Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 293. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 mbl.is Hangið skal á hátíð ket Neysla og siðir sem tengjast þessum hátíðamat Lesbók 7 Páll Rósinkranz með tónleika í Austurbæ í kvöld Fólk 84 Tímamót í samskiptum Sendiherra Kanada í Íslendingabyggðum 66 SÆNSKA félagið á Íslandi stóð fyr- ir Lúsíuhátíð í Ráðhúsinu í gær- kvöld á degi heilagrar Lúsíu. Að sögn Matilda Gregersdotter, skipu- leggjanda hátíðarinnar, mættu um 100 manns og fylgdust með þegar Lúsía gekk inn í hvítum kyrtli með rauðan mittislinda og logandi kertaljós. Lúsía var að þessu sinni Elin Reimegård háskólanemi. Lúsíuhátíð í Ráðhúsinu Morgunblaðið/Kristinn EGGERT Á. Gíslason, framkvæmda- stjóri Mata ehf., segir að ákvörðun samkeppnisráðs varðandi samruna Banana ehf. og Ávaxtahússins, Nýs og fersks ehf. undir nafninu Grænt ehf. komi sér á óvart. „Það kemur okkur á óvart að samkeppnisráð skuli hafa hleypt þessu í gegn,“ sagði Egg- ert í samtali við Morgunblaðið. Mata er nú eitt í samkeppni við tvo stóra aðila á markaðnum, Grænt ehf. sem er í helmingseigu Baugs hf. og Fengs ehf., og Búr hf. sem einnig flytur inn grænmeti og ávexti til landsins og er með um 23–25% mark- aðshlutdeild í sölu grænmetis og ávaxta. Eggert segir að Mata ehf. hafi um 10% markaðshlutdeild og hún hafi farið minnkandi. Skilyrði í 7 liðum Samkeppnisráð ákvað að þar sem stofnun Græns ehf. fæli í sér sam- runa yrðu því sett skilyrði í 7 liðum. Á meðal skilyrða er að Baugur og tengd fyrirtæki skuldbindi sig til að kaupa grænmeti og ávexti af keppinautum Græns ehf. og dótturfélaga þess bjóði þeir umræddar vörur af sambæri- legum gæðum á sambærilegum eða betri kjörum en Grænt og dóttur- félög þess geti boðið eins og segir í úrskurðinum. „Kemur okkur á óvart“ Baugur og Fengur stofna Grænt ehf. Felur í sér samruna  Samkeppnisráð/11 „Innganga tíu ríkja í ESB bindur enda á skiptingu Evrópu,“ sagði Romano Prodi, forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins. „Evr- ópa verður sameinuð í fyrsta skipti í sögunni vegna þess að fólkið vill sam- einingu.“ Á fundinum náðist samkomulag um að Pólverjar fengju milljarð evra miklu fyrr en áður var gert ráð fyrir til að koma í veg fyrir mikinn fjár- lagahalla í Póllandi þegar landið byrj- ar að greiða gjöld til sambandsins. Samkvæmt samkomulaginu fá ríkin tíu um 1,5 milljarða evra, andvirði 1.200 milljarða króna, meira í styrki en ráðgert var fyrir fundinn. Tímamótasamkomulag við NATO Leiðtogar ESB sögðu Tyrkjum, sem hafa einnig sótt um aðild að ESB, að hægt yrði hefja aðildarviðræður við þá „án frekari tafa“ stæðust þeir sett skilyrði fyrir árslok 2004, eða tveimur árum síðar en tyrknesk stjórnvöld höfðu viljað. Forsætisráð- herra Tyrklands kvaðst vera óánægð- ur með þessa niðurstöðu en tyrknesk stjórnvöld gáfu þó til kynna í gær- kvöld að þau myndu sætta sig við hana. Niðurstaðan á leiðtogafundi ESB- ríkjanna í Kaupmannahöfn varð til þess að Tyrkir hættu að beita neit- unarvaldi sínu gegn áformum Evr- ópusambandsins um að hefja friðar- gæslu með 60.000 manna herliði og nota ýmsan búnað Atlantshafsbanda- lagsins, svo sem flutningavélar, stjórnstöðvar og njósnagervihnetti. „Aðgangur Evrópusambandsins að búnaði NATO til að skipuleggja að- gerðir undir forystu ESB hefur verið tryggður,“ sagði George Robertson, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins. „Þetta markar tímamót í sögu tengsla NATO og ESB.