Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þetta langar mig í .... Sem tónlistarmaður kann ég vel að meta bjarta liti og líflegar myndir. Hrafnkell Pálmarsson tónlistarmaður Gallerí Fold — fyrir jólin Sigrún Eldjárn Haraldur Bilson Sossa Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400, www.myndlist.is AFSÖKUNARBEIÐNI Trents Lotts, leiðtoga repúblikana í öld- ungadeild Bandaríkjaþings, vegna ummæla sem hann lét falla ný- verið virðist lítið hafa dregið úr gagnrýni á þing- manninn. Hafa leiðtogar svert- ingja jafnvel lýst efasemdum um að Lott sé hæfur til að gegna for- ystuembætti í þinginu en repúblik- anar tryggðu sér meirihluta í öld- ungadeildinni í kosningunum í nóvember. Gagnrýnin kemur til af því að Lott lét orð falla í 100 ára afmælisveislu Stroms Thurmonds, sem senn lætur af þingmennsku, fyrir helgi sem mátti túlka þannig að hann væri að mæla bót þeirri stefnu sem áður réð ríkjum í Suðurríkjum Bandaríkj- anna og markaðist af andstöðu við að svertingjum yrðu veitt aukin lýðrétt- indi. Thurmond bauð sig fram til for- seta árið 1948 sem fulltrúi Suður- ríkjamanna sem hlynntir voru að- skilnaði hvítra manna og svartra. Sagði Lott í afmælisveislu Thur- monds að íbúar Mississippi, en það- an kemur Lott, væru stoltir af því að hafa á sínum tíma kosið Thurmond fremur en aðra frambjóðendur í kosningunum 1948. Sagði hann að „ef aðrir íbúar landsins hefðu gert slíkt hið sama hefðum við ekki þurft að takast á við öll þessi vandamál seinna meir“. Lott hefur verið hart gagnrýndur vegna þessara ummæla og á mánu- dag sendi hann frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar og sagði að sumt í ræðu sinni, sem hann flutti til heiðurs afmælisbarninu, hefði mátt misskilja. Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild- inni, segir hins vegar að Lott geti af- sakað sig eins oft og hann vilji. Það dugi ekki til að afturkalla þau um- mæli sem hann lét falla. Hart sótt að Trent Lott Washington. AP. Trent Lott BRESKIR vísindamenn segja að þeir kunni óvart að hafa uppgötvað hina fullkomnu getnaðarvarnapillu fyrir karla, að sögn kanadíska dag- blaðsins The Globe and Mail. Enn á eftir að prófa pilluna á mönnum, en við tilraunir á músum hefur efnið í pillunni, sem er sykra, fullnægt öllum skilyrðum sem prýða mega góða „karlapillu“. Hægt er að taka það í pilluformi, það er fljótvirkt, áhrifin vara ekki of lengi og aukaverkanirnar eru engar. Dr. Frances Platt, lífefnafræð- ingur við Oxford-háskóla, og fleiri vísindamenn voru að rannsaka mögulega notkun sykrunnar sem lyfs við gaucher-sjúkdómnum, sem er sjaldgæfur, arfgengur efna- skiptasjúkdómur, er þeir tóku eftir því að karlkynsmýs, sem tilraunin var gerð á, urðu ófrjóar er þær fengu efnið. Það hafði aftur á móti engin áhrif á kvendýr. Efnið virkar sem getnaðarvörn með því að afmynda sæðisfrumur þannig að þær geta ekki synt að eggi kvendýrsins. Og jafnvel þótt þær nái að egginu geta þær ekki fest sig við það, sem er lykilatriði í frjóvgun. Vísindamennirnir ætla að hefja tilraunir með efnið á mönnum á næsta ári, en segja að þrjú til fimm ár kunni að líða áður en ljóst verði hvort hér sé raunverulega komin pillan sem 80% karlmanna, víða um heim, hafa í könnunum sagst áhugasamir um að eiga kost á. Hin fullkomna karlapilla? lega fækkandi. Flest umsóknarríkin höfðu svo að segja lokið sínum aðild- arviðræðum, með þeim fyrirvara að skyldu Pólverjar ná að semja um einhverjar frekari tilslakanir af hálfu ESB ættu þau einnig tilkall til hlið- stæðra breytinga á sínum samning- um. Þolinmæðin á þrotum Per Stig Möller, utanríkisráð- herra Danmerkur sem gegnir for- mennskunni í ESB fram að áramót- um, sagðist vongóður um að unnt yrði að ljúka öllum aðildarsamning- unum á morgun, föstudag. En hann varaði við því að komið væri að tak- mörkum þanþols ESB hvað varðar skuldbindingar til fjárútláta vegna stækkunarinnar til austurs. Það verður í höndum ríkisstjórna og þjóðarleiðtoga núverandi ESB- landanna fimmtán að taka endanlega ákvörðun um fjármögnun stækkun- arinnar, en reiknað er með því að á fyrstu þremur árunum eftir stækk- un, 2004–2006, verði rétt rúmlega 40 milljörðum evra, andvirði um 3.400 ÆÐSTU fulltrúar núverandi og til- vonandi aðildarríkja Evrópusam- bandsins (ESB) hófu að tínast til Kaupmannahafnar í gær, en þess er vænzt að leiðtogafundurinn sem þar hefst í dag muni marka allmikil tíma- mót í sögu Evrópusamrunans, er