Morgunblaðið - 14.12.2002, Page 20

Morgunblaðið - 14.12.2002, Page 20
NORÐUR-Kóreumenn sökuðu Bandaríkjamenn í gær um að hafa framið sjórán og kröfðust bóta vegna töku n-kóresks flutningaskips með eldflaugar innanborðs á leið til Jemen sl. mánudag. N-kóresk stjórnvöld viðurkenndu að skipið hefði flutt efni til eldflaugasmíði til Jemen en sögðu að flutningarn- ir hefðu farið fram samkvæmt lögmætum samningi. Bæri Bandaríkjamönnum að biðjast afsökunar á sjóráni og greiða bætur fyrir skemmdir sem unnar hefðu verið á skipinu og sálarangist skipverja. Skotið að bíl borgarstjóra ÁRÁSARMAÐUR skaut í gær nokkrum riffilskotum að bíl borgarstjórans í Aþenu, Doru Bakoyannis, og særði bílstjóra hennar alvarlega. Árásarmað- urinn lagði á flótta en lögreglan náði manninum. Bakoyannis skarst á höndum og í andliti af glerbrotum. Tilræðið mun ekki hafa átt sér pólitískar rætur. Frú Karadzic hættir EIGINKONA Bosníu-Serbans Radovans Karadzic sagði í gær upp starfi sínu sem yfirmaður Rauða kross Bosníu eftir að Al- þjóða rauði krossinn hótaði að stöðva greiðslur til samtakanna ef hún yrði áfram við störf. Karadzic er í haldi stríðsglæpa- dómstólsins í Haag, sakaður um þjóðarmorð og stríðsglæpi. Gore líklega ekki fram NOKKRIR samstarfsmenn Als Gores, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og forsetafram- bjóðanda demókrata, segjast telja það æ líklegra að hann muni ekki verða í framboði í forsetakjörinu 2004. Líklegt sé að hann muni tilkynna í næsta mánuði að hann hyggist víkja fyrir nýjum manni sem geti keppt við George W. Bush. Svíar efins um evruna SVÍAR verða sífellt meira efins um ágæti þess að taka upp evr- una, sameiginlegan gjaldmiðil Evrópusambandsins, að því er fram kemur í niðurstöðum könnunar hagstofunnar sænsku sem voru birtar í gær. Hagstofan spurði tæplega 7.000 manns um afstöðu þeirra til evrunnar í síðasta mánuði, og kom í ljós að stuðningur við hana hafði minnkað í 39,9%, úr 46% í maí sl. Þeir sem voru and- vígir evrunni voru 34,7% og hafði það hlutfall hækkað síðan í maí um tæplega fjögur pró- sent. 25,4% voru óákveðin. STUTT Sakaðir um sjórán Lögreglumaðurinn Yiorgos Liber- iou, sem ók Bakoyannis, liggur særður fram á stýrið. ERLENT 20 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Vönduð karlmannsúr LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900 www.michelsen.biz Kíktu á úrvalið á GERHARD Sabathil, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi og í Noregi, segir að bakgrunnur þeirra krafna, sem ESB setji nú fram á hendur Íslandi og Noregi, sé fyr- irsjáanleg sameining austur- og vesturhluta Evrópu með stækkun Evrópusambandsins. Henni fylgi stækkun Evrópska efnahagssvæðis- ins og í sameiningu standi EES-rík- in því frammi fyrir nýjum raunveru- leika. Þörfin fyrir fjármuni til að hjálpa fátækari ríkjum EES verði allt önnur en áður; nú njóti fjögur ríki sérstaks stuðnings (Spánn, Portúgal, Grikkland og Írland) en eftir stækkun ESB, sem samþykkt var í Kaupmannahöfn í gær, verði þau fjórtán. „Við getum ekki haft virkan innri markað nema við byggjum þann markað upp. Ef þið Íslendingar