Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 57
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 57 barnauppeldi og uppbyggingu heimilanna. Ekki má gleyma öllum okkar yndislegu stundum er við komum saman, með mökum okkar, heima hjá vinum á Seltjarnarnesi. Þá var gaman að vera ungur, áhyggjulaus og með miklar vonir um framtíðina. Fljótt kom í ljós að Sigríður bar í brjósti mikla þrá til listsköpunar. Gift kona og móðir á þeim tíma þurfti oft að færa fórnir til þess að breyta eftir löngun hugans á þroskaferli sínum. Þótt Sigríður væri bæði fíngerð og viðkvæm kona lét hún ekki deigan síga og bætti stöðugt við listaferil sinn. Hugur hennar var sífellt bundinn við listina, örvandi og frjór. Árangur- inn lét heldur ekki á sér standa. Hún skilaði svo sannarlega sínu listastarfi til okkar sem eftir lifum. Sigga fór því miður ekki varhluta af veikindum á lífsleiðinni. En hún var eins og björkin í storminum, brotnaði ekki eða bognaði í veikind- um sínum, stóð alltaf upp að nýju, hress og kát og tilbúin með eitthvað skemmtilegt til að láta okkur njóta og hlæja með sér. En nú fannst örlagadísunum hennar hún hafa fengið nóg af þessu jarðneska lífi. Eftir erfiða sjúk- dómslegu er nú komið að leiðarlok- um elsku Sigga. Svo lengi sem við lifum erum við að læra. Við þökkum þér fyrir að hafa verið vinkona okk- ar, að þú trúðir okkur fyrir gleði þinni og sorgum. Nú ertu sofnuð, elsku Sigga, og eins og blómin, sem þú elskaðir svo mikið, vakna á vor- in, munt þú nú vakna í faðmi ástvina þinna. Fuglasöngurinn, voranganin og sólarylurinn verður mun meiri og unaðslegri hjá þér en sá sem við vöknum við sem lifum næsta vor. Með þessum orðum kveðjum við okkar kæru vinkonu, eiginmanni Sigurgeiri Sigurðssyni, börnum og öðrum ástvinum færum við okkar dýpstu samúð. Guðrún Einarsdóttir, Thelma Grímsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir. Þær eru margar minningarnar sem um huga minn fara er ég fylgi minni góðu vinkonu, Sigríði Gyðu, til grafar í dag. Við kynntumst fyrir tæplega 50 árum er við rugluðum saman reytum við þá stórfrændur og uppeldisbræður úr Skagafirðin- um Diddon (Sigurgeir) og Stebba Eiríks sem urðu okkar lífsförunaut- ar. Sigga eins og ég ávallt kallaði hana var sérstaklega lífsglöð mann- eskja. Hún sá það skemmtilega í nánast öllu sem á vegi hennar varð og lét öllum líða vel í návist sinni. Hún var listamaður á marga vegu og var hennar sérgrein myndlistin sem átti hug hennar allan um ára- bil. Við hjónin höfum átt okkar bestu og tryggustu vini í þeim Diddon og Siggu í gegnum tíðina og þótt sam- skiptin yrðu eitthvað minni er við höfðum stofnað okkar heimili rofn- uðu vináttuböndin aldrei. Hin síðustu ár eftir að við fluttum á Nesið urðu samverustundirnar æ tíðari. Þegar Stebbi veiktist fyrir um fimm árum kom vel í ljós trygg- lyndi þeirra hjóna í okkar garð. Þau tóku mig óspart með sér í sælureit- inn sinn við Meðalfellsvatn og ég minnist okkar síðustu samveru- stundar þar fyrir nokkru, er hús- bóndinn raðaði niður haustlaukun- um og við Sigga horfðum hugfangnar á. Já við ætluðum sko að njóta lífsins. Hlusta á Elvis, dansa um eins og í gamla daga, fara á kaffihús og þykjast vera ungar. Það var okkar mottó. Sigga hafði átt við veikindi að stríða um árabil en alltaf reis hún upp. Þau hjónin voru nýkomin heim úr siglingu á Karabíska hafinu er hún Sigga mín var enn á ný lögð inn á sjúkrahús. Þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Hún lést í faðmi sinna nánustu föstudaginn 29. nóvember. En fyrir mér er hún alls ekki farin. Hláturinn, frásagnargleðin og um- fram allt mynd hennar er mér dýr- mæt minning. Kæri Diddon, Gréta, Siggi, Þór og aðrir ástvinir. Við Stebbi ásamt börnum okkar og fjölskyldum þeirra sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ég sakna góðrar vinkonu, Ásta Guðmundsdóttir. Hún var fíngerð og listræn en jafnframt viðkvæm fyrir mörgum þeim boðaföllum sem fylgja lífs- göngu okkar mannanna barna. Það þarf oft þykkan skráp sem maki stjórnmálamanns. Sá skrápur var henni lítt gefinn og því tók hún því á stundum þungt þegar brimöldur stjórnmálaerja herjuðu á honum sem