Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 64
KIRKJUSTARF
64 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HIN árlega Ljósahátíð fer fram í
Neskirkju kl. 11 og er hún í umsjón
væntanlegra fermingarbarna sem
ganga skrýdd til kirkju með kerta-
ljós, annast ritningarlestra og leiða
almennan söng ásamt kirkjukór.
Steingrímur Þórhallsson leikur á
orgelið. Lesið verður m.a. úr spá-
dómum Gamla testamentisins sem
boða koma frelsarans og tendrað
verður fyrsta ljósið á aðventukrans-
inum. Séra Örn Bárður Jónsson.
Ráðherra og
Stuðmaður kl. 17
Aðventusamkoma verður í Nes-
kirkju kl. 17 sunnudag.
Siv Friðleifsdóttir umhverf-
isráðherra flytur hugvekju. Valgeir
Guðjónsson tónlistarmaður flytur
frumsamin lög. Drengjakór Nes-
kirkju syngur undir stjórn Friðriks
S. Kristinssonar og við undirleik
Lenku Mateovu. Kirkjukór Nes-
kirkju leiðir almennan söng. Org-
anisti, Steingrímur Þórhallsson.
Séra Örn Bárður Jónsson.
Aðventukvöld
í Grensáskirkju
AÐVENTUKVÖLD verður í Grens-
áskirkju annað kvöld, 1. des., kl. 20.
Þar syngur Barnakór Hvassaleit-
isskóla undir stjórn tónmennta-
kennara skólans, Kolbrúnar Ás-
grímsdóttur. Það er mjög
ánægjulegt að fá skólakórinn til að
koma fram á aðventukvöldinu enda
ríkir mjög gott samband milli skól-
ans og kirkjunnar.
Þá syngur Kirkjukór Grens-
áskirkju fáein lög undir stjórn org-
anistans, Árna Arinbjarnarsonar.
Hugvekju flytur sr. Ragnar Fjalar
Lárusson fyrrv. prófastur sem var
einmitt prófastur hér í prófasts-
dæminu þegar Grensáskirkja var
vígð á aðventu 1996.
Áréttað skal að um morguninn kl.
11 verður að venju messa og barna-
starf.
Aðventan felur í sér eftirvænt-
ingu og undirbúning. Týnum okkur
ekki í ytri undirbúningi og gleym-
um ekki að búa hug og hjarta undir
fæðingarhátíð frelsarans.
Kirkjudagurinn
í Árbæjarkirkju
KIRKJUDAGUR í Árbæjarkirkju
verður haldinn hátíðlegur 1. sunnu-
dag í aðventu. Mikið verður um að
vera í kirkjunni frá morgni til
kvölds. Barnaguðsþjónusta verður
kl.11 og þar verða börn borin til
skírnar. Hátíðarguðsþjónusta kl.14
þar sem sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir,
verkefnisstjóri á Biskupsstofu, pré-
dikar og prestar safnaðarins, sr.
Óskar Ingi Óskarsson og sr. Sigrún
Óskarsdóttir þjóna fyrir altari.
Kirkjukórinn syngur ásamt Sigurði
Skagfjörð einsöngvara. Sverrir
Sveinsson leikur á kornett og org-
anisti er Krisztina Kalló Szklenár.
Kaffisala kvenfélagsins verður að
guðsþjónustunni lokinni í safn-
aðarheimilinu. Skyndihappdrætti
Líknarsjóðs Kvenfélagsins verður á
sama tíma. Allur ágóðinn fer í það
að gera þeim sóknarbörnum sem
eiga erfitt ofurlítið einfaldara að
eiga gleðilega jólahátíð. Um kvöldið
kl. 20 er léttmessa. Um söng og tón-
list sér Gospelkór Árbæjarkirkju
undir stjórn organistans okkar
Krisztínu Kalló Szklenár.
Það er full ástæða til þess að hefja
aðventuna í Árbæjarkirkju, hefja
þar undirbúning friðsælla og fag-
urra jóla. Prestarnir.
