Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í GÆR undirrituðu fulltrúar iðnaðar- ráðherra, japanska fyrirtækisins Sumitomo Corporation og norska fyrirtækisins Elkem ASA, samninga um kaup Elkem á hlut ríkissjóðs og Sumitomo í Íslenska járnblendifélag- inu hf. á genginu 1,15. Hlutur ríkis- sjóðs var 10,49% og borgaði Elkem 131,5 m.kr. fyrir hlutinn. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- ráðherra segist vera ánægð með söl- una. „Ég er virkilega ánægð með þetta. Verðið er gott og eins er tryggt að öðrum eigendum verður boðið upp á sömu kjör sem ég tel mjög mik- ilvægt. Það er nokkuð sem Elkem voru ekki tilbúnir að semja um í fyrra,“ sagði Valgerður í samtali við Morgunblaðið. Í fréttatilkynningu frá iðnaðar- ráðuneytinu segir að ástæða sölunn- ar sé einkum fyrirhugaðar breyting- ar á rekstri félagsins og þörf á aukningu hlutafjár en Elkem hefur hug á að fara út í annars konar og verðmætari framleiðslu, samhliða nú- verandi rekstri, að því er fram kemur í tilkynningunni. Rekstur Íslenska járnblendifélags- ins hf. hefur verið erfiður undanfarin ár og hefur félagið gripið til marg- háttaðra aðgerða til að bregðast við slæmum rekstrarskilyrðum. Þá hefur eiginfjárstaða félagsins verið styrkt með hlutafjáraukningu í tvígang um samtals 1.000 milljónir króna. Ríkið tók þátt í þeim báðum og greiddi samtals 125 milljónir króna í þeim. 27 ár í ríkiseign Samningarnir marka tímamót í sögu rekstrar Íslenska járnblendi- félagsins hf. en með þeim lýkur þátt- töku ríkisins í rekstri þess. Félagið var stofnað 28. apríl 1975 af ríkis- stjórn Íslands í samvinnu við fyrir- tækið Union Carbide í Bandaríkjun- um. Árið eftir stofnun Járnblendi- félagsins dró Union Carbide sig út úr samstarfinu en í stað þess kom norska fyrirtækið Elkem. Sumitomo gerðist hluthafi í félaginu árið 1984. Hinn 12. mars 1997 undirrituðu rík- isstjórn Íslands, Elkem og Sumitomo samning um aukningu hlutafjár og stækkun verksmiðju Íslenska járn- blendifélagsins hf. um einn viðbótar- ofn. Í kjölfarið lagði Elkem aukið hlutafé til félagsins og eignaðist þannig 51% hlut í félaginu, hlutur rík- isins varð 38,5% og hlutur Sumitomo 10,5%. Í apríl 1998 ákvað ríkisstjórn- in að selja 26,5% í Íslenska járn- blendifélaginu hf. á opnum markaði. Í kjölfar útboðs var félagið skráð á Verðbréfaþingi Íslands í maí 1998. Ríkissjóður selur hlut sinn í Íslenska járnblendifélaginu Elkem hyggst gera breytingar á rekstrinum ENGIN niðurstaða náðist á fundi samráðsnefndar Tryggingastofnunar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur í gær í tengslum við gjaldtöku nokk- urra bæklunarlækna utan samnings við Trygg- ingastofnun sem stofnunin segir að sé ólögmæt. Hefur málinu nú verið vísað til fundar samninga- nefnda Læknafélags Reykjavíkur og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Fulltrúi bæklunar- lækna lagði fram bókun á fundinum þar sem fram kemur að Félag íslenskra bæklunarlækna hafi ákveðið að höfða mál fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur. Mistúlkun á undantekningarákvæði getur leitt til uppsagnar Tryggingastofnun birti í gær tilkynningu á vef sínum frá samninganefndum Læknafélags Reykjavíkur og heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra þar sem segir að ákvæði um að lækni sé heimilt að taka sjúkratryggðan einstakling til meðferðar ef sjúkratryggður óski þess sé und- antekningarákvæði og eigi einungis