Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 24
SUÐURNES
24 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FRUMKVÖÐLR Als álvinnslu ehf.
eru Helgi Þór Ingason vélaverkfræð-
ingur og Þorsteinn I. Sigfússon pró-
fessor. Á árinu 1994 tóku þeir að sér
að kanna hagkvæmni þess að koma
upp verksmiðju hér á landi til að eyða
hættulegum spilliefnum með háhita
plasmatækni. Kom í ljós að slík verk-
smiðja væri ekki arðbær en athug-
unin beindi athygli Helga og Þor-
steins að
endurvinnslu ál-
gjalls með þessari
tækni.
Hafa þeir síðan
unnið að þróun
þess verkefnis
með félögum sín-
um, Halldóri
Jónssyni og Stef-
áni Reyni Krist-
inssyni, en þeir
stofnuðu Al álvinnslu ehf. 1998 og
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
gekk síðan til liðs við félagið.
Við þróun verkefnisins var horfið
frá því að nota plasmatækni en í stað-
inn ákveðið að nýta nýja brennslu-
tækni. Tæknin er þróuð af sænska
gasframleiðandanum AGA, Herwich
Engineering í Austurríki og álrisan-
um Corus og hefur verið notuð í sjö
ár í verksmiðju Corus í Voerde í
Þýskalandi. Þá er verið að setja upp
tvo slíka ofna í Svíþjóð. Helgi Þór
segir að þessi brennsluaðferð hafi
þann kost, auk þess að vera reynd
tækni, að ekki þurfi að blanda nein-
um aukaefnum í hráefnið fyrir
brennsluna og mengun sé því í lág-
marki.
Frumkvæði úr Reykjanesbæ
Frumkvöðlarnir hafa undanfarin
ár unnið að fjármögnun viðskipta-
hugmyndar sinnar og jafnframt leit-
að fyrir sér um staðsetningu verk-
smiðju. Nokkrir staðir hafa komið til
greina.
Eftir að Árni Sigfússon varð bæj-
arstjóri í Reykjanesbæ í vor kynnti
hann iðnaðarsvæðið í Helguvík fyrir
bróður sínum, Þorsteini Sigfússyni,
og félögum hans. Í framhaldi af því
söfnuðu þeir Þorsteinn Erlingsson,
bæjarfulltrúi og formaður Hafna-
samlags Suðurnesja, saman hópi
fjárfesta sem reyndist tilbúinn til að
leggja hlutafé í fyrirtækið. Helgi Þór
segir að það hafi orðið til þess að
frumkvöðlarnir sáu til lands í fjár-
mögnun verkefnisins. Gert er ráð
fyrir að fjárfestingarsjóðir, fleiri
einkafjárfestar og lánastofnanir komi
að því máli. Stofnkostnaður er áætl-
aður á þriðja hundrað milljónir
króna.
Alur álvinnsla ehf. hefur fengið út-
hlutað verksmiðjulóð á Berghóla-
braut 15 í Helguvík. Helgi Þór vonast
til að hægt verði að ganga endanlega
frá málum á næstu vikum og að fram-
leiðsla geti hafist næsta haust í um
1.000 fermetra verksmiðjuhúsi sem
til stendur að reisa.
Alur hefur gert samninga við álver
Alcan í Straumsvík og Norðuráls á
Grundartanga um að vinna ál úr því
álgjalli sem til fellur í álverunum en
það hefur hingað til verið flutt til end-
urvinnslu í öðrum löndum. Helgi Þór
segir að gert sé ráð fyrir því að í upp-
hafi verði unnið úr um sex þúsund
tonnum af álgjalli og brotaáli á ári og
að út úr því komi um þrjú þúsund
tonn af áli. Alcan og Norðurál munu
taka við því áli sem unnið verður úr
þeirra gjalli.
Í upphafi verður unnið á dagvakt í
verksmiðjunni og við það verða 4 til 5
starfsmenn. En með stækkun álver-
anna kemst hún í fulla stærð með allt
að 15 manna starfsliði. Þótt ekki sé
gert ráð fyrir álveri Alcoa í Reyðar-
firði í áætlunum fyrirtækisins neitar
Helgi Þór því ekki að því yrði tekið
fagnandi ef af því yrði og samningar
næðust við það um vinnslu á áli úr
álgjalli. Til greina kæmi að flytja hrá-
efnið til Helguvíkur eða að byggja
útibú fyrir austan.
