Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 69
LJÓN sem líktist meira kú með nátt-
húfu, ET sem reyndist vera tré, um-
ræða um Gulleyjuna án þess að
minnast mætti á Langa-Jón silfur,
gullkistu eða eyland, var meðal þess
sem kom við sögu í fyrsta leik spila-
klúbbs fótboltafélagsins Strumpa í
spilinu Party & Co. á föstudags-
kvöldið.
Áður en hægt var að hefja spilið
þurfti þó að fara nokkrum sinnum
yfir reglur Party & Co. sem virtust í
fyrstu æði flóknar enda heilt fugla-
bjarg að túlka þær við borðið, en
reyndust þó við nánari skoðun vera
einfaldar og skilmerkilega útskýrð-
ar. Þá var skipt í lið og þróuðust heit-
ar umræður að venju út í að einföld
skipting var notuð: Stelpur á móti
strákum (lesist: stelpurnar vinna
strákana). Utan á kassanum stendur
að í hverju liði geti verið 3–20 liðs-
menn, en sennilega voru fimm
manna lið „Strumpa“ og „Strympna“
hæfilega stór.
Sérstaða Party & Co. felst í því
hversu fjölbreytt spilið er og er rétti-
lega lýst með því að það sé blanda af
spurningaspili, Actionary og Teikni-
spilinu. Liðsmenn fá að spreyta sig í
öllum þessum flokkum eftir því
hvernig litaðan reit þeir kjósa að
velja sér hverju
sinni, en að auki
bætast við tveir
nýir flokkar sem að
mati spilaklúbbsins
voru skemmtileg
nýbreytni í spilamennskunni.
Hvað dettur þér í hug þegar
þú heyrir „kjúklingur“?
Annars vegar er um að ræða flokk
sem kallast „Vörumerki“ og gengur
út á það að þegar ákveðið orð er
nefnt detti liðsmönnum í hug sama
vörumerkið sem það segi svo upp-
hátt, samtímis! T.d. þegar sagt er
„jeppi“ sé sá sem spilið dró og félagi
sem hann velur með sér úr liðinu á
einu máli um jeppategundina (svo
reyndist reyndar ekki vera í okkar
tilfelli!).
Þá kemur valmöguleikinn „Bann-
orð“ fyrir í Party & Co. Til að fá rétt
verða liðsmenn að giska á orð sem
félagi þeirra í liðinu má ekki segja
(augljóslega!) en hefur að auki lista
yfir önnur orð sem lykilorðinu tengj-
ast og ekki má nefna. Það getur því
vafist fyrir sumum að lýsa Jacques
Chirac, forseta Frakklands, þegar
ekki má segja „forseti“, „Frakkland“
og nokkur önnur orð (einum liðs-
manni tókst það hins vegar snilld-
arlega!). Reyndar voru ekki allir á
einu máli um túlkun á reglum í sam-
bandi við „Bannorðið“ svo lá við vin-
slitum eða svona hér um bil. Það var
þó ekkert við því að gera annað en að
rökræða, semja og sættast.
Líkt og í Teiknispilinu fá liðsmenn
að spreyta sig á því að teikna orð
sem getur verið allt á milli himins og
jarðar. Einnig fá þeir að leika orð
líkt og í Actionary en í Party & Co.
má reyndar nota hljóð með sem er í
fyrstu erfitt að venjast þar sem var-
irnar hafa hingað til verið innsiglað-
ar í látbragðsleikjaspilum. Það
kemst þó upp í vana en spurningin er
þá hvort ekki verði erfitt að spila
Actionary næst!
Fjölbreytnin er aðalsmerki Party
& Co. sem fyrr segir. Það sem spila-
klúbburinn hafði helst við spilið að
athuga við fyrstu kynni var að
spurningar og teikniorð væru of létt.
Þegar á leikinn leið og spennan jókst
var þó flestum orðið ljóst að spurn-
ingarnar eru miserfiðar og því oft
töluverð áskorun. Því má heldur ekki
gleyma að spilið er líka hugsað sem
fjölskylduspil svo allir geti verið með
óháð aldri. Einhverjir söknuðu líka
hasarsins sem fylgir því þegar lið
keppa sín á milli við að teikna og
leika og allt ætlar um koll að keyra
þegar tíminn er að renna út.
Það er auðvitað alltaf sjúklega
gaman að spila nýtt spil, en leiðinn
gerir vanalega vart við sig annað
veifið og spilið er þá hvílt í vikur og
jafnvel mánuði. Ég sé þó fyrir mér
að Party & Co., fjölbreytninnar
vegna, verði töluvert spilað yfir há-
tíðirnar bæði í spilaklúbbnum, sem
samanstendur að stórum hluta af
einhleypu fólki á besta aldri, sem og í
stórfjölskyldunni sem eru einstak-
lingar á aldrinum 2–60 ára.
Fjölbreytt og fjörugt spil
Nokkur ný og forvitnileg spil koma
út fyrir þessi jól. Sunna Ósk Loga-
dóttir hóaði í eftirlætisspilafélag-
ana og spreytti sig í Party & Co.
GÍTARGOÐIÐ Pete Townshend
segir í viðtali við breska götublaðið
The Sun í vikunni að hann sé svo að
segja alveg
heyrnarlaus.
Þessi gamli gít-
arbrjótur úr Tho
Who, sem á sín-
um tíma var yf-
irlýst háværasta
rokkhljómsveit í
heimi, segir að
heyrninni hafi
hrakað mjög á síð-
ustu tónleikaferð sem sveitin fór í um
Bandaríkin á árinu og nú sé svo kom-
ið að hann grein vart hvað hann leik-
ur á gítarinn … Dánardómstjóri hef-
ur loksins komist að niðurstöðu um
hver var dánarorsök félaga Towns-
hend í The Who, bassaleikarans
John Entwistle. Staðfestir úrskurð-
urinn það sem marga hafði grunað,
að hjarta hans hafi gefið sig vegna
kókaínneyslu en tvær gerðir eiturefn-
isins fundust í blóði hans … Dómstóll
hefur dæmt bandarískt klámdreifing-
arfyrirtæki til að greiða kvikmynda-
stjörnunni Pamelu Anderson og
tónlistarmanninum Tommy Lee fyrr-
verandi eiginmanni hennar jafnvirði
um 64 milljóna króna hvoru í bætur
auk málskostnaðar fyrir að dreifa
myndbandi sem sýndi þau hjónin í
ástarleikjum. Myndbandinu, sem þau
hjónin tóku sjálf, var stolið af heimili
þeirra árið 1995 og hefur síðan orðið
eitt mest selda klámmyndband sög-
unnar. Ólíklegt þykir þó að And-
erson og Lee fái féð nokkurn tímann
í hendurnar því klámjöfurinn seki er
stunginn af til Taílands …
FÓLK Ífréttum
Townshend
Sýnd kl. 4. Ísl tal Vit 448
ÁLFABAKKI KRINGLA AKUREYRI KEFLAVÍKÁLFABAKKI AKUREYRI/KEFLAVÍK
Kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 Kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 8 og 10. Vit 474
1/2HK DV ÓHT Rás2
SV Mbl RadíóX
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Sýnd kl.9.Vit 479
ÁLFABAKKI KEFLAVÍK ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI
RadíóX
DV
kemur öllum í jólaskap
Sýnd kl. 9. Auka sýning.
AKUREYRI
4 8 . 0 0 0 G E S T I R Á 1 9 D Ö G U M
Roger Ebert
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P Í ÁLFABAKKA KL. 4 OG 8. B. I. 16. VIT 469.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8. Vit 468
HL MBLKvikmyndir.is