Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 84

Morgunblaðið - 30.11.2002, Síða 84
Villibráðin vinnur á sem jólamatur  Jólin 2002 VILLIBRÁÐIN vinnur á sem jólamatur landsmanna og þótt lítið verði um rjúpur þessi jólin má gera ráð fyrir að hreindýr, gæs og önd og jafnvel kanína eða fasani verði vinsæll hátíð- armatur þetta árið. Aðventan hefst á morgun og þá kveikja landsmenn á kertum, sem sum hver eru skreytt áprentuðu útsaumsmynstri. Slíkt mynstur er einmitt vinsælt fyrir þessi jól, sem og heklað jóla- skraut. Toppar jólatrjánna munu þá einnig taka breytingum því töluvert ber nú á stjörnutoppum. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Valkostur vandlátra – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 HAGUR fiskveiðiflotans batnaði verulega á árinu 2001. Hreinn hagnaður botnfiskveiða varð þá 17,5% af tekjum, samkvæmt útreikn- ingum Hagstofunnar, en var 8,5% árið áður. Bezt útkoma í einstökum útgerðarflokkum er hjá smábátum, en hagnaðarhlutfall þeirra af tekjum var 23,5%. Hlutfall hagnaðar af tekjum var lægst á loðnuflotanum, 6,7%. Tekjur smábáta umrætt ár eru um 9,1 milljarður króna og hreinn hagnaður 2,1 milljarður. Tekjur smábáta eru töluvert meiri en báta stærri en 200 tonn, en heildartekjur þeirra námu 5,8 milljörðum króna. Bátarnir fiskuðu einnig fyrir meira en ísfisktogarar, sem voru með 7,3 milljarða í aflaverðmæti. Aflaverðmæti frystitogara var langhæst eða 23,7 milljarðar króna. Smábátar skila mestum hagnaði  Hreinn hagnaður/18    4  *  & * 4  1*  & * 4  1*  & * :#%&  ( .#$ ;1#$ #,# %' #($ #( ,) ## #(%     --4     <=  .  Hagur fiskveiðiflotans batnaði verulega í fyrra ARTHUR Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir þessa útreikninga Hagstof- unnar engin ný vísindi. Arthur segir að þrátt fyrir þessa útreikninga sé tímabært að hag- fræðingar láti af tali um hag- kvæmni stærðarinnar og nauðsyn sameininga fyrirtækja í sjávar- útvegi. „Raunveruleikinn er sá að litlu fyrirtækin, þar sem einyrkjarnir eru næst vettvangi, eru að skila mestum arði.“ Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir tölur Hagstofunnar ekki samanburð- arhæfar. „Það er erfitt að bera saman út- gerðarflokka með þessum hætti. Það er hinsvegar ljóst að það hefur orðið mikill viðsnúningur í afkomu sjávarútvegsins og þar vega geng- isbreytingar einna þyngst,“ segir Friðrik Arngrímsson. Engin ný vísindi Arthur Bogason Friðrik J. Arngrímsson TEKIST var á um slagi og slemmur en ekki atkvæði og frumvörp þegar þeir Davíð Oddsson forsætisráð- herra og Lúðvík Bergvinsson, þing- maður Samfylkingarinnar, reyndu með sér á bridsmóti sem Bridsfélag Reykjavíkur hélt í gærkvöldi í til- efni af 60 ára afmæli félagsins. Við hlið Davíðs sat Gylfi Baldursson, formaður félagsins, og fylgdist grannt með spilamennskunni. Á myndinni sést í vangann á Jóni Sig- urbjörnssyni, forseta Brids- sambands Íslands. Fjöldi þjóðþekktra manna tók þátt í mótinu auk þeirra Davíðs og Lúðvíks og fengu þeir sem spila- félaga bridsmeistara úr röðum Bridsfélagsins. Morgunblaðið/Sverrir Einbeittir og ákveðnir VELFERÐAR- MÁLIN eru í brennidepli í upp- hafi kosninga- vetrar og þá ekki síst heilbrigðis- málin, að mati Halldórs Ás- grímssonar, for- manns Fram- sóknarflokksins. Í ræðu á mið- stjórnarfundi flokksins á Hótel Loft- leiðum í gær varpaði Halldór fram þeirri spurningu hvort ásakanir á heilbrigðiskerfið tengdust aukinni peningahyggju: „Hvers vegna koma þær [ásakanirnar] jafnvel fram frá þingmönnum samstarfsflokksins? Gæti það eitthvað tengst þeirri miklu peningahyggju sem nú er mjög ráðandi? Gæti það eittvhað tengst þeim miklu fjármunum sem heilbrigðiskerfið ræður yfir?