Morgunblaðið - 12.12.2002, Blaðsíða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 33
Hrásalur, Listaháskóli Íslands,
Sölvhólsgötu 13 Jólatónleikar tón-
listardeildar verða kl. 20. Flytjendur
eru Ólafía Línberg Jensdóttir, sópr-
an, Birna Hallgrímsdóttir, píanó,
Hafdís Vigfúsdóttir, flauta, Sigrún
Erla Egilsdóttir, selló, og Asrún
Inga Kondrup, tónsmíðar.
Borgarleikhúsið, forsalur Rithöf-
undar lesa úr nýjum bókum sínum
kl. 20. Arnaldur Indriðason, Einar
Már Guðmundsson, Einar Kárason,
Guðrún Eva Mínervudóttir, Stefán
Máni og Þórarinn Eldjárn. Þá leikur
KK nokkur lög.
Sögufélagið við Fischersund Höf-
undar kynna nýútkomin sagn-
fræðirit sem út koma á vegum Sagn-
fræðingafélags Íslands og
Sögufélags kl. 20.30. Meðal höfunda
sem taka til máls eru þau Guðjón
Friðriksson, Helgi Skúli Kjart-
ansson, Hulda S. Sigtryggsdóttir
Jón Þ. Þór, Kristján Sveinsson, Ólöf
Garðarsdóttir, Már Jónsson og Þór-
unn Valdimarsdóttir. Hver höfundur
segir stuttlega frá sínu verki og því
sem mest kom á óvart við vinnslu
þess.
Eggert Þór Bernharðsson stjórnar
samkomunni.
Súfistinn, Laugavegi 18 Höfundar
lesa úr nýjum bókum kl. 20. Guðrún
Helgadóttir, Steinunn Sigurð-
ardóttir. Brynhildur Björnsdóttir og
Páll Óskar Hjálmtýsson flytja jóla-
lag úr sönglagahefti Hreiðars Inga
Þorsteinssonar og Englakórinn
syngur jólalög.
Vefsetrið ljóð.is tileinkar desem-
bermánuði nýútkomnum ljóðabók-
um. Af því tilefni verður efnt til upp-
lestrarkvölds, Gleðileg ljóð, á
Dubliner, Hafnarstræti kl. 20, þar
sem skáldin kynna afurðir sínar.
Auk þeirra munu notendur vefset-
ursins lesa úr sínum ljóðum. Meðal
lesara eru Baldur Óskarsson, Bjarni
Bernharður, Einar Már Guðmunds-
son, Hallberg Hallmundsson, Hrafn
Jökulsson (les úr Flugum), Ingi-
björg Haraldsdóttir, Ísak Harð-
arson, Kristján Eiríksson (fyr-
irlestur), Norma E. Samúelsdóttir,
Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sig-
tryggur Magnason, Steinn K. og
Þorsteinn frá Hamri.
Kvennakór Garðabæjar heldur að-
ventutónleika í Digraneskirkju kl.
20. Auk kórsins koma fram Ingi-
björg Guðjónsdóttir sópran og kór-
stjóri, Helga Laufey Finn-
bogadóttir, píanóleikari, Marion
Herrera, hörpuleikari, Kristjana
Helgadóttir, flautuleikari og Guðjón
Þorláksson, bassaleikari.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5
Elva Hreiðarsdóttir sýnir graf-
íkverk til 18. desember. Sýninguna
nefnir Elva „Grjót“ og sækir hún
efniviðinn til náttúrunnar. Elva út-
skrifaðist úr LHÍ vorið 2000.
Blómaverkstæði Betu, Reykjavík-
urvegi 60 Sólveig Ágústsdóttir sýn-
ir ný málverk til áramóta. Sólveig
hefur stundað nám í myndlistarskóla
Rúnu Gísla í fjögur ár og er þetta
hennar fyrsta einkasýning.
Myndveggur skartgripaverslunar-
innar Mariellu, Skólavörðustíg
12 Verk eftir Guðjón Ketilsson
verður á myndveggnum til 5. janúar.
