Morgunblaðið - 08.12.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 08.12.2002, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Engan æsing HANN sagðist ætla aðlabba á móti þér, þúfylgist kannski meðþví …“„Alltílagi.“ Ég ók af stað, upp Ártúnsbrekkuna og yfir Gullinbrú, áfram Strandveginn og var rétt kominn inná Borgaveginn þegar ég sá hann, gangandi í hægðum sínum, með smiðssvunt- una framan á sér og derhúfu á hausnum, alveg einsog mér hafði verið sagt. Ég tók u-beygju, renndi upp að hliðinni á honum og hann settist inn. „Hvað kom fyrir?“ spurði ég. „Æ, bara einhver helvítis klaufaskapur,“ sagði hann rólega og lyfti upp hendinni til að sýna mér. Hún var vafinn í blóðugan tuskubleðil, grútskítugan, sýndist mér. „Gáði ekki að mér eitt augnablik þegar ég var á hjólsög- inni, það var nóg. Geturðu komið við í sjoppu?“ Jæja, hugsaði ég, þetta getur þá varla hafa verið mjög alvarlegt. „Nesti er í leiðinni, er það ekki ágætt?“ „Er engin nær? Heyrðu, renndu við þarna í vídeósjoppunni frekar, þarna undir Dominós.“ Ég leit í spegilinn. Hann virtist ekkert sérlega kvalinn, svolítið leiður kannski og dálítið fölur, en í lagi að öðru leyti, virtist mér, horfði bara út um gluggann. „Ert þú kannski til í að stökkva inn fyrir mig,“ spurði hann þegar ég renndi upp að sjoppunni, „ég er hálfslappur …“ „Mér er nú hálfilla við það, skil nú helst ekki fólk eftir í bílnum eftirlitslaust …“ „Nei. Nei, ég skil það alveg. Heyrðu, ég verð ekki lengi.“ Hann fór inní sjoppuna, ekki alveg jafn sporléttur og á Borgaveginum, sýndist mér, og kom svo út aftur með hvítan plastpoka, svolítið stóran. „Jæja, þá skulum við bara drífa okkur,“ sagði hann. Ég keyrði af stað og hann rótaði eitthvað í pok- anum, ég heyrði ekki betur en þetta væri klakapoki og varð aftur forvitinn. „Hérna, var þetta alvarlegt slys hjá þér?“ „Alvarlegt og alvarlegt,“ sagði hann og batt fyrir pokann, „ég tók af mér vísifingurinn, en langa- töngin hangir ennþá. Og ég er með puttann, mér skilst að þeir séu farnir að sauma þá á aftur einsog ekkert sé ef maður bara heldur þeim köldum. Og svo er þetta nú bara vinstri.“ Svo sagði hann ekki meira, hvorki um þetta né annað, en ég bætti örlítið í hraðann það sem eftir var leið- arinnar inná slysó. Brot Hún hefur varla verið meira en fjögra, fimm ára, lagleg, dökk- hærð stelpuhnáta, í spariskóm og kjól og fínni, rauðri kápu með endalausar spennur og teygjur og blúndur í hárinu og ótal tár á kinnunum. Pabbi hennar – eða ég reikna með að það hafi verið hann – fylgdi henni útí bíl, spennti á hana beltið, rétti mér þrjúþúsund krónur og sagði mér hvert ég ætti að keyra hana. „Láttu hana svo bara fá afgang- inn,“ sagði hann, og smellti kossi á kinnina á henni. „Bið að heilsa mömmu elskan,“ sagði hann og skellti hurðinni. Ég sá að hann vinkaði en hún veifaði ekki á móti. Sat bara og grét, alveg þegjandi og hljóða- laust, heyrðist ekki múkk frá henni greyinu, láku bara tárin. Ég reyndi eitthvað að spjalla svona rétt til að byrja með, spurði hvort hún vildi hlusta á útvarpið og hvað hún væri gömul og svona en dró ekki orð uppúr henni svo ég ákvað að vera ekkert að ergja hana meira. Þetta var ekki langur túr, bara tíu, fimmtán mínútur í mesta lagi, þá vorum við komin á áfanga- stað. Það var svona fimmhundruð- kall eftir af peningunum og ég rétti henni afganginn. Hún horfði aðeins út um gluggann á dyrnar á raðhúsinu en það kom enginn að taka á móti henni. „Heldurðu að mamma þín sé ekki örugglega heima?