Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 49 HVERS vegna er ég á móti virkj- unum og annarri eyðileggingu há- lendisins norðan Vatnajökuls og í Þjórsárverum? Þegar ég skoða hug minn, þá er það auðfundið að þar eru tilfinningar í fyr- irrúmi. Fyrstu viðbrögð við eigin spurningu verða því þau, að ég hef það bara á tilfinningunni að rangt sé að skerða þetta hálendissvæði. En er hægt að taka mark á tilfinningum þegar um harða pólitík er að ræða? Það er auðvitað erfitt að leggja til- finningar á vogarskál og meta ná- kvæmlega þyngd þeirra. En samt hafa tilfinningar heilmikið að segja í pólitík, sem og í öðrum þátt- um lífsins, og tilfinningar tengjast jarðbundnum veruleika beint eða óbeint, eins og til dæmis þeim veru- leika að lifa af og eins hvernig lífsins er notið. Tilfinningar eru vegvísar á sannleika, öðruvísi vegvísar að sann- leikanum en útreikningar verkfræð- inga. Stundum leiða þessir ólíku veg- vísar okkur að sömu niðurstöðu, þótt mér finnist að í verkfræðiútreikninga vanti oft samhengi hlutanna í tíma og rúmi. Auðvitað þurfum við að nýta móður Jörð og lifa af landinu, en farsælast væri fyrir okkur að nýta Jörðina með samhengi hlutanna að leiðarljósi. Ef ráðamenn hleyptu tilfinningum að þeim pólitísku málum sem þeir glíma við og skoðuðu síðan vel rætur tilfinn- inganna, þá er ég viss um, að þeir sæju betur þetta samhengi hlutanna í tíma og rúmi, en tækju síður ákvarð- anir út frá þröngsýnum sjónarmiðum. Nú líta allir hreyknir til Sigríðar í Brattholti fyrir þann tilfinningahita sem hún sýndi í baráttu sinni til að bjarga Gullfossi frá eyðileggingu fyrir nærri 100 árum síðan. Hún var tengd fossinum sterkum tilfinningaböndum og hefur eflaust fundið fyrir þeirri næringu, sem ótamin náttúran gefur okkur mönn- unum. Faðir hennar Tómas Tómas- son í Brattholti var eigandi fossins ásamt öðrum bónda. Ýmsir kaup- sýslumenn föluðust eftir fossinum til kaups eða leigu á þessum árum og buðu eigendum gríðarmikið fé. Tóm- as neitaði lengi vel, lét þó tilleiðast og 20. febr. 1909 var gerður samningur við Þorleif Guðmundsson á Stóru Há- eyri til 150 ára um leigu á Gullfossi til iðnreksturs. 20. mars sama ár fram- seldi Þorleifur kaupmanni í Reykja- vík samninginn, en hann tók síðan gildi 1912. Tómas fékk bakþanka og upp frá því hófust málaferli, þar sem hann reyndi að fá samninginn ógild- an. Sigríður barðist, af mikilli þraut- seigju, með föður sínum, fyrir afnámi samningsins í þau sex ár sem mála- ferlin stóðu, en dómurinn féll 21. okt. 1918, þeim feðginum í óhag. Þá hótaði Sigríður að henda sér í fossinn þegar fyrsta skóflustungan yrði tekin vegna virkjunarframkvæmda. Á meðan málaferlin stóðu yfir var árleg leiguupphæð lögð inn í banka og beið niðurstöðu dómsins. Tómas not- aði féð til að greiða málskostnað eftir að dómur landsyfirréttar var upp kveðinn. Árið 1928 hætti leigugjald að berast fyrir fossinn og gekk leigu- samningurinn því til baka. Ekki veit ég hvað varð til þess að kaupsýslu- mennirnir hættu við áform sín um að virkja Gullfoss en sennilega hafa það verið einhverjar aðrar ástæður en mótstaða Sigríðar. Það sem skiptir máli núna er að við eigum Gullfoss óskertan og það er ekki síður mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það var tilfinningahiti Sig- ríðar í Brattholti og innri sannfæring, sem var hennar vegvísir að sannleika. Sannleika sem núna er öllum augljós. Ég ætla að taka annað dæmi, sem ekki endaði eins vel. Virkjunin í Alta-héraði í Norður- Noregi var