Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HREINN Haraldsson, yfirmaður þróunarsviðs Vegagerðarinnar, flutti fyrirlestur á japansk-nor- rænu ráðstefnunni um umhverf- ismál en þema ráðstefnunnar í ár var samgöngur og umhverfi. Ein- um fulltrúa frá hverju Norður- landanna er jafnan boðið sérstak- lega og flytur hann stóran fyrir- lestur á ráðstefnunni. „Á ráðstefnunni eru fyrst og fremst Japanir, einkum háskóla- fólk og menn úr bílaiðnaðinum auk embættismanna. Ingimundur Sig- fússon, sendiherra Íslands í Japan, fékk mig til þess að fara fyrir hönd Íslands. Ég flutti þarna tölu- vert mikinn fyrirlestur um orku- málin hér á landi, jarðhitann og vatnsaflið, kvaðir á okkur í Kyoto- bókuninni og fór síðan yfir stefnu stjórnvalda að Ísland verði fyrsta vetnissamfélag heimsins.“ Hreinn segir að margir Japananna hafi heyrt ávæning af þessu og hafi verið spenntir að fá að fræðast frekar um málið. „Þetta vakti heil- mikla athygli og þá sérstaklega hinn pólitíski stuðningur við málið hér á landi. Menn eru að vinna að vetnismálum víða um heim, s.s. bílaframleiðendur og háskólastofn- anir, en það er hvergi nema hér sem stjórnvöld hafa myndað sér sérstaka stefnu í vetnismálum og við erum eitt af fyrstu ríkjunum sem fara í alvöru tilraunir með vetni en á næsta ári á að knýja þrjá strætisvagna með vetni,“ seg- ir Hreinn. Hreinn Haraldsson fjallaði um vetnismál í fyrirlestri sínum í Japan. Kynnti vetnis- mál í Japan ÁRNI Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi R-listans, segir ekki mega undir nein- um kringumstæðum einkavæða Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Umræða um hugsanlega sölu borgarinnar á hlut hennar í Landsvirkjun verði að taka mið af þeim pólítísku markmiðum. Hann segir frá- leitt að borgar- sjóður gangist í frekari ábyrgðir fyrir Landsvirkjun, sérstaklega þegar haft er í huga að Kárahnjúkavirkjum sé líklega afar óarðbær framkvæmd. Í því sambandi gæti komið til greina að ríkið leysi 45% eignarhlut borgarinn- ar í fyrirtækinu til sín. Þetta kemur fram í pistli Árna á heimasíðu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík. Í grein- inni bendir Árni á að borgin standi sjálf í orkuframleiðslu í gegnum Orkuveitu Reykjavíkur og það geti orkað tvímælis að borgin eigi aðild að tveimur orkufyrirtækjum. Hins veg- ar sé Landsvirkjun og Orkuveitan hvor tveggja fyrirtæki sem veiti veigamikla grunnþjónustu og sem megi ekki lenda á uppboðsmarkaði fjármagnseigenda. „Þessi fyrirtæki á ekki að einka- væða undir neinum kringumstæð- um,“ segir Árni í pistli sínum. „Á sama hátt og það er yfirlýst stefna núverandi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að einkavæða ekki Orkuveitu Reykjavíkur eða einstaka hluta hennar, á að mínum dómi hið sama að eiga við um afstöðu Reykja- víkur gagnvart Landsvirkjun og eignarhlut borgarinnar þar. Og um- ræða um hugsanlega sölu borgarinn- ar á hlut hennar í Landsvirkjun verð- ur að taka mið af þessum pólitísku markmiðum en má ekki bera vott um von um skjótfenginn gróða.“ Ábyrgðir vegna Landsvirkjunar þegar um 40 milljarðar Þá bendir Árni á að ábyrgðir borg- arinnar vegna Landsvirkjunar séu í dag um 40 milljarðar króna. Virkjun- arframkvæmdirnar við Kárahnjúka muni kosta um 100 milljarða og þar af leiðandi nemi ábyrgð borgarsjóðs vegna þeirra framkvæmda um 45 milljörðum króna. „Það er ríflega 50% hærri upphæð en árlegar út- svarstekjur borgarinnar,“ segir Árni. „Allir sjá hversu fráleitt það er fyr- ir borgarsjóð Reykjavíkur að gangast í frekari ábyrgðir, einkum þegar haft er í huga að Kárahnjúkavirkjun er að öllum líkum afar óarðbær fram- kvæmd, en einnig og ekki síður út frá umhverfissjónarmiðum. Borgin getur hins vegar ákveðið að synja um ábyrgð vegna framkvæmdarinnar og þannig komið á framfæri skýrum skilaboðum um afstöðu til þessa máls. Sé það eftir sem áður einbeittur ásetningur ríkisvaldsins að knýja í gegn Kárahnjúkavirkjun verður það sjálft að axla alla ábyrgð á þeim skuldbindingum sem því fylgja og þá hlýtur að koma til umfjöllunar að rík- ið leysi til sín eignarhluta borgarinn- ar í fyrirtækinu.