Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þið verðið að læra að ropa nokkur orð á grænlensku ef þið viljið ekki að þær grænlensku taki yfir jólaborð landans. Ný lektorsstaða við Háskóla Íslands Áhersla á sjálfboðastörf NÝ lektorsstaða í fé-lagsráðgjöf á sviðisjálfboðastarfa var sett við Háskóla Ís- lands á þessu ári og í hana var ráðin ung kona, Stein- unn Hrafnsdóttir, uppeld- is- og félagsráðgjafi sem er nú að ljúka doktorsnámi. – Segðu okkur fyrst frá þessari nýju stöðu … „Lektorsstarfið er í fé- lagsráðgjöf og er á sviði sjálfboðastarfa og félaga- samtaka sem sinna vel- ferðarþjónustu. Reykja- víkurdeild Rauða kross Íslands fjármagnar stöð- una. Íslenskt samfélag byggir á opinberri félags- og heilbrigðisþjónustu sem að stórum hluta er veitt af félagasamtökum. Líkur eru á að félagasam- tök muni í auknum mæli sinna þessari velferðarþjónustu í fram- tíðinni. Starfsemi þessara samtaka er styrkt af hinu opinbera og er að hluta til sinnt af sjálfboðaliðum. Þrátt fyrir mikilvægi félagasam- taka og sjálfboðastarfa í íslensku þjóðfélagi þá hafa rannsóknir og kennsla á þessu sviði verið af skornum skammti. Erfitt er að henda reiður á skipulagi, hlut- verki og umfangi sjálfboðastarfa og félagasamtaka hérlendis, því fáar rannsóknir hafa verið gerðar á sviðinu. Þó er vitað að sjálfboða- liðar og frjáls félagasamtök veita fjölbreytilega og mikilvæga þjón- ustu fyrir ýmsa hópa samfélags- ins, berjast fyrir hagsmunum og réttindamálum og virkja fólk til þátttöku í þjóðfélaginu. Hér er bæði um að ræða stofn- anir og samtök á sviði félagslegr- ar velferðar og neyðarþjónustu eins og Rauða krossinn, Öryrkja- bandalagið, Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann og Landsbjörg svo og samtök á sviði æskulýðsstarfa og tóm- stunda, eins og íþróttahreyfing- una og skátahreyfinguna svo fétt eitt sé nefnt. Eins má nefna grasrótarhreyf- ingar og félagasamtök sem berj- ast fyrir réttindum og bættum hag ákveðinna hópa. Rauði kross Íslands er öflug félagasamtök og veitir mikla þjónustu í félags- og heilbrigðismálum. Samtökin töldu mikilvægt að hafa forgöngu um rannsóknir og kennslu á sviði sjálfboðastarfa og hvert hlutverk þeirra væri í íslensku samfélagi.“ – Tilgangur og markmið? „Markmið starfsins er að efla kennslu og rannsóknir á sviði sjálfboðastarfa og þjónustu félaga sem sinna mannúðar-, neyðar- og velferðarþjónustu án hagnaðar- markmiðs og byggja starf sitt að hluta eða mestu leyti á sjálfboða- starfi. Tilgangurinn með starfinu er í fyrsta lagi að vinna að rann- sóknum á þessu sviði. Þar má meðal annars nefna rannsóknir á umfangi, eðli og skipan sjálfboða- starfa í íslensku þjóð- félagi í samanburði við önnur lönd og rann- sóknir á hlutverki sjálf- boðastarfa í opinberri velferðarþjónustu. Auk þess skortir frekari rannsóknir á stjórnun sjálfboðastofnana og á starfi sjálfboðaliða. Í öðru lagi að efla kennslu á þessu sviði við Há- skóla Íslands. Í þeim tilgangi hef- ur nú í fyrsta sinn verið boðið upp á heildstætt námskeið við fé- lagsráðgjöf við Háskóla Íslands um sjálfboðastörf, félagasamtök og opinbera þjónustu. Í námskeið- inu er fjallað um mikilvægi sjálf- boðastarfa og félagasamtaka í þróun velferðarkerfisins. Áhersla er lögð á að kynna hlutverk fé- lagasamtaka svo sem Rauða kross Íslands og annarra mannúðar-, neyðar- og líknarfélaga í velferð- arþjónustunni. Fjallað er um hlut- verk, eðli og umfang sjálfboða- geirans, borgaralegt samfélag (civil society) og félagslega vel- ferðarkerfið. Kynntar eru kenn- ingar um sjálfboðastörf og helstu niðurstöður alþjóðlegra rann- sókna. Sérstakri athygli er beint að sjálfboðnu framlagi félagasam- taka og uppbyggingu íslenska vel- ferðarkerfisins.