Morgunblaðið - 14.12.2002, Side 28
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
28 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
P P F O R L A G
Bylting BÍTLANNA eftir Ingólf Margeirsson
Ingólfur Margeirsson
áritar bók sína BYLTING
BÍTLANNA laugardaginn
14. desember kl. 14:00 í
Pennanum Eymundsson
Austurstræti.
Hinir frábæru tónlistarmenn
Valgeir Guðjónsson og
Jón Ólafsson spila bítlalög
á staðnum og Magnús
Einarsson útvarpsmaður
les úr bókinni. Frábært tilboðsverð.
„FULLTRÚAR frá borginni hafa
talað um að síst af öllu megi
einangra aldraða og öryrkja. Það er
því furðulegt hvernig að okkur er
nú vegið,“ sagði maður um áttrætt á
miklum hitafundi sem haldinn var í
þjónustuseli Sléttuvegar 11-13 um
tillögur að breyttu fyrirkomulagi
félagsstarf aldraðra á fimm stöðum
í borginni. Á fundinn mættu vel-
flestir íbúanna, Lára Björnsdóttir,
félagsmálastjóri Reykjavíkur, auk
Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, fram-
kvæmdastjóra þjónustusviðs Fé-
lagsþjónustunnar.
„Ég skil ekki hvernig þið getið
ímyndað ykkur að við séum sátt við
að verða flutt einhverjum hreppa-
flutningi hingað og þangað til að
sækja félagsstarf annars staðar,“
benti ein konan á og var augljóslega
mikið niðri fyrir. „Það er bara rugl
að láta sér detta þetta í hug. Oft hef-
ur okkur fundist við vera sniðgeng-
in. Við erum fólkið sem eigum að
njóta þessarar þjónustu og við erum
fólkið sem höfum nú byggt upp
þetta þjóðfélag og okkur finnst við
eiginlega eiga þetta inni hjá borg-
inni.“ Benti hún á að gamalt fólk
væri vanafast og að meðalaldurinn í
húsunum væri yfir 80 ár.
Greinilegt var á fundinum að íbú-
arnir eru ósáttir við tillögurnar sem
m.a. fela í sér að á fimm stöðum í
borginni verður skipulagt starf, s.s.
handavinna, leirlist, smíði og önnur
tómstundaiðja, lögð niður. Á níu
stöðum verður starfið eflt. Sam-
kvæmt tillögunum verður leikfimi,
heitur matur og ýmis önnur þjón-
usta til boða í þjónustumiðstöðv-
unum, enda telst hún að sögn félags-
málastjóra til félagsþjónustu sem
borginni er skylt að veita. Íbúar fá
þó áfram þjónustuselin til afnota og
geta skipulagt eigið félagsstarf sem
þeir þurfa þó að greiða sjálfir fyrir.
Hingað til hafa íbúar á Sléttuvegi
11-13 greitt 500 krónur á mánuði í
félagsstarfið. Tillögur um breytt
fyrirkomulag verða lagðar fram í
borgarstjórn 19. desember nk.
Vilja ekki sækja starfið annað
Íbúar Sléttuvegar eru ósáttir við
að þeim sé gert að fara í aðrar mið-
stöðvar til að sækja þá afþreyingu
sem hingað til hefur verið í þjón-
ustuseli hússins. Þeir segja fé-
lagsstarfið á öðrum stöðum þétt-
setið og segjast sjá lítinn sparnað í
því að senda fólk milli þjónustu-
miðstöðva með leigubílum í stað
þess að halda uppi starfi á stöðunum
fimm áfram. „Skipulagt starf hefur
verið hér í um níu stundir á viku,“
benti ein kona á. „Það er rúmlega
eitt dagsverk.“ Lára sagði að fé-
lagsstarfið í húsinu kostaði Reykja-
víkurborg engu að síður fimm millj-
ónir árlega. Forstöðumanni
þjónustumiðstöðvarinnar verður
sagt upp frá áramótum.
