Morgunblaðið - 14.12.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 14.12.2002, Síða 33
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 33 AKUREYRI FRAMKVÆMDASTJÓRI Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja telur ekki lagalegan grundvöll til að semja við heimilislækna um önnur kjör en kjaradómur hefur ákvarðað. Lækn- arnir hafa ákveðið að sækja ekki um gömlu störfin sín og því ljóst að starfsemi heilsugæslustöðvanna kemst ekki í samt lag á næstunni. Stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og fulltrúar þeirra heimilislækna sem sögðu upp störfum og hættu 1. nóvember síð- astliðinn hafa verið í viðræðum und- anfarna daga. Upp úr þeim hefur slitnað. Í yfirlýsingu sem Sigríður Snæ- björnsdóttir framkvæmdastjóri sendi frá sér í gær kemur fram að læknarnir krefjast þess meðal ann- ars að fá aksturstíma til og frá vinnu- stað metinn til vinnutíma og viðbót- arlaunaflokka. Þess má geta að allir læknarnir búa á höfuðborgarsvæð- inu. Telur framkvæmdastjórinn sig ekki hafa lagalegan grundvöll til að semja um sérkjör af þessu tagi og hefur þessi túlkun hennar verið stað- fest af heilbrigðisráðuneytinu. Fækkun lækna óviðunandi Í yfirlýsingu sem sjö fyrrverandi heimilislæknar hjá HSS sendu frá sér í gær kemur fram að samskipti þeirra við stjórnendur HSS einkenn- ist af trúnaðarbresti. Segjast þeir meðal annars hafa boðið endurráðn- ingu á þeim starfskjörum sem þeir nutu áður. Hins vegar hafi komið í ljós að forsendur séu verulega breyttar. Nefna þeir sérstaklega að ætlunin sé að fækka heilsugæslu- læknum. „Að okkar áliti er fækkun lækna óviðunandi þar sem hún leiðir til skertrar þjónustu við skjólstæð- inga heilsugæslunnar og verri starfsskilyrða heilbrigðisstétta á stofnuninni,“ segir í yfirlýsingunni. Læknarnir segja að þessu fylgi einnig sú augljósa staðreynd að ekki standi til að endurráða alla þá sem sögðu upp störfum. Í tilkynningu HSS segir aftur á móti að öllum læknunum sem sögðu upp hafi verið boðin kjör sem séu í fullu samræmi við nýlegan úrskurð kjaranefndar. Ljóst er að þessi niðurstaða hefur í för með sér að áfram verður röskun á starfsemi heilsugæslunnar, eins og framkvæmdastjórinn bendir á í til- kynningu sinni, en jafnframt látin sú von í ljósi að læknar ráði sig aftur til stofnunarinnar og þjónustan komist í gott horf á nýjan leik. Tveir heim- ilislæknar eru nú við störf á heilsu- gæslustöðinni í Keflavík. Slitnað upp úr við- ræðum við lækna Keflavík Ljósmynd/Hilmar Bragi ÁÆTLAÐ er að samtals gisti 150– 160 manns frítt á Hótel Keflavík um helgina. Er þetta fólk sem nýt- ir sér tilboð hótelsins um versl- unarferð til Reykjanesbæjar. Mikill áhugi hefur verið á til- boði Hótels Keflavíkur um endur- gjaldslausa gistingu á hótelinu gegn því að fólk framvísi kvitt- unum fyrir kaupum á vörum eða þjónustu í bænum sem svarar til verðmætis gistingarinnar. Hótelið tekur frá 20 herbergi í þessu skyni á hverri nóttu fram til jóla. Steinþór Jónsson hótelstjóri segir að fyrstu dagana eftir að til- boðið var kynnt hafi allar helg- arnar bókast og biðlistar mynd- ast. Þegar mest hafi verið hafi verið 40–50 manns á biðlista eftir gistingu einstaka nætur um helg- ar. Minni eftirspurn er virku dag- ana. Steinþór segist hafa reynt að koma til móts við fólkið með því að