Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 2 GÍTARAR Jón Páll og Ólafur Gaukur leika íslensk og erlend lög sem margir kannast við, þar á meðal nokkur alkunn þjóðlög Sofðu unga ástin mín • Tondeleyó • Hani, krummi, hundur, svín Ó, blessuð vertu sumarsól • Litfríð og ljóshærð • Einskonar blús • Krummi krunkar úti Greensleeves • Fly me to the moon • Stardust jazz DREIFING: ÚTSÖLUÁSTAND Óvenju mikið hefur verið um til- boðsverð í verslunum undanfarið, miðað við árstíma og nemur verð- lækkun allt frá 20 til 70%. Sumar vörur eru jafnvel seldar undir kostn- aðarverði. Tilboð erlendra versl- unarkeðja virðast hafa bein áhrif á verðlækkun hérlendis. Scud-flaugum skilað Bandaríkjamenn segjast hafa náð samkomulagi við Jemena um að þeir síðarnefndu kaupi ekki fleiri Scud- eldflaugar af Norður-Kóreu- mönnum. Bandaríkjamenn urðu að veita heimild til þess að skip með farm af Scud-flaugum, er stöðvað var á mánudag, fengi að fara áfram til Jemens. Öryggiskerfi í flugstöðinni Nýtt öryggiskerfi vegna sprengjuleitar verður tekið í notkun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um ára- mótin. Mun það vera einn fullkomn- asti búnaður sem völ er á í heim- inum. Tímamóta vænst Þess er vænst að á leiðtogafundi Evrópusambandsins, sem hefst í Kaupmannahöfn í dag, verði gengið frá aðildarsamningum við tíu ríki og þar með bundinn endi á kalda- stríðsklofning Evrópu. Vatnsréttindi framseld Davíð Oddsson forsætisráðherra greindi frá því á þingi í gær að í und- irbúningi væri frumvarp er heim- ilaði ríkinu að framselja vatnsrétt- indi í afréttum Árnessýslu til Landsvirkjunar. Matvælaverð kannað Samþykkt var á Alþingi í gær til- laga um að ríkisstjórnin láti kanna matvælaverð á Íslandi í samanburði við nágrannalöndin. Forsvarsmenn matvöruverslanakeðjanna fagna samþykkt tillögunnar. Fá geðræktarkassa Allir þingmenn fá í dag afhenta svonefnda geðræktarkassa í tengslum við forvarna- og fræðslu- verkefni Geðræktar. B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÖRN ARNARSON MÆTIR ÞEIM BESTU Á EM Í RIESA / C4 ÞEIR sem stunda veðmál um allt á milli himins og jarðar í Evrópu hafa mesta trú á því að Aust- urríki og Sviss fái að halda Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu árið 2008. Stuðull veð- banka í Evrópu fyrir Austurríki og Sviss er 1,3 en næst kemur umsókn Norðurlandanna fjög- urra, en þau eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland, en veðbankar setja stuðulinn 2 á bak við þá umsókn. Þriðja í röðinni er umsókn Íra og Skota en skammt á eftir koma Tyrkir og Grkkir sem standa sameiginlega að umsókn. Per Ravn Omdal, forseti norska knattspyrnu- sambandsins, á sæti í stjórn UEFA og segir hann að allir meðlimir UEFA haldi spilunum þétt upp að brjóstinu en hann telur að Aust- urríki og Sviss séu sigurstrangleg. Stjórn UEFA ákveður um hádegisbil í dag hvar keppn- in mun fara fram. Að mati Omdals gæti umsókn Tyrklands/Grikklands komið á óvart. Veðbankar trúa á Austurríki og Sviss ÞÝSKU meistararnir í Dortmund og enska úrvalsdeildarliðið Charlton hafa samkvæmt öruggum heimildum Morgunblaðsins spurst fyrir um íslenska landsliðsmanninn Jóhannes Karl Guðjónsson sem er á mála hjá spænska 1. deildarlið- inu Real Betis. Félögin hafa bæði fengið að vita hversu háa upphæð Real Betis vill fá fyrir Skagamann- inn og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er sú upphæð ná- lægt 300 milljónum króna. Real Betis keypti Jóhannes Karl frá hollenska liðinu Waalwijk í sept- ember í fyrra fyrir 350 milljónir króna en hann hefur fá tækifæri fengið með liðinu og vill komast í burtu þegar leikmannamarkaður- inn opnast í janúar. Fastlega má reikna með því að forráðamenn Real Betis lækki Jóhannes í verði þegar markaðurinn opnast en hann er samningsbundinn félaginu til ársins 2005. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dortmund og Charlton sýna Jó- hannesi Karli áhuga. Bæði fylgd- ust þau með honum þegar hann lék í Hollandi og Dortmund gerði Waalwijk tilboð á sama tíma og Real Betis. KRISTÍN Rós Hákonardóttir vann til silfurverðlauna í sínum flokki í 100 metra skriðsundi á heimsmeistara- móti fatlaðra í sundi í Argentínu í gærkvöld. Kristín Rós tvíbætti Ís- landsmetið í greininni. Hún synti á 1.17,56 mínútum í undanrásunum og var með annan besta tímann og í úr- slitasundinu bætti hún um betur, synti á 1.16,81 mín. Danilela Campo, 17 ára stúlka frá Kanada, varð heimsmeistari en hún hafði betur eftir hörkukeppni við Kristínu Rós og kom í mark á 1.15,86 mínútum. „Þetta er glæsilegur árangur hjá Kristínu. Hún átti sjálf ekki von á að berjast um sigurinn en ég var búinn að telja henni trú um að hún gæti gert þetta. Sundið var einvígi Kristínar og Campo og það mátti ekki miklu muna að Kristínu tækist að komast fram- úr,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, þjálfari Kristínar Rósar, í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir úrslita- sundið í gærkvöld. Kristín Rós og Bjarki Birgisson keppa bæði í dag í 100 metra bringusundi og segir Krist- ín þjálfari að nafna sín eigi ef allt sé með felldu að vinna sigur og bæta þar með þriðja verðlaunapeningnum í safn sitt. Silfur og met hjá Kristínu Rós Reuters Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Frakkinn Michel Platini voru íbyggnir á svip áður en lokakynning sjö umsækjenda um EM árið 2008 fór fram í Nyon í Sviss í gær. Eggert og Platini eru í framkvæmdastjórn UEFA sem tekur ákvörðun í dag um það hverjir hreppa hnossið og verða þar með gestgjafar þriðja stærsta íþróttaviðburðar heims árið 2008. Sepp Blatter, forseti FIFA, hefurhaft betur í valdabaráttunni gegn Johansson hvað forsetakjör FIFA varðar og margir áhrifamenn í umsókn Austurríkis og Sviss eru ná- tengdir Blatter. Blick segir að Jo- hansson sé lítt hrifinn af valdaklík- unni og geri allt sem í hans valdi standi til þess að fella umsókn Aust- urríkis og Sviss. Blick hefur heimildir fyrir því að Johansson hafi reiknað það út að um- sókn Norðurlandanna eigi ekki möguleika þegar á hólminn er komið. Ástæðan er einföld, þeirra atkvæði eru ekki talin með á meðan umsókn Norðurlandanna er enn með í pott- inum – Eggert Magnússon og félagar hans eru af þeim sökum vanhæfir til þess að kjósa. Johansson með varaáætlun Johansson er sagður hafa komið með varaáætlun sem er á þann veg að Norðurlöndin styðji við bakið á um- sókn Skota og Íra. Sex af 14 stjórn- armönnum tengjast umsóknum um keppnina á einhvern hátt, þrír af þeim eru frá Norðurlöndum. Í fyrstu umferð verða þrjár um- sóknir valdar af alls sjö, þar er talið að Sviss/Austurríki, Norðurlöndin og Skotland/Írland verði fyrir valinu. Blick telur að Norðurlöndin með a.m.k. fimm atkvæði á bak við sig í 2. umferð, líkt og Sviss/Austurríki. Varaforseti UEFA, Llonas, er með tvöfalt vægi og hann mun styðja Austurríki/Sviss. Blick segir að Norðurlöndin skynji stöðuna og muni styðja við bakið áSkotum og Írum, til þess að ná sér niðri á Sepp