Þá benti Lára á að breytt fyrir-
komulag yrði ekki eingöngu gert í
sparnaðarskyni heldur til að efla
frumkvæði aldraðra og nýbreytni í
félagsstarfinu sem eftirspurn hefur
verið eftir. Benti hún á þann mögu-
leika að sækja um styrki til skipu-
lags félagsstarfs til félagsmálaráðs í
framtíðinni. „Við viljum að þið
ákveðið hvað verður í félagsstarf-
inu,“ sagði Lára en fundarmenn
virtust flestir vera sammála um að
þeir vildu hafa óbreytt ástand. „Þið
megið frekar bæta við starfið
hérna,“ var algengt sjónarmið.
Á fundinum kom fram mikil
gremja íbúanna að þeir hafi ekki
verið hafðir með í ráðum áður en
ákvörðun um breytta starfsemi var
samþykkt í félagsmálaráði. Fannst
þeim framhjá sér gengið og bentu á
að margir hefðu keypt íbúðir í hús-
unum til þess að geta sótt starfið
sem þar færi fram. Þá hefði verið
gerður samningur við Reykjavík-
urborg um félagsstarfið.
Fram komu fyrirspurnir um hver
ætti að hafa yfirumsjón með þjón-
ustuselinu þar sem forstöðumanni
hefði verið sagt upp. Að sögn Láru á
eftir að ákveða með hvaða hætti það
verði gert.
Margir íbúar sögðu að þeir gætu
ekki hugsað sé að sækja starfið ann-
ars staðar og enn aðrir bentu á að
sökum veikinda ættu þeir erfitt um
vik að ferðast. „Sumir nota göngu-
grindur eða súrefniskút og það er
nú ekkert auðvelt að hoppa upp í
leigubíl með slíkt,“ sagði ein konan.
Verkefnisstjóri verður að sögn
Þórdísar Lóu ráðinn til að aðstoða
íbúana við að koma eigin fé-
lagsstarfi af stað í þjónustuselj-
unum. „Það er alltaf erfitt að breyta
út af vananum,“ sagði hún. „En
margir vilja sjá um starfið sjálfir og
ekki láta okkur alltaf ráða því hvað
er í boði hverju sinni.“
Samkvæmt tillögunni tekur
breytt fyrirkomulag félagsstarfs
aldraðra í fimm þjónustumið-
stöðvum í Reykjavík gildi í maí á
næsta ári.
Öldruðum heitt í hamsi
Almenn óánægja
með breytingar á
félagsstarfi aldraðra
kom fram á miklum
hitafundi íbúa
Sléttuvegar 11–13
með félagsmálastjóra
í gærkvöldi.
Fossvogur
Morgunblaðið/Jim Smart
Íbúum er umhugað um að félagsstarf haldi áfram í þjónustuseli hússins.
REKSTUR nýrrar heilsugæslu-
stöðvar í Salahverfi í Kópavogi
verður boðinn út eftir helgi sam-
kvæmt ákvörðun Jóns Kristjáns-
sonar heilbrigðisráðherra. Er
þetta í fyrsta sinn sem rekstur
heilsugæslustöðvar er boðinn út
hér. Útboðið verður auglýst á
morgun og gögn vegna þess munu
liggja frammi á þriðjudag. Hluti af
tekjum stöðvarinnar verður af-
kastatengdur.
Heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið hefur tekið til leigu
húsnæði á Salavegi 2 undir starf-
semi heilsugæslustöðvarinnar og
verður það tilbúið til innréttingar í
apríl 2003. Rekstur stöðvarinnar
gæti því hafist 1. ágúst á næsta ári.
Ráðuneytið mun standa straum af
leigugjöldum hússins og stöðin
mun heyra beint undir það.
Afkastatengdar tekjur
„Með útboðinu er verið að gefa
einkaaðilum möguleika á að skipu-
leggja þjónustuna eftir eigin hug-
myndum, þó þannig að heilsugæsl-
an verði ávallt fyrsti
viðkomustaður sjúklings. Mark-
miðið með útboðinu er að auka að-
gengi, hagkvæmni og skilvirkni í
heilsugæslunni og tryggja sam-
fellda og heildræna þjónustu,“
sagði Svanhvít Jakobsdóttir, skrif-
stofustjóri heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytis, í samtali við
Morgunblaðið í gær en hún var for-
maður verkefnisstjórnar sem sá
um undirbúning útboðsins. „Hluti
af tekjum stöðvarinnar verður af-
kastatengdur, sem þýðir að hann
verður háður fjölda koma og vitj-
ana.“
Einnig verða greiðslur til verk-
sala í formi höfðatölugreiðslna og
fastra greiðslna.