Frekari úrvinnsla
til athugunar
Lengi hefur verið rætt um mögu-
leika á úrvinnslu áls hér á landi.
Verksmiðja Als álvinnslu í Helguvík
verður fyrsta meginstarfsemi hér-
lendis sem beint má leiða af álfram-
leiðslu í landinu. Helgi Þór telur
hugsanlegt að hægt verði að þróa
frekari úrvinnslu úr áli eða efnum
sem verða til við vinnsluna. Nefnir
hann sérstaklega að til verði áloxíð-
ríkt efni sem nefnist gjallsandur.
Gert er ráð fyrir því að hann verði
notaður til íblöndunar í malbik og
byggingarefni og hluti af honum get-
ur orðið hráefni í steinull í stað inn-
flutts áloxíðs.
Helgi Þór hefur ekki áhyggjur af
umhverfismálunum enda hefur hann
fengið samþykkt mat á umhverfis-
áhrifum sem miðast við að verksmiðj-
an gæti verið í Gufunesi í Reykjavík.
Segir hann að fremur megi líkja
starfseminni við smiðju en álver og
tæknibúnaðurinn sé vistvænn.
Alur álvinnsla byggir verksmiðju í Reykjanesbæ og fjárfestar af svæðinu koma inn í reksturinn
Álgjalli breytt í ál
með nýrri tækni
Álgjallið er flutt inn í brennsluofninn eftir brautinni. Myndin er tekin í
verksmiðju Stena í Svíþjóð en ofninn þar er stærri en sá sem Alur kaupir.
Ákveðið hefur verið að Alur álvinnsla ehf.
reisi verksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ.
Framleitt verður ál úr álgjalli frá álver-
unum í Straumsvík og á Grundartanga og
einnig úr brotaáli. Stefnt er að því að fram-
leiðsla hefjist næsta haust.
Helguvík
Helgi Þór Ingason
ÁRNI Sigfússon
bæjarstjóri er
ánægður með að
Alur álvinnsla
ehf. hefur
ákveðið að
byggja verk-
smiðju sína í
Helguvík. „Þetta
gerir atvinnu-
lífið fjölbreyttara og styrkir það
á viðkvæmum tíma,“ segir Árni.
Hann neitar því ekki að fjöl-
skyldutengsl hafi átt þátt í því að
sjónir eigenda fyrirtækisins
beindust til Reykjanesbæjar en
Árni og Þorsteinn I. Sigfússon
eru bræður. „Við höfum verið að
kynna kosti Helguvíkur og iðn-
aðarsvæðisins þar. Ég hef fylgst
með þessu verkefni hjá Þorsteini
og félögum hans og þótti til-
hlýðilegt að ganga að þeim sem
næst mér standa til að kanna
möguleika svæðisins. Þegar þeir
eru sannfærðir veit ég að fleiri
munu koma,“ segir Árni.
Reykjanesbær leggur ekki
fram hlutafé í fyrirtækið en
stjórnendur bæjarins kynntu
þetta fyrirtæki fyrir fjárfestum á
svæðinu og þeir ákváðu að leggja
hlutafé í það, enda segir Árni að
þetta sé arðbært fyrirtæki. Auk
aðstöðunnar í Helguvík var það
lykillinn að því að fyrirtækinu
var valinn samastaður þar.
Tókst að
sannfæra
bróðurinn
FJÖLMARGIR lögðu lykkju á leið
sína í jólaundirbúningnum til þess
að fara á Bókakonfekt í bókasafni
Reykjanesbæjar um helgina enda
er uppákoman orðin fastur liður í
bæjarlífinu á aðventunni.
Fjórir höfundar kynntu bækur
sínar að þessu sinni. Verkin voru
fjölbreytt, tvær ævisögur, skáld-
saga og smásagnasafn. Sigurbjörg
Þrastardóttur las upp úr verðlauna-
sögu sinni, Sólarsögu, Guðjón Frið-
riksson las brot úr ævisögu Jóns
Sigurðssonar, fyrra bindi, Þórarinn
Eldjárn flutti eina smásögu úr bók-
inni Eins og vax og Kolbrún Berg-
þórsdóttir las kafla úr ævisögu Jóns
Baldvins Hannibalssonar. Á milli
upplestra söng Dagný Jónsdóttir
mezzósópran nokkur hugljúf jóla-
lög við undirleik Ragnheiðar Skúla-
dóttur píanóleikara.