“ – Hvernig skilgreinir þú sjálf- boðastörf og sjálfboðastofnanir? „Í fræðiritum og rannsóknum eru hugtökin skilgreind á ólíkan hátt og gætir oft misræmis í skil- greiningum. Orð eins og þriðji geirinn, hugsjónasamtök, stofn- anir sem hafa ekki hagnað að markmiði, óháði geirinn, sjálf- boðageirinn og sjálfboðastofnanir eru dæmi um þau orð sem notuð eru til þess að lýsa þessu sviði. Ólíkir höfundar nota hugtökin á mismunandi hátt og fer það bæði eftir viðtekinni venju í hverju landi og skoðunum viðkomandi fræðafólks. Þó er það sammerkt með skilgreiningum að verið er að gera tilraun til að lýsa starfsemi sem hvorki tilheyrir opinberum rekstri né einkarekstri. Gerðar hafa verið tilraunir til að þróa alþjóðleg flokkunarkerfi á þessu sviði til að auðveldara sé að gera samanburð á milli landa. Í stuttu máli má segja að eftirfarandi skilgreining, sem notuð var í rannsókn á hvat- anum að því að vinna sjálfboða- störf, lýsi sjálfboðaliðastörfum nokkuð vel. „Skipuleg þjónusta við vandalausan einstakling eða afmörkuð samfélagsþjónusta sem rekin er í sjálfboðasamtökum eða annarri skipulagðri heild. Sjálf- boðaliðinn leggur fram vinnu sína og frítíma í þágu meðborgara sinna eða samfélagsins án þess að þiggja laun fyrir.““ Steinunn Hrafnsdóttir  Steinunn Hrafnsdóttir er ný- ráðinn lektor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Fædd á Akur- eyri 1964, lauk BA-prófi í upp- eldisfræði og félagsráðgjöf 1987 og starfsréttindum í félagsráð- gjöf 1988, meistaraprófi við Há- skólann í Kent 1991 og er að ljúka doktorsnámi við sama skóla. Stundakennari og deildar- stjóri við HÍ frá 1992. Lektor frá 2002. Maki er Haraldur A. Har- aldsson vinnuvistfræðingur og eiga þau einn son, Andra, 11 ára. Oft misræmi í skilgrein- ingum VIÐURKENNING fyrir að sýna af- gerandi viðspyrnu gegn klámvæð- ingunni var í gær veitt Guðrúnu Gunnarsdóttur sjónvarpskonu á Stöð 2. Það var samráðshópur um að styrkja heilbrigðan lífsstíl barna og unglinga sem veitti viðurkenn- inguna. Guðrún, sem er einn um- sjónarmanna þáttarins Ísland í dag á Stöð 2, neitaði að taka viðtal við klámmyndaleikarann Ron Jeremy þegar hann kom hingað til lands í lok október í tengslum við sýningu á heimildamynd um líf hans og störf. „Ég held að þetta hafi þýðingu fyrir alla sem berjast gegn ofbeldi, því klám er jú ofbeldi,“ sagði Guð- rún um þýðingu viðurkenning- arinnar. „Sem nýtur þjóðfélags- þegn þá þurfti ég að gera það eins og aðrir. Það kannski kemur á óvart að fólk sem er á móti klámi skuli fá svona mikla athygli sem sýnir að það skortir greinilega um- ræðu í þjóðfélaginu um klám og annað ofbeldi,“ sagði Guðrún og bætti við að „klám og ofbeldi flæðir átakalaust inn í landið og birtist núna síðast í tölvuleikjum sem eru fullir ofbeldis og þar sem konur eru niðurlægðar. Þetta eru börn og unglingar að leika með og þetta er í öllum fjölmiðlum. Þetta sýnir bara hvar þjóðfélagið er statt að þetta skuli vekja svona mikla athygli.