Morgunblaðið - 14.12.2002, Side 11

Morgunblaðið - 14.12.2002, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 11 Dagana 12. til 15. des. bjó›um vi› 20 % afslátt af öllum Ecco skóm. Opi› laug. 10-22 og sunnud. 13-18 [s v a rt á h v ítu ] dagar 20% Afsláttur af öllum ecco skóm Laugaveg i 83 s : 562 3244 Komdu og gerðu góð kaup fyrir jólin. Náttkjólar 1.800.- Náttföt frá 2.500.- Peysur frá 2.990.- Blúndubolir frá 2.900.- Kanínuskinn frá 2.290.- opið lau. og sun. til 22. MJÚKIR PAKKAR Lagersala Antik-hússins er opin alla daga frá kl. 14.00-18.00 í Suðurhrauni 12, Garðabæ. Borðstofuhúsgögn, bókaskápar, skrifborð og skrautmunir. Falleg kvenúr LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á frá Góð gjöf verð frá 5.900 kvenfataverslun Skólavörðustíg 14, sími 551 2509. Ítölsku peysurnar SAMKEPPNISRÁÐ hefur ákveðið að stofnun nýs einkahlutafélags, Græns ehf., skuli lúta ákveðnum skilyrðum til að koma í veg fyrir röskun á samkeppni. Einar Sverrisson, lögmaður Græns ehf., segir að fyrirtækið sé ánægt með ákvörðunina og skilyrðin komi ekki á óvart. Aðalatriðið sé að hagsmunir keppinauta Baugs eru tryggðir. Eggert Á. Gíslason framkvæmda- stjóri Mata ehf., samkeppnisaðila Græns ehf., segir að sér komi málið á óvart. „Það kemur okkur á óvart að samkeppnisráð hafi hleypt þessu í gegn,“ sagði Eggert í samtali við Morgunblaðið. Ingimar Jónsson forstjóri Kaupáss, sem einnig er stór innflytj- andi grænmetis og ávaxta, segir að Grænt ehf. muni verða í jafnri eigu Baugs Group hf. og Eignarhalds- félagsins Fengs hf. Félagið muni eiga tvö heildsölufyrirtæki á græn- metis- og ávaxtamarkaði; Banana ehf. og Ávaxtahúsið, Nýtt og ferskt ehf. Bananar ehf. voru áður að fullu í eigu Fengs, en Ávaxtahúsið að jöfnu í eigu Fengs og Baugs. Í ákvörðun ráðsins segir að það telji að samningurinn um stofnun Græns feli í sér samruna í skilningi 18. gr. samkeppnislaga. Mat sam- keppnisráðs sé að samruninn upp- fylli skilyrði 1. mgr. 18. gr. til íhlut- unar og því séu skilyrði sett. Óheimilt að semja um hlutfall Í fyrsta lagi verði Baugi Group og tengdum fyrirtækjum annars vegar og Grænu ehf. og tengdum fyrir- tækjum hins vegar óheimilt að semja um að tiltekið hlutfall af ávöxtum og grænmeti í vöruframboði verslana í eigu Baugs sé keypt af Grænu og tengdum fyrirtækjum. Í öðru lagi skuldbindi Baugur og tengd fyrirtæki sig til að kaupa grænmeti og ávexti af keppinautum Græns ehf. og dótturfélaga þess, bjóði þeir umræddar vörur af sam- bærilegum gæðum við sambæri- legum eða betri kjörum en Grænt og dótturfélög þess geti boðið. Í þriðja lagi sé Baugi óheimilt að gera þá kröfu til Græns að verslanir Baugs njóti betri viðskiptakjara en aðrir viðskiptavinir Græns, umfram það hagræði sem ætla megi að Grænt hafi af umfangi viðskiptanna. Óheimilt að útiloka viðskiptamenn Í fjórða lagi sé Grænu óheimilt að gera og starfa eftir samningum sem útiloki ákveðna viðskiptamenn frá viðskiptum við félagið. Baugi sé óheimilt að beita sér á nokkurn hátt gagnvart Grænu, þannig að það hafi þau áhrif að samkeppnisstaða ann- arra viðskiptavina Græns veikist. Fimmta skilyrði samkeppnisráðs kveður á um að stjórnarmenn, starfsmenn og eigendur að meira en 1% í Baugi Group hf., dótturfélögum þess eða fyrirtækjum sem það hafi virk yfirráð yfir skuli ekki sitja í stjórn eða varastjórn fyrirtækja tengdra Grænu ehf. sem eigi við- skipti við keppinauta Baugs eða keppinauta fyrirtækja tengdra Baugi. Hið sama gildi um maka stjórnarmanna, starfsmanna og eig- enda og þá sem séu skyldir þeim eða mægðir í beinan legg eða systkini þeirra. Yfirlýsing um þagnarskyldu Í sjötta lagi sé starfsmönnum Græns óheimilt að veita öðrum, þ.m.t. stjórnarmönnum og eigendum félagsins, upplýsingar um viðskipti og viðskiptakjör einstakra viðskipta- vina. Starfsmenn Græns skuli und- irrita sérstaka yfirlýsingu um þagn- arskyldu og trúnað þar um. Afrit yfirlýsingarinnar skuli sent Sam- keppnisstofnun. Sjöunda og síðasta skilyrðið kveð- ur á um að Grænt ehf. skuli kynna ákvörðun ráðsins og hvað í henni fel- ist fyrir starfsmönnum, eigendum, stjórnarmönnum og viðskiptavinum innan eins mánaðar frá birtingu hennar. Þá skuli fyrirtækið upplýsa Samkeppnisstofnun um framkvæmd á ákvörðuninni innan tveggja mán- aða. Í ákvörðuninni segir að brot á skil- yrðum samkeppnisráðs varði viður- lögum samkvæmt 13. kafla sam- keppnislaga. Samruni í heildsölu grænmetis og ávaxta Samkeppnisráð setur Grænu ehf. skilyrði KONA slapp lítið meidd er bíll sem hún ók valt á Skagastrandarvegi skömmu fyrir klukkan tíu í gær- kvöldi. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Blönduósi var launhált er slysið varð. Konan var ein í bílnum en töluverðar skemmdir urðu á honum. Fjögur minniháttar umferðar- óhöpp urðu í Keflavík í gær en eng- in meiðsl urðu á fólki. Árekstrar urðu á Mávabraut og á horni Hringbrautar og Aðalgötu auk þess sem keyrt var á kyrrstæða bíla við Samkaup og Grænás. Engin slys urðu á fólki er bíll rann til í hálku og lenti á öðrum bíl á Kirkjubraut á Höfn í Hornafirði um klukkan 21 í gærkvöldi. Litlar skemmdir urðu á bílunum. Hálkublettir á Holtavörðuheiði Hálkublettir voru í gær á Holta- vörðuheiði. Hálka og hálkublettir voru einnig víða á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. Að öðru leyti var greiðfært um helstu þjóðvegi landsins. Nokkur umferðaróhöpp urðu af völdum hálku ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.