“ spurði ég. „Jú,“ hvíslaði hún. „En ekki pabbi.“ Ég stökk út og opnaði fyrir henni. „Takk,“ sagði hún og trítlaði inneftir heimreiðinni. Sneri sér við þegar hún kom að tröppunum og vinkaði mér. Ég veifaði á móti. Hnífurinn í skónum Ég var í röðinni fyrir utan Sögu þegar hann kom labbandi útúr myrkrinu og settist uppí bílinn hjá mér. Mér leist ekki alltof vel á hann rétt til að byrja með, maður er farinn að þekkja svolítið inná fólk og finna á sér hvort það er í lagi eða ekki og ég var frekar á því að hann gæti verið með eitt- hvert vesen þessi. Hann var hins- vegar alveg rólegur og yfirveg- aður, ég sá reyndar að hann var með sárabindi á hendinni og það vætlaði smá blóð í gegn, en hann var sæmilega snyrtilegur að öðru leyti, virtist hreinn og var í þokka- legum frakka, ekki einsog hann hefði verið í neinum ryskingum eða slagsmálum. Og alveg rólegur, semsagt. Bað mig að keyra sig niðrá Skúlagötu, í hús þar. Þagði alla leiðina og borgaði bílinn þegar við komum þangað. Ekkert uppá hann að klaga og ég hefði sjálf- sagt steingleymt honum strax nema útaf sárabindinu og svo því sem ég sá þegar hann fór útúr bílnum, þótt ég hafi kannski ekk- ert mikið spáð í það þá. En það var semsagt hnífskaft sem stóð uppúr öðrum skónum hjá honum. Ekki stórt, þetta var greinilega bara vasahnífur, lokaður, sem hann hafði stungið þarna oní skó- inn af einhverjum ástæðum. Ég hugsaði ekki meira um það, einsog ég sagði, hélt bara áfram að keyra. Daginn eftir voru öll blöð og all- ir fréttatímar undirlagðir af því sama: Morð í Vesturbænum. Þá hafði verið framið morð þarna í Hagahverfinu um nóttina, lög- reglan var með mann í haldi og lýsti eftir vitnum. Staður og stund bentu sterklega til þess að ég hefði keyrt morð- ingjann heim til sín þarna um nóttina. Mér brá nú svolítið, ég viðurkenni það alveg, en var samt merkilega rólegur yfir þessu. Ætl- aði eiginlega ekkert að gefa mig Bókarkafli Leigubílstjórar verða vitni að ólíklegustu uppákomum á ferðum sínum; inni í bílnum eiga sér stað atvik sem sýna og sanna að margbreytileiki mannlífsins er næsta óendanlegur. Ævar Örn Jós- epsson hefur safnað saman sögum leigubílstjóra og hér á eftir fara nokkrar þeirra. Sögur úr veröld leigubílstjórans Skart og perlur Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 561 4500 Yfirhafnir Laugavegi 53 PÚLSMÆLI Trönuhrauni 6, • sími 565 1533 220 Hafnarfirði www.p.olafsson.is Láttu hjálpa þér í líkamsræktinni ÚTSÖLUSTAÐIR: Markið • Hreysti Útilíf • Nanoq • Hlaup.is Skógar, Egilsstöðum Úr.verk. Halldórs Ólafss. Akureyri Georg V. Hannah, Akranesi Georg V. Hannah, Keflavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.