Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 40
MENNTUN 40 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ E inn af ungu mönn- unum sem náðu hvað bestum ár- angri í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Guðlaugur Þór Þórð- arson, sendi frá sér myndband í aðdraganda prófkjörsins þar sem sjá mátti frambjóðandann í faðmi fjölskyldunnar. Ungur varaþing- maður Framsóknarflokksins, Páll Magnússon, gerði það nýverið að tillögu sinni á Alþingi að kannað yrði hvort ekki mætti fella niður virðisaukaskatt af barnafötum. Þá hefur kollega minn á Morg- unblaðinu, Þröstur Helgason, krafið stjórnmálaflokkana um fjölskyldustefnu hér á þessum vettvangi, enda telur hann ekki nægilega vel búið að fólki á aldrinum 25 til 45 ára „sem er að ala upp börn og kaupa húsnæði“. Það vantar því að mínu mati ekki málsvara fyrir ungt barna- fólk í þjóðfélagsumræðunni hér á landi. Aftur á móti tel ég kominn tíma til að minna á hóp í samfélag- inu sem á sér fáa málsvara út á við og nýtur ekki aðstoðar hins opin- bera; má þó axla sínar byrðar og vel það. Ég er að tala um einhleypt fólk. Rétt er að demba strax fram tölulegum upplýsingum sem tala sínu máli. Þannig ætti að vekja at- hygli sú staðreynd að af 97.700 heimilum í landinu í fyrra voru 22.400 þeirra einstaklingsheimili, semsé 22,9% af heildinni – mun stærra hlutfall en t.d. hlutfall heimila einstæðra foreldra (8,9%). Við erum að tala um næstum fjórðung heimila í landinu. Þá er rétt að spyrja hvort menn hafi gert sér grein fyrir því að af 41.549 einstaklingum á aldrinum 25–34 ára eru 18.129 þeirra skráð- ir einhleypir af Hagstofunni (ég geri yngra fólk sérstaklega að umtalsefni, en vitaskuld eru ein- hleypir á öllum aldri)? Rétt er að taka fram að mér er ekki fullkomlega ljóst hvort ég hef meðvitað valið mér þetta til- tekna hlutskipti. Líklega má segja að þetta hlutskipti hafi valið mig (hvað sem síðar verður). En þetta er hlutskipti, tíma- bundið eður ei. Það er fáránlegt að telja það, að vera einhleypur, bara eitthvert millibilsástand; eins og mér sýnist þó bæði „kerf- ið“ og þorri almennings gera. Og að einmitt þess vegna þurfi ekk- ert að huga að hagsmunum þessa fólks, því það muni nú senn kom- ast í flokk fulltíða manna, „ná sér í maka“ og verða hluti af barna- fólkshópnum sem áður er nefndur til sögunnar (þá fyrst má það lík- lega byrja að kvarta). Að vísu verð ég að viðurkenna að ég leiði æ oftar hugann að því hvort ég verði ekki að „fara að finna mér konu“. Ekki bara til að láta undan félagslegri pressu, sem sannarlega er til staðar, held- ur einfaldlega af því að ég er ekki viss um að ég hafi efni á því leng- ur að reka heimili einn. Á mínu heimili (sem er 55 fer- metra íbúð í miðbænum) þarf ég að borga alla reikninga einn (eng- ar tvær fyrirvinnur þar). Þetta er farið að slaga hátt í 110 þúsund krónur á mánuði (húsnæðislán, námslán, tryggingar, hiti og raf- magn, sími, RÚV o.s.frv.), fer af einhverjum ástæðum sífellt hækkandi (líklega vegna skatta- álaga fjármálaráðherra sem ætl- aði sér áreiðanlega að verða fræg- ur fyrir annað er hann var ungur sjálfstæðismaður), og það er ekki mikið eftir af laununum þegar þessu sleppir – því miður eru blaðamenn á Íslandi ekki ofaldir af útborguðum launum sínum. Þá á eftir að kaupa mat og fatn- að og allt það annað, sem fylgir því að búa í henni Reykjavík. Eins gott að maður er ekki líka að kaupa sér bíl í áskrift – 30 þús- und króna reikningur frá Glitni í hverjum mánuði myndi ríða mér að fullu. Ekki þannig, að það væri ekki gaman að eiga góðan bíl. Það vita þeir sem vilja vita að það er hlutfallslega dýrt að elda mat handa einum. Og ekki fæ ég, einhleypur karlinn, barnabætur greiddar eða þriggja