vilj- ið flytja út meira til þessara landa, t.d. fisk, verðið þið líka að hjálpa þeim að byggja upp efnahagslíf sitt,“ segir Sabathil. Raunframlag EFTA hefur lækkað Hann bendir á að EFTA-ríkin hafi frá upphafi lagt fram fé til að styðja fátækari ríki efnahagssvæðisins. „Um leið er ljóst að framlag EFTA- ríkjanna hefur farið minnkandi sem hlutfall af landsframleiðslu. Árið 1994 var samið um fast árlegt fram- lag EFTA-ríkjanna, sem var þá 0,025 af landsframleiðslu en er núna um 0,01% af landsframleiðslu. Hag- vöxtur og verðmætasköpun hefur verið miklu jákvæðari í EFTA-ríkj- unum en í aðildarríkjum ESB.“ Sabathil segir að þannig séu tengsl á milli virkni innri markaðar- ins og þróunar- og byggðastefnunn- ar og þeirra fjármuna, sem til henn- ar sé varið. Sendiherrann rifjar upp að fyrstu árin eftir að Ísland gerðist aðildarríki EFTA á áttunda ára- tugnum hafi Ísland fengið framlög úr iðnaðarmálasjóði EFTA, sem hafi átt að auðvelda landinu að takast á við umhverfi frjálsra viðskipta. Nú séu A-Evrópuríkin í svipaðri stöðu. Sabathil bendir á að samningsum- boð ESB til viðræðna við Ísland og Noreg vegna stækkunar EES sé umboð allra ríkjanna 25, núverandi aðildarríkja og þeirra tíu, sem sam- þykkt var á Kaupmannahafnarfund- inum að veita aðild. „Að sjálfsögðu hafa umsóknarríkin áhuga á að þróa efnahags- og viðskiptatengsl sín við EFTA-ríkin. Þau sjá ekki af hverju EFTA-löndin ættu að að koma öðru- vísi fram við þau en ESB-ríkin gera, með miklum fjárframlögum.“ Þá vekur sendiherrann athygli á að með stækkuninni verði Evrópu- sambandið að meðaltali fátækara, en um leið verði EFTA-löndin hlutfalls- lega ríkari. „Ísland verður 15% rík- ara, samanborið við ESB með 25 ríkjum heldur en miðað við samband með 15 ríkjum,“ segir hann. Reiknað hvað Ísland fengi til baka Sabathil segist ósammála því að Ísland eigi að fá „afslátt“ af því að það eigi ekki aðild að ákvarðanatöku um innri markaðinn. „Í Brussel eru menn þvert á móti þeirrar skoðunar að Ísland njóti forréttinda á innri markaðnum. Aðeins EFTA-ríkin eru undanþegin t.d. skattastefnu, sjávarútvegsstefnu og landbúnaðar- stefnu. Þið hafið getað verndað til- tekna viðkvæma geira atvinnulífsins og margir eru þeirrar skoðunar að ef þið viljið halda þessum forrétt- indum – til dæmis að fá áfram að reka fríhafnarverzlanir – ættuð þið ekki að borga minna en sambærileg ríki.“ Sabathil segir að reyndar ríki skilningur á því hjá ESB að Ísland búi um margt við sérstakar aðstæð- ur. „Þriðjungur þjóðarinnar býr á mjög dreifbýlum svæðum, sem njóta byggðastyrkja. Þá er veðurfarið erf- itt. Þetta er samningsatriði, við munum hlusta vandlega á röksemdir Íslendinga og semja um svokallað sýndarendurgjald, þ.e. tökum með í reikninginn hvað Ísland fengi til baka ef það ætti aðild að byggða- og þróunarsjóðum ESB.