Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 51
sögu póstsins bar á góma, allt frá atburðaríkum stríðsárum með samskiptum við setulið til þróunar á tækniöld seinni tíma þar sem stríðið fólst í hanaslag valdamanna lítilla sanda, lítilla sæva. Eftir því sem ég best veit var heilsa Reynis góð um dagana en síðustu ár hrakaði honum hratt. Þrátt fyrir ástúð og umhyggju skyldmenna varð lífið þungbært án Stefaníu, mikilhæfrar eiginkonu hans, sem lést fyrir nokkrum ár- um. Við Stefanía Guðmundsdóttir unnum á sama vinnustað, Veður- stofu Íslands, og með því hófust kynni okkar Reynis. Stefanía heit- in sá um mötuneyti Veðurstofunn- ar og Reynir átti að vonum oft leið um, einkum er þau hjón voru á leið úr og í vinnu. Þegar yfir lauk höfðum við Reynir Ármannsson átt margvís- leg samskipti. Börn mín unnu hjá honum við póstútburð sumur og á jólum. Þótt nú sé nokkuð um liðið hefur Reynir af hlýhug og hug- ulsemi öðru hverju öll árin síðan spurt um líðan þeirra og gengi í útlöndum þar sem þau eru búsett, og beðið að heilsa. Reynir var mikill félagsmála- maður og gaf sig að ýmsum þjóð- þrifamálum svo um munaði. Þótt hann hefði áhuga og þekkingu á þjóðmálum lét hann ekki til sín taka í stjórnmálaflokkum. Hann helgaði frístundir sínar verkefnum ópólitískra félagssamtaka sem hann taldi vinna að betra mannlífi. Eru ekki tök á því að rekja slíkt hér, en margir munu eiga góðar minningar um farsælt samstarf við Reyni og trausta forystu hans, stillingu hans, lagni og lipurð, kryddaða kímni og uppörvandi úr- ræðum hins þaulreynda fé- lagsmanns. Reynir skirrðist ekki við að glíma við að rétta við gömul félög sem lent höfðu í ógöngum. Með kímniglampa í augum mund- andi ilmandi vindilinn sagðist hann vera að moka flórinn. Reynir hafði lag á að fá fólk til að fylgja sér á djúpin er vinna átti að hugsjónamálum. Mig fékk hann í stjórn Nátt- úrulækningafélags Reykjavíkur. Var það fróðlegur tími og kynntist ég þar góðu fólki. Hins vegar af- þakkaði ég að ráði konu minnar, þegar Reynir stakk upp á að kæmi ég til liðs við sig í Neytendasam- tökin. Ég læsi aldrei verðmiða og kann það víst ekki enn. Þannig hafði Reynir meiri tiltrú á mér en ég átti skilið. Lokið er farsælli ævi góðs manns. Við Jóhanna, kona mín, vottum Ármanni, systkinum hans og fjölskyldum samúð okkar í söknuði þeirra. Blessuð sé minning Reynis Ármannssonar. Þór Jakobsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 51 ✝ Þórhildur Magn-úsdóttir fæddist í Reykjavík 21. janúar 1958. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Magnús Þór Mekk- inósson kaupmaður, f. 16. júní 1928, d. 15. febrúar 1990, og Guðrún Sigurðar- dóttir bókavörður, f. 23. ágúst 1926. Systkini hennar eru Sjöfn kennari, f. 18. mars 1950, börn Jóhann Sebast- ian, f. 1976, og Stefán Magnús, f. 1977; Hólmfríður bókasafnsfræð- ingur, f. 4. febrúar 1955, maki Sverrir M. Albertsson, börn Magnús Þór, f. 1978, Ari, f. 1982, Eva, f. 1987, Elsa, f. 1988, Albert, f. 1992, og Erna f. 1993; Þorlákur vélaverkfræðingur, f. 19. mars 1956, maki Þórhildur Pét- ursdóttir, börn Hjalti, f. 1982, Sól- rún Una, f. 1990, Guttormur, f. 1993, og Björg f. 1996, Guðrún Þóra jarð- fræðingur, f. 17. mars 1961, maki Óskar Knudsen, börn Þóra, f. 1985, Sturla, f. 1987, Harpa, f. 1992, og Edda, f. 1993. Þórhildur ólst upp í Garðabæ frá átta ára aldri. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborg- arskóla í Hafnarfirði og námi frá Fósturskóla Íslands. Hún starfaði sem fóstra þar til hún lét af störf- um af heilsufarsástæðum. Útför Þórhildar var gerð frá Fossvogskirkju 10. desember. Við vorum mágkonur og bárum sama skírnarnafn. Langömmur okkar voru líka nöfnur en þó óskyldar. Við Þórhildur Magnús- dóttir vorum svo ánægðar að heita báðar Þórhildur, okkur fannst nafnið bæði fallegt og tengja okk- ur við fortíðina. Það var líka margt annað sem nafna mín var ánægð með og gat verið stolt af. Í bernsku glímdi Þórhildur við erfið veikindi en náði furðugóðri heilsu með aðstoð læknavísind- anna. Hún menntaði sig og starfaði sem leikskólakennari í nokkur ár, festi kaup á íbúð, ferðaðist og undi glöð við sitt. Vera hennar á vinnu- markaðnum varð kannski styttri heldur en hún hefði sjálf kosið vegna skertrar starfsorku. Þá komu sér vel þeir eðliskostir sem Þórhildur hafði þegið í vöggugjöf; vilji, bjartsýni, þrautseigja og nægjusemi. Hún fann lífi sínu nýj- an farveg. Þær mæðgur Guðrún og Þórhildur voru einstaklega nánar og ófu sitt líf saman. Þær gengu, syntu, fóru í búðir, leikhús og ferðalög svo fátt eitt sé nefnt. Aldrei varð ég þess vör að Þór- hildur saknaði nokkurs í lífi sínu eða öfundaði aðra. ,,Ég er svo rík“, sagði hún. ,,Ég á öll þessi systk- inabörn og góða fjölskyldu.“ En systkinabörnin áttu hana líka; hún var þeirra kona. Þórhildi gátu þau treyst, hún var örlát á tíma sinn og tilfinningar og leit á öll systkina- börnin, sextán talsins, sem jafn- ingja sína. Þórhildur kunni manna best að hlakka til. Hvort sem um var að ræða ferðalag til útlanda eða sjúkravist, sem í vændum var, virt- ist hún geta skýlt sér á bak við eft- irvæntinguna. Þórhildi fannst lífið eitt ævintýri og hún hlakkaði svo til að erfiðu köflunum lyki. Þannig var það líka þegar hún lagði upp í sína hinstu ferð, full trausts og bjartsýni. Brátt yrði þessu lokið og hún héldi jól og gæfi gjafir eins og fyrr. Okkur datt varla annað í hug. Þess vegna er svo erfitt að trúa því að okkar kæra Þórhildur muni ekki koma til baka úr þessu ferða- lagi. Megi fegurð og hlýja umlykja Þórhildi Magnúsdóttur þar sem hún er nú. Þórhildur Pétursdóttir. Síðasta vika hefur verið mér og mínum ansi erfið. Það er eitthvað sem maður vill ekki venjast, að kveðja ástvini. Ekki síst þegar það gerist eins skyndilega og óvænt eins og þegar þú fórst frá okkur, elsku Þórhildur mín. Allan þann tíma sem liðinn er frá fæðingu minni, þessi rúmlega 20 ár, þá höfum við verið mjög ná- in. Það byrjaði með því að þú pass- aðir mig svo mikið fyrir mömmu meðan ég var smábarn. Svo stækk- aði ég smám saman og varð eldri og eldri. En þú fylgdist alltaf jafn mikið með mér og okkur hefur alltaf þótt svo vænt hvoru um ann- að. Sumir myndu furða sig á því hvað þú nenntir að hafa mig með þér. Þú tókst mig með í Þórsmörk, það var mín fyrsta útilega. Svo fór- um við oft saman í strætó í bæinn þegar ég var lítill. Undir það síð- asta var það ég sem var farinn að bjóða þér í bíltúr. Við fórum ein- mitt í bíltúr síðasta skiptið sem við vorum saman. Ég kom til þín seint um kvöld á nýja bílnum og þú tókst ekki annað í mál en að skoða hann og fara smá hring á honum. Við keyrðum um Garðabæinn og spjölluðum um daginn og veginn. Og mér fannst þér líða svo vel. Þú hefur, eins og ég sagði áðan, alltaf fylgst svo vel með mér og mínu lífi. Síðustu þrjú ár eða þann tíma, sem ég hef verið sá eini hér á Íslandi úr minni fjölskyldu, liðu sjaldan meira en kannski tvær vik- ur á milli þess að við töluðum sam- an. Þótt það væri ekkert að frétta þá hringdirðu í mig bara til að heyra í mér. Svo hringdirðu líka þegar þú varst í vandræðum með tölvuna eða myndbandið. Mér fannst það svo gaman að geta hjálpað þér með þessi tæknimál, sem þú varst ekkert alltof mikið inní. Svo kysstirðu mig alltaf bless. Ég mun sakna þess. Það var svo margt sem mig langaði að gera með þér og ég hlakkaði þess vegna svo mikið til að þú kæmir heim af spítalanum eftir aðgerðina. Við vorum búin að tala um það að fara saman á Amig- os og