Kvennakirkjan
í Hallgrímskirkju
KVENNAKIRKJAN heldur guð-
þjónustu í Hallgrímskirkju fyrsta
sunnudag í aðventu, 1. desember, kl.
20.30. Umfjöllunarefni messunnar
er aðventan. Séra Guðný Hallgríms-
dóttir prédikar. Laufey Sigurð-
ardóttir leikur á fiðlu. Kór Kvenna-
kirkjunnar leiðir söng á jóla- og
aðventulögum við undirleik Að-
alheiðar Þorsteinsdóttur. í söngva-
stund verður safnast saman uppi við
altarið og sungið. Einnig fer fram
altarisganga.
Á eftir verður kaffi í safn-
aðarheimilinu.
Fimmtudaginn 5. desember kl. 20
verður aðventukvöld í Þingholts-
stræti 17. Boðið verður upp á jóla-
legar veitingar – súkkulaði og smá-
kökur – lesnar verða jólasögur og
kvæði, sungin jólalög og séra Auður
Eir flytur aðventuhugvekju.
Sænsk messa
í Dómkirkjunni
SÆNSKA félagið gengst fyrir að-
ventumessu í Dómkirkjunni á
sunnudaginn kl. 14. Sr. Kjell Frid-
berg prédikar og sr. Jakob Ágúst
Hjálmarsson þjónar fyrir altari.
Marteinn H. Friðriksson leikur á
orgelið en Maria Cederborg á
flautu. Sendiherrann Bertil Jubeus
les guðspjall dagsins.
Þessi árlegi viðburður er ætlaður
til þess að tengja saman sænsku-
mælandi fólk í jólaundirbúningnum
og endurlifa sænskar stemningar
tengdar þessum árstíma. Hvatt er
til þess að láta þá Svía vita af þessu
sem hér kunna að vera staddir.
Biskup Íslands
á aðventukvöldi í
Digraneskirkju
AÐVENTUHÁTÍÐ með fjölbreyttri
tónlistardagskrá kórs Digra-
neskirkju verður sunnudag kl.
20.30. Stjórnandi er Kjartan Sig-
urjónsson. Einnig munu Guðrún
Lóa Jónsdóttir, Eiríkur Hreinn
Helgason og Vilborg Helgadóttir
syngja einsöng. Undirleik annast
Bjarni Þór Jónatansson. Biskup Ís-
lands, herra Karl Sigurbjörnsson
flytur hugvekju og færi gefst á að
styrkja Hjálparstarf kirkjunnar við
kaffisölu í safnaðarsal.
Stjórn og undirbúningur hátíð-
arkvöldsins er í höndum kórs Digra-
neskirkju.
Mannúðarmál tengjast helgi-
stundum jólaföstunnar á sunnu-
dagskvöldum. Tekið verður á móti
söfnunarbaukunum „brauð handa
hungruðum heimi“ og seld frið-
arkerti Hjálparstarfs kirkjunnar á
aðventukvöldinu.
Aðventuhátíð
í Grafarvogskirkju
AÐVENTUHÁTÍÐ í Grafarvogs-
kirkju verður haldin hátíðleg fyrsta
sunnudag í aðventu 1. desember
Barna- og fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11 í Grafarvogskirkju Þorvaldur
Halldórsson leiðir söng og hugleiðir
ásamt prestum og starfsfólki. Ferm-
ingarbörn flytja helgileik – upp-
lestur.
Sunnudagaskóli kl. 13 í Engja-
skóla, Þorvaldur Halldórsson leiðir
söng og hugleiðir ásamt prestum og
starfsfólki.
Aðventuhátíð kl. 20. Tónlist-
arflutningur frá kl. 19.30. Ræðu-
maður: Sigurbjörg Þrastardóttir
rithöfundur, handhafi bókmennta-
verðlauna Tómasar Guðmunds-
sonar. Sigurður Skúlason leikari les
úr skáldsögu Einars Más Guð-
mundssonar, Nafnlausir dagar. Kór
Grafarvogskirkju, Barna- og ung-
lingakór og Krakkakór syngja. Ein-
söngur: Kristín María Hreinsdóttir.
