Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ EVRÓPUSAMBANDSMÁL eru ofarlega á baugi á Íslandi og eft- irtektarvert hversu mikill áhugi landsmanna er á þeim. Málið er greinilega „á dagskrá“ þrátt fyrir yfirlýsingar í aðra veru. Nýlega sendi ég frá mér athugasemd við útreikninga Hagfræðistofnunar HÍ á kostnaði ríkisins af hugsanlegri aðild að ESB. Áður höfðu komið fram efasemdir um forsendur þær sem gefnar eru í skýrslunni en mín athugasemd sneri að sparnað- arliðum sem mér fannst ekki tekið nóg tillit til. Höfundur skýrslunnar var tekinn tali í Ríkisútvarpinu og hrakti hann flesta liði minnar at- hugasemdar. Það skal nú viður- kennt að tveir af þessum liðum voru ofmetnir hjá mér, þ.e. hvað varðar sparnaðaráhrif beinna framlaga ESB til Íslands á fjár- streymi ríkissjóðs. Megintilgangur minna athugasemda var reyndar ekki að koma fram með tölur sem óhagganlegar væru heldur að vekja menn til umhugsunar um óbein sparnaðaráhrif aðildar að ESB og upptöku evru. En kannski er allt þetta tal um áhrif á fjár- streymi ríkisins ekki það sem skiptir mestu, heldur þarf að skoða málið í víðara samhengi. Hér langar mig að fjalla um þann gífurlega vaxtamun sem er á veð- lánum vegna húsnæðiskaupa á Ís- landi og í öðrum löndum í Evrópu. Ég byggi á tölum sem ekki eru ímyndaðar, heldur raunverulegar. Ég tek tvö dæmi sem ég þekki vel, um fólk sem er að festa kaup á íbúðarhúsnæði, annars vegar á Ís- landi og hins vegar í Belgíu. Á Ís- landi hvíla tvö lán á húsnæðinu, gamalt lán frá Íbúðalánasjóði, sem telst til al-hagstæðustu lána sem til eru á Íslandi, og lán frá Lífeyr- issjóði starfsmanna ríkisins. Í Belgíu hvílir eitt stórt bankalán, sem fékkst á almennum markaði, á húsnæðinu. Munurinn á vaxtakjör- um þessara lána sést í eftirfarandi töflu. Til samanburðar er einnig tekið dæmigert íslenskt bankalán. Þessi samanburður sýnir að gömlu góðu lánin hjá Íbúðalána- sjóði eru í raun okurlán, að ekki sé nú talað um íslensk bankalán. Í dæmunum sem hér eru tekin hafa eigendurnir verið að greiða í vexti og verðbætur sem svarar 52 þús- undum á hverja milljón af erlenda láninu, 78 þús. af láni Íbúðalána- sjóðs og 92 þús. af LSR-láninu. Af íslensku bankaláni hefðu þeir verið að greiða vexti og verðbætur uppá 110 til 130 þúsund á hverja millj- ón. Af 10 milljónum er munurinn því á bilinu 260 til 780 þúsund kr. á ári. Hér er ekki tekið tillit til geng- isbreytinga, sem á undangengnu ári svara til enn frekari hækkunar íslensku lánanna (miðað við evru). Eins ber að geta þess að verðbóta- þátturinn er breytilegur ár frá ári, en fyrir undanfarin 10 ár er hann samtals um 38%. Á sama tíma hef- ur evran (og fyrirrennari hennar, ECU) hækkað um einungis 9%. Þótt verðbótaþátturinn á ís- lensku lánunum komi ekki til greiðslu að fullu á hverju ári, hef- ur hann þau áhrif að höfuðstóllinn vex. Þannig er t.d. höfuðstóllinn á lánunum frá Íbúðalánasjóði miklu hærri í krónum talið en uppruna- lega lánið þótt búið sé að greiða af því í 15 ár. Höfuðstóll erlenda lánsins lækkar hins vegar jafnt og þétt þrátt fyrir verðbólguna sem minnkar raungildið. Íslendingar virðast hafa vanist þessari mót- sögn og taka hækkun höfuðstólsins eins og einhverju náttúrulögmáli. Þetta er einn af kostnaðarliðunum sem fylgja því að halda úti krón- unni. Skv. tölum samtaka