gengið hafði við hlið hennar öll manndómsárin og sér í lagi tók hana sárt ef samherjar í stjórnmál- um áttu hlut að máli. Þau sár greru hinsvegar fljótt og aftur kom vor í dal í hópi vina og félaga sem áttu þau sameiginlegu lífsgildi að „setja einstaklinginn í öndvegi“. Ung fluttu þau Sigríður og Sig- urgeir hingað á Seltjarnarnesið og stuttu seinna sá sem þessar línur ritar og hans kona. Í nær 40 ár hafa kynnin staðið. Í upphafi okkar bú- setu var Nesið fámennt og um leið harla fjárvana lítið hreppsfélag. Undir gunnfána sjálfstæðisstefn- unnar var tekið til hendi við upp- byggingu og í áranna rás varð litli hreppurinn að einum blómlegasta kaupstað landsins. Í því ævintýri öllu áttu þau bæjarstjórahjónin Sig- ríður og Sigurgeir sinn afgerandi stóra þátt og minningar frá fyrri baráttuárum lýsa skært. Einnig minningar frá fagnaðarstundum í kjölfar sætra kosningasigra, minn- ingar frá ljúfum sumardögum á vinabæjamótum meðal norrænna frændþjóða, minningar um sól- skinsdaga á Ítalíu, Verona, Feneyj- ar. Á þeim stundum var lífið ljúfur draumur. En enginn draumur varir eilíflega. Öllum er eignuð stund. Stundaglas Sigríðar Gyðu hefur tæmst. Ég kveð listakonuna ljúfu – en aðeins að sinni – í vissu orða meist- arans sem sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Vini okkar, Sigurgeiri, og hans vænu börnum vottum við hjónin dýpstu hluttekningu. Verði vinkonu okkar, Sigríði Gyðu, hvíldin vær. Magnús Erlendsson. Elskuleg, hlý, látlaus og skemmtileg. Allar þessar lýsingar koma upp í hugann þegar hugsað er til Sigríðar Gyðu sem nú hefur kvatt okkur. Í níu ár samfleytt skreytti Sigríð- ur Gyða jólakort okkar Svalanna og bar hróður okkar víða með list sinni. Við stöndum í mikilli þakk- arskuld við hana. Sigríður Gyða var flugfreyja á árum áður og seinna fé- lagi í Svölunum, félagi núverandi og fyrrverandi flugfreyja. Á 60 ára afmæli Sigríðar Gyðu sæmdi Sigríður Erla Sigurbjörns- dóttir, þáverandi formaður Sval- anna, sem einnig er nýlátin, hana heiðursmerki Svalanna úr silfri fyr- ir vel unnin störf og sagði við það tækifæri að sjálf væri Sigríður Gyða af gulli gerð. Nú hafa báðar þessar sómakonur kvatt okkur. Þær hafa tekið flugið á æðri staði en við stöndum hnípnar eftir. Fjölskyldu Sigríðar Gyðu send- um við innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Svalanna, Þórdís Jónsdóttir, formaður. Þegar ég fékk þær fregnir að þú værir farin hugsaði ég að nú gætuð þið mamma notið samvista aftur og veit að þið hafið mikið að tala um. Ég á mér margar ákaflega ljúfar og skemmtilegar minningar um þig elsku Sigga. Sigga stóra festist við þig frá því þegar ég var lítil, mér fannst þú svo stór. Frá því ég man eftir mér hefur þú verið hluti af minni tilveru sem besta vinkona mömmu. Ég man vel eftir sumarbústaða- ferðunum þar sem mikið var sungið, lesið og skrafað. Ég man vel eftir heimsóknunum jafnt heima og hjá ykkur Sigurgeiri. Ég man vel eftir því er ég sat stundum fyrir hjá myndlistar- klúbbnum úti á Nesi sem þú áttir mikið í. Ég man eftir gjöfunum sem þú gafst mér þegar þið Sigurgeir komuð frá útlöndum. Ég man vel eftir piparkökunum þínum góðu og brauðsúpunni frægu. Ég man vel eftir páfagauknum í eldhúsinu sem þú kenndir að tala. Ég man vel eftir stundum þegar þú og mamma skiptust á að lesa ljóð og höfðuð gaman af. Ég geymi mörg jólakort sem öll eru skemmtilega myndskreytt, iðu- lega með mynd af mér eða ein- hverju mér tengdu og textinn hlýr og fyndinn. Umslögin voru ekki síðri og pósturinn án efa oft lyft brúnum yfir þessari undarlegu Sig- ríði Gyðríði. Ég á svo ótal margar minningar um þig sem allar eru mér ljúfar og koma til með að ylja mér áfram. Elsku Sigga stóra, þakka þér fyr- ir að vera alltaf stór í mínum huga. Elsku Sigurgeir og fjölskylda, Guð veri með ykkur nú og ávallt. Anna Karen Kristinsdóttir. Það er margs að minnast þegar vinir manns kveðja. Sigga, eins og vinir hennar kölluðu hana, var mjög fjölhæf og skemmtileg kona, list- ræn á mörgum sviðum. Það var létt fyrir hana að slá fram vísu við ýmis tækifæri, oft í gamansömum tón. Hér áður fyrr tók hún virkan þátt í störfum Leikfélags Seltjarnarness, bæði