mánaða fæð- ingarorlof (enda engin börnin); þvert á móti má færa rök fyrir því að ég taki þátt í að greiða það kerfi niður án þess að hafa af því nokkurn hag – kerfið gefur sér að ég njóti ávaxta þess seinna, þ.e. komist einhvern tíma í hóp „barnafólks“ – en af hverju skyldi það vera sjálfgefið? Sannarlega get ég ekki nýtt mér persónuafslátt sambýlis- konu/manns sem hugsanlega hefði lægri laun en ég sjálfur. Skattpíndur er ég því sem enginn annar að því leyti til að ég fæ ekk- ert frá hinu opinbera, ef frá eru taldar vaxtabæturnar í ágúst. „Kerfið“ og raunar allir í kring- um mann líta semsé svo á að á meðan þú ert „óútgenginn“ sértu „ófullkomin“ manneskja, ó-nýtur þjóðfélagsþegn, ennþá ekki „full- orðinn“. Fáránleg afstaða sem mætti alveg fara að breytast hér á landi, líkt og gerst hefur erlendis. Hér á landi miðast allt við fjöl- skyldufólk: 2 fyrir 1-tilboð í bíó, verð á pakkaferðum til útlanda, aðstoð hins opinbera, samfélags- umræðan sjálf. Fordómarnir í kringum mann hafa svo vitaskuld áhrif á hegðun manns; ef þú slig- ast ekki undan samfélagsþrýst- ingnum og einmanaleikanum (sem óhjákvæmilega lætur af og til á sér kræla) ferðu ósjálfrátt að reyna að passa inn í „normið“; verða ekki allir að eiga maka? Til að svo megi verða þarf auð- vitað að fara út á djammið, reyna að hitta góða konu. Það kostar peninga, peninga sem varla eru til – og nú síðast var verið að hækka á mér brennivínið (sem er oftast fylgifiskur djammsins, hvaða skoðun sem menn hafa á því)! Þá má líka nefna að til að ganga í augun á hinu kyninu þarf maður að vera bærilega útlítandi. Fata- kaup verða því mikilvægur liður í útgjöldunum (ef einhverjir aurar eru afgangs, þ.e. ef nægilega mik- il eftirvinna hefur verið unnin þann mánuðinn). Hver var að tala um niðurfellingu skatta á barna- fötum; ég fer fram á að einhleypir fái afsláttarmiða frá ríkinu í Hanz, Boss, GK og 17! Einhleypa í pólitík […] af 97.700 heimilum í landinu í fyrra voru 22.400 þeirra einstaklings- heimili, semsé 22,9% af heildinni – mun stærra hlutfall en t.d. hlutfall heimila einstæðra foreldra (8,9%). VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is UPPELDI barna krefsttíma og nokkuð skýrrarhugmyndar, en umframallt umhyggju. Foreldr- ar vilja byggja upp trausta sjálfs- mynd með börnum sínum og gott sjálfsmat. Þeir vilja að börnin temji sér sjálfsaga og verði sjálfstæð í hugsun, en ekki auðsveipir fylgis- menn. Þeir búast við að börnin hafi stjórn á sér í skólastofunni og búi yfir góðri samskiptahæfni. Einnig vilja þeir að þau nái góðum náms- árangri og séu ólíkleg til afbrota. Til alls þessa þarf ákveðinn grunn. Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir nefnir foreldra sem tekst þetta „leiðandi foreldra“ og hún sagði í samtali við Morgunblaðið 8. des að þeir krefjist þroskaðrar hegðunar af börnum sínum, en séu jafnframt hlýir við þau og uppörvandi. „Þeir setja skýr mörk um hvað er til- hlýðilegt og hvað ekki, nota til þess útskýringar og hvetja börnin til að skýra út sjónarmið sín. Þannig leggja þeir áherslu á að ræða ýmis mál í daglegu lífi við börnin þar sem sjónarmið beggja, þ.e. barnanna og foreldranna, koma fram og reynt er að samræma þessi sjónarmið, t.d. við að setja reglur. Afar mikilvægt er að brýna foreldra í að setja mörk, setja reglur en gera það ekki einhliða heldur með börnum sínum og byggja upp gagnkvæma virðingu og traust.