veðlána- stofnana í Evrópu frá júní 2002 voru vextir á algengustu lánum til kaupa á íbúðarhúsnæði um 8% í Noregi en 4% í Finnlandi. Síðara landið er sem kunnugt er ESB- land og hefur innleitt evru, en er ekki ósvipað Noregi hvað aðrar forsendur varðar. Þetta sýnir hvaða áhrif stöðugleikinn sem evr- an býður upp á hefur á vexti lána. Hægt er að ná stöðugleika og þar með lægri vöxtum í stórum lönd- um, sem hafa eigin gjaldmiðil en fyrir Ísland er slíkt vart mögulegt nema með aðild að myntbandalagi. Skv. tölum ASÍ um skuldastöðu heimilanna má gera ráð fyrir að afnám vísitölutryggingar á hús- næðislánum samsvari um 20 millj- örðum kr. í sparnað á ári miðað við vísitöluhækkun undanfarins árs. Svo getur hver og einn reiknað hvaða áhrif lækkun vaxta til samræmis við vexti í ESB-lönd- unum hefði á skuldastöðu síns heimilis. Fyrir utan þau áhrif sem að framan er lýst væru áhrifin gíf- urleg hjá smærri fyrirtækjum, sem ekki hafa nú þegar aðgang að lánum erlendis frá. Eins myndi þetta til lengri tíma litið hafa áhrif á útgjöld ríkisins því velta má fyr- ir sér hvort ríkið þyrfti yfirleitt að hafa afskipti af húsnæðislánum og niðurgreiða vexti með vaxtabótum ef skynsamlegir vextir fengjust á almennum markaði. Ronald Reagan, fv. Bandaríkja- forseti, ku hafa sagt að hagfræð- ingar væru fólk sem sæi hluti ger- ast í raunveruleikanum og veltu því fyrir sér hvort þeir gætu gerst skv. kenningunni. Ég skora hér- með á hagfræðinga landsins til að skoða þessar raunverulegu tölur og sjá hvort þær gangi upp í kenn- ingunni. Evrópusam- bandið og skuldir heimilanna Eftir Indriða Benediktsson Höfundur vinnur hjá framkvæmdastjórn ESB. „Þessi sam- anburður sýnir að gömlu góðu lánin hjá Íbúðalánasjóði eru í raun okurlán, að ekki sé nú talað um íslensk bankalán.“ Veðlán (langtíma jafngreiðslulán) Vaxta- prósenta Verð- trygging Verðbóþ. nóv. ’01-’02 (%) Samtals (%) Íbúðalánasj. 4,90 já 2,94 7,84 LSR 6,27 já 2,94 9,21 Bankalán IS 8–10 já 2,94 11 -13 Bankalán BE 5,20 nei 0,0 5,20 HÁSKÓLI Íslands og margar aðrar menntastofnanir horfast um þessar mundir í augu við gerbreytt- ar aðstæður frá því sem verið hefur. Þeim er skammtað fé samkvæmt vélgengu kerfi sem greiðir þeim eft- ir framleiðni. Sú framleiðni er mæld eins og um væri að ræða frystihús eða álver. Veiðileyfi á íslensk ungmenni Nú á að friða rjúpuna vegna of- veiði. Stofnstærð hennar, eins og þorsksins, er takmörkuð og of margar hafa verið skotnar og étnar. En um leið og rjúpan er friðuð er háskólum landsins úthlutað veiði- leyfum á íslensk ungmenni. Efnt hefur verið til samkeppni meðal þeirra um að ná sem flestum stúd- entum til sín og skólunum er greitt samkvæmt reiknilíkani eftir afköst- um, þ.e. hversu marga stúdenta þeim tekst að laða til sín. Háskól- arnir eru hvattir til að keppa um stúdentana og fá greitt fyrir úr rík- iskassanum. Þessar stúdentaveiðar eru skipulagðar eins og minkaveið- ar. Menn fá greitt fyrir hvert skott sem þeir skila yfirvöldum. Stofnstærðarvandi og offjárfesting Heyrst hefur að háskólar sendi rútur í framhaldsskólana til að smala stúdentsefnum áður en keppinautarnir ná tökum á þeim. Ungmennum er boðið gull og græn- ir skógar; komið til mín, segja rekt- orarnir í ósamhljóma kór. En það er eins og menn hafi gleymt að huga að því að stofn íslenskra stúd- enta er