“ Árni Þór Sigurðsson um hlut borgarinnar í Landsvirkjun Ekki má einka- væða fyrirtækið Árni Þór Sigurðsson KÍNVERSKIR tónar hljómuðu í anddyri Borgarleikhússsins í gær við opnun kínverskrar vörusýn- ingar en hingað til lands er komin um 120 manna viðskipta- sendinefnd beint frá Kína. Langflestir Kínverjanna koma að vefnaðarvöruframleiðslu og munu þeir kynna framleiðsluvör- ur sínar íslenskum viðskiptavin- um og kanna markaðsmöguleika hér. Vill fjölga ferðum Kínverja G.Y. Lin, umboðsmaður Flug- leiða í Kína sem hafði veg og vanda af sýningunni, segist von- ast til þess að hægt verða að auka bæði verslun og ferðalög milli Kína og Íslands. Lin segir menn hafa haft áhuga á að fjölga ferða- mönnum frá Kína og þá einkum utan hefðbundins ferðamanna- tíma. „Kína er risastór markaður sem er að opnast og reyndar er það svo, að nú eru t.d. fleiri millj- arðamæringar í Kína en Japan. Vandræði með vegabréfsáritanir hafa hins vegar staðið mönnum fyrir þrifum og verið hár þrösk- uldur og mörg tækifæri tapast vegna þess. En þetta er smám saman að skána og hingað komu um fimmtán sendinefndir frá Kína í fyrra. Við erum því einkum að huga að opinberum sendi- nefndum, s.s. á vegum einstakra borga, og svo viðskiptasendi- nefndum á borð þá sem núna er stödd hér og svo í þriðja lagi sam- skipti á menningarsviðinu.“ Lin segir að stóru fyrirtækin setji Ísland vart í fyrsta sæti og því leggi menn áherslu á að fá hingað miðlungsstór og lítil fyr- irtæki. „Það er mikill áhugi hjá þeim að kynna vörur sínar hér og þannig gefst þeim kostur á að reyna vörur sínar hér og sækja kannski í framhaldinu á Evr- ópumarkað ef undirtektir reynast vera góðar. Ég er því að vonast til að við fáum fleiri viðskipta- nefndir á borð við þessa til lands- ins og raunar er væntanleg ein nefnd í hverjum mánuði á næst- unni.“ Flutt var kínversk tónlist í anddyri Borgarleikhússins við opnun kínversku vörusýningarinnar í gær. Kynna kínverskar vefnaðarvörur Um 120 manna viðskiptasendi- nefnd komin til landsins frá Kína Sendiherra Kína á Íslandi, Jiang Zhengyun, Ólafur Egilsson, sendi- herra Íslands í Peking, og G.Y. Lin. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins SAMTÖKIN World Wide Fund for Nature segjast hafa allar stað- reyndir og upplýsingar um virkj- unar- og álversframkvæmdir á Austurlandi eftir opinberum gögn- um og skýrslum. Yfirlýsingar utan- ríkisráðherra, Halldórs Ásgríms- sonar, þess efnis að samtökin hafi beitt sér gegn Kárahnjúkavirkjun með röngum upplýsingum bendi til þess að opinberar upplýsingar um framkvæmdina séu ekki réttar. Ofmeta áhrif okkar á erlend byggingarfyrirtæki „Það væri auðvitað ákaflega gott ef samtökin hafa haft jafnmikil áhrif á fyrirtæki sem hættu við að taka þátt í útboðinu eins og menn hafa viljað láta í veðri vaka. En því miður verð ég að draga í efa að sú hafi verið raunin,“ segir Samantha Smith, einn framkvæmdastjóra WWF. Hún segist ekki vilja svara um- mælum utanríkisráðherra sérstak- lega, samtökin geri sér grein fyrir að þau hafi verið sett fram á póli- tískum vettvangi og þau kjósi frek- ar að ræða almennt en ekki um- mæli einstakra manna. „Þær upplýsingar sem við höfum notað og stuðst við koma allar frá íslenskum stofnunum og fyrirtækj- um og við vinnum eingöngu með staðreyndir sem byggjast á rann- sóknum og skýrslum vísinda- manna. Þannig að ef utanríkisráð- herra telur að við höfum stuðst við rangar upplýsingar er líklegt að slíkt hið sama eigi við um ráð- herrann.“ Ræddu einungis við NCC Varðandi þetta segir Árni Finns- son, framkvæmdastjóri Náttúru- verndarsamtaka Íslands, að hinn 29. nóvember sl. hafi fulltrúar NCC mætt á fund WWF í Noregi til að ræða hugsanlega þátttöku þess fyrirtækis í byggingu Kára- hnjúkavirkjunar. „Fundurinn var haldinn að beiðni NCC. WWF lýsti afstöðu sinni til verkefnisins, líkt og marg- oft hefur komið fram opinberlega. Einnig fengu fulltrúar NCC afrit af skýrslu Þorsteins Siglaugssonar í enskri þýðingu. Annað efni var þeim ekki afhent fyrir utan það sem NCC getur skoðað á vefsíðu okkar eða WWF. Aðrir verktakar hafa ekki fengið eða farið fram á upplýsingar.“ WWF um ásakanir utanríkisráðherra Studdumst eingöngu við opinber gögn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.