fá okkur mexíkanskan mat. Svo átti ég eftir að kynna hana Erlu mína fyrir þér. En það er víst of seint núna. Eitt af þeim skiptum þegar við vorum saman þegar ég var lítill, þá kynntirðu sjálfa þig sem frænku mína. Ég var nú frek- ar ósáttur við það. Þú varst nefni- lega vinkona mín. Þetta var áður en ég skildi það að þú gast bæði verið frænka mín og vinkona mín í einu. Því það varstu. Og þú varst besta vinkona sem ég hef átt. Takk fyrir þessi yndislegu 20 ár sem við höfum átt saman. Þú lifir í minn- ingunum. Ari Sverrisson. Elsku Þórhildur. Þetta er mitt síðasta bréf til þín. Þú getur ekki verið dáin, þú mátt ekki vera dáin. Þú varst alltaf svo glöð og ánægð. Ég á aldrei aftur eftir að tala við þig, fá bréf eða e-mail frá þér. Ég er svo fegin að þú og amma komuð í vor. Það var svo gaman að vera með ykkur. Við Elsa rifumst um hvar þú ættir að sofa, inni hjá mér eða henni. Við vildum báðar hafa þig. Ég gat talað endalaust við þig um allt og alltaf þegar ég hlusta á The Calling á ég eftir að hugsa um þig. Takk fyrir alla göngutúrana niður í center og sól- böðin úti á verönd. Ég trúi því ekki að þú sért farin. Ég skil það ekki. Þetta er eins og vondur draumur og ég bíð eftir að vakna. Síðan við fluttum til Danmerkur hefur vantað mikið um jólin. Þig og ömmu. En ég huggaði mig við það að þegar við einhvern tímann kæmum til Íslands gætum við haldið jól saman aftur. En það get- um við ekki. Við getum aldrei aftur haldið jól saman. Við getum aldrei talað saman eða grínast saman. Ég hef hugsað um hvar þú ert núna. Hvað sem verður eftir dauðann vona ég að þú sért með afa og að þú vitir hvað okkur þykir vænt um þig og söknum þín. Ég sakna þín svo. Ég hef aldrei grátið svona mikið í einu. En alltaf þegar ég hætti hugsa ég um eitthvað, sé eitthvað eða heyri eitthvað sem lætur mig byrja aftur. Það verður engin Þór- hildur sem hringir í mig á afmæl- isdeginum mínum og ekki fleiri naglalökk í safnið mitt. Ég er ekki ennþá farin að trúa því að þú sért dáin. Ég er búin að skoða myndir af þér og lesa bréfin frá þér. Þú varst svo lifandi, svo skemmtileg, svo góð. Ef ég bara gæti séð þig í síðasta sinn og kvatt þig. Takk fyrir tá-sokkana og öll bréfin. Ég er svo fegin að ég þekkti þig og að þú varst hluti af lífi mínu. Takk fyrir allt. Eva Sverrisdóttir, Danmörku. ÞÓRHILDUR MAGNÚSDÓTTIR ✝ JónheiðurNíelsdóttir fæddist á Æsustöð- um í Saurbæjar- hreppi í Eyjafirði 21. maí 1916. Hún andaðist á Elli- og dvalarheimilinu Grund 5. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurlína Rósa Sig- tryggsdóttir, f. 5. júlí 1876, d. 15. jan- úar 1956, og Níels Sigurðsson, f. 5. október 1874, d. 29. september 1950, en þau bjuggu á Æsustöðum á árunum 1906 til 1945. Systkini Jónheiðar voru: 1) Jónína Hólmfríður, f. 17. jan- úar 1897, d. 4. janúar 1931, gift Auðun Smára, Braga og Baldur. Hinn 5. október 1940 giftist Jónheiður Hafliða Þóri Jónssyni, píanóleikara, f. 16. júlí 1918. Foreldrar hans voru Ingibjörg Margrét Þorláksdóttir og Jón Hafliðason, sem lengi var kennd- ur við Trésmiðjuna Völund í Reykjavík. Jónheiður og Hafliði eiga þrjár dætur: a) Hrönn Ingi- björgu, f. 4. júlí 1942, sem gift er Ísólfi Þór Pálmarssyni, píanó- smið, þau eiga tvö börn, Hafliða Birgi og Andreu Jónheiði, og sex barnabörn. b) Erlu Sigurlínu, f. 26. maí 1947, sem gift var Andr- ési B. Sigurðssyni, framkvæmda- stjóra, þau eiga fjögur börn, Kristínu Hrund, Jón Heiðar, Sig- urð Betúel og Agnar Hafliða. c) Jónínu Hólmfríði, f. 13. ágúst 1954, Hún er gift Jóni Eiríkssyni, málarameistara, og eiga þau þrjú börn, Eirík, Sigrúnu og Haf- liða Þóri. Útför Jónheiðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Sveini Frímannssyni, þau áttu tvö börn, Svövu og Níels. 