Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 59
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 59 WASA International (U.K.) Insurance Company Limited AGF Insurance Limited FLUTNINGUR Á TRYGGINGU Í framhaldi af flutningstilkynningu sem birtist í „The Legal Gazette“ þann 9. ágúst 2002, ER HÉR MEÐ TILKYNNT að þann 23. október 2002 gaf hæsti- réttur Englands og Wales heimild, samkvæmt lögum um fjármálaþjónustu og markaði (Financial Services and Markets Act) nr. 111(1)/2000, fyrir flutningi til WASA International Insurance Company Limited („WIIC“) (sænskt fyrirtæki) á öllum viðeigandi réttindum og skyldum frá WASA International (U.K.). Insur- ance Company Limited („WASA (UK)“) og AGF Insurance Limited („AGF“) bindast eftirfarandi trygginga- og endurtryggingaskírteinum:  Öll viðskipti undirrituð af WASA (UK) frá 1972-1977.  Öll viðskipti undirrituð af Sentry Underwriting Agencies Limited („SUAL“) fyrir hönd WASA (UK) á árabilinu 1978-1983 undir sama merki (joint stamp) og Sentry (UK) Insurance Company Limited („Sentry (UK)“)  Öll viðskipti undirrituð af WASA (UK) á árabilinu 1984-1997 (fyrir utan þau viðskipti sem nú þegar er búið að flytja til Sirius International Ins- urance Company publ eftir framfylgingu flutningsbréfs þann 19. des- ember 2001).  Öll viðskipti undirrituð af SUAL fyrir hönd Sentry (UK) á árabilinu 1978-1983 undir sama merki og að ofan (joint stamp) við WASA (UK), en þeirra viðskipti voru síðan tekin yfir af AGF frá Sentry (UK) (nú þekkt sem „City of Westminster Insurance Company Limited“) í sam- ræmi við flutning á eignasafni þann 6. ágúst 1987. Handhafar tryggingaskírteina hafa rétt á að segja upp tryggingum sínum innan eins mánaðar frá dagsetningu þessarar tilkynningar. KREML.IS heldur upp á tveggja ára afmæli sitt með opinni afmæl- ishátíð, föstudagskvöldið 13. desem- ber kl. 20, á Ölstofu Kormáks og Skjaldar við Vegamótastíg. Heið- ursgestur og aðalræðumaður kvölds- ins verður Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokks- ins. Kremlverjarnir Eiríkur Berg- mann Einarsson og Hreinn Hreins- son ræða við Jón Baldvin. Gestum gefst jafnframt kostur á að spyrja spurninga. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Meistaravörn í hjúkrunar- fræðideild verður föstudaginn 13. desember kl. 13.30 í kennslustofunni á 3. hæð í Læknagarði, Vatnsmýr- arvegi 16. Margrét I. Hallgrímsson ljósmóðir mun verja meistararitgerð sína: Útkoma spangar í eðlilegri fæð- ingu, áhrif stellingar og meðferðar. Leiðbeinandi: Þóra Steingrímsdóttir læknir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir lekt- or. Prófdómarar: Alexander Smára- son læknir og Hildur Sigurðardóttir lektor. Málstofa efnafræðiskorar verður föstudaginn 13. desember kl. 12.20 í stofu 158, VR II, Hjarðarhaga 4–6. Þar mun Þórarinn Arnarson, School of Oceanography University of Washington, Seattle, flytja erindið: Sambönd lífrænna efna og steinda á botni Kyrrahafs út af ströndum Mexíkó og Washington-fylkis. Allir velkomnir. Á MORGUN Stofnfundur Félags fagfólks gegn offitu verður í dag, fimmtu- daginn 12. desember, á Grand hót- el, galleríi. Dagskráin hefst með málþingi kl. 17–18. Sigurður Guð- mundsson landlæknir flytur ávarp. Erindi halda: Laufey Steingríms- dóttir og Ludvig Guðmundsson. Kl. 18–19 verður stofnfundur fé- lagsins, þar verða stofnfélagar skráðir, lög félagsins sett, stjórn- arkjör o.fl. Fundarstjóri: Dóra Lúðvíksdóttir. Dansnámskeið á Broadway verður í kvöld, fimmtudaginn 12. desember, fyrir gesti Óperuballs- ins á nýárskvöld. Kennslan hefst klukkan 20 á stóra sviðinu og verður í umsjá Ísaks Halldórs- sonar Nguyen. Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja hita upp fyrir Óperuballið á nýárskvöld. Málstofa í læknadeild verður í dag, fimmtudaginn 12. desember kl. 16.15, í sal Krabbameinsfélags Íslands, efstu hæð. Kaffiveitingar eru frá 16. Ólafur B. Einarsson mun flytja erindið: Æðakölkun og fikrun(migration) frumna. Allir velkomnir. Kristjana Einarsdóttir mun gang- ast undir 4. árs próf við líf- fræðiskor Raunvísindadeildar Há- skóla Íslands og halda fyrirlestur um verkefni sitt: Áhætta á krabbameini í brjósti með tilliti til stökkbreytingar í BRCA2 og breytileika í MnSOD geni, í dag, fimmtudaginn 12. desember kl. 16 í stofu G6 að Grensásvegi 12. Leiðbeinandi er Jórunn Erla Ey- fjörð, dósent við læknadeild. Próf- dómari er Sigurður Ingvarsson, prófessor við læknadeild og for- stöðumaður á Keldum. Fyrirlest- urinn er öllum opin. Í DAG MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi leiðrétting frá Höfuð- borgarstofu: „Í auglýsingu um athöfnina þegar ljós voru tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli, sem birtist í Morgun- blaðinu hinn 7. desember sl., var far- ið rangt með tilvísun í texta. Í aug- lýsingunni stóð: ,,Tendrum ljós á trénu bjarta“ og síðar ,,tendrum ljós í hverju hjarta“. Réttur texti er eft- irfarandi: „Tendrum senn á trénu bjarta ... tendrum jól í hverju hjarta.“ Höfundurinn, Elsa E. Guð- jónsson, er beðinn velvirðingar á þessum mistökum.“ Rangur texti í auglýsingu RANGUR myndatexti var með mynd, sem fylgdi kafla úr bókinni Útkall – Geysir er horfinn eftir Óttar Sveinsson í Morgunblaðinu á sunnu- dag. Myndin er af 23 manna björg- unarleiðangri sem fór á Vatnajökul eftir að flugvélin Geysir brotlenti. Teknar voru tvær myndir af hópnum og eru ekki sömu menn á báðum myndum. Hér birtast myndirnar báðar og nöfn leiðangursmanna. Hluti málsgreinar féll niður Í viðtali við Björgvin Guðmunds- son um áhrif EES-samningsins og nýrra tilskipana ESB á sveitarfélög- in sem birt var á sunnudag féll niður hluti málsgreinar. Rétt er málsgreinin sem hér segir: Hann segir að sé horft til þess að Ísland geti ekki fylgst með fram- gangi mála hjá Ráðherraráðinu og Evrópuþinginu, þar sem löggjafar- valdið liggi, sé óheppilegt fyrir Ís- land að það skuli ekki vera aðili að sambandinu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Ljósmynd/Haukur Snorrason Sitjandi frá vinstri: Sigurgeir Jónsson, Jónas Jónasson, Gísli