Fiðla: Hjörleifur Valsson. Kontra-
bassi: Birgir Bragason. Stjórnendur
kóra: Hörður Bragason organisti og
Oddný J. Þorsteinsdóttir. Ferming-
arbörn flytja helgileik. Prestar
safnaðarins flytja bænarorð.
„Morgunstund
gefur gull í mund“
Alla virka daga aðventunnar verður
boðið upp á sérstakar helgistundir í
Grafarvogskirkju kl. 7 á morgnana.
Um er að ræða sextán skipti.
Fyrsta morgunstundin hefst mánu-
daginn 2. desember og sú síðasta að
morgni Þorláksmessu. Hver morg-
unstund samanstendur af ritning-
arlestri, hugleiðingu og bæn. Stuðst
verður við bókina „Expecting Jes-
us“ sem er eftir Martyn Day. Að
helgihaldinu loknu gefst fólki kost-
ur á að snæða morgunverð í safn-
aðarsal kirkjunnar.
Þessar morgunstundir eru ný-
mæli í starfi Grafarvogskirkju. Þær
gefa fólki tækifæri til að eiga friðar-
og kyrrðarstund í erli aðventunnar
áður en haldið er af stað út í lífið til
að sinna margvíslegum verkefnum í
dagsins önn.
Jólafundur
Safnaðarfélags
Grafarvogskirkju
Hinn árlegi jólafundur Safn-
aðarfélags Grafarvogskirkju verður
haldinn mánudaginn 2. desember
kl. 20. Dagskrá: Séra Bjarni Þór
Bjarnason segir frá jólahaldi í Eng-
landi. Þorvaldur Halldórsson söngv-
ari flytur jólalög. Jólaföndur frá
versluninni Litir og föndur. „Jóla-
legar“ veitingar. Stjórnin.
Aðventuhátíð
í Hjallakirkju
FYRSTA sunnudag í aðventu, 1.
desember, verður aðventuhátíð fjöl-
skyldunnar í Hjallakirkju kl. 17,
skemmtileg stund fyrir alla fjöl-
skylduna með léttri jóladagskrá,
söngvum og sögum. Barnakór úr
Hjallaskóla syngur fyrir viðstadda
og við fáum að sjá skemmtilegt
barnaleikrit, Ævintýri Kuggs og
Málfríðar. Þetta er ævintýraleikrit
um Kugg litla sem kynnist Málfríði
gömlu og lendir í skemmtilegum
ævintýrum með henni. Auk þessa
munum við öll syngja saman jóla-
söngva og njóta stundarinnar í
kirkjunni. Að henni lokinni verður
boðið upp á kakó og piparkökur í
safnaðarsal kirkjunnar. Við hvetj-
um fjölskyldur til að fjölmenna á að-
ventuhátíðina og eiga góða stund í
kirkjunni.
Aðventukvöld
í Fella- og Hólakirkju
FYRSTA sunnudag í aðventu, 1.
desember nk., verður aðventukvöld
í Fella- og Hólakirkju kl. 20. Sr.
Svavar Stefánsson, sem tekur við
sem sóknarprestur Fellasóknar um
næstu áramót, flytur hugvekju. Sr.
Guðmundur Karl Ágústsson, sókn-
arprestur Hólabrekkusóknar, þjón-
ar og Lilja G. Hallgrímsdóttir,
djákni fer með bæn. Barnakórar
kirkjunnar syngja undir stjórn Þór-
dísar Þórhallsdóttur og Lenku Mát-
éová. Kirkjukórinn syngur einnig
undir stjórn Lenku Mátéová, org-
anista. Þegar hver kirkjugestur hef-
ur tendrað sitt kertaljós í kirkjunni
verður slökkt á raflýsingu og sung-
inn jólasálmur. Eftir stundina í
kirkjunni er boðið upp á veitingar í
safnaðarheimilinu. Fjölmennt hefur
verið á þessi aðventukvöld og fólk
farið sælt heim eftir að hafa sótt
gleði, frið og helgi aðventunnar í
kirkjuna sína.