gengið verður frá aðildarsamningum við tíu ríki í austanverðri álfunni á einu bretti og táknrænn endir þar með bundinn á klofning hennar frá því á dögum kalda stríðsins. Háttsettir talsmenn ESB hafa sagzt vongóðir um að takast muni á fundinum að leysa síðustu hnútana við frágang aðildarsamninganna. Flest hinna tíu verðandi aðildarríkja hafa fallizt á megindrætti fjárhags- legra þátta aðildarinnar. Á loka- sprettinum hafa fulltrúar Póllands – langfjölmennasta landsins í þessari stækkunarlotu – verið tregastir til að sættast á það sem ESB hefur boðið og vilja fá meira fé úr sameiginleg- um sjóðum ESB, einkum til stuðn- ings pólskum landbúnaði. Síðustu sólarhringana fyrir fund- inn fór ásteytingarsteinunum greini- milljarða íslenzkra króna, varið til uppbyggingar og nútímavæðingar á atvinnulífi og innviðum nýju aðild- arríkjanna, sem flest eru fátæk fyrr- verandi kommúnistaríki. Kýpur sameinuð í ESB? Auk þess að ljúka aðildarsamning- um við átta ríki í Mið- og Austur- Evrópu og Miðjarðarhafseyríkin Kýpur og Möltu munu leiðtogarnir þurfa að svara kröfum Tyrkja um að- ildarviðræður. Þykir líklegast að leiðtogarnir komi sér saman um að bjóða Tyrkjum að hefja viðræður á árinu 2005, ef þeir hafa þá unnið til þess með því að ná árangri í að hrinda í framkvæmd umbótum á sviði mannréttinda, lýðræðis og efnahagslegs stöðugleika sem færa landið nær því að uppfylla viðmið og reglur ESB. Ráðamenn ESB, með for- mennskuríkið Danmörku fremst í flokki, vonast ennfremur til að á fundinum í Kaupmannahöfn takist að ná sögulegum sáttum í Kýpurdeil- unni. Talsmenn Sameinuðu þjóð- anna tilkynntu í gær, eftir því sem AFP-fréttastofan greindi frá, að lokatilraun yrði gerð í tengslum við leiðtogafundinn til að fá fulltrúa beggja þjóðarbrotanna, Kýpur- Grikkja og Kýpur-Tyrkja, til að und- irrita samkomulag um að sameinuð Kýpur gengi í ESB árið 2004. Ráðamenn ESB hafa áður sagt, að takist ekki að ná samkomulagi tím- anlega um aðild beggja eyjarhlut- anna verði gríska hlutanum, sem er eina alþjóðlega viðurkennda ríkið á eynni, veitt innganga. Mestur er nú þrýstingurinn á leið- toga Kýpur-Tyrkja, sem hafa stjórn- að norðurhluta eyjarinnar frá því tyrkneski herinn gerði innrás árið 1974, í kjölfar þess að af hálfu þáver- andi herforingjastjórnar í Aþenu voru uppi áform um að sameina Kýp- ur Grikklandi. Rauf Denktash, sem farið hefur fyrir Kýpur-Tyrkjum síð- ustu áratugina, dró þó úr vonum manna um sögulegar sættir er hann sagðist ekki ætla að mæta til Kaup- mannahafnar. Tímamóta vænzt í Kaup- mannahöfn Á leiðtogafundi Evrópusambandsins sem hefst í Kaupmannahöfn í dag er þess vænzt, að sögn Auðuns Arnórssonar, að gengið verði frá aðildarsamningum við tíu ríki og lok „kalda-stríðs-klofnings“ álfunnar þar með innsigluð. Reuters Danskir lögreglumenn við Bella Center í Kaupmannahöfn í gær, þar sem leiðtogafundur ESB fer fram. auar@mbl.is PÁFAGARÐUR staðfesti í gær, að Bernard Law, kardináli í Boston, væri þar niðurkominn en búist er við, að erkibiskupsdæmi hans verði lýst gjaldþrota vegna mikilla bóta- krafna frá fólki, sem prestar hafa beitt kynferðislegu ofbeldi. Hafa 58 prestar á Boston-svæðinu krafist af- sagnar Laws. Law kom í Páfagarð um síðustu helgi en talið er, að þar muni hann leita samþykkis páfa við því, að erki- biskupsdæmi hans verði lýst gjald- þrota. Yfir því vofa bótakröfur frá meira en 400 manns, sem segjast hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu presta. Með gjaldþroti ynn- ist meiri tími, kröfuhafar yrðu að sameinast í einn hóp og sett yrðu tímamörk fyrir nýjar kröfur. Á móti kæmi, að kirkjan yrði að galopna reikninga sína en eignir erkibiskups- dæmisins eru metnar á 110 milljarða íslenskra króna. Eru þær aðallega í fasteignum, sem yrðu seldar. Ófær um andlega leiðsögn Í bréfi, sem 58 prestar á Boston- svæðinu hafa birt, hvetja þeir Law til að segja af sér. Segja þeir, að vegna atburða síðustu mánaða sé hann ekki lengur fær um að veita erkibiskups- dæminu þá andlegu leiðsögn, sem nauðsynleg sé. Kaþólska kirkjan í Boston hefur enn á ný birt skjöl um presta, sem sakaðir hafa verið um kynferðislegt ofbeldi. Af þeim má sjá, að farið var að taka harðar á málum eftir 1993 en þá setti kirkjan sér ákveðnar reglur í þessum efnum. Á framkvæmdinni varð þó stundum mikill misbrestur. Prestar krefjast afsagnar kardinála Boston. AP, AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.