Í hléi og að loknum lestri gafst
gestum kostur á að kaupa verk
þeirra höfunda sem fram komu á
Bókakonfektinu og fá áritun.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Þórarinn Eldjárn áritar bóka sína, Eins og vax, fyrir gest á Bókakonfekti.
Fjölbreyttur upp-
lestur á Bókakonfekti
Reykjanesbær
FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjanes-
bæjar fyrir árið 2003 var samþykkt
samhljóða eftir síðari umræðu á
fundi bæjarstjórnar í fyrrakvöld.
Minnihlutinn bauð þó meirihlutan-
um aðstoð sína við að bæta fjárhags-
áætlunargerð og bæta meðferð fjár.
Samþykkt var tillaga um að fela
bæjarstjóra að óska eftir viðræðum
við Hitaveitu Suðurnesja um sölu á
vatnsveitumannvirkjun Reykjanes-
bæjar til Hitaveitunnar. Í áætlun-
inni er einmitt gert ráð fyrir að 450
milljónir fáist við sölu eigna.
Fulltrúar Framsóknarflokks og
Samfylkingar vöktu athygli á því í
bókun við afgreiðslu fjárhagsáætl-
unarinnar að meirihlutinn hafi
ákveðið að nota 125 milljónir af
þessum peningum til að fjármagna
rekstur sveitarfélagsins. „Slíkar að-
gerðir benda til að menn hafi ekki
full tök á rekstrinum. Það sjá allir
að ekki er hægt að selja eignir til
lengdar til að fjármagna reksturinn.
Grípa þarf til annarra aðgerða. Til
að snúa vörn í sókn þarf að stuðla að
bættu atvinnulífi og auka útsvar-
stekjur. Jafnframt þarf að laða fólk
sem hér starfar en býr annars stað-
ar, til að setjast hér að,“ segir í bók-
uninni.
Árni Sigfússon bæjarstjóri lagði
fram bókun þar sem meginatriði
fjárhagsáætlunarinnar eru dregin
saman en helstu verkefni hennar
taka mið af samþykktri framtíðar-
sýn, stefnu og meginmarkmiðum
Reykjanesbæjar fyrir árin 2003 til
2006.
Árni tekur fram að verði ekki af
sölu vatnsveitumannvirkja verði að
draga úr niðurgreiðslu skulda og
skera niður framkvæmdir.
Bjóða fram að-
stoð við að bæta
meðferð fjár
Reykjanesbær
SAMKOMULAG hefur náðst
um að Kristjana Einarsdóttir
hótelstjóri taki að fullu yfir
rekstur gistihússins við Bláa
lónið. Bláa lónið hf. hefur fram
til þessa átt helming fyrirtæk-
isins á móti Kristjönu.
Kristjana segir að gistihúsið
verði rekið áfram með sama
sniði og verið hefur nema hvað
nafn þess breytist í Northern
Light Inn.
Grímur Sæmundsen, fram-
kvæmdastjóri Bláa lónsins hf.,
segir að Bláa lónið sé með áform
um að byggja heilsulindarhótel
við lónið og vilji fyrirtækið ein-
beita sér að þeirri framkvæmd.
Unnið sé að útreikningum á arð-
semi hótels. Spurningin sé ekki
hvort heldur hvenær slíkt hótel
rísi við Bláa lónið.
Northern Light Inn er með
liðlega tuttugu gistiherbergi.
Kristjana segir að þangað komi
almennir ferðamenn og einnig
sé að aukast að fólk komi bein-
línis til að hvíla sig. Þá er áfram
samvinna við meðferðarstöðina
við Bláa lónið um gistingu fyrir
fólk sem þar er í meðferð.
Hótel-
stjórinn
yfirtek-
ur rekst-
urinn
Bláa lónið
KVEIKT verður á ljósum bæjar-
jólatrésins í Garði á morgun, föstu-
dag, klukkan 18. Tréð verður á
horni Gerðavegar og Garðbrautar.
Við athöfnina flytur Gísli Heið-
arsson hreppsnefndarmaður ávarp.
Söngsveitin Víkingar syngur nokk-
ur jólalög, auk þess sem tónlistar-
atriði verða frá tónlistarskólanum.
Þá er von á jólasveinum í heim-
sókn.
Afmælisbarn kveikir jólaljósin á
trénu. Boðið verður uppá heitt
kakó og piparkökur.
Kveikt á jólaljósunum
Garður