Aðventuhátíðin og
jólatónleikar
AÐVENTUHÁTÍÐ Landakirkju
verður 1. sunnudag í aðventu, 1.
desember. Hún hefst með barna-
guðsþjónustunni kl. 11 þar sem
kveikt verður á spádómakerti að-
ventuljósanna. Kl. 14 verður svo há-
tíðleg messa þar sem mikið verður
lagt upp úr söng. Kór Landakirkju
og barnakórinn Litlir lærisveinar
syngja falleg aðventulög undir
stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar
og Guðrúnar Helgu Bjarnadóttur
og við getum jafnvel átt von á ein-
söng líka. Lítið barn verður skírt
inn í söfnuðinn og við eigum öll
góða stund saman. Sr. Þorvaldur
Víðisson prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt sr. Kristjáni Björns-
syni.
Eftir messu verður kaffisala
Kvenfélags Landakirkju og jólabas-
ar í Safnaðarheimilinu og þar
syngja Litlir lærisveinar nokkur
jólalög.
Jólatónleikar Kórs Landakirkju
verða sunnudagskvöldið 15. desem-
ber. Einsöngvarar með kórnum
verða tenórinn Óskar Pétursson frá
Álftagerði og sópransöngkonan
Anna Alexandra Cwalinska úr Eyj-
um. Stjórnandi verður Guðmundur
H. Guðjónsson og hefjast tónleik-
arnir kl. 20. Eyjamenn eru hvattir
til að sækja kirkju á aðventunni, en
messað verður alla sunnudagana
fram að jólum.
Prestar Landakirkju.
Drífa Hjartardóttir í
Hraungerðiskirkju
SÍÐAST var það Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra, núna er það
Drífa Hjartardóttir, fyrsti þingmað-
ur Sunnlendinga, sem er ræðumað-
ur kvöldsins á árlegu aðventukvöldi
Hraungerðiskirkju 1. sunnudag í
aðventu kl. 21. Kirkjukór Hraun-
gerðisprestakalls flytur vandaða
tónlist undir stjórn Inga Heiðmars
Jónssonar og börn úr Þingborg-
arskóla færa okkur jólatóna undir
stjórn Höllu Aðalsteinsdóttur. Sókn-
Aðventuhátíð
í Neskirkju
Á sunnudag, 1. desember, verður
þess minnst við hátíðarguðsþjón-
ustu í Bústaðakirkju að 50 ár eru
liðin frá stofnun sóknarinnar. Bú-
staðasókn var í upphafi víðfeðmt
landsvæði. Prestakallið náði ekki
aðeins yfir þær sóknir sem í dag
heita Bústaða- og Grensássókn því
Kópavogur allur tilheyrði presta-
kallinu og þau hús sem stóðu í
Breiðholti, Elliðaárdal og Ártúns-
holti.
Sr. Gunnar Árnason var fyrsti
presturinn sem þjónaði prestakall-
inu. Hann sinnti starfi sínu af mikl-
um dugnaði og elju. Í sóknarnefnd í
Bústaðasókn hafði valist einvala lið
undir forystu Axels L. Sveins. Axel
var forsjáll maður og gegnheill og
skynjaði þá ábyrgð, sem hann tókst
á hendur sem fyrsti sóknarnefnd-
arformaður í austurborginni.
Sóknin fékk fyrst inni í Háagerð-
isskóla, þar sem var messað. En
þegar Réttarholtsskóli var reistur
þóttu mörgum mikil umskipti frá
kjallara Háagerðisskóla í hátíð-
arsal Réttarholtsskóla.
Fljótlega eftir að sóknin fékk
inni í Réttarholtsskóla var ráðist í
kaup á orgeli og organistinn Jón G.
Þórarinsson fékk til liðs við sig
góðan hóp söngvara sem mynduðu
fyrsta kór sóknarinnar.
Á þessum árum þurfti hver og
einn þátttakandi í kirkjustarfinu að
gefa mikið af sér því umgjörð og
styrkur starfsins stóð og féll með
samstarfi allra þeirra sem komu að
starfi sóknarinnar.
