Morgunblaðið - 30.11.2002, Page 60
UMRÆÐAN
60 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Prófkjör stjórnmálaflokk-anna hafa verið mikið ífréttum að undanförnuog þykja sum nokkuð
sögulegri en önnur. Hefur einnig
komið fram, að meðalaldur þing-
manna er orðinn nokkuð hár en
ekki er þó örvænt um, að hann
lækki eitthvað í næstu kosn-
ingum.
Í umræðum um unga fólkið,
sem bíður þess að komast á
þing, er ósjaldan talað um það
sem vonarpening stjórn-
málaflokkanna og þá í þeirri
merkingu, að mikils sé af því að
vænta og þar fari jafnvel leið-
togaefni framtíðarinnar. Orðið er
sem sagt notað í þveröfugri
merkingu við það, sem hingað til
hefur tíðkast. Það hefur verið
haft um vanmetaskepnur, til
dæmis kindur, sem þrífast illa,
þótt ekki sé með öllu útilokað, að
eitthvað geti úr þeim ræst. Í
Orðabók Menningarsjóðs segir,
að vonarpeningur sé eitthvað,
sem lítils sé af vænst, eða eitt-
hvað, sem brugðið geti til beggja
vona um.
Orðið er að sjálfsögðu tengt
búskapnum, lifibrauði þjóð-
arinnar um aldir, en hann er nú
orðinn heldur fjarri hversdags-
legum veruleika alls þorra
manna. Það má því kannski
segja og með það í huga, að
meirihlutinn skuli ávallt ráða, að
það komi ekki að sök og sé jafn-
vel hið besta mál að endurvekja
eða endurnýta orðið í þessari
nýju merkingu. Ekki er þó víst,
að allir skrifi undir það.
– – –
Sumir hafa flest á hornum sér
þegar íslenskt mál er annars
vegar og umsjónarmaður þátt-
arins í dag hefur lengi verið
undir þá sök seldur. Hann hefur
til dæmis oft látið það fara í
taugarnar á sér, að í upptalningu
nafna, sem hafa síðara eða síð-
asta liðinn sameiginlegan, er
hann undantekningalítið hafður í
fleirtölu þegar hans er getið í
lok upptalningar en ekki í ein-
tölu eins og þó ætti að vera.
Í fréttum, sem snúast að ein-
hverju leyti um ráðuneyti rík-
isstjórnarinnar, er stundum sagt,
að eitthvað hafi komið inn á borð
„í mennta-, fjármála- og sam-
gönguráðuneytum“. Þá er látið
nægja að hafa sameiginlega heit-
ið í síðasta nafninu en því sleppt
í fyrri liðum upptalningarinnar
til að forðast óþarfa stagl. Sam-
gönguráðuneytið er hins vegar
bara eitt, ekki tvö eða fleiri, og
því ætti það að vera í eintölu en
ekki fleirtölu.
Önnur dæmi um þetta eru
sýslurnar, til dæmis þegar talað
er um Austur-
og Vestur-
Skaftafells-
sýslur, og um-
sjónarmaður
minnist til-
kynningar í út-
varpi þar sem
sjófarendur
voru varaðir við einhverju í
Húsavíkur- og Hornafjarð-
arhöfnum.
Að vísu veldur þetta engum
misskilningi, allir vita við hvað
er átt, en heldur hljómar það an-
kannalega að tala um Horna-
fjarðarhafnir. Þetta er hins veg-
ar ekki alveg nýtt af nálinni. Ef
umsjónarmann misminnir ekki,
hefur hann séð dæmi þessa í
skrifum frá því á 19. öld, en
hann er samt harður á því, að
þetta sé rangt hvaða skoðun sem
aðrir kunni að hafa á því.
– – –
Fyrir kemur, að beygingum
skyldra eða líkra sagna er rugl-
að saman. Dæmi um það mátti
sjá í einu dagblaðanna fyrir
skömmu. „Við drupum höfði“
sagði þar en átti að vera „drúpt-
um“ af sögninni að drúpa. Þess í
stað var um að ræða 1. pers.
fleirtölu í þátíð af sögninni að
drjúpa. Sem betur fer drjúpa
höfuðin ekki af okkur en fyrir
kemur, að við drúpum höfði þeg-
ar það á við.
Ruglingur af þessu tagi er
býsna algengur. Fyrir kemur, að
veika sögnin dýfa er höfð sterk
og þá skrifað eða sagt „deif“ en
ekki „dýfði“ í þátíð og umsjón-
armaður hefur það fyrir satt, að
það sé eina dæmið um, að sögn
sé færð úr veikri beygingu og
yfir í sterka. Er það trúlega fyr-
ir áhrif frá sterkum sögnum eins
rífa – reif og svífa – sveif.