bæta við herbergjum, eftir því sem unnt hafi verið, og sumir hafi fært sig til. Um 130 manns gistu á hótelinu um síðustu helgi, fólk sem bókaði sig samkvæmt þessu tilboði, og búast má við að 150– 160 manns gisti um helgina. „Það kemur okkur svo sem ekki á óvart, miðað við reynsluna frá síðasta ári, að fólk verslar tölu- vert meira en það þarf til að nýta tilboðið,“ segir Steinþór. Flestir kaupa inn fyrir 20 til 50 þúsund en sést hafa tölur yfir 200 þúsund krónur. Segist Steinþór vera ánægður með hvernig þetta geng- ur og gestirnir séu einnig ánægð- ir með framtak hótelsins og þjón- ustuna sem þeir fá í verslunum í Reykjanesbæ. Starfsfólk hótelsins verði mjög vart við þetta. 150 gista frítt um helgina Keflavík Flestir atvinnulausir á Suðurnesjum 5% kvenna án vinnu Reykjanes ATVINNULEYSI eykst enn á Suð- urnesjum og undanfarna tvo mánuði hefur það verið hlutfallslega hið mesta á landinu. Atvinnuleysi á svæðinu hefur ekki verið meira í sex ár. Í lok nóvembermánaðar voru 372 Suðurnesjamenn án vinnu, sam- kvæmt yfirliti Vinnumálastofnunar. Hafði þeim fjölgað um 52 frá mán- uðinum á undan og 238 frá nóvember í fyrra. Enn er atvinnuleysið að aukast því í gær voru tæplega 400 einstaklingar skráðir atvinnulausir. Ef litið er á meðaltalstölur í mán- uðinum sést að atvinnuleysið er 3,8%, heilu prósentustigi yfir lands- meðaltali. Mest er atvinnuleysið meðal kvenna en 5% þeirra eru án vinnu. Flestir voru án vinnu í Reykja- nesbæ í lok nóvember, 292 einstak- lingar, og hafði þeim fjölgað um 50 í mánuðinum og 190 á árinu. Í Sand- gerði voru 35 atvinnulausir, 19 í Grindavík og Garði og 7 í Vogum. Fæst í Kirkjuhúsinu Laugavegi 31, Reykjavík, Shellstöðinni v/Hörgárbraut, Akureyri, Litla húsinu, Strandgötu 13B, Akureyri og í Radíovinnustofunni Kaupangi Akureyri. Verð kr. 200 Einstakt tækifæri Af sérstökum ástæðum er Blómabúð Akureyrar, ein elsta og fallegasta blóma- og gjafavöruverslun landsins, til sölu. Upplýsingar í símum 821 2903 og 821 2904 Jóhann/Kristín MEIRIHLUTI skólanefndar Akur- eyrarbæjar hefur fyrir sitt leyti sam- þykkt tillögu að lækkun á fjárhags- áætlun fræðslu- og uppeldismála fyrir næsta ár um rúmar 58 milljónir króna. Það er m.a. gert með því hækka gjaldskrár leikskóla, skóla- vistunar og tónlistarskólans um 8% frá 1. janúar nk. Einnig með því að loka leikskólum í tvær vikur í sumar, þó þannig að að- eins helmingur þeirra loki á sama tíma. Ennfremur með lækkun á ýmsum útgjaldaliðum í sameiginleg- um kostnaði leik- og grunnskóla, eins og kostnaði vegna auglýsinga, styrkveitinga og þróunarsjóðs, ásamt því að fjölga ekki leikskóla- rýmum frá því sem nú er. Fulltrúar minnihlutans, þau Marsibil Fjóla Snæbjarnarsdóttir frá F-lista og Hermann Jón Tómas- son frá Samfylkingunni, sátu hjá við afgreiðslu tillögunnar. Hermann lagði jafnframt fram bókun þar sem hann mótmælir tillögum meirihlut- ans um breytingu á tillögu að fjár- hagsáætlun. Tillögurnar gangi gegn hugmyndum um Akureyri sem fjöl- skylduvænan bæ með ýmsum hætti. Andstaða Hermanns beinist að al- mennri hækkun gjalda um 8%, sér- stökum hækkunum á gjöldum for- eldra og lækkunum á ýmsum liðum sem með beinum eða óbeinum hætti munu hafa áhrif á starfskjör kenn- ara og leikskólakennara og þá þjón- ustu sem skólarnir veita. Einnig kemur fram í