Fyrsta janúar árið 1964 var
sókninni skipt upp. Séra Gunnar
kaus að þjóna Kópavogi áfram. Sr.
Felix Ólafsson kom til þjónustu í
Grensássókn og sr. Ólafur Skúla-
son kom til starfa í Bústaðasókn.
Það er á engan hallað þegar sagt
er að sr. Ólafur hafi komið með
nýja strauma og viðhorf þegar
hann tók við starfi sóknarprests.
Þess sá glögg merki í öflugu safn-
aðarstarfi og þeim samhug sem
skapaðist um byggingu Bústaða-
kirkju. Þau hjónin sr. Ólafur og frú
Ebba Sigurðardóttir opnuðu heim-
ili sitt fyrir kirkjustarfið og var svo
meðan kirkjan var í byggingu.
Bústaða-
sókn
50 ára
Bústaðakirkja.
Bústaðakirkja var fyrsta kirkjan
sem var með áföstu safnaðarheim-
ili og starfið og hin nýja kirkja
bauð upp á nýjan takt í kirkjustarf-
inu.
Með sr. Ólafi starfaði einstakur
hópur karla og kvenna, sem mörg
hver gáfu allt sem gefa mátti í upp-
byggingu kirkjustarfsins. Kven-
félag Bústaðasóknar, sem fagnar
brátt 50 ára afmæli, var sterkur
bakhjarl auk Bræðrafélagsins, sem
á þessum árum var öflugt og sterkt
félag.
Fyrsti sunnudagur í aðventu hef-
ur alla tíð verið hátíðar- og kirkju-
dagur sóknarinnar. Kirkjan var
vígð þann dag árið 1971 og alla tíð
síðan hefur verið lögð á það
áhersla að fagna nýjum áföngum á
þessum degi.
Vígsla pípuorgels, steindir
gluggar Leifs Breiðfjörð og end-
urbætur og stækkun húsnæðis hef-
ur verið fagnað á þessum degi.
Nú hefur neðri hæð kirkjunnar
verið endurbyggð, þar sem áður
var útibú Borgarbókasafns.
Arkitekt kirkjunnar, Helgi
Hjálmarsson, sem alla tíð hefur
verið einstakur velgjörðarmaður
kirkjunnar, hefur teiknað allar
breytingar og fylgt þeim eftir en
yfirverktaki hefur verið Sveinbjörn
Sigurðsson h/f.
Eftir hátíðarguðsþjónustu kl. 14
á sunnudag þar sem sr. Ólafur
Skúlason biskup prédikar og þjón-
ar fyrir altari ásamt prófastinum
sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni og
sóknarpresti, verða hin nýju sal-
arkynni blessuð af sr. Ólafi biskupi
og prófasti.
Venja hefur verið að bjóða öllum
kirkjugestum að njóta veitinga eft-
ir messu og svo verður einnig á
sunnudag. Karlar í sóknarnefnd-
inni annast vöfflubakstur og þjón-
ustu.
Um kvöldið verður aðventukvöld
kl. 20. Ræðumaður verður Ásgerð-
ur Jóna Flosadóttir, stjórnmála-
fræðingur og formaður Mæðra-
styrksnefndar. Kirkjukór
Bústaðasóknar, barna- og ung-
lingakórar kirkjunnar syngja
ásamt hljóðfæraleikurum undir
stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur og
Guðmundar Sigurðssonar org-
anista. Í lok athafnarinnar verða
ljósin tendruð.
Aðventan er undirbúningstími
þar sem við horfum fram til hátíðar
jólanna. Í annasömum erli hins
daglega lífs er gott að mega eiga
stund til að stilla saman líkama og
sál og njóta samveru og blessunar
sem býr í kristinni umgjörð.
Það er von sóknarnefndar og
sóknarprests að sóknarbörn og vel-
unnarar kirkjunnar sjái sér fært að
deila með okkur þessum tímamót-
um og njóta velgjörða og nýrra
sala, minnug þess að Drottinn hef-
ur vakað yfir starfinu og gefið því
vöxt og þrótt.
Pálmi Matthíasson
sóknarprestur.