“ Hall- dór gagnrýndi einnig málatilbúnað þeirra sem líta á einkarekstur sem allsherjarlausn í heilbrigðiskerfinu. Það myndi þýða að hinir ríku fengju forgang og þótt einka- eða starfs- mannatryggingar fyrirtækja kunni að vera lausn fyrir fjöldann nái þær t.d. ekki til öryrkja og ellilífeyris- þega: „ekkert tryggingafélag mun sjá hag sinn í að tryggja það fók sem mest þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Kemur þá tvennt til greina: Ríkið heldur eftir sem áður utan um þann hóp eða hann lendir undir og utangarðs í tilverunni.“ Einkarekstur ekki lausn á vandanum Halldór Ásgríms- son um heilbrigð- ismálin á mið- stjórnarfundi  Endurmat/10 Halldór Ásgrímsson Sigurður segir að samkvæmt jóla- markaðskönnun Gallups hafi bók- sala stórmarkaða aukist allt frá 1998. „Á sama tíma dróst hún lítillega saman í bókaverslunum þar til á síð- asta ári að aukning mældist þar líka. Í fyrra keyptu menn að meðaltali 1,3 bækur til jólagjafa í bókabúðum en 0,9 bækur í stórmörkuðum. Íslend- ingar fengu samkvæmt sömu könn- un að meðaltali 1,4 bækur í gjöf jólin 2001 en það hlutfall var 1,2 árið 2000,“ segir Sigurður. Egill Örn Jóhannsson fram- kvæmdastóri JPV útgáfu er einnig þeirrar skoðunar að sala jólabóka fari fyrr af stað í ár en áður. „Að mínu mati er verið að selja fleiri bækur með 40% afslætti og yfir núna. Hér áður var kannski um að ræða fáeina titla með slíkum afslætti og einungis í 2–3 daga. Þessi vika er sú rosalegasta sem verið hefur í af- sláttartilboðum að mínu mati og samkeppnin mun harðari í ár en áð- ur. Mín skoðun er hins vegar sú að hámarkinu hafi verið náð og að bóka- verð fari hækkandi eftir helgi, byrji jafnvel að hækka strax á sunnudag.“ Afsláttur hærri og af fleiri titlum AFSLÁTTARTILBOÐ á jólabókum hafa verið áberandi síðustu daga. Sig- urður Svavarsson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og fram- kvæmdastjóri Eddu – útgáfu hf. segir að tilfinning útgefenda sé sú að verð- samkeppni hafi farið fyrr af stað og „ákafar en stundum áður“, eins og hann tekur til orða. „Verslanir eru að bjóða margar bækur með háum afslætti og að flagga 40–50% verðlækkun mun fyrr en verið hefur áður,“ segir hann.  Síbreytilegt/38 UM TVÖ þúsund manns hlýddu á Fílharmóníusveit Óslóar flytja hljómsveitarverkið Díafóníu eftir Þorkel Sigurbjörnsson í aðalsal Berlínarfílharmóníunnar í vikunni. Vladimir Ashkenazy stjórnaði flutningi en tónleikarnir voru liður í Norrænum tónlistardögum. Þóttu tónleikarnir takast vel og verki Þorkels vel tekið. Ljósmynd/Kjartan Ólafsson Vel fagnað í Berlín  Mjög jákvæðar/36 FJÖGUR ungmenni slösuðust í bíl- veltu, ein stúlka alvarlega, á Holta- vörðuheiði um kl. 22:30 í gærkvöldi. Fimm voru í bílnum en bílstjórinn slapp svo til ómeiddur, samkvæmt upplýsingum vitnis sem kom á slys- stað. Sjúkraflutningamaður frá Hvammstanga kom fyrstur á slys- stað og hlúði að slösuðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kvödd á staðinn. Sjúkrabíll með lækni sem staddur var í Staðarskála er slysið varð komst fljótlega á slys- stað. Þrír piltar og tvær stúlkur sem öll eru af höfuðborgarsvæðinu voru í bílnum og kastaðist önnur stúlkan út úr bílnum og lenti í grjóti við veg- kantinn og slasaðist alvarlega. Fjórir slas- ast í bílveltu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.