Blatter. Mun Johans- son koma öllum á óvart? MUN hinn sænski Lennart Jo- hansson forseti UEFA fórna umsókn Norðurlandanna um EM árið 2008 til þess að ná sér niðri á Sepp Blatter forseta FIFA og gera honum þar með stóran grikk? er spurt í grein í svissneska blaðinu Blick í gær og þar er leitt að því líkum að þessi samsæriskenning eigi við rök að styðjast. Sviss og Aust- urríki eru þessa stundina lík- legust til þess að fá EM lands- liða í knattspyrnu árið 2008, en í báðum löndunum er sá orð- rómur á kreiki að fulltrúar Norð- urlandanna í stjórn UEFA muni koma í veg fyrir að keppnin fari fram í Austurríki og Sviss. 2002  FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER BLAÐ C Dortmund fylgist með Jóhannesi Karli PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F INNKAUP VIÐSKIPTI FISKVEIÐAR Ríkið hyggst spara veru- legar upphæðir í inn- kaupum með rafrænu markaðstorgi. Altech JHM framleiðir tæki til álframleiðslu og hefur smám saman vaxið að burðum. Aflaklóin Sigurður Friðriksson hefur ákveðið að hella sér í trilluharkið. EFASEMDIR/4 BÚINN/6 EKKI LENGUR/12 ÓSKAR Eyjólfsson, forstjóri Frumherja hf., sem í síðustu viku eignaðist meirihluta í fyrirtækinu með kaupum á hlutum Sjóvá- Almennra trygginga hf., Íslenskrar endur- tryggingar hf., Vátryggingafélags Íslands hf., Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og Heklu hf. í félaginu, lýsti því yfir í gær fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags síns að hann muni á næstunni bjóða hluthöfum í Frumherja hf. að kaupa hlutafé þeirra á sömu kjörum og hann gerði samning um við fyrrgreinda stærstu fyrrverandi hluthafa félagsins. Óskar átti sjálfur fyrir 7,29% hlut í félaginu. Íslandsbanki er fjármögnunaraðili verk- efnisins og mun sjá um innköllun útistand- andi hluta sem að sögn Óskars eru um 200. Vil láta jafnt yfir alla ganga „Mér finnst eðlilegt að koma með þetta út- spil núna þannig að minni hluthafar fái ekki á tilfinninguna að þeir læsist inni með sitt hlutafé. Ég vil láta jafnt yfir alla ganga,“ sagði Óskar í samtali við Morgunblaðið. Óskar segir að hluthafar séu ánægðir með verðið sem hann bjóði, eða gengið 9,01. „Ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð við þessu tilboði. Miðað við síðasta viðskipta- verð sem var 7,5 er verðið gott auk þess sem þeir sem áttu hluti frá því fyrirtækið var einkavætt og ríkið seldi á genginu 2,5 eru að fá góða arðsemi út úr viðskiptunum.“ Óskar áformar að reka félagið áfram í núverandi mynd. Hann segir að hugmyndin um að kaupa félagið hafi verið búin að blunda í sér í nokkurn tíma. Hann hafi mikla trú á félaginu, hann segir að rekst- urinn sé arðsamur og ýmsir vaxtarmögu- leikar séu fyrir hendi. Síðan Óskar tók við forstjórastarfi árið 1997 þegar Frumherji hf. var stofnaður í kjölfar breytinga sem gerðar voru á Bif- reiðaskoðun Íslands hf. hefur starfsemi fé- lagsins breyst úr því að snúast eingöngu um bifreiðaskoðanir út í alhliða þjónustu á sviði ýmiss konar skoðana og prófana ásamt annarri starfsemi. Félagið starfar nú á fimm mismunandi sviðum á um 30 stöðum á landinu. V I Ð S K I P T I Vildi ekki að smærri hluthafar læstust inni VERÐBÓLGA síðustu 12 mán- uði er 2%, en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,07% í nóvember. Hún var 223,9 stig í desem- berbyrjun og hafði hækkað um 0,2 stig frá fyrri mánuði. Verð á mat og drykkjarvörum lækkaði um 1,3%, sem hafði áhrif til 0,2% lækkunar vísitölunnar. Kjötverð lækkaði um 2,8% og