2) Valdimar, f. 3. des- ember 1899, d. 8. nóvember 1900. 3) Valdimar, f. og d. 1. júní 1902. 4) Helga Marín, f. 21. júní 1903, d. 28. apríl 1986. Hún var gift Pálma Jósepssyni, skólastjóra, þau skildu. Helga og Pálmi áttu ekki börn, en Helga eign- aðist tvær dætur, Huldu Auði og Eddu Rósu. 5) Steingrímur, f. 17. október 1912, d. 28. ágúst 2001. Hann var kvæntur Sigríði Jónínu Pálma- dóttur og áttu þau þrjá syni, Lýs milda stjarna leiðir jarðar allar. Leys hverja deilu, er mennirnir kljást. Líknaðu þreyttum þegar degi hallar. Við þröskuldinn hinsta skal sigurinn nást. Ástúðin er hann, inn í hjörtun fer hann. Umhyggju ber hann í brennandi ást. (Úlfur Ragnarsson.) Hún Heiða, tengdamóðir mín, er farin héðan frá okkur. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Heiða og Hafliði hafa allan sinn hjúskap búið á Njálsgötu 1 en þau höfðu verið gift í 62 ár. Þang- að kom ég fljótlega eftir að ég kynntist konunni minni. Ég var mikið á heimili hennar, þar sem ég er úr Eyjafirði eins og hún. Heiða var glæsileg kona, öll ákvarðana- taka fumlaus og rökföst. Að fara með henni á ball með Kátu fólki var skemmtun sem henni líkaði vel. Dans og aftur dans var það sem Heiða elskaði. Alla tíð voru dýr henni kær og hændust þau mjög að henni. Eitt sinn áttum við saman kisu, sem svaf hjá henni í hádeginu og mér á kvöldin. Kisi var okkur báðum mikið hjartans mál. Ef Heiða var á gangi úti sog- uðust öll dýr að henni og alltaf gaf hún sér tíma til að tala við þau. Það var sama hvort maður hitti Heiðu og Hafliða úti á götu eða heima, alltaf var hún brosandi og glæsileg. Heiða hafði mikið næmi fyrir fallegum hlutum en heimili Heiðu og Hafliða bar þess glöggt merki. Glæsileiki mikill og myndarskapur Heiðu kom fram hvort sem hún var við útsaum eða hekl. Dugnaður og hæverska í öllu. Það var sama hvort sátu hjá þeim óvæntir kvöld- gestir eða hvort það voru boð, allt- af voru galdraðar fram veislur. Hún var mjög góður kokkur og bakari. Það lék allt í höndunum á henni hvort heldur það var við laufabrauðsgerð í Eyfirðingafélag- inu, en þar stjórnuðu Hafliði og Heiða lengi, eða í garðinum heima eða sumarbústaðnum. Dugnaður og áhugi á ræktun blóma og trjáa var alveg einstakur og hef ég feng- ið að spreyta mig með henni í skógræktinni í gegnum tíðina og reynt að standa mig fyrir hennar hönd. Nytjaskógrækt var mikið áhugamál hennar. Alla tíð höfum við verið mjög náin og ferðast mikið saman og á ferðalögum okkar kom í ljós að hún mátti ekkert aumt sjá. Um- hyggja fyrir fólki var einstök. Hvergi gat hún litið framhjá nauð- stöddum. Hjálparhöndin var alltaf útrétt hjá henni. Bágindi fólks mátti hún ekki sjá. Þegar ég og dóttir hennar stofn- uðum heimili var það ekki langt frá tengdamömmu, bara hinum megin við götuna. Og má af því sjá hvað við vorum tengd að þar hef ég búið síðan og umgengist tengdaforeldra mína mikið. Nutum við góðs af nærveru Heiðu og hjálpsemi. Heiða var alveg einstök, alltaf kát og hlæjandi, og vil ég þakka fyrir allar skemmtilegu stundirnar yfir kaffibolla og gríni og hlátri í eldhúskróknum á Njálsgötu 1. Með hennar bæn vil ég kveðja Heiðu: Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesús nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Jón Eiríksson. JÓNHEIÐUR NÍELSDÓTTIR AFMÆLIS- og minningar- greinum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minn- ing@mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrit- uðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að síma- númer höfundar og/eða send- anda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir minn- ingargreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. kveðju. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.