Morgunblaðið - 12.12.2002, Page 25
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2002 25
ÚT er kominn geisladiskur með
Karlakór Eyjafjarðar, sem hlotið
hefur nafnið „Gestaboð.“ Af því til-
efni efnir kórinn til útgáfutónleika
í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í
kvöld kl. 21. Á diskinum eru 18 lög
eftir innlenda og erlenda höfunda.
Petra Björk Pálsdóttir er stjórn-
andi kórsins og á hún eitt lag á
diskinum. Einnig eiga fyrrverandi
stjórnandi kórsins og fyrrverandi
aðstoðarstjórnandi, þeir Atli Guð-
laugsson og Garðar Karlsson, lög á
diskinum en Garðar lést á síðasta
ári.. Karlakór Eyjafjarðar er fræg-
ur fyrir að fara ekki hefðbundnar
leiðir í lagavali og flutningi og er
t.d. alltaf með hljómsveit til undir-
leiks á tónleikum. Í kórnum eru um
40 karlar en hljómsveitina skipa
þeir Daníel Þorsteinsson, píanó, Ei-
ríkur Bóasson, bassa, Birgir Karls-
son, gítar og mandólín, og Rafn
Sveinsson, slagverk. Eiríkur bassa-
leikari á einnig eitt lag á diskinum,
sem og Birgir Arason frá Auðnum.
Útgáfutónleikar
í Laugarborg
Eyjafjarðarsveit
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
Páll Jóhannsson, formaður Karla-
kórs Eyjafjarðar, með diskinn.
Karlakór Eyjafjarðar gefur út geisladisk
FULLTRÚAR Akureyrarbæjar
áttu fund með fulltrúum heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytisins í
vikunni. Jakob Björnsson formaður
félagsmálaráðs sagðist sannfærður
um að gengið yrði frá samningum
við ráðuneytið fyrir áramót um
byggingu hjúkrunarrýma og rekst-
ur þeirra reynsluverkefna sem hafa
verið á könnu bæjarins. Þar er um
að ræða rekstur Heilsgæslustöðv-
arinnar og öldrunarþjónustunnar.
Eins og áður hefur komið fram
er stefnt að því að byggja viðbygg-
ingu við Dvalar- og hjúkrunarheim-
ilið Hlíð með 60 hjúkrunarrýmum.
Akureyrarbær hefur lýst sig
reiðubúinn til að leggja fram 30% af
byggingarkostnaði hússins í stað
lögbundinna 15%. Heildarkostnað-
ur við bygginguna er áætlaður ná-
lægt 700 milljónum króna og hlutur
Akureyrarbæjar því um 200 millj-
ónir króna.
Jakob sagði að sameiginlegt
markmið í væntanlegum samning-
um við ríkið væri að hægt yrði að
taka í notkun ný hjúkrunarrými á
árinu 2004. Jakob sagði þó að ekki
væri búið að hnýta alla enda. „Þó
svo að húsið verði byggt í einum
áfanga, er líklegast að fjölgun á
rýmum verði í tveimur áföngum.“
Á fundi félagsmálaráðs fyrr í
haust kom fram að tæplega 100
manns voru á biðlista eftir plássi á
öldrunarstofnunun bæjarins, þar af
tæplega 40 eftir hjúkrunarrými og
um 60 eftir dvalarrými. Rúmlega 30
manns voru í brýnni eða mjög
brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými og
rúmlega 20 í brýnni eða mjög
brýnni þörf fyrir dvalarrými. Þá
hefur einnig fjölgað á biðlista eftir
dagvist.
Fyrstu rýmin verði
tekin í notkun 2004
Bygging hjúkrunarrýma fyrir aldraða á Akureyri
NEMENDUR Tónlistarskólans á
Akureyri efna til jólatónleika nú
næstu daga víðs vegar um bæinn.
Fyrstu tónleikarnir verða í dag,
fimmtudaginn 12. desember kl.18 í
Lundarskóla, en þetta eru jólatón-
leikar blásaradeildar.
Jólatónleikar strengjadeildar
verða í Glerárkirkju á föstudag kl.
17. Á laugardag verða jólatónleikar
píanódeildar í sal Tónlistarskólans
og hefjast þeir kl. 11.
Tvennir tónleikar verða svo í
næstu viku. Þeir fyrri í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju miðviku-
daginn 18. desember kl. 20 en það
eru jólatónleikar söngdeildar. Jóla-
tónleikar harmonikkudeildar verða
svo loks á sal Tónlistarskólans
fimmtudagskvöldið 19. desember kl.
19.30.
Einnig verða skólatónleikar í
grunnskólum bæjarins og Mennta-
skólanum á Akureyri dagana 16.–19.
desember þar sem nemendur Tón-
listarskólans flytja jólalög.
Jólatónleikar
♦ ♦ ♦
Í TILEFNI af alþjóðlega alnæm-
isdeginum 1. desember stóð S78N,
Norðurlandshópur Samtakanna 78,
fyrir blysför frá Ráðhústorgi á Ak-
ureyri að Akureyrarkirkju, þar
sem kveikt var á kertum til að
minnast þeirra sem látist hafa af
völdum alnæmis og sýna samhug
þeim sem við sjúkdóminn stríða.
Þátttakendur í samkomunni
voru samkynhneigðir á Akureyri
og í nærsveitum, vinir þeirra og
vandamenn. Norðurlandshópur
Samtakanna 78 var stofnaður 20.
ágúst síðastliðinn, eftir að hópur
Norðlendinga tók þátt í Hinsegin
dögum í Reykjavík í ágústbyrjun,
og hefur hist reglulega síðan. Á
stefnuskrá S78N er meðal annars
fræðslustarf og kynningar á sam-
kynhneigð, bæði fyrir félagsmenn
og út á við. Minningarganga í til-
efni alþjóðadags alnæmisins verð-
ur árlegur viðburður í starfi hóps-
ins.
Blysför á al-
næmisdegi
Nú stendur yfir sýningin
„Bernskujólatréð“ í Punktinum,
Listagilinu. Þetta er fjórða árið
sem Punkturinn og Laufáshóp-
urinn hafa fengið fólk til að gera
upp bernskujólatrén sín eða smíða
eftirlíkingar í þeirri von að þessi
hefð gleymist ekki og verði kannski
endurlífguð. Sýningin er opin á
sama tíma og Punkturinn eða alla
virka daga fyrir jól frá kl. 13 til 17
og mánudags- og miðvikudagskvöld
frá kl. 19– 22. Hún endar föstudag-
inn 20. desember. Eitthvað af
trjánum er hægt að sjá á heimasíðu
Punktsins sem er http://
www.punkturinn.akureyri.is/.
Á NÆSTUNNI
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Akureyriwww.bi.is
Erlend og innlend lántaka – samanburður
Ari Wendel viðskiptastjóri á Fyrirtækjasviði
Öryggi eða óvissa?
-Notkun valrétta og framvirkra samninga
á gjaldeyrismarkaði
Árni Maríasson forstöðumaður gjaldeyris-
og afleiðumiðlunar
Guðmundur Björnsson, sérfræðingur
í gjaldeyris- og afleiðumiðlun
Staða og horfur íslensku krónunnar
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður
greiningardeildar
Áætluð fundarlok eru um 10:15.
Boðið verður upp á léttan „julefrokost“.
Skráning á fundinn er í síma: 460-5400
Morgunverðarfundur á Hótel KEA,
þriðjudaginn 17. desember kl. 9:00
– varnir gegn gengisáhættu
Notkun framvirkra
samninga og valrétta
Dagskrá: