Morgunblaðið - 14.12.2002, Blaðsíða 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 15
Flott ...
LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900
www.michelsen.biz
Kíktu á úrvalið á
skýrt geti af hverju verðtryggðir
vextir hafi ekki fylgt þróun stýrivaxta
meira en raun ber vitni. Í fyrsta lagi
hafi Íbúðalánasjóður breytt reglum
sínum í fyrra þannig að framboð hús-
bréfa jókst á markaðnum en á sama
tíma var öfug þróun hjá flestum hinna
markaðsaðilanna. „Eftirspurn eftir
húsbréfalánum virðist hafa aukist
vegna þess að einstaklingar áttu nú
kost á að taka hærri lán að jafnaði hjá
stofnuninni. Það að framboð húsbréfa
jókst inni á skuldabréfamarkaðnum
leiddi síðan til þess að vextir lækkuðu
minna en ella.“ Í öðru lagi nefnir hann
að breytt peningamálastefna Seðla-
bankans hafi áhrif en bankinn breytti
stefnu sinni úr fastgengisstefnu með
vikmörkum í að nota verðbólgumark-
mið og flotgengi árið 2001. „Á þenslu-
árunum 1998–2000 tóku innlendir að-
ALMAR Guðmundsson, forstöðu-
maður greiningardeildar Íslands-
banka, segir að mikilvægt sé að skoða
samhengi stýrivaxta og langtíma-
vaxta þegar áhrif vaxtabreytinga
Seðlabanka eru metin en Birgir Ís-
leifur Gunnarsson seðlabankastjóri
sagði í Morgunblaðinu í gær að áhrif
vaxtalækkunarinnar á fimmtudaginn
réðust að verulegu leyti af viðbrögð-
um verðtryggðra langtímavaxta á
skuldabréfamarkaði og hjá lánastofn-
unum. Almar segir að þess misskiln-
ings gæti oft að menn haldi að bank-
arnir ráði verðtryggðu vöxtunum
þegar það sé í raun ávöxtunarkrafa
ríkistryggðra skuldabréfa á markaði
sem sé hinn ráðandi þáttur og leggi
grunn að verðlagningu annarra aðila
á markaðinum. Þegar verðtryggðir
vextir á skuldabréfamarkaði séu
skoðaðir í samhengi við stýrivexti
komi í ljós að fylgni hafi ekki verið
mikil á undanförnum árum.
Almar nefnir þrjár ástæður sem
ilar töluvert mikið af erlendum lánum
vegna lægri vaxta auk þess sem þeir
virtust treysta því að krónan gæti að-
eins lækkað takmarkað, vegna fast-
gengisstefnu Seðlabankans. Þetta
breytist svo í einu vetfangi við breyt-
ingu Seðlabankans og það tók á kerf-
ið, eins og sást í lækkun á gengi krón-
unnar í kjölfarið. Ýmsir aðilar sem
tóku erlend lán á þessum tíma vilja nú
taka minni gengisáhættu og taka því
frekar lán á innlenda skuldabréfa-
markaðnum sem verður til þess að
það er meiri spurn eftir lánsfé inni á
þessum markaði sem aftur gerir það
að verkum að vextir eru hærri en
ella.“ Í þriðja lagi nefnir Almar að
væntingar um þróun langtímavaxta
hafi mikið að segja um hvernig vextir
í dag þróist. „Langtímavextir mótast
mikið af væntingum manna um fram-
tíðina. Núna eru uppi stórtæk áform
um stóriðju og það er okkar mat á
greiningardeildinni að þessir þættir
hafi þegar haft töluverð áhrif á mark-
aðsvextina vegna þess að ýmsir aðilar
á skuldabréfamarkaði telja miklar
líkur á því að af álversframkvæmdum
verði. Hafa þeir ekki jafnmikinn
áhuga á skuldabréfum sem fjárfest-
ingakosti enda hafa þeir áhyggjur af
að vaxtastigið komi til með að hækka
(og verð skuldabréfa að lækka) í að-
draganda og samfara þessum fram-
kvæmdum. Þetta er mjög mikilvægt
atriði, sérstaklega í ljósi þess að
Seðlabankinn hefur lýst því yfir varð-
andi peningastefnuna að hann ætli
ekki að láta álversmálið hafa áhrif á
ákvarðanatöku sína í bili. Þar sem við
erum að bera þetta tvennt saman er
mikilvægt að væntingar um álver
hafa áhrif í öðru tilfellinu en í hinu
hefur verið ákveðið að láta þær ekki
hafa áhrif. Þetta gerir óneitanlega all-
an samanburð erfiðari,“ sagði Almar.