“ Hún telur að þannig megi einnig minnka líkurnar á áhættuhegðun unglinga. Hæfilegt er heilmikið En hvernig má auka líkurnar á því að uppeldið heppnist, og hvernig má hugsanlega laga það sem hefur farið úrskeiðis. Nýlega flutti Jen Illsley Clarke fyrirlestur hér á landi um uppeldi og samhliða því var gef- in út bók hennar og Connie Dawson Að alast upp aftur – annast okkur sjálf, annast börnin okkar. (Helga Ágústsdóttir þýddi fyrir ÓB Ráð- gjöf ehf. Reykjavík 2002). Clarke sagði þá í samtali við blaðamann Morgunblaðisins (22. nóv.) að hún hefði m.a. gert rann- sóknir á ofdekri og að ofdekruð börn tileinki sér gjarnan „lært bjargarleysi“. „Málið er að læra að vita hvað er nóg, því nákvæmlega nóg er heilmikið,“ segir hún. Hún segir að sem foreldrar ráð- geri allir að veita börnunum það sem þá skorti sjálfa í uppvextinum. „Okkur langar til að þau upplifi ást og gleði, velgengni og hamingju og okkur langar að þau öðlist tilfinn- ingu fyrir eigin gildi. Við viljum að þau öðlist sjálfsvirðingu, trú á eigin getu og gildi og upplifi sig þess virði að vera elskuð […] Okkur dreymir. Við hugsum og tölum um hve ást- ríkir foreldrar við munum verða.“ (bls. 9.) Í fótspor foreldra Eftir að barnið fæðist verður draumurinn hinsvegar að veruleika, og hvíldarlaust þurfa foreldrar að bregðast við og helst að búa yfir vitneskju til að gera það sem gæti leitt til heilla eða eins og Clarke orðar það: „vita hvað á að gera, hve- nær á að gera það og hvernig á að gera það og svo framkvæma það“. Hún segir að sumt framkvæmi for- eldrar í linnulausri endurtekningu, en annað geri þeir aðeins einu sinni. Verst er þegar foreldrar uppgötva að þeir standa í því að ala upp börn- in sín nákvæmlega eins og þeir ætl- uðu ekki að ala þau upp. Beita að- ferðum sem þeim gramdist sjálfum að foreldrar þeirra notuðu. Aðferðir sem áttu að vera víti til varnaðar. Nokkuð ljóst er því að foreldrar þurfa að læra að gera það sem þeir ætla að gera og einnig til að forðast það sem þeir ætla ekki að gera. Hugmyndin hjá Jean I. Clarke er að það sé aldrei of seint, og í raun sé hægt að endurvinna uppeldið, og er bók hennar m.a. um það. Hún segir að mannverunar fæðist með margvíslegar þarfir en því miður litla kunnáttu. „Eitt af því sem börn þarfnast alltaf er óskilyrt ást,“ segir hún, „þau þarfnast hennar til að vaxa og þroskast, til að læra að elska sig sjálf og aðra.“ Hún kallar þessa ást sem felst í orðum, snertingu og umhyggju, næringu: Óskilyrta ást, en hún dug- ar hinsvegar ekki án ramma. Börn- in þurfa að læra hvar mörkin liggja og þau þurfa að tileinka sér kunn- áttu til að fylgja þeim. Foreldrar þurfa að nema hæfni barnsins og kenna því að nota hana og hvetja það til þess. Það er formgerðin er því önnur hliðin í uppeldinu, nær- ingin er hin. Jean Clarke vill leggja sitt af mörkum til að kenna for- eldrum þetta tvennt, bæði til að ala upp börnin og einnig þá sjálfa, því uppeldi barna felur í raun óhjá- kvæmilega í sér endurvinnslu eigin uppeldis ef vel á að vera. Að gera alveg öfugt Fólk sem ólst upp við vanrækslu, slæma meðferð eða ofdekrun, er nefnilega stundum svo ákveðið í að gera sig ekki sekt um sömu mistök gagnvart börnum sínum, að það getur lent í andstæðum öfgum í uppeldinu; Sá sem bjó við ósveigj- anleika setur of fá mörk. Sá sem bjó við ónóga ást, gæti ofdekrað börnin o.s.frv. Uppeldi/ Form og mörk eru nauðsynleg börnum bæði á heimilum og í skólum. Gunnar Hersveinn spurði Jean Illsley Clarke um upp- eldi og las bók hennar Að alast upp aftur – annast okkur sjálf. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ef barn er í vanda kannar Jean Clarke fyrst heilsu þess; svefn, matarvenjur og líðan, svo íhugar hún hvað hægt sé að endurskoða í uppeldi þess og í skólanum. Skortir barnið næringu (ást) eða formgerð (aga)? Aðferð til að endur- reisa sjálfan sig  Foreldrar geta alið upp börn á gagnlegan eða gagnlausan hátt  Börn læra að vera örugg með því að hlýða ófrávíkjanlegum reglum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.