Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EKKI myndu allir treystasér til að kaupa skip áhafsbotni upp á sitt ein-dæmi og taka að sér að koma því til hafnar innan nokkurra vikna frá kaupunum. Það gerir Haukur Guðmundsson, eigandi Ís- húss Njarðvíkur, hins vegar. Hann er potturinn og pannan á bak við björgun fjölveiðiskipsins Guðrúnar Gísladóttur KE-15, sem sökk eftir að það steytti á skeri á leið inn til löndunar í Leknesi í N-Noregi. Inn- anborðs var einn verðmætasti farm- ur Íslandssögunnar, 870 tonn af frystum síldarflökum. Haukur segir að farmurinn sé enn frosinn samkvæmt útreikningum sérfræðinga og ef allt gengur að óskum ætti því að vera hægt að gæða sér á síldinni, sem veidd var í sumarbyrjun, um áramótin. Farm- urinn sé frosinn og í miklum massa. Mikill kuldi hafi verið í frystihólfinu þegar skipið fór niður og menn hafi reiknað það út að frostið þar núna ætti að vera um 12–15 gráður. Guðrún Gísladóttir steytti á skeri hinn 18. júní síðastliðinn og sökk tæpum sólarhring síðar. Guðrún var eitt stærsta og öflugasta skip ís- lenska flotans. Skipið kom til heima- hafnar í Keflavík í september árið 2001 og var því búið að vera innan við ár í notkun, hjá útgerðarfélaginu Festi, þegar það sökk. Samkvæmt norskum lögum eiga eigendur skipa sem sökkva innan norskrar lögsögu að bera allan kostnað af hreinsun og þeim framkvæmdum sem þarf að ráðast í vegna skipskaðans. Haukur Guðmundsson fylgdist með fréttum af skipinu frá því það sökk. Hann segir að svo hafi virst að enginn ætlaði að skipta sér af skip- inu og því hafi hann farið að hugleiða það í lok ágústmánaðar hvort hann gæti ekki keypt skipið og náð því upp. Bróðir Hauks keypti danskt flutningaskip, Marianne Danielsen, sem strandaði við Grindavík árið 1989 og lukkaðist sú björgun mjög vel. „Þá fór maður að spekúlera í þessum hlutum,“ segir Haukur sem hefur allt frá árinu 1976 unnið við hvers konar flutninga og verktöku. Fyrirtæki hans, Íshús Njarðvíkur, leigir út kæligeymslur. Kaupverð ekki gefið upp „Fyrsti formlegi fundurinn var 5. september. Þá var búið að gera frumdrög að því hvernig ætti að standa að þessu. Upphaflega hug- myndin hefur sáralítið breyst þótt hún hafi aðeins þróast.“ Rúmum mánuði síðar keypti Haukur skipið en hann hefur ekki viljað gefa upp kaupverðið. „Fólk hefur giskað á allt frá 5.000 krónum upp í 50 milljónir. Ég get upplýst að kaupverðið liggur á því bili,“ segir Haukur kankvís. Mengunarvarnir norska ríkisins (SFT) höfðu gefið fyrri eigendum skipsins frest til 15. október til að fjarlægja olíuna um borð í skipinu, um 300 tonn, og frest til 1. maí næsta vor til að fjarlægja flakið. Ó gerðarfélagið Festi eftir þv urinn yrði framlengdur, skipið hafði verið selt einu áður en það átti að vera búi lægja olíuna. Fór SFT ei aðgerðaáætlun nýrra eigen „Þeir sendu til okkar tvo það vildi okkur til happs voru kunnáttumenn, með mikla kunnáttu í þessum Annar þeirra var frá Nors Flókin aðgerð bjarga fjölveið Þremur aðferðum verður beitt til að koma Guðrúnu Gísladóttur KE-15, sem liggur á hafsbotni undan strönd- um Noregs, aftur upp á yfirborðið en stefnt er að því að skipið verði komið til hafnar fyrir jól. Nína Björk Jóns- dóttir ræddi við Hauk Guðmundsson, manninn á bak við þessa miklu björgunaraðgerð. Avisa Nordland/Lars Starfsmenn Íshúss Njarðv unnu við það á dögunum á inni í Leknesi að koma gúm blöðrum fyrir í net. Þær v an notaðar ásamt öðrum b að lyfta skipinu af hafsbot AÐ KOMA 2.252 tonnaskipi af hafsbotni ogflytja það til hafnar ervandasamt verk. Hauk- ur Guðmundsson, eigandi Íshúss Njarðvíkur, segir að þremur að- ferðum verði beitt við að lyfta skipinu upp. Átta tankar verði fylltir af lofti og festir utan í skip- ið, þá verði lofti dælt inn í fisk- geymslutanka og gúmmíbelgir fylltir lofti festir