið var hér
að framan. En við vorum líka kos-
in til að gæta ábyrgðar.
Skattahækkun
hafnað
Borginni ,,stóð til boða“ að
hækka útsvar; heimild okkar er
ekki fullnýtt, og munar um 600
milljónum. Í stað þess að grípa til
þessa fjár með álögum, skerum við
niður. Sumt kemur niður á fram-
kvæmdum. En mesti vandinn er að
skera niður í rekstri, en það ætlum
við að gera. Kallað verður á 1,5%
niðurskurð í rekstri helstu mála-
flokka, með mjög takmörkuðum
undantekningum. Þetta er sárt
fyrir metnaðarfulla borgarfulltrúa
sem koma með miklar vonir og
væntingar, enn verra fyrir að-
haldssama starfsmenn sem hafa
gætt sín vel í rekstri margra borg-
arstofnana og fá nú ekki verðlaun
fyrir vel unnin störf heldur fyr-
irskipun um að gera enn meira.
Á venjulegu máli heitir þetta:
við ætlum ekki að eyða meira en
við öflum. Og ætlum ekki að afla
meira fjár með auknum álögum.
Ábyrg stefna
Þetta er alls ekki glæfralegur
niðurskurður eða mun hann ganga
hart gegn mikilvægri þjónustu í
velferðarkerfi borgarinnar.
Ég tel að við í meirihlutanum
eigum að axla þessa ábyrgð. Og
við eigum að nota tækifærið til að
endurskoða ýmislegt sem borgin
hefur á sinni könnu. Það gerum
við ekki á næstu vikum þegar
bráðaaðgerðir fara í hönd. En á
næsta ári mun sparnaðarnefnd
fara um borgarkerfið og taka á
rekstrinum í ljósi þess að efna-
hagsástandið leyfir ekki þenslu í
þjónustu. Við eigum að gera vel
það sem mikilvægt er og láta það
kosta sem þarf. Á móti kann að
vera að fyrrum ,,heilagar kýr“
reynist það alls ekki lengur og
tækar á sláturhús.
Skilningur
orgarbúa?
Á sama tíma og við spörum
megum við ekki gleyma hver stóra
köllunin er: Að auka auðsköpun í
borginni, hvetja til sóknar svo öll-
um græðist meira fé.
Munu borgarbúar skilja að nú
þarf að rifa segl, þótt í hófi sé?
Ekki allir. Hægt verður að þyrla
upp miklu bálviðri, jafnvel út af
litlu, eins og nýleg dæmi eru um
við boðaðar breytingar á fé-
lagsstarfi fyrir aldraða. En þá er
bara að taka því.
Þegar til lengri tíma er litið
skilja borgarbúar að dæmið verður
að ganga upp. Annars höfum við
sem stjórnum borginni brugðist.
Og það munum við ekki gera.
Aðhald, ekki
skattahækkanir
Eftir Stefán Jón
Hafstein
„Stóra köll-
unin er: Að
auka auð-
sköpun í
borginni,
hvetja til sóknar svo öll-
um græðist meira fé.“
Höfundur er borgarfulltrúi.
Á UNDANFÖRNUM misserum
hafa blessaðir stjórnmálaflokkarn-
ir okkar verið að gera sig klára
fyrir komandi kosningaslag. Slag-
urinn hefst óvenjusnemma að
þessu sinni, fyrst og fremst vegna
þess, að nú verður kosið sam-
kvæmt nýrri kjördæmaskipan.
Þess vegna þarf að gera nýjar
hernaðaráætlanir. Margir liggja
sárir eftir fyrstu bardagana og
fleiri eiga eftir að liggja í valnum.