Annað dæmi má nefna og það,
sem líkega kveður mest að um
þessar mundir. Það er þegar
slengt er saman sögnunum að
hefja eða hefjast og hafa eða
hafast. „…að kirkjustarfið hefð-
ist að nýju“ mátti sjá á prenti
nýlega en átti að sjálfsögðu að
vera „hæfist“.
– – –
Umsjónarmaður hefur það á
tilfinningunni, að eignarfallið
eigi í vaxandi mæli undir högg
að sækja um þessar mundir. Á
það sérstaklega við um orð, sem
ekki heyra til allra hversdagsleg-
asta orðaforða, en einnig um alls
konar sérheiti, til dæmis nöfn á
fyrirtækjum, tímaritum o.fl.
Þegar fyrirtækið Mata var í
fréttunum fyrir fáum misserum
var það raunar víða haft óbeygt
með öllu og kannski í og með
vegna þess, að viðkomandi skildu
það ekki. Orðið er íslenskt,
merkir fæði eða vistir og var áð-
ur einnig haft um prestslaun,
prestsmötu.
Orðið festi er í eignarfalli fest-
ar en í útvarpi var það haft
óbeygt og talað um „fram-
kvæmdastjóra Festi“. Í auglýs-
ingu frá sjónvarpsstöðinni Sýn
kom meðal annars við sögu
„neyðarlína Sýn“ en ekki Sýnar
og þegar efni ágæts útvarps-
þáttar var kynnt, var sagt, að
þar yrði meðal annars fjallað um
„tímaritið Vera“. Átti það að
sjálfsögðu að vera Veru eins og
gert var í sjálfri umfjölluninni.
Þetta er mikið áhyggjuefni eða
hvað segir okkur þessi fyrirsögn
á forsíðu eins dagblaðanna síð-
astliðinn föstudag: „Afla fé í út-
gjöld.“
Margt bendir
til, að eign-
arfallið eigi
undir högg að
sækja um þess-
ar mundir
svs@mbl.is
ÍSLENSKT MÁL
Eftir Svein Sigurðsson
ÝMISLEGT hefur verið rætt og
ritað um prófkjör sjálfstæðismanna í
Norðvesturkjördæmi, sem fram fór
hinn 9. nóvember sl. Lengst hefur
Vilhjálmur Egilsson gengið í óhróðr-
inum um menn og fyrirtæki á Akra-
nesi, en ekki verður fjallað um þau
stóryrði hér, en hins vegar sett nokk-
ur orð á blað í tilefni af grein Guð-
laugs Bergmann, sem birtist í Morg-
unblaðinu hinn 20. nóvember sl.
undir fyrirsögninni „Að hengja bak-
ara fyrir smið“.
Hann segir réttilega í greininni að
samkomulag hafi verið milli þing-
manna hins nýja kjördæmis um að
hvetja stuðningsfólk þeirra til að
stilla upp sterkum lista, en síðan
fatast honum flugið þegar hann held-
ur því fram að aðeins hafi komið eðli-
legir kjörseðlar frá Snæfellsnesi,
Dölum og Borgarbyggð, þ.e. að
Sturla Böðvarsson væri settur í
fyrsta sæti og síðan hinir þingmenn-
irnir í mismunandi röð „að sjálf-
sögðu“. Um þetta er það að segja að
Guðjón Guðmundsson alþingismaður
talaði vel um Sturlu í kosningabarátt-
unni og hvatti sína stuðningsmenn til
að gera slíkt hið sama og studdi þar
með dyggilega við bakið á Sturlu
Böðvarssyni. Það lýsir best stuðningi
Guðjóns við Sturlu, að hann var eini
stjórnmálamaðurinn sem skrifaði
grein í Morgunblaðið til varnar
Sturlu, þegar mest mæddi á honum í
þeim umdeildu málum sem að hans
ráðuneyti sneru. Varðandi eðlilega
seðla þá sá ég mun fleiri þeirra en
Guðlaugur, þar sem ég var við taln-
ingu þeirra í Borgarnesi en Guðlaug-
ur ekki. Í kosningabaráttunni sóttist
Guðjón ekki eftir fyrsta sæti listans,
en þrátt fyrir það fékk hann mikinn
fjölda atkvæða í það sæti eins og aðr-
ir frambjóðendur, enda er Guðjón
þekktur fyrir afbragðsgóð störf í
bæjarstjórn Akraness og á Alþingi í
áratugi og hefur hann ekki verið
ásakaður um óheiðarleika á sínum
ferli fyrr en Vilhjálmur Egilsson,
samþingmaður hans, lagðist svo lágt
að gera það í tengslum við þetta próf-
kjör.