“ Sendiherrann segir að Evrópu- sambandið sé reiðubúið að taka til skoðunar kröfur og hugmyndir Ís- lendinga varðandi markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir, en Ísland og Noregur hafa krafizt fríverzlunar með allar sjávarafurðir í ESB til að vega upp á móti missi fríverzlunar- samninga við löndin tíu, sem senn munu ganga inn í sambandið. Hann tekur hins vegar fram að engin laga- leg skylda hvíli á sambandinu sam- kvæmt reglum Heimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO) að bjóða bætur fyrir þennan missi markaðs- aðgangs. Þá hafi engin umsóknar- ríkjanna beðið um aðlögunartíma hvað varði tolla á innflutningi sjáv- arafurða frá Íslandi. Aðspurður hvort ESB telji sér ekki einu sinni skylt að gefa Íslandi og Noregi tollfrjálsan innflutnings- kvóta, byggðan á innflutningi síð- ustu ára, eins og gert var þegar Sví- þjóð og Finnland gengu inn í ESB, svarar hann því til að ekki sé hægt að leggja þetta tvennt að jöfnu. „Þá voru EFTA-ríki að ganga inn í sam- bandið. Síðan höfum við átt í erfiðum viðræðum um viðskipti með t.d. landbúnaðarafurðir. Menn ættu ekki að búast við að ESB hliðri aftur til einhliða. Viðskiptasamningar eins og þeir, sem eru í gildi milli EFTA- ríkjanna og umsóknarríkjanna, og sjávarútvegssamkomulag okkar, þar sem margt er reyndar tollfrjálst, falla ekki undir reglur WTO þar sem við erum nú þegar í sérstöku við- skiptasambandi. Við erum okkar á milli að skoða hvernig viðhalda megi þessum samningum og skoða málin án lagalegra skuldbindinga.“ Sabathil segir að ESB sé nú að sanka að sér gögnum um utanrík- isverzlun EFTA-ríkjanna og vænt- anlegra aðildarlanda ESB. „Við munum þurfa lausn, sem skapar jafnvægi innan sjávarútvegsgeirans. Það þýðir að frjáls verzlun er ekki möguleg án frjálsra fjárfestinga. En allt, sem fellur undir þetta, er samn- ingsatriði, að því gefnu að við náum jafnvægi þarna á milli,“ segir sendi- herrann. Hann bendir á að innflutn- ingur EFTA-ríkjanna til umsóknar- ríkjanna sé svo lítill, að ekki sé hægt að ætlast til að fullt tollfrelsi í við- skiptum með sjávarafurðir við ESB komi til um leið og þau gangi í sam- bandið, án þess að eitthvað komi á móti í frjálsum fjárfestingum. Hann ítrekar hins vegar að ekki sé um það rætt af hálfu ESB að krefjast veiði- heimilda á móti markaðsaðgangi. Bjartsýnn á að samkomulag náist Sabathil segist mjög bjartsýnn á að hægt verði að undirrita sam- komulag ESB og EFTA-ríkjanna um stækkun EES í Lúxemborg hinn 15. apríl á næsta ári, „jafnvel þótt það verði tveimur vikum fyrir al- þingiskosningar“. Sabathil segir engan annan kost í stöðunni en að semja. „Það væri óhugsandi að á sömu stundu og sameining Evrópu verður undirrituð 16. apríl liði Evr- ópska efnahagssvæðið undir lok. Enginn lítur á það sem möguleika, hvorki í ESB, í umsóknarríkjunum né í EFTA-ríkjunum. Þess vegna verðum við að finna lausn sem við getum sætt okkur við.“ Fjárframlög EFTA-ríkj- anna hafa lækkað í raun Morgunblaðið/Árni Sæberg Gerhard Sabathil, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi og í Noregi. Gerhard Sabathil, sendiherra ESB hér á landi, segir að raunlækkun hafi orðið á framlögum EFTA-ríkja til fátækari svæða ESB og að nýju ESB-ríkin skilji ekki af hverju EFTA-ríkin ættu að styðja þau minna en önnur aðildarríki EES. Ólafur Þ. Stephensen ræddi við Sabathil. olafur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.