Eiríksson, Þórarinn Björnsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Þorsteinn Svanlaugsson, Ólafur Jónsson og Vignir Guðmundsson. Standandi frá vinstri: Magnús Sigurgeirsson, Einar Arason, Ásgeir Jónsson, Guðmundur Jónasson, Jón Sigurgeirsson, Grímur Valdemarsson, Tryggvi Þorsteinsson, Jóhann Helgason, Eðvarð Sigurgeirsson, Kristján P. Guðmundsson, Hólmsteinn Egilsson, Þráinn Þórhallsson, Sigurður Steindórsson og Bragi Svanlaugs- son. Myndina tók Haukur Snorrason á vél Eðvarðs. LEIÐRÉTT Ljósmynd/Eðvarð Sigurgeirsson 23 menn voru í björgunarleiðangrinum – 15 Akureyringar og 8 Reykvík- ingar – og hér eru þeir á heimleið eftir að hafa unnið þrekvirki á og við Vatnajökul. Sitjandi frá vinstri: Sigurgeir Jónsson, Jónas Jónasson, Gísli Ei- ríksson, Þórarinn Björnsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Þorsteinn Svanlaugs- son, Ólafur Jónsson og Vignir Guðmundsson. Standandi frá vinstri: Magnús Sigurgeirsson, Einar Arason, Ásgeir Jónsson, Guðmundur Jónasson, Jón Sigurgeirsson, Grímur Valdemarsson, Tryggvi Þorsteinsson, Jóhann Helgason, Kristján P. Guðmundsson, Haukur Snorrason, Hólmsteinn Eg- ilsson, Þráinn Þórhallsson, Sigurður Steindórsson og Bragi Svanlaugsson. Bridsfélag Dalvíkur og Ólafsfjarðar Mikil gróska hefur verið hjá félag- inu í haust og spilað á 6 borðum. Fé- lagið er byrjað að nýta sér mótafor- ritið frá BSÍ en vantar enn sína eigin tölvu og prentara. 25. nóv. lauk tveggja kvölda tvímenningi þar sem Húsasmiðjan gaf verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Lokastaðan varð þessi: Jón A. Jónsson - Eiríkur Helgason 379 Hákon Sigmundss. - Kristján Þorst. 354 Ingvar P. Jóhannsson - Guðm. Jónsson 348 Símon Helgason - Vilhjálmur Þórsson 319 9. des. lauk svo tveggja kvölda tví- menningi þar sem Íslandsfugl gaf kjúklinga fyrir fjögur efstu sætin. Úrslit urðu eftirfarandi: Guðm. Sigurbj.ss. - Þorsteinn Ásgeirss. 348 Jón A. Jónsson - Eiríkur Helgason 346 Ingvar P. Jóhannsson - Guðm. Jónss. 321 Hákon Sigmundss. - Kristján Þorst. 314 Símon Helgas. - Vilhjálmur Þórsson 303 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Birgi Tjörva Péturssyni: „Í grein minni í Morgunblaðinu sl. laugardag, „Hið rétta andlit ESB“, varð misritun af minni hálfu sem ég tel rétt að leiðrétta. Í greininni stóð að um 0,02% af útflutningstekjum Íslendinga kæmu frá þeim ríkjum sem sækja nú um aðild að ESB. Þarna átti að sjálfsögðu að standa að hlutfallið væri um 2%. Jafnvel þó að e.t.v. sé það augljóst að um misritun hafi verið að ræða tel ég ófært að láta hana standa óleiðrétta.“ Athugasemd JÓLAMARKAÐUR verður í Eddu- felli 8 (gamla Kron-húsinu) allan des- embermánuð. Á boðstólum eru m.a.: leikföng, gufustraujárn, samloku- grill, sléttujárn, hárblásarar, nagla- snyrtisett, notuð föt, yfir 30 tegundir af þrívíddarmyndum, bækur o.fl. til jólagjafa fyrir alla fjölskylduna. Þeir sem kaupa fyrir kr. 10.000 eða meira í básnum hjá Hafdísi og Kristínu fara í pott sem dregið verð- ur úr á Þorláksmessu. Í vinning er stór upplýst kirkja