utan í stafn þess. Skipið liggur á um 40 metra dýpi í ljósum skeljasandi á stjórn- borðshlið, sem er hægri hlið skips- ins. Sjáanlegar skemmdir eru ekki miklar, en í ljós á eftir að koma hvernig hliðin sem skipið liggur á lítur út. Haukur segir heppilegt að hvítur sandur sé á botninum, þá sé bjartara niðri á dýpinu og auð- veldara fyrir menn að athafna sig. Fyrsta skrefið í aðgerðunum verður að sökkva stórum tönkum niður til skipsins og binda þá við bakborðshliðina. Alls verða not- aðir átta tankar og eru þeir stærstu þeirra 24 metrar á lengd og 4 metrar á breidd. Fyrst verða þrír tankar festir á bakborðshlið- ina, sem snýr upp, lofti dælt inn í þá og sjó út. Með þessu verður skipið rétt við. Þá verða þrír tank- ar festir á stjórnborðshliðina og tveir á skutinn. Þá verður lofti dælt inn í fiskgeymslutanka á skipinu og sjó dælt út. Við það mun skutur skipsins fara að reis- ast upp og koma upp úr sjónum, eins og sést á skýringarmyndinni. Þá verða tíu gúmmíbelgir með lofti, sem allir eru nokkrir metrar á lengd, festir á stafn skipsins og við það mun skipið koma að mestu leyti upp úr hafinu. Líklega mun það mara í hálfu kafi og þannig verður skipið dregið til hafnar í Leknesi, um fimm sjómílna leið en þar hefur Haukur fengið hafn- arpláss fyrir skipið. Haukur segir að einnig hefði verið hægt að lyfta skipinu upp með pramma. „Norðmenn spurðu af hverju við vildum nota tanka og við spurðum af hverju ekki? Við vissum um þessa tanka og keypt- um þá. Það er bæði ódýrara og þegar menn hífa skip upp með pramma eru þeir alltaf að berja skipinu við botninn. Tankarnir láta skipið hins vegar fljót legheitunum upp.“ Haukur segir að hann h ið afburðafólk með sér í þ verkefni. Sigurður Jónsso tæknifræðingur stjórni ve hafi gert alla útreikninga lega eftir að byrjað var að irbúa aðgerðirnar hafi Sig fengið vélstjórann á Guðr Gísladóttur til liðs við sig, hann þekkir alla króka og skipinu. Þá hafi Haukur r geir Loga Ásgeirsson, fyr )9/= >6!96 = = Q3 H =!!$9!   H= K>H =!  !$9! >$! : !!$9!H = M  ;!$9!!! !  9/$ 4 .!$9! ;  B;  )9 >=$ ? !$ (  " % )>!$!  9 > 9 99 Tankar, belgir og loft lyfta skipinu GRÆNT LJÓS Á KAUPÞING Sænska fjármálaeftirlitið hefursamþykkt yfirtöku Kaupþingsbanka á sænska bankanum JP Nordiska. Í kjölfarið verður Kaup- þing banki skráður í kauphöllinni í Stokkhólmi á næstu vikum. Verður það í fyrsta skipti sem íslenskt félag er skráð bæði í innlendri og erlendri kauphöll. Um 86% hluthafa JP Nordiska hafa samþykkt yfirtökutilboð Kaupþings banka og fá þeir afhent hlutabréf í Kaupþingi banka í skiptum fyrir bréf- in. Eignir Kaupþings eftir samein- inguna nema samkvæmt upplýsingum úr níu mánaða uppgjöri 229 milljörð- um króna en til samanburðar eru eignir Búnaðarbankans metnar á tæpa 244 milljarða, eignir Lands- bankans á rúma 275 milljarða og eign- ir Íslandsbanka á tæpa 313 milljarða króna. Eigið fé Kaupþings banka er eftir sameininguna metið á 18,6 milljarða miðað við níu mánaða uppgjör en eigið fé Íslandsbanka 20,4 milljarða, Landsbankans 16,3 milljarða og Bún- aðarbankans 14,9 milljarða króna. Í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Sigurði Einarssyni, forstjóra Kaup- þings banka, að um ánægjulegt skref sé að ræða fyrir Kaupþing enda hafi kaupferlið verið bæði langt og strangt. Hann segist aldrei hafa efast um samþykki sænska fjármálaeftir- litsins enda hafi Kaupþing banki unn- ið undir öflugu eftirliti íslenska fjár- málaeftirlitsins. „Þeir starfa eftir sömu reglum EES hér í Svíþjóð og heima á Íslandi. Það er fyrst og fremst mismunandi menning milli landa sem hefur valdið erfiðleikum, t.d. mismun- andi uppröðun á rekstrarreikningi og öðru slíku sem við höfum þurft að hafa fyrir að útskýra,“ sagði Sigurður í Morgunblaðinu í gær. Í sænskum fjölmiðlum hefur yfir- taka