Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 27 AFMÆLISSTEMMNING ríkti í Barnaskóla Bárðdæla sl. föstudag þegar haldið var upp á hundrað og tíu ára afmæli ungmennafélagsins Einingar enda fjölmenntu Bárðdæl- ir á öllum aldursstigum til þess að fagna sameiginlega þessum tíma- mótum. Ungmennafélagar buðu upp á vandaða dagskrá og var setið undir borðum í þrjá klukkutíma þar sem rifjuð var upp saga félagsins, leikið, sungið, spilað og notið ríkulegra veitinga með tertum og tilheyrandi af hlaðborðinu í matsalnum. Kynnar kvöldsins voru ungir fé- lagar, þær Hjördís Ólafsdóttir og Ingibjörg María Ingvarsdóttir, sem vöktu athygli fyrir góða stjórn og skemmtilega framkomu. Þarna komu margir fram, m.a. bárðdælskt tríó sem rifjaði um gamla daga, þeir Tryggi Harðarson í Svartárkoti, Tryggvi Valdimarsson á Engi og Jónas Sigurðarson á Lundarbrekku. Þá söng Dagný Pétursdóttir á Öx- ará einsöng við undirleik Kaldos Kiis tónlistarkennara. Ýmsar myndir voru sýndar úr sögu ungmennafélagsstarfsins und- ir stjórn Magnúsar Skarphéð- inssonar á Úlfsbæ og Sigrúnar Hringsdóttur á Lundarbrekku. Þar gaf að líta myndir frá samkomum í Halldórsstaðaskógi, ferðalögum m.a. í Ásbyrgi, myndir frá töðu- gjaldaböllum, íþróttamótum heima í Bárðardal, íþróttaferðalögum og ýmsar mannlífsmyndir úr dalnum. Einingunni bárust margar kveðj- ur í tilefni afmælisins og sveit- arstjóri Þingeyjarsveitar, Jóhann Guðni Reynisson, kvaddi sér hljóðs og afhenti stjórninni krónur 110.000 í tilefni afmælisins, þ.e. kr. 1.000 fyrir hvert ár sem félagið hef- ur starfað. Þá færði Anna Rúna Mikaelsdóttir félögum kveðjur og peningagjöf frá Héraðssambandi Suður-Þingeyinga og Böðvar Pét- ursson í Baldursheimi flutti kveðjur frá íþrótta- og ungmennafélaginu Mývetningi. Burtfluttir Bárðdælir í Eyjafirði létu ekki sitt eftir liggja og Kristján Sigurðarson las kveðju frá þeim og afhenti þrjár startblokkir ásamt peningagjöf til félagsins. Þá kom upp Svanhildur Hermannsdóttir, áður kennari við Barnaskóla Bárð- dæla í áratugi, og gaf Einingunni farandbikar til félaga fyrir frjálsar íþróttir. Kveðjur bárust og frá Ung- mennafélagi Íslands og Íþrótta- sambandi Íslands. Leikþáttur var settur á svið þar sem ungmennafélagsfundur frá ár- unum um 1930 var rifjaður upp og sýnt hvað þá var á dagskrá. Var létt yfir mannskapnum, lesnar sögur og ljóð, mikið dansað, sungið og spjall- að. Þetta kunnu afmælisgestir vel að meta enda var mikið klappað. Leikendur voru Guðrún Tryggva- dóttir, Heiðrún Tryggvadóttir, Ing- ólfur Víðir Ingólfsson, Jónas Sig- urðarson, Ólafur Ólafsson og Þuríður Sveinsdóttir. Það var í desember árið 1892 sem ungt fólk af bæjunum í Bárðardal kom saman á Jarlsstöðum og stofn- aði félagið Eininguna sem átti að halda uppi gleðskap í sveitinni og vera meðlimum sínum til aukins þroska. Allar samkomur félagsins hétu Einingarfundir og fyrir utan söng og dans voru upplestur, um- ræður, leikstarfsemi, íþróttir, bind- indismál, skógrækt og skemmti- ferðir það sem ungmennafélagið lét sig varða. Sveitarblað var eitt af fyrstu ein- kennum Einingarinnar og gaf félag- ið út blaðið Frosta, sem ekki varð langlíft, og síðan Vilja, sem kom út öðru hvoru fram um 1920. Þriðja blaðið hét Neisti og kom það út fram á sjötta áratug síðustu aldar. Á þessari 110 ára afmælishátíð í Barnaskóla Bárðdæla var mikið sungið og rifjað var upp kvæðið um Eininguna eftir Svein Sæmundsson þar sem segir m.a.: Liðin Einingaröld enn er æskan við völd sýnir árvekni í námi og starfi. Erja reitinn sinn enn bæði konur og menn sækja orku úr fortíðararfi. Undir lok dagskrár stóðu allir upp og sungu Blessuð sértu sveitin mín. Einingin í Bárð- ardal 110 ára Laxamýri Morgunblaðið/Atli Vigfússon Miklar veitingar voru bornar fram í tilefni afmælisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.