Dæmi eru þegar um að rekstur
heilbrigðisþjónustu hafi verið boð-
inn út eða samið hafi verið beint
við aðila um tiltekna þjónustu. Má
þar nefna rekstur heilsugæslu-
stöðvar í Lágmúla. „En rekstur í
heilsugæslu hefur ekki áður verið
boðinn út. Munurinn á rekstrinum
í Salahverfi mun m.a. felast í því að
rekstraraðila er gert að eiga allan
lausabúnað á stöðinni, eins og tæki,
rekstrarvörur og húsgögn og
standa straum af öðrum rekstrar-
gjöldum stöðvarinnar. Þá er af-
kastatengingin einnig nýlunda í
slíkum rekstri,“ segir Guðmundur
Hannesson hjá Ríkiskaupum sem
munu sjá um útboðið.
Í útboðslýsingunni eru bæði
verk lækna og hjúkrunarfræðinga
afkastatengd og er það einnig ný-
lunda að sögn Svanhvítar. „Þarna
gefst fagfólki tækifæri til að skipu-
leggja þjónustuna, auka sveigjan-
leika og hafa aðra verkaskiptingu
milli lækna og annarra fagstétta,
þó innan gildandi lagaramma.“
Samningur til átta ára
„Miðað er við að samningstíminn
sé átta ár með kosti á framleng-
ingu til fjögurra ára,“ segir Svan-
hvít og bendir á að þjónustusvæði
stöðvarinnar nái til Linda- og Sala-
hverfis ásamt Vatnsendahverfum
en um 4.200 manns búa á þessu
svæði í dag. Gert er ráð fyrir að
hverfin verði fullbyggð árið 2012
og íbúafjöldinn verði þá um 11 þús-
und.
„Stöðin mun veita alla almenna
heilsugæsluþjónustu, þ.e. almenna
læknis- og hjúkrunarþjónustu,
mæðraeftirlit, ungbarnavernd og
skólaheilsugæslu. Samkvæmt skil-
yrðum í útboðsgögnum verður
einnig sérstök áhersla lögð á þjón-
ustu við unglinga.“
Faglega verða gerðar sömu kröf-
ur til stöðvarinnar í Salahverfi og
allra annarra heilsugæslustöðva að
sögn Guðmundar. „Viðskiptavinir
verða ekki varir við breytt rekstr-
arform. Breytingin er fyrst og
fremst fólgin í því að ráðuneytið
skapar rekstraraðilum ákveðinn
tekjugrundvöll og þeir eiga síðan
að standa algjörlega undir rekstr-
inum sjálfir, bæði stjórnunarlega
og hvað varðar starfsmannahald.
Rekstraraðili stöðvarinnar ræður
til sín fólk samkvæmt ákveðnu
kaupi og kjörum. Starfsfólkið verð-
ur ekki ríkisstarfsmenn.“
Hann segir að samkvæmt út-
boðsgögnum sé mönnum talið það
til tekna ef þeir koma með ein-
hverjar nýjungar, nýsköpun og
framtíðarsýn inn í heilsugæsluna.
„Við erum í raun að kalla eftir því
að menn komi inn í reksturinn með
hugmyndir sínar og erum að gefa
þeim vettvang til að útfæra þær og
þróa.“
Útboðið verður auglýst um
helgina, fyrirhugað er að halda
kynningarfund með þeim sem
bjóða í reksturinn í byrjun janúar,
en skilafrestur er til 30. janúar nk.
Ný heilsugæslustöð í Salahverfi mun
taka til starfa um mitt næsta ár
Rekstur heilsu-
gæslu boðinn
út í fyrsta sinn
Kópavogur