Nýlistasafnið Vatnsstíg Í neðra
rými safnsins verður opnaður jóla-
basar listamanna og hönnuða kl. 20
og stendur hann fram að jólum.
Markaðurinn verður opinn í sam-
ræmi við versl-
unartíma.
Faktorshúsið,
Ísafirði Lesið
verður úr nýjum
bókum kl. 20.30.
Guðrún Eva Mín-
ervudóttir les úr
skáldsögu sinni,
Sagan af sjó-
reknu píanóun-
um, og Hrafn
Jökulsson úr ljóðabók Jóns
Thoroddsens, Flugur, sem fyrst
kom út árið 1922.
Skaftfell menningarmiðstöð,
Seyðisfirði Rúrí heldur myndlist-
arsýningu um þessar mundir og er
yfirskrift sýningarinnar Tímans rás.
Verkin eru unnin með blandaðri
tækni á tímabilinu 2000–2002. Verk-
ið ,,That day“ sem tileinkað er Sig-
ríði frá Brattholti. Á sýningunni eru
einnig nokkur bókverk Rúríar, kort
og veggspjald sem gefið var út í
tengslum við sýninguna, þau eru
árituð í 50 eintökum.
Rúrí hefur verið valin sem fulltrúi
Íslands á Feneyjatvíæringnum árið
2003.
Sýningin er opin alla daga kl. 14–18
og stendur til 13. janúar.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Jón Thoroddsen
Að alast upp aft-
ur: Annast okkur
sjálf, annast börn-
in okkar er eftir
Jean Illsley
Clarke og Connie
Dawson í þýðingu
Helgu Ágústs-
dóttur. Yfirfarið af
Sigurði A. Magn-
ússyni. Í bókinni eru kynntar aðferðir
sem hafa hjálpað þúsundum foreldra
til að sinna foreldrahlutverkinu. Lögð
er áhersla á að lesandinn skilji sjálfan
sig betur og mikilvægi þess að hann
annist sjálfan sig til þess að vera bet-
ur í stakk búinn að sinna þörfum
barna sinna.
Að alast upp aftur veitir upplýsingar
um formgerð og næringu sem skiptir
svo miklu máli fyrir heilbrigði barna og
þroska og einnig er nauðsynlegt fyrir
hina fullorðnu.
Höfundar bókarinnar miðla upplýs-
ingum, sem allir uppalendur ættu að
hafa, um aldur og þroskastig barna.
Þá er fjallað um þarfir samsettra fjöl-
skyldna og ættleiddra barna. Í bókinni
er einnig tekið á samskiptum para á
meðgöngunni, en einnig þegar kemur
að okkar síðustu ævidögum og þeim
vaxandi vanda sem stafar af ofdekrun
barna.
Útgefandi er ÓB Ráðgjöf. Verð.
4.980 kr.
Handbók
Silungur á Íslandi er myndband eftir Eggert Skúlason veiðimann og Friðrik Guð-
mundsson kvikmyndagerðarmann. Fjallað er um silungsveiði í tveimur norð-
lenskum veiðiám, Laxá í Mývatnssveit og Eyjafjarðará. Reyndir veiðimenn í báðum
þessum ám leiða áhorfendur í allan sannleika um hvað er hægt að gera á góðri
stundu með réttu græjunum. Tvær flugur í silungsveiði eru hnýttar í myndinni og
teknar til kostanna. Þessar flugur hafa ekki verið kynntar veiðimönnum áður.
Myndin var tekin upp sumarið 2002 og er um að ræða áður óbirt efni, sem sér-
staklega var tekið upp fyrir þessa mynd. Báðir hafa þeir Eggert og Friðrik unnið að
gerð margra náttúru- og veiðiþátta fyrir sjónvarp.
Útgefandi er Edda útgáfa hf. Myndbandið er 73 mín. að lengd. Hönnun kápu:
Þormar Melsteð.Verð: 2.900 kr.
Myndband
Guðni Ágústsson tekur við fyrsta eintakinu úr hendi höfunda.