Misskilningur að bank-
arnir ráði vöxtunum
Þrjár ástæður fyrir skorti á fylgni
stýrivaxta og verðtryggðra vaxta
SIÐANEFND Sambands íslenskra
auglýsingastofa telur að auglýsingar
Sjómannafélags Reykjavíkur, Vél-
stjórafélags Íslands og Félags ís-
lenskra skipstjórnarmanna brjóti í
bága við siðareglur SÍA og mælst er
til þess að þær verði ekki birtar aft-
ur.
Siðanefnd SÍA barst kæra frá
Lögmálum ehf., f.h. Atlantsskipa
ehf., dags. 26. nóvember 2002. Kær-
an er vegna auglýsinga sem gerðar
voru af ART-AD fyrir Sjómanna-
félag Reykjavíkur, Vélstjórafélag Ís-
lands og Félag íslenskra skipstjórn-
armanna, sem birtar voru í
Fréttablaðinu 23. október 2002 og í
Morgunblaðinu 24. október 2002.
Í niðurstöðu nefndarinnar kemur
fram að umræddar auglýsingar
brjóti í bága við þrjár siðareglur
SÍA; 2. gr. um heiðarleika þar sem
segir að auglýsingar skuli semja
þannig að traust neytandans, tak-
mörkuð reynsla hans eða þekking sé
ekki misnotuð.
4. gr. um sannleiksgildi þar sem
m.a. segir að auglýsingar skuli ekki
innihalda staðhæfingar eða myndir
sem líklegar eru til að villa um fyrir
neytandanum, beint eða óbeint, með
því að gefa eitthvað í skyn, halda eft-
ir nauðsynlegum upplýsingum eða
með því að nota tvíræða framsetn-
ingu eða ýkjur. Og 7. gr. um last sem
felur í sér að í auglýsingum skuli
ekki hallmæla neinu fyrirtæki eða
samkeppnisvöru, hvorki beint né
með því að gefa ókosti í skyn. Gildir
þetta jafnt um fyrirlitningu, skop og
önnur brögð í sama tilgangi.
Nefndin mælist til að auglýsing-
arnar verði ekki birtar aftur.
Í ljósi þessa telur siðanefnd SÍA
ekki ástæðu til frekari aðgerða.
Brotið á Atlants-
skipum í auglýsingum
NOKKURRA milljarða afgangur
gæti orðið af viðskiptajöfnuðinum hér
á landi í ár en það yrði í fyrsta skipti
frá árinu 1995 sem hann yrði jákvæð-
ur miðað við heilt ár, að því er fram
kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins.
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka
Íslands var viðskiptajöfnuður gagn-
vart útlöndum fyrstu níu mánuði árs-
ins jákvæður um 2,6 milljarða króna.
Þetta eru gríðarleg umskipti frá
síðasta ári en þá var á sama tíma 36
milljarða halli. Í vefriti fjármálaráðu-
neytisins segir að þessi umskipti komi
ekki alls kostar á óvart þar sem tölur
um vöruskiptajöfnuð það sem af er
þessu ári hafa sýnt sams konar þróun.
Hins vegar sýna tölurnar nokkuð
aðra og reyndar heldur hagstæðari
mynd en almennt hefur verið gert ráð
fyrir, m.a. í endurskoðaðri þjóð-
hagsspá fjármála- ráðuneytisins sem
birt var í byrjun þessa mánaðar.