takmarkaður. Það veiðikerfi sem búið hefur verið til og fjölgun þeirra sem hafa veiðileyfi á stúd- enta skapar hættu. Hér eins og í sjávarútvegi er hætta á ofveiði og offjárfestingu. Háskólarnir fá greitt samkvæmt uppmælingu og hljóta þess vegna að sækjast eftir öllum nemendum hvort sem þeir eiga er- indi í háskóla eða ekki. Hugsanleg offjárfesting er fólgin í fjölgun þeirra stofnana sem færast upp á háskólastig. Hættan er að háskólar verði of margir og „öflugir“ fyrir veiðistofninn, rétt eins og togararn- ir forðum. Heimspekideild Háskóla Íslands Þessi nýja stefna við ákvörðun fjárveitinga hefur það í för með sér að samkvæmt henni er einungis greitt fyrir þá kennslu sem borgar sig, lögmálum framboðs og eftir- spurnar er gefin laus taumur. Nú er það hins vegar svo að margt af því sem eftirsóknarvert má þykja verð- ur ekki metið til fjár og „daglaun ekki alheimt að kveldi“. Það á ein- mitt við um margar greinar hugvís- inda. Tökum sem dæmi heimspeki- deild Háskóla Íslands og íslensk fræði í víðasta skilningi þess orðs. Það gefur augaleið að Íslendingar eru að mörgu leyti betur í stakk búnir að rannsaka íslenska tungu, sögu og menningu og miðla þekk- ingu á þessum sviðum til annarra. Í raun má kalla það forréttindi okkar og skyldu gagnvart sjálfum okkur og öðrum að leggja rækt við þá arf- leifð sem við höfum tekið við. Þessi skylda er óháð því hversu margir nemendur kjósa að leggja stund á fræði af þessum toga. Saga ís- lenskrar tungu kann að vera flest- um lítt spennandi en hún er í sjálfu sér áhugaverð og okkur ber skylda til að sinna henni óháð lögmálum framboðs og eftirspurnar. Og hvað skal segja um sögu íslensks heil- brigðiskerfis, sögu íslenskrar kristni og mennta, sögu hernáms hér á landi? Höfum við efni á að kenna heimspeki við Háskóla Ís- lands og skrifa um heimspeki á ís- lensku, reyna að átta okkur á því hvað það er að vera Íslendingur? Hvað vilja Íslendingar? Fram til þessa hafa Íslendingar verið býsna einhuga um það sem kalla má menntastefnu Háskóla Ís- lands. Er háskólinn var stofnsettur var stofnuð heimspekideild og talið sjálfsagt að þar yrðu kennd íslensk fræði og heimspeki og þá var hvorki spurt um framboð né eftirspurn. Það er afar brýnt að allur almenn- ingur geri sér grein fyrir því að með nýjum leiðum til að útdeila fé til háskólamenntunar er í raun ver- ið að marka nýja menntastefnu, menntastefnu sem m.a. teflir í tví- sýnu mörgum þeim þáttum í starfi heimspekideildar Háskóla Íslands sem hingað til hafa verið taldir góð- ir og gildir. Ný mennta- stefna Eftir Jón G. Friðjónsson og Kristján Árnason „Heyrst hefur að há- skólar sendi rútur í framhaldsskólana til að smala stúdentsefnum áður en keppinautarnir nái tökum á þeim.“ Höfundar eru prófessorar við heimspekideild Háskóla Íslands. Jón G. Friðjónsson Kristján Árnason VEGNA ummæla Ragnars Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra fjármála og stjórnunarsviðs Norð- uráls, um að rangt væri farið, svo næmi tugum prósenta, með raf- orkuverð til álfyrirtækja á Íslandi í grein undirritaðs 6. desember sl., undir heitinu „Samningatækni Landsvirkjunar“ skal tekið fram, að verð milli einstakra álfyrir- tækja er „trúnaðarmál“ milli þeirra og Landsvirkjunar. Þar af leiðandi þurfa þeir, sem um þessi mál fjalla, að áætla hvað fyrirtæk- in greiða