Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 25 ÚT er kominn geisladiskur með Karlakór Eyjafjarðar, sem hlotið hefur nafnið „Gestaboð.“ Af því til- efni efnir kórinn til útgáfutónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld kl. 21. Á diskinum eru 18 lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Petra Björk Pálsdóttir er stjórn- andi kórsins og á hún eitt lag á diskinum. Einnig eiga fyrrverandi stjórnandi kórsins og fyrrverandi aðstoðarstjórnandi, þeir Atli Guð- laugsson og Garðar Karlsson, lög á diskinum en Garðar lést á síðasta ári.. Karlakór Eyjafjarðar er fræg- ur fyrir að fara ekki hefðbundnar leiðir í lagavali og flutningi og er t.d. alltaf með hljómsveit til undir- leiks á tónleikum. Í kórnum eru um 40 karlar en hljómsveitina skipa þeir Daníel Þorsteinsson, píanó, Ei- ríkur Bóasson, bassa, Birgir Karls- son, gítar og mandólín, og Rafn Sveinsson, slagverk. Eiríkur bassa- leikari á einnig eitt lag á diskinum, sem og Birgir Arason frá Auðnum. Útgáfutónleikar í Laugarborg Eyjafjarðarsveit Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Páll Jóhannsson, formaður Karla- kórs Eyjafjarðar, með diskinn. Karlakór Eyjafjarðar gefur út geisladisk FULLTRÚAR Akureyrarbæjar áttu fund með fulltrúum heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytisins í vikunni. Jakob Björnsson formaður félagsmálaráðs sagðist sannfærður um að gengið yrði frá samningum við ráðuneytið fyrir áramót um byggingu hjúkrunarrýma og rekst- ur þeirra reynsluverkefna sem hafa verið á könnu bæjarins. Þar er um að ræða rekstur Heilsgæslustöðv- arinnar og öldrunarþjónustunnar. Eins og áður hefur komið fram er stefnt að því að byggja viðbygg- ingu við Dvalar- og hjúkrunarheim- ilið Hlíð með 60 hjúkrunarrýmum. Akureyrarbær hefur lýst sig reiðubúinn til að leggja fram 30% af byggingarkostnaði hússins í stað lögbundinna 15%. Heildarkostnað- ur við bygginguna er áætlaður ná- lægt 700 milljónum króna og hlutur Akureyrarbæjar því um 200 millj- ónir króna. Jakob sagði að sameiginlegt markmið í væntanlegum samning- um við ríkið væri að hægt yrði að taka í notkun ný hjúkrunarrými á árinu 2004. Jakob sagði þó að ekki væri búið að hnýta alla enda. „Þó svo að húsið verði byggt í einum áfanga, er líklegast að fjölgun á rýmum verði í tveimur áföngum.“ Á fundi félagsmálaráðs fyrr í haust kom fram að tæplega 100 manns voru á biðlista eftir plássi á öldrunarstofnunun bæjarins, þar af tæplega 40 eftir hjúkrunarrými og um 60 eftir dvalarrými. Rúmlega 30 manns voru í brýnni eða mjög brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými og rúmlega 20 í brýnni eða mjög brýnni þörf fyrir dvalarrými. Þá hefur einnig fjölgað á biðlista eftir dagvist. Fyrstu rýmin verði tekin í notkun 2004 Bygging hjúkrunarrýma fyrir aldraða á Akureyri NEMENDUR Tónlistarskólans á Akureyri efna til jólatónleika nú næstu daga víðs vegar um bæinn. Fyrstu tónleikarnir verða í dag, fimmtudaginn 12. desember kl.18 í Lundarskóla, en þetta eru jólatón- leikar blásaradeildar. Jólatónleikar strengjadeildar verða í Glerárkirkju á föstudag kl. 17. Á laugardag verða jólatónleikar píanódeildar í sal Tónlistarskólans og hefjast þeir kl. 11. Tvennir tónleikar verða svo í næstu viku. Þeir fyrri í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju miðviku- daginn 18. desember kl. 20 en það eru jólatónleikar söngdeildar. Jóla- tónleikar harmonikkudeildar verða svo loks á sal Tónlistarskólans fimmtudagskvöldið 19. desember kl. 19.30. Einnig verða skólatónleikar í grunnskólum bæjarins og Mennta- skólanum á Akureyri dagana 16.–19. desember þar sem nemendur Tón- listarskólans flytja jólalög. Jólatónleikar ♦ ♦ ♦ Í TILEFNI af alþjóðlega alnæm- isdeginum 1. desember stóð S78N, Norðurlandshópur Samtakanna 78, fyrir blysför frá Ráðhústorgi á Ak- ureyri að Akureyrarkirkju, þar sem kveikt var á kertum til að minnast þeirra sem látist hafa af völdum alnæmis og sýna samhug þeim sem við sjúkdóminn stríða. Þátttakendur í samkomunni voru samkynhneigðir á Akureyri og í nærsveitum, vinir þeirra og vandamenn. Norðurlandshópur Samtakanna 78 var stofnaður 20. ágúst síðastliðinn, eftir að hópur Norðlendinga tók þátt í Hinsegin dögum í Reykjavík í ágústbyrjun, og hefur hist reglulega síðan. Á stefnuskrá S78N er meðal annars fræðslustarf og kynningar á sam- kynhneigð, bæði fyrir félagsmenn og út á við. Minningarganga í til- efni alþjóðadags alnæmisins verð- ur árlegur viðburður í starfi hóps- ins. Blysför á al- næmisdegi Nú stendur yfir sýningin „Bernskujólatréð“ í Punktinum, Listagilinu. Þetta er fjórða árið sem Punkturinn og Laufáshóp- urinn hafa fengið fólk til að gera upp bernskujólatrén sín eða smíða eftirlíkingar í þeirri von að þessi hefð gleymist ekki og verði kannski endurlífguð. Sýningin er opin á sama tíma og Punkturinn eða alla virka daga fyrir jól frá kl. 13 til 17 og mánudags- og miðvikudagskvöld frá kl. 19– 22. Hún endar föstudag- inn 20. desember. Eitthvað af trjánum er hægt að sjá á heimasíðu Punktsins sem er http:// www.punkturinn.akureyri.is/. Á NÆSTUNNI F í t o n / S Í A Akureyriwww.bi.is Erlend og innlend lántaka – samanburður Ari Wendel viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði Öryggi eða óvissa? -Notkun valrétta og framvirkra samninga á gjaldeyrismarkaði Árni Maríasson forstöðumaður gjaldeyris- og afleiðumiðlunar Guðmundur Björnsson, sérfræðingur í gjaldeyris- og afleiðumiðlun Staða og horfur íslensku krónunnar Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Áætluð fundarlok eru um 10:15. Boðið verður upp á léttan „julefrokost“. Skráning á fundinn er í síma: 460-5400 Morgunverðarfundur á Hótel KEA, þriðjudaginn 17. desember kl. 9:00 – varnir gegn gengisáhættu Notkun framvirkra samninga og valrétta Dagskrá:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.