Vaxtagreiðslur
minnka milli ára
Nú liggja fyrir tölur um vöru-
skiptajöfnuðinn til októberloka sem
sýna 12 milljarða króna afgang. Jafn-
framt liggja fyrir bráðabirgðatölur
um innflutning í nóvember. Sam-
kvæmt þessum tölum er útlit fyrir að
vöruskiptajöfnuðurinn geti orðið ívið
hagstæðari en gert var ráð fyrir í spá
ráðuneytisins, eða sem nemur 2–3
milljörðum króna.
„Þjónustujöfnuður, án þáttatekna,
gæti hins vegar orðið nokkuð óhag-
stæðari en spáð var miðað við tölur
fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Á móti
vegur að jöfnuður þáttatekna, þ.e.
launatekjur, vextir og arður af eign-
um Íslendinga í útlöndum að frá-
dregnum vaxtagreiðslum af erlend-
um skuldum, gjöldum vegna
arðgreiðslna af eignum útlendinga
hérlendis og launatekjum erlendra
einstaklinga hér á landi, hefur verið
mun hagstæðari það sem af er árinu
en undanfarin ár. Jöfnuður þátta-
tekna var þannig neikvæður um 12,5
milljarða fyrstu níu mánuði ársins en
var neikvæður um 22,5 milljarða á
sama tíma í fyrra. Þessi breyting staf-
ar einkum af minni vaxtagreiðslum en
þær eru langstærsti liður þáttatekna.
Það verður að teljast afar hæpið að
þessi liður verði neikvæður um 25
milljarða króna fyrir árið í heild eins
og gert var ráð fyrir í síðustu spá.
Styrking gengis íslensku krónunnar á
síðasta ársfjórðungi, en hún er rúm-
lega 10% frá sama tíma í fyrra, mun
hafa jákvæð áhrif á jöfnuð þáttatekna
og sama gildir um vaxtalækkanir er-
lendis.
Að öllu samanlögðu gæti því orðið
nokkurra milljarða króna afgangur á
viðskiptajöfnuði árið 2002 í stað halla
eins og spáð hefur verið. Það yrði í
fyrsta skipti frá árinu 1995 sem við-
skiptajöfnuður yrði jákvæður miðað
við heilt ár,“ að því er segir í vefriti
fjármálaráðuneytisins.
Morgunblaðið/Ásdís
Ef viðskiptajöfnuðurinn verður hagstæður í ár yrði það í fyrsta skipti í 7 ár.
Útlit fyrir jákvæðan
viðskiptajöfnuð í ár
YFIRTÖKUSKYLDA myndast þeg-
ar aðili eða tengdir aðilar öðlast með
einum eða öðrum hætti ráðstöfunar-
rétt yfir 50% eða meira af atkvæð-
isrétti í opinberlega skráðu félagi á
Íslandi. Kauphöll Íslands telur brýnt
að endurskoða reglur um yfirtöku-
tilboð og færa þær meira til sam-
ræmis við það sem gerist á mörk-
uðum sem Ísland ber sig helst saman
við. Þannig verði lagður traustari
grunnur að virkri og góðri verð-
myndun á hlutabréfamarkaði.
Í Kauphallartíðindum Kauphallar
Íslands kemur fram að í Svíþjóð stof-
nast tilboðsskylda þegar aðili eða
tengdir aðilar eignast 40% af at-
kvæðisréttinum í sænsku félagi sem
skráð er í kauphöll eða á skipulegum
tilboðsmarkaði. Leggja þarf fram yf-
irtökutilboð innan fjögurra vikna
nema viðkomandi aðili hafi áður selt
niður fyrir 40% markið.