Kaupþings á JP Nordiska verið gagnrýnd. Meðal annars af sænskum samtökum hlutabréfaeigenda fyrir að fara ekki að sænskum siðareglum hvað varðar hlutabréfaviðskipti og af fyrrverandi stjórnarformanni JP Nordiska fyrir að fara of hratt í sak- irnar. Starfshættir Kaupþings hafa einnig verið umdeildir hér á Íslandi. Hraður vöxtur fyrirtækisins hefur vakið spurningar í fjármálalífinu hér, svo og aðild þess að ýmsum viðskiptasamn- ingum, sem valdið hafa umróti í við- skiptalífinu. Í ljósi þessa er erfitt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri, að sam- þykkt sænska fjármálaeftirlitsins sé tvímælalaust traustsyfirlýsing fyrir Kaupþing. Ætla verður að könnun Svía á rekstri fyrirtækisins hafi verið nákvæm og að þessi niðurstaða verði Kaupþingi til framdráttar. Það er ánægjulegt að sjá útrás ís- lensks fjármálafyrirtækis af þeim toga sem nú er að verða að veruleika í tilfelli Kaupþings banka og gefur von- andi fyrirheit um frekari útrás ís- lenskra fyrirtækja. LAUNAMUNUR KYNJANNA HÉR OG ERLENDIS Launamunur kynjanna er umtals-verður hér á landi, það er óum- deilt. Fjöldi vandaðra kannana hefur sýnt fram á þetta og jafnvel þótt tekið sé tillit til allra þeirra þátta, sem nefndir eru sem skýringar á munin- um á launum kvenna og karla, t.d. vinnutíma, menntunar, starfs- reynslu, starfsvettvangs, ábyrgðar o.s.frv., stendur eftir talsverður mun- ur, sem ekki verður skýrður með neinu öðru en kynferði – eða kannski öllu heldur hefðbundnum viðhorfum til hlutverka kynjanna. Hins vegar höfum við Íslendingar stundum talið okkur standa framarlega í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og ýmsum kunna því að koma á óvart niðurstöð- ur fjölþjóðlegrar rannsóknar, sem gerð var á vegum Evrópusambands- ins, en þær sýna fram á að launamun- ur sé mestur á Íslandi af þeim sex Evrópuríkjum, sem könnunin náði til. Þau eru auk Íslands Noregur, Dan- mörk, Bretland, Austurríki og Grikk- land. Á það ber að líta að könnunin nær aðeins til þriggja starfsstétta, þ.e. verkfræðinga, framhaldsskólakenn- ara og fiskvinnslustarfsfólks. Sam- kvæmt henni er munurinn á greiddu tímakaupi kvenna og karla 9% hjá kennurum, 14% hjá verkfræðingum og 20% hjá fiskvinnslufólkinu. Á það ber að líta að hér er ekki um að ræða mun, sem skýrist eingöngu af kyn- ferði, heldur ræður t.d. mismunandi vinnutími og starfsvettvangur miklu. Könnunin varpar hins vegar ljósi á það að bæði vinnutími og starfsvett- vangur eru mismunandi eftir kyn- ferði – karlar vinna t.d. mun meira en konur en konur raðast fremur í lægst launuðu störfin. Kjarni málsins hér er að könnunin, sem gerð er með sama hætti í sex löndum, sýnir fram á meiri launamun á Íslandi en í hinum ríkjunum. Þannig er launamunurinn í viðkomandi stétt- um 39% hjá þeim, sem starfa hjá hinu opinbera en 6–14% í samanburðar- löndunum. Á almenna vinnumarkaðn- um eru íslenzku karlarnir, sem könn- unin tók til, með 27% hærri laun en konurnar í sama hópi, en í hinum ríkj- unum fimm var munurinn 16–27%. Það má taka undir það með Þor- gerði Einarsdóttur, lektor í kynja- fræðum við Háskóla Íslands, að mik- ilvægt er að rannsaka betur í hverju sérstaða Íslands í þessum efnum er fólgin og hvað skýrir hana. Jafnframt gengur það að mörgu leyti gegn við- teknum hugmyndum að launamunur- inn sé meiri í opinbera geiranum en á almenna vinnumarkaðnum, sem gæti bent til þess að markaðslögmálin séu ekki svo afleitt tæki í baráttunni fyrir auknu jafnrétti kynjanna. Mætti gjarnan beina athygli rannsakenda að þessu atriði. Hins vegar eigum við ekki að sætta okkur við að koma launamun kynj- anna í svipað horf og í nágrannalönd- unum. Við eigum að stefna að því að útrýma honum; það er sameiginlegt hagsmunamál launafólks og vinnu- veitenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.