og upplýst jólatré að verðmæti kr. 20.000, einnig er 10% afsláttur hjá þeim allar helgar til jóla, segir í fréttatilkynningu. Op- ið er alla daga vikunnar kl. 13–18. Jólamarkaður í Eddufelli KRABBAMEINSFÉLAGINU og Samhjálp kvenna hefur verið af- hentur ágóði af sölu á treflum í tengslum við átak í október gegn brjóstakrabbameini, alls rúmlega 1.100 þúsund krónur. Í mörgum löndum hefur októ- bermánuður ár hvert verið helg- aður árvekni um brjósta- krabbamein. Íslendingar tóku nú í þriðja sinn þátt í þessu átaki á þann hátt að Artica, umboðsaðili Estée Lauder, Clinique og Orig- ins, og þrjátíu útsölustaðir fyr- irtækisins seldu vandaða ull- artrefla merkta tákni átaksins, bleikri slaufu. Öllum ágóða af söl- unni verður varið til að gera fræðslumyndband um gildi brjóstaskoðunar og brjósta- krabbameinsleitar. Í tengslum við átakið hér var Perlan á Öskjuhlíð lýst upp í bleikum lit fyrstu helgina í októ- ber, í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Jafnframt var bleiku ljósi varpað á Hafnarfjarðarkirkju og gamla sjúkrahúsið á Ísafirði. Með sama hætti voru lýst upp tvö hundruð mannvirki í fjörutíu löndum. Eva Garðarsdóttir Kristmanns og Þóra Hrönn Njálsdóttir frá Estée Lauder afhenda Guðrúnu Sigurjónsdóttur, formanni Samhjálpar kvenna, og Sigurði Björnssyni, formanni Krabbameinsfélags Íslands, ágóða af sölu á treflum með bleiku slaufunni. Stuðningur við baráttuna gegn brjóstakrabbameini SJÖ skólar hafa nýlega gengið til liðs við verkefni Landverndar, Skólar á grænni grein. Þetta eru: Kirkjubæj- arskóli á Síðu, Þykkvabæjarskóli, Grunnskólinn á Laugarvatni, Snæ- landsskóli í Kópavogi, Salaskóli í Kópavogi, Lágafellsskóli í Mos- fellsbæ og Norðurberg, leikskóli í Hafnarfirði. Með þátttöku í verkefninu vilja þessir skólar auka menntun og þekk- ingu og efla virðingu fyrir náttúru og umhverfi lands og hafs, segir í frétta- tilkynningu. Þeir vilja einnig leggja sig fram við að stuðla að góðri um- gengni og sjálfbærri nýtingu allra auðlinda og vinna gegn hvers konar mengun og umhverfisspjöllum. Áður höfðu 12 skólar tilkynnt þátt- töku í verkefninu. Þetta eru Andakíls- skóli, Engidalsskóli, Fossvogsskóli, Gnúpverjaskóli, Grunnskóli Mýrdals- hrepps, Langholtsskóli, Grunnskól- inn Borgarnesi, Hallormsstaðarskóli, Lindaskóli, Lýsuhólsskóli á Snæfells- nesi, Selásskóli og Seljaskóli. Skólar sem ná ákveðnum markmið- um í umhverfismálum vinna til al- þjóðlegrar viðurkenningar, Grænfán- ans, sem staðfestingu á góðum ásetningi og virku umhverfisverndar- starfi. Þrír skólar, Andakílsskóli, Foss- vogsskóli og Selásskóli hafa þegar hlotið þessa alþjóðlegu viðurkenn- ingu. Verið er að fjalla um umsókn Lýsuhólsskóla og þess er að vænta að enn fleiri skólar fái heimild til að flagga Grænfánanum á árinu 2003. Góð þátttaka grunnskólanna í Kópavogi í verkefninu er eftirtektar- verð, segir í tilkynningunni. Þrír skól- ar af átta í bænum eru þátttakendur í verkefninu. Nítján skólar til liðs við Landvernd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.