Þessi „vígaferli“ eru óhjákvæmi-
leg, þegar framboð á þingmanns-
efnum er meira en eftirspurn. Þá
velja menn ýmsar leiðir til að finna
atkvæðavæna beitu fyrir komandi
kosningar. Ýmsar aðferðir eru not-
aðar. Vinstri grænir stilla upp sín-
um listum í þögn og alræði öreig-
anna líkt og gerðist í Sovét í gamla
daga! Þar að auki eru menn svo
lánsamir á þeim bæ, að framboð
þingmannsefna er ívið minna en
eftirspurnin. Aðrir flokkar hafa
fæstir komist upp með þessa ein-
földu aðferð. Þegar hópar flokks-
gæðinga ná ekki saman um hverja
skal setja á og hverjum farga, þá
er málinu venjulega skotið til kjós-
enda og efnt til prófkjöra. Að þeim
loknum eru menn ýmist glaðir eða
hundfúlir, rétt eins og gengur.
Um síðustu helgi gengu Sjálf-
stæðismenn í Reykjavík að kjör-
borðinu og völdu frambjóðendur.
Ég gat ekki betur séð og heyrt,
en að sá bardagi færi heiðarlega
fram og væri málefnalegur. Hins
vegar verða menn að athuga það,
að menn ganga ekki til svona bar-
daga án þess að vera búnir að
ígrunda alla sóknarmöguleika og
búa sig til sigurs. Annað væri
sjálfsmorð. Lokaspretturinn skipt-
ir að vísu máli, en undirstaðan, að-
fararleiðin, hvernig ímynd hefur
viðkomandi skapað sér hjá al-
menningi, er það sem ríður bagga-
muninn.
Það sem menn hafa helst agnú-
ast út í, eftir að úrslitin lágu fyrir,
er að fáar konur eru meðal efstu
manna. Þar að auki féll „ráð-frú-
in“, Sólveig Pétursdóttir, flöt fyrir
Birni Bjarnasyni og Pétri Blöndal
og alþingismennirnir Katrín Fjeld-
sted og Lára Margrét Ragnars-
dóttir fengu ekki þann stuðning
sem þær væntu. Ástæðuna má
rekja til frækilegs sigurs ungra
manna, sem setja ferskan svip á
frambjóðendahóp Sjálfstæðis-
manna í Reykjavík. Þess vegna er
ég mjög sáttur við niðurstöðuna.
Katrín Fjeldsted, alþingismaður,
er ekki á sama máli. Hún var hin
fúlasta í viðtölum þegar talið hafði
verið upp úr kjörkössunum. Hún
talar eins og bakari, sem heldur að
brauðin verði til án þess að hnoða
þurfi deigið. Hún vísar til þeirrar
vakningar í jafnréttismálum, sem
varð með tilkomu Kvennalistans
fyrir einum þremur áratugum. Nú
vill Katrín meina, að við séum
komin á byrjunarreit í jafnrétt-
ismálum og það er allt körlunum
að kenna, frekju þeirra og yfir-
gangi.
Hún sér ekki, að konurnar hafi
sjálfar spilað illa úr þeim spilum
sem þær höfðu á hendi.
Nei, það er nú öðru nær. Katrín
virðist telja það sjálfsagt mál, að
konur fái brautargengi, bara
vegna þess að þær eru konur. Sú
hugsun virðist vera farin að tröll-
ríða húsum, að í öðru hverju sæti á
framboðslistum skuli vera kona,
hvort sem hún er hæfari einstak-
lingur en sá karl, sem sækist eftir
sama sæti.
Ég tel það margsannað í pólitík
á Íslandi, að konum er treyst. Þær
þurfa hins vegar að sanna sig rétt
einsog karlarnir. Þær þurfa að
hafa fyrir því að koma sér og
hugðarefnum sínum á framfæri,
þannig að kjósendur geti dæmt
þær af verkum.
Þetta þurfa karlmennirnir að
gera líka. Það dugir ekki að klifa á
því í sífellu, að karlmennirnir hafi
forskot, vegna þess að þeir séu
meira áberandi í þjóðfélaginu og
fái þess vegna meira svigrúm í
fjölmiðlum. Meinsemdin er hjá
konunum sjálfum. Þær þurfa að
ýta frá sér þeim þankagangi, að
konur eigi að fá brautargengi ein-
göngu vegna þess að þær eru kon-
ur. Þess í stað eiga þær að berjast
til valda á eigin verðleikum.
