Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 80
80 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11. Vit 461 KRINGLA Sýnd kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11. Vit 468 KRINGLA Roger Ebert  Kvikmyndir.is Stundum er það sem að þú leitar að.. þar sem þú skildir það eftir. E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P HL MBL Sýnd kl. 2 og 4 Sýnd kl. 8. B.i. 16. Sýnd kl. 3, 5.45 með enskum texta 8 og 10.10. B.i. 12.  Roger Ebert 1/2 Kvikmyndir.is  DV 1/2HL MBL Sýnd kl. 12, 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 5.50 og 10.15. Ísl. texti. B.i. 16.  RadíóX 8 Eddu verðlaun Yfir 53.000 áhorfendur WITH ENGLIS H SUBTIT LES AT 5.4 5 Sýnd kl. kl. 2 og 4. BLOOD WORK Fortíðin mun tengja þau! GwynethPaltrowog AaronEckhartí dularfullri, róman- tískri mynd sem hefur fengið lof gagnrýnenda um allan heim. FRUMSÝNING CLINT EASTWOODI DAS EXPERIMENT  HL. MBL SK RadíóX  ÓHT Rás2 HK DV “Besti tryllir ársins.” 1/2 G. H. TILRAUNIN Kröftug þýsk og eftirminnileg spennumynd sem hefur fengið fjölda verðlauna og frábæra dóma. Með Moritz Bleibtreu úr ”Run Lola Run.” Ísl tal Í SUMAR voru menn að velta fyrir sér hvort xXx væri tekinn við af James Bond. Ég hélt nú ekki, og það sannaðist fyrir mér þegar ég barði nýjasta ævintýrið hans augum, Die Another Day. Stefið sígilda hófst, mér hlýnaði um hjartarætur og af gömlum vana hugsaði ég með mér: „Hvaða ótrúlegu aðstæður er hann nú búinn að koma sér í?“ Og viti menn! James gamli Bond kemur á brimbretti inn í nýjustu mynd sína. Nei, töffarinn endalausi gefur sko ekki neinum neitt eftir. Sagan er þannig að Bond er í Suð- ur-Kóreu að reyna að nappa einhvern glæpagaur, en hann er svikinn og lendir í fangelsi. Þegar hann losnar fer hann strax að leita uppi þann sem sveik hann, en það leiðir hann til Kúbu. Þar hittir hann megagelluna Jinx (Halle Berry) og hann kemst yf- ir demant sem kemur honum á slóðir Bretans Gustavs Graves, sem fann demantanámur á Íslandi. James Bond finnst það eitthvað gruggugt og fylgir gaurnum til Íslands. Þetta er meiriháttar hasarmynd frá upphafi til enda. Hvert atriðið tekur við af öðru; svifskriðdrekar, sprengjuhríðir og slagsmál, skylm- ingar, samfarir, eltingaleikur um allt, kossaflens, bílaeltingaleikur á ís og önnur skemmtilegheit. Eins og í svo mörgum öðrum has- arkvikmyndum nú til dags er sögu- þráðurinn hættur að skipta máli, heldur er hasarinn og ekki síst tækni- brellurnar (sem hér eru ótrúlega gamaldags) í aðalhlutverki, og sögu- þráður meira til að skeyta saman yf- irgengileg atriðin. Die Another Day er smituð af þessum nútímasjúkdómi kvikmyndanna, og það er leitt að sjá ekki vel úthugsaðan söguþráð. Það sem mér þótti samt verra er að húm- orinn, sem hefur alltaf verið stór hluti af James Bond-ímyndinni, er heldur lélegur. Hér felst hann mest í leik að nöfnum og orðum og endalaust er ýj- að gróft að kynlífi, en alla myndina í gegn mallar þessi kynferðislegi seið- ingur undir niðri. Það á ekki síst við í atriðinu þar sem Jinx og Bond draga hvort annað á tálar. Það slær held ég flest út sem ég hef séð og er eiginlega alveg bráðfyndið, svo ýkt er það. Já, nú eftir allt sem á undan er skrifað fannst mér bara gaman á myndinni. Bond er eitthvað svo ýktur að hann gerir grín að sjálfum sér og ímynd sinni – og þetta er spurning um hvort maður hefur húmor fyrir því. Konurnar í myndinni eru ekki lengur bara skraut og hjásvæfur, heldur hugsandi klárar verur sem jafnvel leika smá á Bond, sem er gaman. (Þótt Madonna hefði mátt missa sín og ekki síst lagið hennar. Hjálp!) Mörg atriðanna eru býsna spennandi, vondu karlarnir voru sannfærandi þótt þeir væru alls ekki frumlegir, nýja „dótið“ hans var flott, ósýnilegi bíllinn og hringurinn … og vá! Það er örugglega ekkert smá gaman að vera James Bond! Að minnsta kosti í 90 mínútur. Svo fór ég að fá nóg og jafnvel detta út. Þá