Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 79

Morgunblaðið - 30.11.2002, Side 79
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 79 STEINN Ármann Magnússon er landsþekktur grínisti og leikari og því ætti ekki að koma á óvart að hann skuli ætla að standa fyrir reglulegum uppistandskvöldum. Fyrsta kvöldið af þessu tagi fer að sjálfsögðu fram í Hafnarfirði, á Kaffi Firði í kvöld, en Steinn Ármann er jafnframt þekktur Hafnfirðingur. Enginn aðgangseyrir er þetta fyrsta kvöld enda er þetta jafnframt opn- unarkvöld Kaffis Fjarðar á nýjum stað við Strandgötu 11 og verður gert vel við gesti. „Ég hef lengi átt mér draum um svona lítinn klúbb þar sem menn geta komið og troðið upp í fyrsta skipti. Það er líka voða lélegt nætur- lífið í Hafnarfirði, þannig að þetta er smá Hafnarfjarðarprógramm líka,“ segir Steinn Ármann og bætir við að stefnt sé að því að halda gaman- kvöldin viku- eða hálfsmánaðarlega. Steinn Ármann verður kynnir kvölds- ins auk þess að vera með uppistand sjálfur. Dagskráin hefst upp úr klukkan 22 og ætlar hann ennfrem- ur að fá einhverja félaga sína úr Kát- um piltum með sér til að skemmta gestum. Gamanmál eru ekki það eina sem Steinn Ármann fæst við því hann vinnur annað slagið við byggingar- vinnu. „Við lausráðnu leikararnir verðum að hafa að einhverju að hverfa,“ segir hann. Auk þess leikur hann sem stendur í tveimur leikritum, Kvetch í Vestur- porti og Með vífið í lúkunum í Borg- arleikhúsinu. „Síðan vorum við að klára Skaupið í síðustu viku,“ segir hann en sama fólk sér um grínið og gerði hið vel heppnaða áramóta- skaup síðasta árs. Hvernig hefurðu það í dag? Ég hef það fínt í dag. Fékk mér lýsi í morgun og finnst ég vera nokkuð hraustur. Hvað ertu með í vösunum? Ég er með trésmíðasvuntu á mér sem er full af verkfærum. Í vösunum eru annars bíllyklar og gsm-sími. Ef þú værir ekki leikari hvað vildirðu þá helst vera? Ætli ég vildi ekki vera smiður. Hefurðu tárast í bíói? Já, oft. Og yfir sjónvarpinu og í leik- húsi. Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á? Það var HLH-flokkurinn á hátindi fer- ils síns í Laugardalshöllinni þegar ég var um 16 ára gamall. Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér? Tom Cruise. Hver er þinn helsti veik- leiki? Ég er alltof vitlaus og trúgjarn. Finndu fimm orð sem lýsa persónuleika þínum vel. Latur, duglegur, á það til að vera geðvondur, húmor- isti og sporðdreki. Bítlarnir eða Rolling Stones? Rolling Stones. Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar? A Confederacy of Dunces, sem kall- ast Aulabandalagið í íslenskri þýð- ingu, eftir John Kennedy Toole. Hvaða lag kveikir blossann? „Pretty Woman“ með Roy Orbison. Hvaða plötu keyptirðu síðast? Ég kaupi aldrei plötur, konan sér um það. Hún keypti síðast til heimilisins The Eminem Show með Eminem. Hvert er þitt mesta prakkarastrik? Ég var staddur á Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi fyrir nokkrum ár- um. Við vorum að fara í réttir ríðandi, nokkrir vinir saman. Bóndinn þarna járnaði fyrir mig. Hann gerði grín að merinni minni, spurði hvort hún væri fylfull því hún var svo feit. Mér sárn- aði fyrir hönd merarinnar enda er þetta skásti hesturinn minn. Þegar hann er búinn að járna segi ég að ég verði að fá að kyssa hann fyrir. Þetta er fúlskeggjaður bóndi, alveg ekta víkingur, og þegar hann kyssir mig rek ég út úr mér tunguna og rek hana beint upp í hann. Ég vissi ekki hvert hann ætlaði. Við erum þrátt fyrir þetta miklir vinir í dag. Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað? Kengúruskinka frá Ástralíu, sem tengdamamma kom með. Hverju sérðu mest eftir í lífinu? Að hafa ekki byrjað í íþróttum þegar ég var yngri, eins og t.d. júdó eða fimleikum, þeg- ar maður var nógu ung- ur til að geta náð ein- hverjum árangri. Trúir þú á líf eftir dauðann? Já, ég trúi á ein- hvers konar líf eftir dauð- ann. Ég trúi því að sálin eigi sér meira en eitt líf. Alltof trúgjarn SOS SPURT & SVARAÐ Steinn Ármann Magnússon www.regnboginn. is Sýnd kl. 4 og 6. Sýnd kl. 8. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Hverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 10.30. Sýnd kl. 2.30, 5.30, 8.30, 10.30 og 0.07. Sýnd kl. 4, 6 og 8. BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI I I I Í Í I I I “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com 700 kr. miðinn fyrir korthafa VISA kl. 0.07. ATH! 700 kr. miðinn fyrir korthafa VISA kl. 0.07. Roger Ebert Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 2 og 4. www.laugarasbio.is BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN Í SÖGU HANNIBAL LECTER Sýnd kl. 10. B. i. 16. . “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.comPO WERS ÝNIN G kl. 1 2.30. Á STÆ RSTA THX tJALD I LAN DSINS Miðaverð 200.kr Sýnd kl. 4, 7, 10 og POWERSÝNING 12.30 eftir miðnætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.