Ef við hugsum og horfum í
kringum okkur í samfélaginu, þá
sjáum við mýmörg dæmi þess, að
konum er treyst á eigin verðleik-
um. Og það er vel. Þeir fiska ekk-
ert, sem aldrei róa.
Konur í pólitík
eiga að berjast
á eigin
verðleikum
Eftir Sverri
Leósson
Höfundur er útgerðarmaður á Ak-
ureyri.
„Þær þurfa
að ýta frá
sér þeim
þankagangi,
að konur
eigi að fá brautargengi
eingöngu vegna þess
að þær eru konur.“
INNAN skamms verða þáttaskil í
þjónustu við veik börn á Íslandi.
Hinn 26. janúar næstkomandi, á 99
ára afmæli Kvenfélagsins Hringsins,
verður nýr Barnaspítali Hringsins
formlega tekinn í notkun. Draumur
margra verður loks að veruleika eft-
ir langa bið. Við þetta tækifæri opn-
ast möguleikar til bættrar þjónustu
fyrir veik börn á Íslandi og aðstand-
endur þeirra.
Kvenfélagið Hringurinn
Margir hafa lagt hönd á plóginn
svo að draumurinn um nýjan Barna-
spítala Hringsins megi verða að
veruleika. Stjórnvöld hafa sýnt mál-
inu mikinn skilning og er raunar eitt
af stefnumiðum núverandi stjórn-
valda að bæta þjónustu við veik
börn. Fjölmargir aðilar, félagasam-
tök, fyrirtæki og einstaklingar hafa
stutt Barnaspítala Hringsins á und-
anförnum árum. Þetta er svo sann-
arlega þakkarvert. Engum dylst, að
Kvenfélagið Hringurinn hefur farið í
forystu þeirra aðila, sem styðja
Barnaspítala Hringsins. Árum og
áratugum saman hefur kvenfélagið
safnað fé til styrktar Barnaspítalan-
um og er sá stuðningur ómetanlegur.
Á árinu, sem nú er að líða, hafa
Hringskonur greitt verulegar fjár-
hæðir til byggingaframkvæmda spít-
alans, en auk þess gefið stórkostleg-
ar gjafir til tækjakaupa. Væntanleg
bók um starfsemi Hringsins, kven-
félags, verður afar merkileg lesning.
Það er með stolti og í virðingarskyni
við kvenfélagið sem spítalinn heitir
Barnaspítali Hringsins.
Kaffisala Hringsins
Sunnudaginn 1. desember er jóla-
kaffi Hringsins. Hefst kaffisalan kl.
13:30 á Hótel Íslandi. Kaffisala
Hringsins er mikilvæg fjáröflunar-
leið kvenfélagsins í stöðugri baráttu
fyrir bættri þjónustu við veik börn.
Landsmönnum gefst tækifæri til að
styðja Hringinn til góðra verka um
leið og notið er frábærra veitinga og
tekið þátt í happdrætti með fjöl-
mörgum góðum vinningum.
Hringurinn, kvenfélag, hefur af
framsýni og dugnaði unnið ötullega
að bættum hag barna á Íslandi. Þær
eiga heiður skilinn fyrir mikið starf.
Það er vonandi, að sem flestir sjái
sér fært að sýna Hringskonum
stuðning í verki og koma í Hrings-
kaffið.
Jólakaffi Hringsins
Eftir Ásgeir Haraldsson
og Gunnlaug Sigfússon
„Hringurinn, kvenfélag,
hefur af framsýni og
dugnaði unnið ötullega
að bættum hag barna á
Íslandi.“
Ásgeir er prófessor í barnalækn-
ingum og forstöðumaður fræðasviðs
Barnaspítala Hringsins, Gunnlaugur
er sviðsstjóri lækninga á Barnaspít-
ala Hringsins.
Morgunblaðið/Kristinn
Barnaspítali Hringsins. Morgunblaðið/Kristinn
Ásgeir
Haraldsson
Gunnlaugur
Sigfússon