bókun Her- manns að andstaða hans beinist að breytingum á áætlunum um framboð leikskólarýma sem m.a. felast í því að leikskólinn Árholt verði lagður niður næsta haust. Hermann gerir athugasemd við það að foreldrar og starfsmenn leikskólans Árholts séu ekki hafðir með í ráðum þegar ákvörðun um lokun skólans er tekin. Leikskólar, skólavistun og tónlistarskólinn Gjaldskrár hækki um 8% um áramót Jólasveinarnir koma í heimsókn á svalirnar ofan við Pennann– Bókval í dag, laugardaginn 14. des- ember kl. 15. Rithöfundarnir Anna Valdimars- dóttir og Andri Snær Magnason verða í versluninni þann dag. Anna les upp úr bók sinni „Leggðu rækt við ástina“ og Andri Snær les úr bók sinni „Lovestar“. Þau verða í versl- uninni kl. 16. Í DAG Jólasöngvar Kórs Akureyrar verða á morgun, sunnudaginn 15. desem- ber. Tvennir tónleikar verða að þessu sinni, enda hefur aðsókn verið góð undanfarin ár. Fyrri tónleikarn- ir verða kl. 17 og þeir síðari kl. 20.30. Á efnisskránni er aðventu- og jóla- tónlist. Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel og stjórnandi er Ey- þór Ingi Jónsson. Auk þess að hlýða á kórinn gefst kirkjugestum kostur á að æfa jóla- sálmana fyrir jólin því auk kórsöngs verður almennur safnaðarsöngur. Aðgangur er ókeypis og eru allir vel- komnir. Á MORGUN Aglow, kristileg samtök kvenna, halda jólafund næstkomandi mánudagskvöld, 16. desember, kl. 20 í félagsmiðstöðinni Víðilundi 22. Edda Swan, formaður land- stjórnar Aglow, flytur ræðu kvöldsins. Jónheiður P. Halldórs- dóttir syngur einsöng. Fjöl- breyttur söngur, fyrirbænaþjón- usta og jólahlaðborð. Á NÆSTUNNI FRAMKVÆMDIR við fjöl- nota íþróttahúsið á fé- lagssvæði Þórs við Hamar eru á lokastigi. Í gær var lokið við að ganga endan- lega frá gervigrasi knatt- spyrnuvallarins og setja upp mörk en áður var búið að leggja tartanefni á hlaupa- og stökkbrautir í húsinu. Haraldur Jóseps- son, verkefnisstjóri Ís- lenskra aðalverktaka, sagði að fyrirtækið myndi af- henda húsið 22. desember nk. en sín vegna mættu knattspyrnuæfingar hefjast í húsinu strax í dag. Í gær átti eftir að hengja upp net meðfram hlaupabrautunum en að öðru leyti er allt klárt, að sögn Har- aldar. Hann sagði verkið hafa geng- ið vel, „við erum ánægðir og von- andi eru aðrir það líka“. Á fundi íþrótta- og tómstunda- ráðs í vikunni kom fram að stefnt sé að formlegri vígslu hússins laug- ardaginn 18. janúar nk. Rekstur fjölnota hússins verður í höndum bæjarins en unnið er að því að gera samstarfssamning við Íþróttafélagið Þór, m.a. um baðvörslu, en búnings- aðstaðan verður í kjallara Hamars. Gert er ráð fyrir að fjölnota íþróttahúsið verði opið frá miðjum degi og langt fram á kvöld virka daga og frá kl. 09–21 um helgar. Ákveðið hefur verið að úthluta ÍBA 44 tímum á viku í húsinu, sem aftur deilir út þeim tímum til Þórs, KA, Vasks, GA og Skotfélagsins. Þá er gert ráð fyrir að selja um 20 tíma á viku til þeirra sem áhuga hafa á að nýta sér húsið og er þar helst horft til félaga í nágrenni Akureyrar. Morgunblaðið/Kristján Félagarnir Bjarki Kristjánsson og Davíð Oddsson gátu ekki stillt sig um að prófa gervigrasið í nýja fjölnotahúsinu í gær. Framkvæmdum við fjölnota íþróttahúsið að ljúka Knattspyrnuæf- ingar gætu hafist strax í dag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.