hafði áhrif til 0,08% lækkunar. Jón Björnsson, framkvæmda- stjóri Baugs Íslands, segir að lækkun matvöruverðs megi að miklu leyti rekja til verðstríðs á kjötmarkaði. „Framboðið af kjöti er mjög mikið og því lækkar það hlutfallslega,“ segir hann. „Grimm samkeppni“ Jón segir að samkeppni á mat- vörumarkaði sé grimm. „Ég sé ekki fyrir endann á kjötverðstríð- inu. Á meðan við höldum uppi framleiðslutengdu landbúnaðar- kerfi eru líkur á óbreyttu ástandi. Við megum ekki gleyma því að skattgreiðendur borga brúsann, þótt þeir geri það ekki í vöruverð- inu,“ segir hann. Að sögn Jóns eru talsverðar blikur á lofti í verðlagsmálum á matvörumarkaði. „Um áramót hækka laun umtalsvert. Launa- kostnaður er stærsti kostnaðar- liður verslunar, að vöruinnkaup- um frátöldum. Ég get varla séð að verslunarfyrirtæki séu það arð- bær að þau geti borið þessa hækkun ein síns liðs,“ segir hann, „en við erum samt sem áður alltaf að leita leiða til að lækka mat- vælaverð.“ Næst á eftir mat og drykkjar- vörum lækkuðu föt og skór hvað mest af liðum vísitölunnar, eða um 1,1%, sem svaraði til 0,06% lækkunar hennar. Ferðir og flutningar lækkuðu um 1%, þar af lækkaði bensín og olíur um 3,9% og vísitalan um 0,15% vegna þeirra breytinga. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, segir að þessi lækkun bensínverðs sé í takt við þróun á gengi og heimsmarkaðsverði. „Að vísu er bensín ívið dýrara nú en um síðustu áramót, en frá 1. nóv- ember hefur lækkunin verið lið- lega 3%. Verðið hefur farið heldur hækkandi í desember, en á móti kemur styrking krónunnar,“ seg- ir hann. Minni hækkun en spáð var Hækkun vísitölunnar varð tals- vert minni en greiningardeildir fjármálafyrirtækja höfðu gert ráð fyrir. Á móti lækkun matvæla- og bensínverðs kom að áfengi og tóbak hækkuðu um 6,2%, sem hafði áhrif til 0,26% hækkunar neysluverðsvísitölunnar. Alþingi samþykkti nýlega frumvarp til laga um hækkun áfengisgjalds af sterku víni um 15% og hækkun tóbaksgjalds um 27,7%, eins og komið hefur fram áður. Verðbólga síðustu 12 mánaða á undan nam 8,6% á sama tíma í fyrra. Í frétt frá Greiningu Ís- landsbanka segir að líklegt sé að verðbólgan eigi eftir að hjaðna frekar og að við næstu mælingu sem er í upphafi janúar fari hún niður í 1,5%. 2% verðbólga síð- ustu tólf mánuði Matvöruverð lækkar um 1,3% milli mánaða og vegur á móti hækkunum á tóbaki og áfengi. Bensín lækkar um 4%. Blikur á lofti um áramótin þegar kauphækkanir taka gildi                                                              !  "  #$!%& ' (  )     !!     #$!   '(*!$& +*+ , " ,#*! %!*  - " & *   " " #$ $     % -.! !/(   )0(!  (       #*  !&  1& 2! ,   !"#$# %&' $(&)* +, 3  & % 4,  -./ & % 4  4 4 " 4  & 4  4 , '  ' ( ' '  3 & &   Miðopna: Búinn að byggja upp gott landslið Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 40 Erlent 16/21 Minningar 50/57 Höfuðborgin 22/23 Skák 63 Akureyri 25/26 Bréf 60 Suðurnes 24 Kirkjustarf 61 Landið 26/27 Dagbók 62 Neytendur 28 Fólk 64/69 Listir 31/35 Bíó 66/69 Menntun 40/41 Ljósvakamiðlar 70 Forystugrein 36 Veður 71 * * * ÍSLENSKIR jarðvísindamenn fara til Írans eftir áramótin, en írönsk stjórnvöld hafa óskað eftir því að Íslendingar aðstoði þá við að beisla jarðhita í norðurhluta Írans. Áformað er að virkja jarðhitann til raforkuframleiðslu. Þorkell Helgason orkumálastjóri sagði í sam- tali við Morgunblaðið að sendinefnd frá Íran, með varaorkumálastjóra landsins í broddi fylk- ingar, hefði komið í heimsókn til Íslands