“ Guðrún segist ekki hafa átt von á því að andóf hennar myndi vekja jafnmikla athygli og raunin varð. Hún segir að það hafi ekki verið út- hugsað hjá sér að ætla að vekja mikla athygli með því að neita að taka viðtalið. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa skoðun á þessu og vera trúr sinni sannfæringu. Ég var það og er það enn. Þessi við- urkenning í dag styrkir mig frekar í þeirri trú minni að það séu flestir á móti þessu. Það eru flestir á móti ofbeldi og klámi en það virðist vera erfitt að hafa skoðun á því,“ segir Guðrún. Kallaðar teprur Hún segist hafa fengið mikil við- brögð frá fólki. „Það hafa svo margar ungar mæður haft sam- band við mig og þakkað mér fyrir að hafa komið fram með þessa skoðun. Þær segja að það sé erfitt fyrir þær að lýsa því yfir að þær séu á móti klámi, því þá séu þær kall- aðar teprur og fá að heyra það,“ segir Guðrún og bætir við að hún hafi líka fengið að „heyra það“. „Ég gerði mér nú grein fyrir því að ég myndi örugglega fá að heyra það og ég fæ enn að heyra það. Þetta á örugglega eftir að fylgja mér næstu árin og kannski til ævi- loka að ég sé einhver stórkostleg tepra. En aðalmálið í þessu að er hugsa um börnin okkar og ung- lingana sem hafa óheftan aðgang að þessu efni. Þar finnst mér að við eigum að spyrna við fótum og sýna þeim fram á að þessir hlutir séu ekki eðlilegir og sjálfsagðir,“ segir Guðrún. Í tilkynningu samráðshópsins segir að með því að vekja sérstaka athygli á viðbrögðum fréttamanns sem sýni afdráttarlausa afstöðu gegn klámvæðingu í fjölmiðli vilji hópurinn vekja athygli á vægi og áhrifamætti fjölmiðla og um leið fá tækifæri til að þakka þessum fréttamanni fyrir framúrskarandi dómgreind. Þá segir í fréttatilkynningu að tilurð samráðshópsins megi rekja til haustsins 2001 þegar Fé- lagsþjónustan í Reykjavík, Neyð- armóttakan og Lögreglan í Reykja- vík höfðu haft afskipti af málefnum kornungra stúlkna sem voru þátt- takendur í áhættusamri kynlífs- hegðun með eldri mönnum. „Viðtöl við nokkrar stúlkur birt- ust á íslenskri vefsíðu og fréttir af því voru mjög til umræðu í þjóð- félaginu. Við eftirgrennslan kom í ljós að þetta átti við rök að styðjast og málefni umræddra aðila fór í hefðbundna vinnu og stuðning hjá þeim stofnunum sem málið varð- aði.“ Börn og ungt fólk í áhættuhópi „Börn og ungt fólk er í sér- stökum áhættuhópi þar sem þau geta illa varist slíku og eru oft þol- endur ofbeldis sem tengist kynferð- islegri misnotkun og niðurlægjandi og sjálfsskemmandi hegðun. Með því að vekja athygli á vandanum, koma á samtali milli fjölmiðla og uppalenda og finna leiðir til að styrkja uppalendur og þá sem vinna almennt að meðferð og forvörnum trúir samráðshópurinn á að vinna megi gegn háskalegri og óæski- legri þróun klámvæðingar,“ segir í tilkynningunni. Klám er ofbeldi Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Guðrún Gunnarsdóttir tók við skjalinu úr hendi Bergþóru Valsdóttur. Veitt viðurkenn- ing fyrir að spyrna gegn klámvæðingunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.