“ Tyrkneska stjórnin féllst einnig á að leggja að Kýpur-Tyrkjum að fall- ast á málamiðlunarsamkomulag um sameiningu Kýpur fyrir 28. febrúar. „Evrópa sameinuð í fyrsta skipti í sögunni“ Samkomulag næst um skilmála inngöngu tíu ríkja í Evrópusambandið LEIÐTOGAR ríkja Evrópusambandsins náðu í gær samkomulagi við tíu ríki um fjárhagslega skilmála aðildar þeirra að sambandinu árið 2004 og lögðu þar með grunninn að mestu stækkun í sögu þess. Samkomulagið náðist eftir að Pólverjar féllust á síðustu stundu á til- boð Evrópusambandsins um að greiðslu styrkja yrði flýtt, þannig að þeir fengju milljarð evra, um 85 milljarða króna, nánast um leið og þeir gengju í sambandið.               !""   #$ %  &   ' (#" )* +   ,   -$  %    ).    /     +  11        ,21 21-$  % 21). 21  / 21 '11(#"       )*  Tyrkir ósáttir/18 Kaupmannahöfn. AP. LESZEK Miller, forsætisráðherra Póllands, kvaðst í gær vera ánægður með niðurstöðu leiðtogafundar Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn. „Þetta er góður samningur,“ sagði hann. „Ég tel að við getum tryggt stuðning við hann í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Póllandi um aðildina.“ Reuters „Þetta er góður samningur“ HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra segir að sú hætta sé augljóslega fyrir hendi að haldist aðlögun EES-samningsins ekki í hendur við stækkunarferli ESB sé hætta á að hún frestist og taki ekki gildi samhliða fyrirhugaðri Evr- ópusambandsstækkun til austurs. Halldór sagði á Alþingi í gær að hann væri ekki bjartsýnn á að samningaviðræðum Íslands og annarra EFTA-ríkja við ESB í tengslum við stækkun sambands- ins yrði lokið fyrir miðjan apríl, eins og framkvæmdastjórn ESB stefndi að. Davíð Oddsson forsætisráð- herra tók undir með Halldóri í um- ræðum á Alþingi í gær um að við- ræður við ESB gætu orðið erfiðar. Davíð gerði einnig að umtalsefni kröfur ESB um 27-földun á fram- lagi Íslands í þróunarsjóði vegna stækkunarinnar og benti á að í samningsumboði ESB stæði, að þetta væri aðeins brot af þeim kröfum sem yrðu gerðar ef Íslend- ingar gengju í ESB. Halldór vildi í samtali við Morg- unblaðið ekki tjá sig um hvaða af- leiðingar það gæti haft í för með sér fyrir Ísland ef aðlögun EES- samningsins héldist ekki í hendur við stækkun ESB og myndi af þeim sökum frestast. Stefnt hefur verið að því að koma stækkun ESB og stækkun EES samhliða í gegn- um þau 28 þjóðþing, sem um ræðir. „Auðvitað munum við reyna að stefna að því að ljúka málinu nægi- lega tímanlega en mér finnst þetta fara illa af stað og þess vegna er ég ekkert sérstaklega bjartsýnn á það.“ Spurður hvað það muni þýða fyrir milliríkjaviðskipti Íslendinga ef hugsanlega verði búið að segja upp fríverslunarsamningum Ís- lands við Austur-Evrópuríki án þess að búið verði að ganga frá breyttum EES-samningi segir Halldór að það velti á því hvernig ESB taki á málum en vill að öðru leyti ekki tjá sig nánar um það. „Það liggur hins vegar fyrir að við erum að tala um eitt svæði eftir ESB-stækkun, ekki mismunandi landsvæði. Þannig að það er mjög mikilvægt að hægt sé að ljúka þessu en við erum hins vegar ekki tilbúin að taka neinum afarkostum í þeim efnum.“ Aðlögun EES gæti frestast Halldór Ásgrímsson Davíð Oddsson Viðræður við ESB erfiðar  Ekki bjartsýnn/10 „Virkilegt einvalalið“ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.