tekin í notkun í maí 1987. Náttúruverndarsinnar voru þá lengi búnir að berjast gegn þessari virkjun en ekki var á þá hlustað. Í lok 8. ára- tugar var hervaldi beitt til að koma mótmælendum af vettvangi, þegar þeir hugðust stöðva framkvæmdir. Gro Harlem Brundtland þáverandi forsætisráðherra Noregs lýsti því yfir seinna, árið 1989, að engin nauðsyn hefði verið á að byggja virkjunina í Alta og að hún sæi eftir því að hafa beitt sér fyrir þessum framkvæmd- um. Hún sá þá líka, en of seint, hve neikvæð áhrif virkjunin hafði á nátt- úruna. Gro Harlem hefur sennilega ekki gefið tilfinningum sínum og innsæi nægilegt rými við hlið útreikn- inga verkfræðinga, á meðan hún var í ríkisstjórn. Virkjunin í Alta hafði ýmis áhrif á íbúa Alta-héraðs og menningu þeirra, t. d. hrundi hreindýrabúskapur Sama á svæðinu. Einnig töpuðust ýmsar náttúruperlur, t.d. eyðilagðist stærsta gljúfur Norður–Evrópu. Í nýlegri bók um Altalaxinn kemur fram að ein að- alforsenda virkjunarleyfisins á sínum tíma hafi verið að framkvæmdirnar sköðuðu ekki þann einstæða laxastofn sem ólst upp í ánni. Þessi forsenda var þverbrotin. Við sem búum hér á Íslandi erum aðeins pínulítið brot af mannfjölda Jarðarinnar, en við höfum til umráða land stórbrotinnar náttúru, sem við smátt og smátt höfum verið að upp- götva og varla enn búin að átta okkur á því hvaða fjársjóð við eigum hér í ósnortinni náttúru landsins. Við erum rétt farin að skilja það að náttúra Ís- lands er alveg einstök hér á Jörðinni og ekki síður mikilvæg en fornbók- menntir okkar . . . og við skulum gæta okkar . . . við eigum falleg gull, sem við skulum ekki brjóta og týna. Núna þegar við teljumst til ríkustu þjóða hér á Jörðu, þá ættum við að hafa efni á því að varðveita fegurðina. Jarðbundnar tilfinningar Eftir Borghildi Óskarsdóttur „...við eig- um falleg gull, sem við skulum ekki brjóta og týna.“ Höfundur er myndlistarmaður. BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR „Maður getur alveg notað ömmu sína fyrir vin.“ „Sjáðu hvað þetta hjól er lítið á mig.“ „Ég ætla að kyssa konuna mína þegar ég verð stór.“ „Alltaf þegar ég segi eitthvað ljótt orð segi ég þrjú falleg í staðinn.“ „Alltaf þegar pabbi minn er að tala við mig þá er ég bara heyrnarlaus.“ „Mér er svo illt í röddinni að ég get ekki farið út.“ Það eru engin takmörk fyrir því hvað börnunum okkar getur dottið í hug. Tilsvör þeirra eru einlæg og falslaus en jafnframt bráðskemmtileg og þrungin visku þess sem sér ekki nýju fötin keisarans. G U L L K O R N BÓKIN SEM LÝSIRÍ SKAMMDEGINU Stangaveiðihandbókin svarar öllum helstu spurningum veiði- mannsins um veiðiár og veiðivötn. Jafnt fyrir þaulvana veiðimenn sem byrjendur. Fjöldi mynda og korta. Metsö lubók sumars ins 2. prentun Í Fátæku fólki segir Tryggvi Emilsson ótrúlega örlagasögu sína. Betri kostur – kjötréttir geymir úrval uppskrifta að ljúffeng- um réttum sem allir eru í samræmi við manneldismarkmið Manneldisráðs. „Óhætt er að fullyrða að æviminningar Tryggva Emilssonar séu með merkustu ævisögum sem gefnar hafa verið út ...“ GÁG Sönn örlagasaga Hollt og gott Hálendishandbókin hefur slegið í gegn hjá öllu áhugafólki um náttúru Íslands. „Mæla má eindregið með bók þessari handa þeim sem vilja kynnast öræfa- slóðum.“ ÁHB í Mbl. Metsö lubók! Gjöf veiðimannsins Bókin í jeppann Suðurlandsbraut 10 • 108 Reykjavík Sími 533-6010 • skerpla@skerpla.is Verð aðeins 599 kr. Fæst í Hagkaupum Endurútgefin í kilju 4. prentun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.