sl. sumar. Hann sagði að nefndin hefði skoðað ís- lensk orkufyrirtæki og orðið mjög hrifin af því sem hún sá. „Það er jarðhiti í Norður-Íran sem þeir vilja gjarnan virkja til raforkuvinnslu. Þeir hafa ver- ið með erlenda ráðgjöf sem þeir hafa ekki verið allt of ánægðir með. Þeir hafa mikinn áhuga á því að við fylgjum málum eftir,“ sagði Þorkell. Sérfræðingar á leið til Írans Enex hf., sem er fyrirtæki í eigu íslenskra orkufyrirtækja og einbeitir sér að því að selja þekkingu á sviði jarðhitavinnslu til útlanda, hef- ur tekið að sér að kanna þetta verkefni í Íran. Hörður Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri Enex, sagði að þriggja manna hópur jarðvís- indamanna og verkfræðinga myndi fara til Ír- ans eftir áramót. Hann sagði að Lúðvík Georgsson, verkfræðingur hjá Orkustofnun, hefði farið til Írans í lok nóvember til að kanna aðstæður. „Það er verið að byrja að bora í norðaust- urhluta Írans. Það er að sjá að áform Írana séu stórtæk. Þeir eru búnir að setja töluverða pen- inga í þetta,“ sagði Hörður. Hörður sagði að jarðhitasvæðið væri nokkuð hátt uppi í fjöllunum í Íran og þar snjóaði tals- vert yfir vetrartímann. Hann sagði of snemmt að segja til um hvort Enex kæmi til með að selja Írönum mikla sérþekkingu á sviði jarð- hitavinnslu. Þetta mál væri enn á frumstigi og myndi ekki skýrast fyrr en eftir að Íslending- arnir kæmu heim. Enex er að vinna að verkefnum víðar um heim, en stærsta verkefnið er í Kína þar sem unnið er að stóru jarðhitaverkefni. Aðstoða við jarðhitaleit í Íran HÆTT er við að jólasveinarnir ís- lensku verði vant við látnir næstu daga, en leikrit um grallaraskap þeirra og yfirbót verður flutt í Drill- Hall listamiðstöðinni í London um helgina. Leikritið heitir Gryla and the Thirteen Yule Lads og halda að- standendur sýningarinnar utan á morgun með 13 jólasveina í fartesk- inu. Felix Bergsson er höfundur og leikari verksins, sem samið er fyrir þetta tilefni, en leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir. Leikhópurinn Á sen- unni stendur að sýningunni. „Verkið er í frásagnarstíl og segir þar af því hvernig íslensku jóla- sveinarnir hættu að hrekkja og pretta og fóru að gefa börnum í skó- inn. Það verða ákveðin umskipti í lífi jólasveinanna er þeir bjarga litl- um dreng úr klóm Grýlu og jólakatt- arins. Þannig er verkið byggt á hinni sígildu sögu um Grýlu og jóla- sveinana, og nýrri sögu fléttað inní,“ segir Felix um leikverkið. Þegar Felix er spurður hvort ekki megi búast við óspektum af jóla- sveinunum í flugvélinni á leiðinni út, segir hann að grallararnir séu til allrar hamingju í brúðuformi og því auðvelt að hafa hemil á þeim. „Við fengum Helgu Arnalds til liðs við okkur og hefur hún búið til þrettán stórskemmtilegar jólasveinabrúður, sem verða með mér á sviðinu. Leik- ritið er skrifað á ensku og hafa jóla- sveinarnir því fengið ensk nöfn, Skyrgámur heitir til dæmis Skyr- gobbler, Stekkjarstaur er Stiffy- legs, Hurðaskellir verður Door- slammer og ekki má gleyma Stúfi eða Stubby,“ bætir Felix við. Morgunblaðið/Kristinn Felix Bergsson í hrókasamræðum við Grýlu og einn hinna óstýrilátu sona hennar en öll eru þau á leið til London. Íslenskir jólasveinar á faraldsfæti ENGAR fjárhæðir um hækkuð fram- lög EFTA-ríkjanna í þróunarsjóð Evrópusambandsins (ESB) munu vera nefndar í samþykkt sem utan- ríkisráðherrar ESB gerðu á fundi í Brussel í fyrradag um samningsum- boð fyrir viðræður við fulltrúa Ís- lands og hinna EFTA-ríkjanna