Í Danmörku er miðað við frá
þriðjungi til helmings hlutafjár
Í Danmörku stofnast yfirtöku-
skylda í raun og veru þegar einhver
aðili eða tengdir aðilar eignast þriðj-
ung í dönsku félagi sem skráð er á
markað í Danmörku. Þess utan stof-
nast tilboðsskylda í tilvikum þegar
aðili hefur öðlast rétt til að tilnefna
eða setja af meirihluta stjórnar. Með
orðalaginu er í raun og veru átt við að
kauphöllin geti metið hvort tilboðs-
skylda hafi stofnast eigi einhver hlut-
hafi á milli þriðjungs eða helmings í
skráðu félagi. Að öðrum kosti stofn-
ast tilboðsskylda ætið þegar aðili eða
tengdir aðilar hafa eignast yfir helm-
ing í skráðu félagi, að því er segir í
Kauphallartíðindum.
Í Noregi stofnast tilboðsskylda
þegar aðili hefur eignast 40% at-
kvæðisréttar í norsku félagi sem
skráð er í norskri kauphöll. Við mat á
því hvort yfirtökuskylda hafi stofnast
skal líta til eignarhalds tengdra aðila.
Stefnt að samræm-
ingu innan ESB
Í drögum að væntanlegri tilskipun
ESB um yfirtökureglur kemur fram
það markmið að samræma yfirtöku-
reglur milli landa og stuðla að vernd-
un minnihluta hluthafa í félögum sem
gerð hafa verið yfirtökutilboð í. Í
drögunum er ekki nefnt ákveðið pró-
sentuhlutfall til marks um það hve-
nær yfirtökuskylda stofnast, heldur
ber aðildarríkjum að setja reglur
sem skylda þann aðila sem hefur náð
yfirráðum í félagi til að gera yfir-
tökutilboð í bréf annarra hluthafa.
„Nokkur umræða hefur verið til
staðar hér á landi um hvort æskilegt
sé að lækka það þrep sem þarf að ná
til að yfirtökuskylda skapist. Ljóst er
að eignarhlutur töluvert undir 50%
getur falið í sér raunveruleg yfirrráð
og fyrir vikið getur meirihlutinn í
raun orðið áhrifalaus. Slík staða get-
ur skaðað hinn almenna fjárfesti og
grafið undan tiltrú á hlutabréfa-
markaði. Verðmyndun með bréf í
slíkum félögum getur orðið ótraust
og veltan lítil. Brýnt er að endur-
skoða reglur um yfirtökutilboð í
þessu ljósi og færa þær meira til
samræmis við það sem gerist á
mörkuðum sem við berum okkur
helst saman við. Þannig verður lagð-
ur traustari grunnur að virkri og
góðri verðmyndun á hlutabréfa-
markaði,“ að því er segir í Kauphall-
artíðindum.
Herða þarf
reglur um
yfirtökuskyldu
LANDSBANKINN hefur ákveðið að
lækka vexti helstu óverðtryggðra inn-
lána og útlána um 0,5% í kjölfar lækk-
unar á stýrivöxtum Seðlabankans.
Í tilkynningu frá Landsbankanum
segir, að hvað varði breytingar á vöxt-
um verðtryggðra innlána og útlána þá
hafi Landsbankinn lækkað þá vexti
um 0,65% frá því í september meðan
ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur lækk-
að um 0,60% frá miðju ári.
Kjörvextir verðtryggðra útlána
Landsbankans eru nú 7,10% og segir
bankinn að þeir vextir séu þeir lægstu
hjá bönkum og sparisjóðum. Þá segir
að bankinn hafi auk þess nýlega
brugðist við harðnandi samkeppni í
lífeyrissparnaði með hækkun vaxta á
verðtryggðum lífeyrisreikningum
sínum.
„Landsbankinn bendir á að ef borin
er saman nafnávöxtun kjörvaxta
verðtryggðra skuldabréfa milli ár-
anna 2001 og 2002 komi í ljós að lækk-
unin er 7,2%, sem er vel umfram
lækkun á stýrivöxtum Seðlabanka.
Þannig var nafnávöxtun verð-
tryggðra kjörvaxta 17% árið 2001 en
9,8% það sem af er árinu 2002. “
Landsbank-
inn lækkar
vexti