Morgunblaðið - 14.12.2002, Side 38

Morgunblaðið - 14.12.2002, Side 38
LISTIR 38 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Mörkinni 3, sími 588 0640 Glæsilegar jólagjafir STEVE Hubback slagverksleikari heldur einleikstónleika á þriðju hæð Nýlistasafnsins í kvöld kl. 20. Steve Hubback leikur eigin tónlist á hljóð- færi sem hann hefur sjálfur smíðað og hlýtur það að teljast nokkuð merkilegt. Hljóðfærið er ásláttar- skúlptúr; listaverk út af fyrir sig, og jafnvel sleglarnir eru gerðir úr viði sem hann tíndi í skógum Norges. „Ég smíða öll hljóðfærin sjálfur, ég er bæði tónlistarmaður og járn- og bronssmiður; – þetta er býsna fal- legur skúlptúr og hljóðin í honum mjög flott. Tónlist mín er ekki hefð- bundin; hún sækir í forna krafta, og hljóðin í hljóðfærunum eru mjög djúp. Ég nota líka fornar spilaaðferð- ir, er með allt að fimm slegla í hönd- unum í einu. Það kemur fyrir, ef mér gengur vel, að ég fer í trans þegar ég spila. Þannig má segja að tónleikarn- ir verði ferðalag inn í heim ólíkan því sem fólk á að venjast, en ekki hefð- bundnir slagverkstónleikar.“ Hljóð- færin eru ólík hefðbundnum slag- verkshljóðfærum, gerð úr stáli og viði, og Steve Hubback mótar og valsar stálið sjálfur og rammarnir eru gerðir úr smíðajárni. Gong og fleira smíðar hann úr bronsi. Steve Hubback spilaði áður nútímadjass, en segist hafa verið orðinn þreyttur á því. „Ég er í leit að sönnum gildum og sannri merkingu í því sem ég geri. Maðurinn er alltaf að reyna að nálg- ast þetta óræði og ég held að maður kom- ist nær því með því að skapa sjálfur. Ætli þetta sé ekki leit að einhvers kon- ar uppljómun.“ Hubback segir tón- listina bæði spunna og samda, – hún geti verið hvernig sem er. „En það er alltaf strúktúr í henni hvort sem hún er spunnin eða samin áður. Þegar ég spinn, er ég alltaf búinn að leggja lín- urnar í huga mér.“ Steve Hubback hefur haldið tónleika um alla Evrópu, og víðar, til dæmis í Suður-Kóreu, og hefur gefið út fjölda geisladiska, ým- ist einn eða með hljómsveitum. Hann hefur smíðað ásláttarskúlptúra fyrir fjölmarga listamenn, Evelyn Glenn- ie, Paolo Vinaccia, Marilyn Mazur og fleiri. Þjóðarhljómsveitin í Wales keypti líka af honum hljóðfæri, og nú stendur bara á tónskáldunum að kynna sér hljóðheim þeirra og þá möguleika sem í þeim búa. En Steve Hubback er bjartsýnn á að það ger- ist, og langar til að smíða heila hljóm- sveit hljóðfæra einhvern tíma í fram- tíðinni. Þangað til þá, leitar hann í fortíðina eftir innblæstri í þau hljóð- rænu ævintýri sem hann tekur hlust- endur með sér í. Steve Hubback með slagverkstónleika í Nýló Sækir í það forna Morgunblaðið/Sverrir Steve Hubback með tvö hljóðfæra sinna, smíðuð eft- ir hugmynd sem hann fékk í draumi. LISTAKONURNAR Iréne Jensen, Marilyn Herdís Mellk og S. Anna E. Nikulásdóttir opna sýningu í Rauðu stofunni í Galleríi Fold við Rauðarár- stíg í dag. Þær eru allar í grafík- félaginu Áfram veginn og sýna nú ný grafíkverk og verk unnin með bland- aðri tækni. Sýningin er sú þriðja í röð fjög- urra stuttsýninga sem Gallerí Fold stendur fyrir nú á aðventunni og lýk- ur föstudaginn 20. desember Grafíkverk á stuttsýningu JÓLATÓNLEIKAR Sinfóníu- hljómsveitar Íslands verða í Há- skólabíói í dag kl. 15. Að þessu sinni eru einleik- arar nemendur úr Suzukitónlist- arskólanum und- ir stjórn Lilju Hjaltadóttur og