í EES, Noregs og Liechtenstein, um aðlögun EES-samningsins að stækk- un ESB til austurs. Í samningsum- boðinu segir aðeins, að fjárframlögin ættu að „endurspegla stækkun ESB“. Bætt samningsstaða Í texta samningsumboðsins er ennfremur kveðið á um að í viðræð- um um aðalkröfu ESB í þessu sam- hengi – að framlög EFTA-ríkjanna í þróunarsjóði ESB verði stóraukin – sé rétt að tekið verði tillit til „sér- stakra aðstæðna“ í EFTA-löndunum, en að mati heimildamanns Morgun- blaðsins í utanríkisþjónustunni felur þetta í sér að ESB lýsi vilja til að taka tillit til landfræðilegrar jaðarlegu Ís- lands. Þetta atriði bæti samnings- stöðu Íslendinga þegar kemur að því að semja um þær upphæðir sem sanngjarnt þyki að verði framlag Ís- lands til þeirra sjóða ESB sem veittir eru styrkir úr til fátækari héraða sambandsins, en fjárþörfin til slíkra verkefna eykst gríðarlega með inn- göngu fyrrverandi kommúnistaríkj- anna í álfunni austanverðri sem á að koma til framkvæmda 1. maí 2004. Ráðamenn ESB leita því allra leiða til að afla fjár í þessa sjóði og þeim þykir það eðlileg krafa að ríku Vestur-Evr- ópuríkin í EFTA, sem njóta góðs af þátttöku í innri markaðnum, leggi meira af mörkum til að fjármagna þessa sögulegu „endursameiningu Evrópu“. Eins og áður hefur komið fram er kveðið á um það í samningsumboðinu að ESB muni fara fram á að fá að- gang að fjárfestingum í íslenzkum og norskum sjávarútvegi gegn því að EFTA-ríkin fái tollfrjálsan aðgang að stækkuðum innri markaði Evrópu fyrir sjávarafurðir sínar. Þessi krafa er sprottin af því að Noregur og Ís- land hafa farið fram á að innganga Mið- og Austur-Evrópuríkjanna í ESB skapi ekki nýjar viðskiptahindr- anir, en þar sem í fríverzlunarsamn- ingum EFTA-ríkjanna við hin vænt- anlegu nýju ESB-ríki er kveðið á um tollfrelsi í viðskiptum með sjávaraf- urðir vilja Norðmenn og Íslendingar semja um einhverjar ráðstafanir til að milda skellinn sem það veldur að óhagstæðari markaðsaðgangssamn- ingar EES taka við er ESB stækkar til austurs. Í norska blaðinu Nationen í gær er fullyrt að Íslendingar, sem hafa verið virkir í fjárfestingum í sjávarútvegs- fyrirtækjum innan ESB, m.a. í Þýzkalandi, væru ekki eins harðir á að hafna þessari kröfu ESB og Norð- menn. Öllum slíkum fullyrðingum var vísað á bug í utanríkisráðuneyt- inu; spurningin um fjárfestingar út- lendinga í sjávarútveginum væru af- ar viðkvæmt mál sem Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra – og reyndar allir sem mælt hefðu fyrir Ís- lands hönd í samskiptum við fulltrúa Evrópusambandsins – segði að kæmi ekki til greina að opna á, nema í sam- hengi við hugsanlegar aðildarviðræð- ur að ESB. Engar fjár- hæðir nefndar Ráðherrar ESB afgreiða samn- ingsumboð vegna stækkunar EES JARÐSKJÁLFTA varð vart í vestanverðum Mýrdalsjökli í svonefndri Goðabungu í gær og í fyrradag. Fjórir skjálftar komu fram á mælum Veður- stofunnar í gær. Samkvæmt upplýsingum frá jarðskjálfta- deild Veðurstofunnar er stærsti skjálftinn sem mælst hefur 2,6 á Richter-kvarða og varð hann klukkan níu í fyrra- kvöld. Að sögn Eriks Sturkells á jarðskjálftadeild Veðurstof- unnar hafa yfir 3.000 skjálftar yfir 1,5 á Richter mælst í Mýr- dalsjökli það sem af er þessu ári en þeir voru um 1.500 í fyrra. Sagði hann að þessi skjálftavirkni þýddi ekki endi- lega að frekari jarðhræringar væru í vændum en að vel væri fylgst með svæðinu. Jarðskjálft- ar í Mýr- dalsjökli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.