fyrir Kwst. Í þessu tilfelli var við það miðað að Norðurál greiddi 12 mills og ÍSAL 15 mills. Vegna athugasemdar Ragnars, sem undirritaður þakkar fyrir, hefur verið leitast eftir að fara nánar í saumana á, hversu mikið þau tvö álfyrirtæki greiddu sam- tals vegna raforkukaupa á sl. ári. Nú er það svo að einungis 3 stór- iðjufyrirtæki kaupa raforku af Landsvirkjun, auk Áburðarverk- smiðjunnar, sem einungis kaupir 1,4% af þeirri orku sem til stóriðju er seld. Með því að finna út hvað Járnblendiverksmiðjan keypti á síðasta ári, sem reyndust vera 1001 GWst á samtals 1.072 millj- ónir kr., og áætla að salan til Áburðarverksmiðjunnar (69 GWst) hafi numið 69 milljónum kr. er ljóst hvað álfyrirtækin tvö greiddu á síðasta ári. Heildarsala til stór- iðju nam, skv. Árskýrslu LSV 2001 4956 GWst. Heildarupphæð 6.169 milljónir kr. Þar af leiðandi keyptu Álbræðslurnar tvær, ÍSAL og Norðurál samtals 4956-1001-69 = 3886 GWst. Fyrir 6.169-1.072-69 = 5.028 milljónir eða m.ö.o. 5.028/ 3886 = 1,294 kr./KWst. Þetta sam- svarar um 13,2 mills (miðað við meðalgengið 98 kr. pr. USD 2001). Á því gengi, sem miðað var við í fyrrnefndri grein (86 kr. pr. USD 2002), er þar með um að ræða sölu til stóriðju : 3886 GWst x 13,2/1000 USD x 86 kr./USD = 4.411millj- ónir kr. í stað sem í grein minni var áætlað 4.716 milljóna kr. eða u.þ.b. 6,5% lægri upphæð. Það verður því að segjast eins og er, að af litlu tilefni varð „hár hvellur“ af Ragnars hálfu. Og það sem neyð- arlegra er, að það litla sem skakk- aði reyndist vera að álfyrirtækin greiddu lægra verð en áætlað var. Litlu verður Vöggur feginn Merkilegust eru þó viðbrögð Stefáns Péturssonar, fjármála- stjóra LSV, af þessu tilefni. Hann var í umræðuþætti í Silfri Egils sl. sunnudag og naut þess að „smjatta“ á þeirri frétt að Ragnar hefði „hakkað“ rangar fullyrðingar undirritaðs í sig. Þetta eru hin dæmigerðu viðbrögð æðstu stjórn- enda LSV, eða eins og Stefán komst svo smekklega að orði í um- ræðuþættinum: „Við gefum upp réttar tölur til þeirra, sem við þurfum að gefa upp réttar tölur til!“ Tilgangurinn hefur löngum helgað meðalið í samskiptum æðstu stjórnenda LSV við þá sem vogað hafa sér að álykta út frá gögnum Landsvirkjunar, s.s. árs- skýrslum og áætlunum um virkj- anaframkvæmdir. Staðlað svar er eitthvað á þá leið, að viðkomandi gefi sér ekki réttar forsendur og því sé ekkert að marka niðurstöð- urnar! Hér höfum við eitt örlítið dæmi um hversu langt fjármála- stjórinn seilist í viðleitni til að gera undirritaðan ótrúverðugan. Því miður reyndist örlítil „skekkja“ vera í ranga átt! Þetta hefði fjármálastjórinn átt að getað fundið út og því látið hjá líða að leggja sig undir höggið. Í fyrr- nefndum þætti hélt hann enn aft- ur, þrátt fyrir áskoranir um að upplýsa um hið sanna, því fram að Sumitomo Mitsui Banking Corp. hefði staðfest að 14% arður fengist af því eigin fé sem lagt yrði í Kárahnjúkavirkjun! Eru engin takmörk fyrir því hversu forhertir forstjóri og fjármálastjóri geta verið í ósannsögli sinni? Hafa skal það er sannara reynist Eftir Svein Aðalsteinsson „Tilgang- urinn hefur löngum helgað með- alið í sam- skiptum æðstu stjórn- enda LSV við þá sem vogað hafa sér að álykta út frá gögnum Landsvirkjunar ...“ Höfundur er viðskiptafræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.