Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 69
Hreinn nafngreindur hjá RÚV
Missagt var í Morgunblaðinu í
gær að aðilar hafi ekki verið nafn-
greindir í frétt RÚV um bréfaskipti
Hreins Loftssonar, lögmanns, og
ríkislögreglustjóra. Hið rétta er að
aðilar voru nafngreindir í frétt RÚV
en ekki í úrskurði Héraðsdóms
Reykjavíkur frá 5. nóvember.
Mynd af listaverki á hlið
Mynd af verki Rósu Sigrúnar
Jónsdóttur sem birtist með umsögn
um sýningu hennar í Galleríi Skugga
í blaðinu í gær sneri ekki rétt. En nú
er síðasta sýningarhelgi.
Beðist er velvirðingar á mistökun-
um.
Rangt föðurnafn
Eyþór Agnarsson, 6 ára Eskfirð-
ingur, var fyrir mistök sagður Ragn-
arsson í Morgunblaðinu í gær. Ey-
þór er beðinn velvirðingar á þessum
mistökum.
Ekki starfsmaður Sæsilfurs
Guðleifur Einarsson á Mjóafirði
var ranglega sagður starfsmaður
fiskeldisstöðvarinnar Sæsilfurs í
Morgunblaðinu á fimmtudag. Er
hann beðinn velvirðingar á mistök-
unum.
Verk Rósu Sigrúnar Jónsdóttur í
Galleríi Skugga.
Leiðrétt
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 69
AFMÆLI
Hún Svanhildur Snæ-
björnsdóttir á Hellu á
Hellissandi er áttatíu
ára í dag.
Þegar gamlir og góðir
vinir standa á þvílíkum
tímamótum fer maður
ósjálfrátt að hugsa aftur
í tímann og rifja upp
liðna daga og atburði,
sem tengjast viðkom-
andi. Þegar ég var á
barnsaldri tengdist ég
heimilinu á Hellu og öll-
um íbúum þar órjúfandi
böndum, þar sem við
Gunnar Már, sonur
Svanhildar, vorum vinir og leikfélag-
ar. Þess vegna var ég tíður gestur á
Hellu. Það fyrsta sem kemur upp í
hugann, þegar ég hugsa um hana
Svönu, er kaffi og kringlur með kúm-
eni. Einnig kaldir fingur og frostbólg-
in eyru, sem fengu endurnýjun líf-
daga í hitanum í eldhúsinu á Hellu.
Manni var oft kalt í þá daga. Það var
nefnilega alltaf svo mikið að gera hjá
okkur Gunna Má og við sáumst ekki
fyrir í ákafanum við að yrkja lífið, á
skautum, á seglasleðum eða við að
brjóta niður ónýta báta í bálköst ára-
mótanna svo eitthvað sé nefnt. En
þetta var allt í lagi, þar sem maður var
alltaf velkominn, í hvaða ástandi sem
var, í hlýjuna, kaffið og kringlurnar
hjá henni Svönu. Þetta er ástæðan
fyrir því að í huga mér er alltaf mikið
kúmenbragð af þessum minningum.
Hún Svana er kona með stórt
SVANHILDUR
SNÆBJÖRNSDÓTTIR
hjarta og litríka skap-
höfn. Hún hefur
ákveðnar skoðanir og
liggur ekki á þeim. Og
dugnaður hennar er vel
þekktur og viðurkennd-
ur á Hellissandi undir
Jökli. Hann hefur
áþreifanlega komið
fram í störfum hannar á
félagslega sviðinu. Þar
má nefna kirkjukórinn
á Ingjaldshóli, Kven-
félag Hellissands,
skólanefndina og svo
margt, margt annað.
Og allt þetta gerði hún,
án þess að það kæmi niður á hennar
stóra og barnmarga heimili. Það var
ekki heiglum hent, að hafa stjórn á
öllum strákahópnum. Dóttirin er að-
eins ein og var alltaf eins og ljós,
nema þegar hún þurfti að tuska bræð-
ur sína svolítið til. Þá fannst manni
stundum, að ekki orkaði tvímælis, að
hún er dóttir hennar mömmu sinnar.
Svana mín, ég er þess fullviss, að ég
mæli fyrir munn fjölmargra hér undir
Jöklinum, þegar ég óska þér innilega
til hamingju með öll árin. Hér minnist
fólk þín sem trausts vinar, sem aldrei
bregst. Sem sterkrar konu sem fylgir
skoðunum sínum eftir af fullri einurð
og sannfæringu. Það er ósk mín að
góður Guð gefi þér gleðiríka daga það
sem eftir er. Það er gott að eiga minn-
ingar um trausta vini.
Minningar með kúmenbragði.
Grétar Kristjónsson.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Brúðhjón
A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r
Lyfjafræð-
ingafélag Ís-
lands 70 ára
LYFJAFRÆÐINGAR halda af-
mælishátíð í tilefni af 70 ára afmæli
Lyfjafræðingafélags Íslands í dag,
laugardaginn 30. nóvember.
Dagskrá hátíðarinnar er tvíþætt,
þ.e. annars vegar ráðstefnan Dagur
lyfjafræðinnar sem að þessu sinni
hefur þemað Siðfræði í viðskiptum
og vísindum og hins vegar afmæl-
ishátíð með kvöldverði og dansleik
um kvöldið.
Nú eru á fjórða hundrað félagar í
Lyfjafræðingafélagi Íslands sem
starfa m.a. í apótekum, hjá lyfja-
framleiðendum, umboðs- og dreif-
ingarfyrirtækjum, við rannsóknir,
kennslu og fleira, segir í fréttatil-
kynningu.
Efling og
borgin semja
UNDIRRITAÐ hefur verið sam-
komulag milli Eflingar – stéttarfélags
og Reykjavíkurborgar um breytta
launaröðun þeirra starfsmanna sem
lokið hafa diplomanámi í leikskóla-
fræðum frá Kennaraháskóla Íslands
og vinna á Leikskólum Reykjavíkur.
Efling-stéttarfélag hefur í áratugi
unnið að starfsmenntun fyrir starfs-
menn í leikskólum. Markmið félags-
ins og fyrirrennara þess hefur ávallt
verið að félagsmenn gætu bætt við sig
námi með því að bjóða stöðugt upp á
starfstengd námskeið þar sem starfs-
menn geti bætt þekkingu sína og auk-
ið hæfni í starfi. Þá hafa starfs-
menntasjóðir með aðild Eflingar –
stéttarfélags aðstoðað félagsmenn við
að sækja sér nám og námskeið þ.m.t.
við ofangreint diplomanám,“ segir í
fréttatilkynningu.