gerði ég mér grein fyrir að ég var ekki viss um af hverju Jinx var á höttunum eft- ir sömu vondu körlunum og Bond og hvernig þeir ætluðu að ná heimsyfir- ráðum með þessum geimspegli sín- um. Flestir Frónverjar eru sjálfsagt spenntir að sjá atriðið sem tekið er upp á Íslandi og er veigamikill hluti myndarinnar. Þar á sjálfsagt hverj- um eftir að sýnast sitt. Þar af er bíla- eltingaleikuirnn á svellinu það eina sem raunverulega er tekið hér (sýnist mér) og hann er ósköp klassískur að mínu mati, en ég er ekki mikil áhuga- manneskja um bílaeltingaleiki. Miklu flottara er atriðið þegar hann er í fall- hlífinni á heimatilbúna snjóbrettinu, sem var áreiðanlega ekki tekið hér á landi. (Ekki ósvipað snjóflóðaatriðinu í xXx …) Svo er líka bara gaman að horfa á Pierce Brosnan, en mér finnst þessi bráðmyndarlegi maður smell- passa í hlutverk fágaða njósnarans með veiðileyfið, og nú fáum við að sjá útganginn á honum eftir 14 mánaða fangelsisdvöl og hann er ekki verri þannig nema síður sé. Og samkvæmt því sem ég hef heyrt í kringum mig þykir aðdáendum „veikara“ kynsins heldur ekkert leiðinlegt að horfa á Halle Berry. Allir fá sem sagt eitt- hvað fyrir sinn snúð. Og nú á persón- an hennar, Jinx, víst að fá sína eigin mynd, því hún sé „jafnoki“ James Bond, nema kvenkyns, las ég ein- hvers staðar. Ég veit það nú svei mér ekki – nema kannski helst að hún sé jafngóð að beita kyntöfrunum og hann. Hvenær á Bond eftir að láta hitt kynið bjarga sér frá dauða, eins og Jinx gerir? „Veikara“ kynið? Þá yrði nú fyrst breyting á ímynd klass- íska eilífðartöffarans. Ja, ég bíð spennt eftir því, en þangað til ætla ég að leyfa mér að hafa gaman af því hvernig James Bond er enn í dag. Ekki fyrir húmorslausa KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Laug- arásbíó og Borgarbíó Ak. Leikstjórn: Lee Tamahori. Handrit: Neil Purvis og Robert Wade. Kvikmyndataka: Davis Tattersall. Brellur: Chris Corbould. Aðalhlutverk: Pierce Brosnan, Halle Berry, Toby Stephens, Rick Yune, Rosam- und Pike, Michael Madsen, Wilol Yun Lee, John Cleese og Judi Dench. 132 mín. BNA/Bretl. MGM 2002. DIE ANOTHER DAY  Hasaratriðin ráða ríkjum í nýjustu James Bond myndinni samkvæmt gagnrýni um Die Another Day. Hildur Loftsdóttir Dýragarðsvörðurinn (The Zookeeper) Drama Danmörk/Tékkland/Bretland/Holland, 2001. Skífan VHS. 103 mín Bönnuð inn- an 12 ára. Leikstjórn: Ralph Ziman. Aðal- hlutverk: Sam Neill, Gina McKee. ÞAÐ er ýmislegt spunnið í kvik- myndina Dýragarðsvörðurinn, evr- ópska samframleiðslu með leikaran- um Sam Neill í aðalhlutverki. Sagan segir frá dýragarðsverðinum Ludovic (Neill), sem reynir að sinna störfum sínum eftir bestu getu í dýragarði í stríðshrjáðri borg. Sögusviðið er í raun staðleysa og er þannig vísað til þess að það gæti verið hvaða land sem er. Áhrif harðstjórnar leggja mark á íbúana og einkenn- ast þau stríðsátök sem eiga sér stað í sögunnar rás af hugsunarlausu kyn- þáttahatri. Þannig minnir ástandið á átökin á Balkanskaganum en einnig þeirra landa í fyrrum Austur-Evrópu sem lutu spilltum kommúnistastjórn- um. Sagan fylgir síðan eftir nokkrum lifandi verum, sakleysingjum sem líða fyrir tilgangslausa grimmd. Ludovic er maður með myrka fortíð sem misst hefur tengslin við fjölskyldu sína og ákveður að verða eftir í stríðsátökun- um miðjum til að annast dýrin í dýra- garðinum, þó svo að birgðir séu af skornum skammti. Til Ludovic leita síðan fleiri skjólstæðingar, mæðgin sem bera sár eftir þjóðarhreinsanir í þorpinu þeirra. Þótt atburðarásin sé á stundum full hæggeng og klaufaleg, skilar sagan þegar upp er staðið heil- miklu. Hún fjallar um síðustu þræði mannkærleika og umhyggju í heimi grimmdar og tortímingar og er dýra- garðurinn einkar táknrænt sögusvið fyrir þær vangaveltur. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Í ónefndu landi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.