Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 13 ER ÞESSI BÓK... ...með svarið sem þú hefur leitað að - en aldrei fundið?! Handbók byggð á reynslu, þekkingu, skilningi og umfram allt kærleika. „Svo kom sá dagur að áhættan sem fylgdi því að vera lokaður blómhnappur varð sársaukafyllri en áhættan sem fylgdi því að opna sig og blómstra.“ Er ekki kominn tími til að gera það bara? „Æðisleg bók sem stelpur á öllum aldri þurfa að eiga. Fann strax við fyrsta lestur ýmsar leiðbeiningar sem ég get notfært mér.“ Sóley Elíasdóttir, leikkona. Bókin er jákvæð, hnitmiðuð og vel orðuð, hvorki of stíf né of væmin. Fjallar um flesta þætti sem konur þurfa að hyggja að til að byggja upp jákvætt og heilsteypt líf.“ Stella Sæmundsdóttir, verslunarstjóri Betra Líf. „Frábær bók. Einföld og raunhæf og auðvelt að fylgja leiðbeiningunum í henni.“ Herdís Finnbogadóttir, sálfræðinemi við Háskóla Íslands. „Yfirgripsmikil og góð handbók sem hentar vel þeim sem vilja breyta um lífsstíl. Í bókinni er fjöldi gagnlegra heimilda og tilvísana. Hún nær kjarnanum úr mörgum mjög merkum fræðum. Það er mikil þörf fyrir þessa bók.“ Anna Katrín Ottesen, sjúkraþjálfari. Þessi litla bók getur breytt stórum hlutum til góðs í lífi þínu - og annarra. ALLUR INNBLÁSTUR kemur frá andanum... ... og lögmál hans eru jafn raunveruleg og þyngdarlögmálið! Þetta er bók sem mun fylgja þér svo lengi sem þú spyrð spurninga og vilt fá svör. Dan Millman er þekktur í heimalandi sínu fyrir ótrúlegt andlegt þrek sem hann þurfti að nota þegar hann varð fyrir hræðilegu slysi. Þá skrifaði hann metsölubókina Way of The Peaceful Warrior sem farið hefur sigurför um allan heim. „Við erum í mikilli þörf fyrir bækur eins og þessa. Láttu hana ekki fram hjá þér fara.“ John Bradshaw, höfundur bókarinnar Heimkomunnar. „Þessa bók er ekki hægt að leggja frá sér. Hún er full af andlegum gullmolum.“ Gerald G. Jampolsky, höfundur bókarinnar Fyrirgefningin - heimsins fremsti heilari. Þú getur öðlast dýpri merkingu, tilgang og tengingu við sköpunarverkið með því að taka eitt skref: opna bók sem þú munt leita í aftur og aftur, eftir innblæstri og leiðbeiningum á lífsins leið. LÖGMÁL SEM MUNU HJÁLPA ÞÉR YFIR HVERJA HINDRUN SEM LÍFIÐ LEGGUR FYRIR ÞIG Á LEIÐ TIL MEIRI ÞROSKA! Símar 435 6810, 698 3850 og 891 6811. Aðrar sígildar metsölubækur: Staðfestingarspjöldin komin aftur: MARKÚS Örn Antonsson út- varpsstjóri hefur ákveðið að ráða Elínu Hirst í starf frétta- stjóra Sjón- varpsins. Bjarni Guð- mundsson framkvæmda- stjóri Sjón- varpsins stað- festi þessa ákvörðun í samtali við Morgunblaðið. Elín fékk þrjú atkvæði á fundi útvarpsráðs á þriðjudag- inn en Sigríður Árnadóttir fréttamaður fjögur atkvæði. Bogi Ágústsson, nýráðinn yfir- maður fréttasviðs Ríkisút- varpsins, mælti hins vegar með Elínu í starfið. Elín Hirst ráðin fréttastjóri Elín Hirst Á FUNDI landbúnaðarnefndar Al- þingis á mánudag var farið yfir erfiða stöðu á kjötmarkaðinum en að óbreyttu stefnir í mikla umframfram- leiðslu á kinda- kjöti. Drífa Hjartar- dóttir, formaður nefndarinnar, segir ljóst að miklar birgðir séu til af kinda- kjöti í landinu þar sem mikill samdráttur hafi orðið í sölu á því síðustu mánuðina. Það stefni í mik- inn vanda vegna þessa þegar komi fram á næsta ár. „Það er alveg ljóst að markaður fyrir kindakjöt hér innanlands hef- ur minnkað mikið. Ég tel að í raun hafi bændur verið hvattir til of mikillar framleiðslu miðað við þró- un innanlandsmarkaðarins. Á sama tíma næst ekki nema lítið brot í út- flutning. Það er lítils háttar aukn- ing í útflutningnum en alls ekki nægjanlegt til þess að draga úr umframframleiðslu. Síðasti bú- vörusamningur var að mínu viti of framleiðsluhvetjandi og ég held að menn hafi verið of bjartsýnir á sölu á innanlandsmarkaði og eins á útflutning á kindakjöti.“ Bóndinn fær lítið Drífa bendir á að skilagjald til bænda í útflutningi sé svo lágt að í raun sé bóndinn lítið eða ekkert að fá fyrir vinnu sína. Útflutningurinn sé auk þess svo lítill að ekki sjái högg á vatni. Þá hafi offramleiðsla á svína- og kjúklingakjöti skekkt myndina enn frekar fyrir sauðfjár- bændur. „Maður sér fram á að það stefni í hrun í greininni að óbreyttu og það yrði mjög sárs- aukafullt.“ Drífa segir að landbúnaðarnefnd hafi miklar áhyggjur af stöðu mála; sjálf telji hún nauðsynlegt að taka á umframframleiðslu á kinda- kjöti fyrir næstu sláturtíð svo vandinn verði ekki óviðráðanlegur. Formaður land- búnaðarnefndar Alþingis Stefnir í erfiða tíma fyrir sauð- fjárbændur Drífa Hjartardóttir DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.