við í sérstök- um tilvikum, þegar sjúklingur þurfi eða óski þess að halda nafni sínu leyndu af brýnum persónu- legum ástæðum. „Samninganefndirnar eru sammála um að það sé ekki í þökk samningsaðila ef þetta ákvæði samningsins er mistúlkað. Þeir læknar sem það gera geti átt á hættu að þeim verði vikið af samn- ingi við Tryggingastofnun,“ segir í tilkynningunni. Tryggingastofnun ríkisins hefur farið fram á að þrír bæklunarlæknar sem stofnunin segir að hafi orðið uppvísir að því að beita ólögmætri gjaldtöku endurgreiði fjárhæðir sem þeir hafi krafið sjúk- linga um. Ef fallist yrði á kröfuna myndi málinu ljúka með áminningu. Í tilkynningu frá Tryggingastofnun ríkisins segir að krafan hafi verið lögð fram á fundi sam- ráðsnefndar Tryggingastofnunar og Læknafélags Reykjavíkur 6. desember sl. Að sögn Kristjáns Guðjónssonar, framkvæmda- stjóra sjúkratryggingasviðs Tryggingastofnunar, var fundinum frestað þar sem bæklunarlæknar vildu bera kröfur Tryggingastofnunar undir sína skjólstæðinga og var honum fram haldið í gær. Málinu vísað til dómstóla Viðstaddir voru fulltrúi bæklunarlækna Magn- ús Páll Albertsson, Stefán E. Matthíasson skurð- læknir og fulltrúi LR, Ingibjörg Þorsteinsdóttir lögfræðingur og fulltrúi TR og Kristján Guðjóns- son hjá TR. Magnús Páll Albertsson, fulltrúi Félags ís- lenskra bæklunarlækna í samráðsnefndinni, segir að bæklunarlæknar muni fara fram á að Héraðs- dómur Reykjavíkur taki afstöðu til þess hvort læknar sem séu á samningi hjá Tryggingastofnun megi sinna sjúklingum utan samningsins eða ekki. Túlkun bæklunarlækna sé sú að samningurinn banni það ekki. Að sögn Magnúsar verður óskað eftir flýtimeð- ferð en ef hún fæst ætti að geta legið fyrir nið- urstaða á vormánuðum og það jafnvel þótt málið þurfi að fara í gegnum fleira en eitt dómstig, að mati Magnúsar. Í bókun sem fulltrúi bæklunarlækna lagði fram á samráðsfundinum í gær kemur fram að bækl- unarlæknar muni vinna alfarið eftir samningnum eins og Tryggingastofnun túlkar hann þar til úr- skurður dómstóla liggi fyrir. Í því felst að utan- kvótamótttaka verði ekki iðkuð fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Á móti fara bæklunarlæknar fram á að Trygg- ingastofnun bíði með að beita viðurlögum. „Því þeir vilja í raun refsa fyrir brot sem á eftir að úrskurða um hvort séu raunveruleg brot. Það er mjög óeðlilegt að byrja að útdeila refsingum áð- ur en dómstólar fjalla um málið,“ segir Magnús. Deilu bæklunarlækna og TR vísað til samninganefnda LR og ráðuneytisins Bæklunarlæknar höfða mál fyrir dómstólum JAMES I. Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, trúnaðarbréf sitt á Bessa- stöðum á mánudag. Gadsden er fæddur í Charles- ton, Suður-Karólínu, árið 1948 og á að baki langan feril hjá banda- rísku utanríkisþjónustunni. Hann hefur meistarpróf frá Harvard-há- skóla í austurasískum fræðum og talar frönsku, kínversku og ung- versku. Hann gekk til liðs við utanrík- isþjónustuna árið 1972 og hefur m.a. unnið við sendiráð Bandaríkj- anna í París og Búdapest. Þá gegndi hann starfi varaðstoðarráð- herra Evrópumála og hafði umsjón með samskiptum Bandaríkjanna við fjölmörg Evrópuríki, þ. á m. Ísland. Gadsden er kvæntur Sally Free- man Gadsden og eiga þau tvo syni. Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, og James I. Gadsden, sendi- herra Bandaríkjanna, við afhend- ingu trúnaðarbréfsins. Sendiherra Bandaríkjanna afhendir trúnaðarbréf SAMNINGANEFNDIR Alcoa og Landsvirkjunar funduðu í húsa- kynnum Alcoa í Iðnaðarmannahús- inu við Hallveigarstíg í gær en stefnt er að áritun samninganna á morgun. Samningavinnan nú snýst eink- um um að fínpússa texta samnings- ins, laga orðalag og ganga betur frá einstaka atriðum samningsins, sem reyndar mun vera orðinn á við þykka bók. Endanlegt samkomulag um raforkuverð lá ekki fyrir í gær- dag en mjög stutt í land að það næðist, að því er Morgunblaðið komst næst. Gangi allt eftir munu samninga- nefndirnar árita samninginn á morgun en með áritun er átt við að hægt verður að leggja samninginn fram óbreyttan fyrir stjórn Alcoa og eigendur og stjórn Landsvirkj- unar. Fáist samþykki eigenda og stjórna verður hann síðan undirrit- aður en fram til þess tíma eru fyr- irtækin ekki skuldbundin af samn- ingnum. Lokasamn- ingahrinan stendur yfir Morgunblaðið/Jim Smart Bjart var yfir samninganefnd Alcoa að loknum fyrsta fundinum í gærdag. F.v. Gunnar Jónsson, lögmaður Alcoa á Íslandi, Jack Klinger, Michael Baltzell, yfirmaður samninganefndar Alcoa, Marc Pereira og Max Laun. ÞEIR Jón Viðar Matthíasson og Valgeir Elíasson eru ekki of hrifnir af því að GSM-tíðnin verði trufluð í Smárabíói þannig að símarnir geta ekki hringt eða pípt meðan á sýn- ingu stendur. Jón Viðar er vara- slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins og Valgeir Elías- son er upplýsingafulltrúi Slysa- varnafélagsins Landsbjargar en Neyðarlínan notar SMS-skilaboð til að kalla út slökkvilið, sjúkraflutn- ingamenn og björgunarsveitir. Þá eru almannavarnanefndir í boð- unarkerfi Neyðarlínunnar. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að í þessari viku yrði tekinn í notkun í öllum kvikmyndasölum Smárabíós búnaður sem truflar GSM-tíðnina þannig að ekkert símasamband næst. Búnaðurinn verður ræstur þegar sýningarvélin fer í gang en í hléi og fyrir myndina og eftir myndina verði símasam- band í sölunum. „Ég get að minnsta kosti ekki farið í Smárabíó meðan ég er á bakvakt,“ sagði Jón Viðar þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á þessum tækjabúnaði. „Þetta hefur auðvitað þau áhrif að ef okk- ar menn eru í þessu bíói þá náum við ekki að kalla þá út.“ Að hans sögn gengur lítill hópur yfirmanna bakvaktir en aðrir séu kallaðir út í sínum frítíma. Hann telur þó ólíklegt að margir slökkviliðsmenn séu í kvikmynda- húsi á sama tíma, a.m.k. hefur hann ekki miklar áhyggjur af þessu enn sem komið er og stjórnendur slökkviliðsins hafa ekki rætt málið formlega. Valgeir Elíasson, upplýsinga- fulltrúi Landsbjargar, segir að þetta sé ágætt fyrir kvikmyndaunn- endur en ekki sérlega sniðugt fyrir björgunarsveitirnar sem treysti á að Neyðarlínan geti kallað þá út með SMS-skilaboðum. „Þetta er okkar öryggiskerfi í dag,“ segir hann. Um 3.000 manns eru skráðir í útkallskerfi björgunarsveitanna og segir Valgeir að ávallt séu fleiri kallaðir út en þörf sé fyrir. Hann telur því ólíklegt að þessi nýja tækni valdi verulegum vandræðum. „En þetta getur haft óþægindi í för með sér fyrir okkur,“ segir hann og bætir við að það sé langt síðan hann heyrði síðast í GSM- símum í kvikmyndasal. Hann hafi talið að búið væri að afgreiða þetta vandamál með tilkynningu um að fólk slökkvi á farsímunum áður en kvikmyndasýning hefst. Neyðarlínan kallar út með SMS-skeytum Óþægindi af GSM- truflun í bíói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.