samdi og lék. Síðast en ekki síst var það myndlistin. Seint á sjö- unda tug síðustu aldar kom hún að máli við mig um hvort ekki væri upplagt að stofna myndlistarklúbb á Nesinu, þar sem margir voru að mála, hver í sínu skoti. Við ásamt Önnu Karlsdóttur hófumst handa við að tala við þetta fólk sem var að fást við myndlist. Þetta fékk góðar undirtektir. Og Sigga varð sjálf- kjörin fyrsti formaður klúbbsins. Margir góðir kraftar hafa komið frá þessum klúbbi sem starfaði í yfir 20 ár. En margir félagar okkar hafa kvatt þetta líf alltof fljótt. Það er sárt að missa góða vini þótt í þessu tilfelli sé sárast fyrir Sigurgeir og börnin og barnabörnin. Ég votta þeim mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning Sigríðar Gyðu Sigurðardóttur. Björg Ísaksdóttir. „Þeir sem eiga sannan vin eru ríkir,“ sagði enski rithöfundurinn Thomas Fuller. Þetta má heimfæra upp á Sigríði Gyðu vinkonu okkar sem nú kveður þennan heim og heldur í förina löngu inn í fegurri veröld. Allir þeir sem áttu Sigríði Gyðu að vini voru ríkir. Hún var vinur vina sinna. Hún hafði óskap- lega gaman af að vera á meðal fólks og blanda geði við gesti og gang- andi. Það var ætíð hressandi að vera á mannamótum með henni, enda kunni hún þá list að vera skemmtileg og hress. Þegar Seltjarnarnesið var að breytast úr hreppi í bæjarfélag undir stjórn Sigurgeirs Sigurðsson- ar, fyrrum bæjarstjóra og eigin- manns Sigríðar, þá var hún virk og lifandi í lista- og menningarlífinu og lagði sitt af mörkum svo eftir var tekið. Hún var listamaður í eðli sínu. Náði góðum árangri í myndlist og var einn frumkvöðla myndlistar á Nesinu. Heilsuleysi seinni ára kom í veg fyrir að hún héldi fullum dampi í samfélaginu og var eftirsjá að framlagi hennar. Sigríður Gyða var stoð og stytta Sigurgeirs, þótt svo að hún hafi í seinni tíð orðið að takmarka bein af- skipti sín af bæjarlífinu heilsunnar vegna. Þau voru samrýmd hjón og áttu góða fjöldskyldu, sem hefur verið þungamiðja lífs þeirra. Við munum seint gleyma gleðinni í augum Sigríðar og Sigurgeirs þeg- ar bæjarbúar þökkuðu þeim á haustmánuðum með kveðjuathöfn þar sem m.a. 40 leikskólabörn færðu þeim 40 rauðar rósir sem þakklætisvott fyrir 40 ára starf. Ég veit að það var stór stund í lífi henn- ar. Við Áslaug þökkum Sigríði Gyðu fyrir sanna vináttu og vottum Sig- urgeiri og fjölskyldu okkar dýpstu samúð á sorgarstundu. Áslaug og Jón Hákon Magnússon. Einlægar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVANHVÍTAR LJÓSBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Naustanesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Seljahlíðar fyrir hlýja og frábæra umönnun. Guðmundur Gígja, Hjördís L. Jónasdóttir, Elísabet Gígja, Sigurður Hall, Guðríður Gígja, Gunnlaugur Magnússon, Þorbjörg Gígja, Ottó B. Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og tengdadóttir, ELÍSABET ÁSTA MAGNÚSDÓTTIR, Skólagerði 9, Kópavogi, sem lést þriðjudaginn 3. desember, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 13. desember kl. 13.30. Jens Línberg Gústafsson, Ólafía Línberg Jensdóttir, Magnús Línberg Jensson, Lára Ólafía Einarsdóttir, Elísa Línberg Jensdóttir, Sara Dögg Magnúsdóttir, Fríða Stefánsdóttir, Magnús Sigurðsson, Guðrún Magnúsdóttir, Árni Þorvaldsson, Stefán Magnússon, Bryndís Svavarsdóttir, Ólafía Jensdóttir og aðrir aðstandendur. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, ömmu, langömmu og systur, JÓNÍNU ÞORGRÍMSDÓTTUR frá Raufarfelli. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu Hafnar- firði fyrir frábæra umönnun. Lilja Tómasdóttir, fjölskylda og systkini hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför vinar okkar og bróður, ÓLAFS G. HJARTARSONAR, Ásvallagötu 33, Reykjavík. Jón Hjartarson Bjarki Harðarson, Þórdís Einarsdóttir og börn. Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og virðingu við fráfall hjartkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, HJALTA PÁLSSONAR, Ægisíðu 74, Reykjavík. Ingigerður Karlsdóttir, Karl Óskar Hjaltason, Guðrún Þóra Hjaltadóttir, Páll Hjalti Hjaltason, tengdadætur og afabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.