Vitað er að Guðjón fékk mikinn
fjölda atkvæða í fyrsta sætið vítt og
breitt um kjördæmið, þannig að ekki
settu nálægt því allir kjósendur á
Akranesi hann í það sæti, heldur
dreifðust atkvæði þeirra á fleiri fram-
bjóðendur. Nokkrir helstu frammá-
menn Sjálfstæðisflokksins á Akra-
nesi voru dyggir stuðningsmenn
Sturlu Böðvarssonar og hvöttu þeir
Akurnesinga til þess að setja Sturlu í
fyrsta sætið og Guðjón í það þriðja.
Hefðu Vestlendingar almennt gert
hið sama hefðu báðir þingmenn Vest-
urlands náð í örugg sæti á framboðs-
listanum í vor. Hefði Guðjón hins
vegar sóst eftir fyrsta sætinu er ég
sannfærður um að hann hefði náð því.
Þegar svo mikill fjöldi sem raun bar
vitni tekur þátt í prófkjöri stjórnar
enginn hvernig fólk greiðir atkvæði,
enda ræður það því sjálft. Fréttir
bárust af því að á Norðurlandi væri
fólk hvatt til þess að kjósa Vilhjálm
Egilsson í fyrsta sæti listans og eng-
an annan þingmann í öruggt sæti og
urðu þær fréttir sjálfsagt til þess að
fólk á öðrum svæðum kjördæmisins
greiddi „sínum manni“ frekar at-
kvæði í fyrsta sætið, enda fengu fjór-
ir þingmannanna yfir þúsund at-
kvæði hver í það sæti. Guðlaugur
Bergmann getur alls ekki fullyrt að
Sturla hafi aðeins fengið örfá atkvæði
í fyrsta sæti á Akranesi, því eins og
áður sagði átti hann þar dyggan hóp
stuðningsmanna og eru margir
Skagamenn óhressir með umkvörtun
Sturlu um hversu margir Skaga-
menn kusu Guðjón í fyrsta sætið í
stað þess að kjósa sig. Eins og mál
þróuðust í prófkjörinu eftir fréttirnar
að norðan, segir dreifing atkvæðanna
ekkert um það hvort menn treysti
Sturlu til þess að stýra flokknum í
hinu nýja kjördæmi. Sturla fékk flest
atkvæði í fyrsta sætið og það tekur
enginn frá honum, hvorki Vilhjálmur
Egilsson né aðrir.
Guðlaugur segir undir lok greinar
sinnar: „Vilhjálmur hefur farið svo
langt að ásaka Sturlu hvað eftir ann-
að um að hafa stolið af sér sigrinum,
án þess að rökstyðja það á nokkurn
hátt. Þeir sem vilja skoða tölur og að-
stæður geta séð að verið er að gera
tilraun til að hengja bakara fyrir
smið“. Í staðinn fyrir hvaða smið er
Vilhjálmur að hengja bakara? Er hér
verið að gefa í skyn að einhver hafi
stolið sigrinum af Vilhjálmi? Það
stenst alls ekki, enda átti Vilhjálmur
aldrei neinn sigur og eru ásakanir
hans á stálheiðarlegt fólk á Vestur-
landi, almenning og þingmenn, alger-
lega svívirðilegar og að engu hafandi.
Það þarf því hvorki að hengja bakara
né smið vegna úrslita prófkjörsins.
Hefði eitthvað óeðlilegt verið í gangi í
kosningunum á Skaganum, hljóta all-
ir að sjá að Skagamenn hefðu komið
Guðjóni ofar en í fjórða sætið á listan-
um, sem ekki er öruggt þingsæti,
nema sjálfstæðismenn í kjördæminu
snúi nú bökum saman og tryggi Sjálf-
stæðisflokknum afgerandi sigur í
kosningunum í vor.
Ég vil gera lokaorð Guðlaugs
Bergmann að mínum með þeirri
breytingu að orðið maður verður að
mönnum í minni útgáfu:
Vestlendingar! Ég skora á ykkur
að standa með okkar mönnum og láta
ekki menn, sem geta ekki tekið
ósigri, vaða uppi með gífuryrði.
Að hengja hvorki bakara né smið
Eftir Valdimar
Axelsson
„Hefði Guð-
jón sóst eftir
fyrsta sæti,
er ég sann-
færður um að
hann hefði náð því.“
Höfundur er aðalbókari.
TEPPI Á
STIGAHÚS
- got t verð -
komum og gerum verðtilboð
Alltaf á þriðjudögum
Moggabúðin
Músarmotta, aðeins 450 kr.