stúlknakórinn Graduale Nobili undir stjórn Jóns Stefánsson- ar syngur. Hljómsveitar- stjóri er Bern- harður Wilkin- son. Kynnir er Atli Rafn Sig- urðarson leikari. Tónleikarnir hefjast á hressilegum forleik: Jóla- forleik Leroys Andersons sem var saminn og gefinn út á plötu um miðja síðustu öld. Hann hefur upp frá því hljómað á öldum ljósvakans og á jólatónleikum bæði austan hafs og vestan. Næsta tónskáld er líka frá Norður-Ameríku. Vetrar- minni sem stúlkurnar í kór Grad- uale Nobili syngja er kafli úr verk- inu Röddum jarðar eftir kanadísku tónlistarkonuna Ruth Watson Henderson. Þá verður fluttir tveir kaflar úr tveimur af ríflega 230 fiðlukonsertum Vivaldis. Í fyrri konsertkaflanum, sem hljómar fyr- ir hlé, kemur fram hópur fiðlunem- enda úr Allegro Suzukitónlistar- skólanum, sem heldur upp á fimm ára afmæli sitt næsta haust. Eftir hlé fáum við svo að sjá og heyra Sindra M. Stephensen handleika fiðluna sína. Sindri er 13 ára gam- all og hóf sitt fiðlunám fjögurra ára samkvæmt Suzukiaðferðinni. Hann er nú nemandi við Tónlistar- skólann í Reykjavík þar sem Lilja Hjaltadóttir er kennari hans. Lög úr Harry Potter Sinfóníuhljómsveitin og stúlk- urnar í Graduale Nobili flytja Snjókornavals úr Hnotubrjótnum eftir Pjotr Tsjækovskí. Þá verða flutt tvö atriði úr tónlist Johns Williams við fyrstu kvikmyndina um Harry Potter; fyrst tónræn lýsing á undraveröld Harrys og síðan atriði þar sem Hedwig, ugla Harrys og sendiboði, er í sviðsljós- inu. Á seinni hluta tónleikanna verða flutt jólalög, auk Sleðaferðarinnar og Vivaldikonsertkaflans. Graduale Nobili flytja útsetningu eftir Ruth Watson Henderson á þulunni um jóladagana og gjafirnar og frum- flytja einnig nýja útsetningu Jóns Ásgeirssonar á lagi hans Á jólanótt við texta Gunnars Dal, sem fjallar um ævintýraheim barnsins. Að lokum fá tónleikagestir að láta í sér heyra í tveimur alþekkt- um jólalögum: Bráðum koma blessuð jólin og Heims um ból eftir Frans Gruber. Stórir og smáir í Háskóla- bíói Hinn 13 ára gamli Sindri M. Steph- ensen leikur ein- leik í Háskólabíói. Sjávarsólin og kuldinn í kirkj- unni nefnist bók þar sem Þorvarð- ur Hjálmarsson fléttar saman heimspekilegri og bókmenntalegri hugleiðingu um tilvistarheim- speki Alberts Camus eins og hún birtist í skáld- sögunni Útlendingurinn og fleiri verkum, auk þess sem gerð er grein fyrir höfundinum og helstu viðfangs- efnum hans. „Ungur að árum las Camus samlanda sinn frá Alsír, heil- agan Ágústínus, sem vakti hann til umhugsunar um hinstu rök og um dóminn. Camus var í eðli sínu upp- reisnarmaður og reis gegn algildum lausnum. Kúgun hinna undirokuðu var honum þyrnir í augum. Þá heill- aðist hann af grísku goðsögunum og þaðan lá leiðin að Kristi, Kier- kegaard og Nietzsche. Við spyrjum og leitum sannleik- ans um hvað við erum og hvað við skynjum, en án sannleikans væri engin spurning um okkur sjálf eða heiminn möguleg. Samkvæmt hefð- bundnum skilningi á tilvist- arheimspeki er maðurinn það sem hann gerir úr sér og val okkar stend- ur að dómi Camus á milli tveggja kosta, heiðindóms eða guðstrúar, en þegar grannt er skoðað kemur í ljós að í tilvistarheimspeki Camus er ekki um neitt val að ræða. Bókin er hugleiðing um þessar þver- stæður og veitir annars konar sýn á tilvistarheimspekina eins og hún birtist í verkum Alberts Camus,“ segir í kynningu. Útg. er Hið íslenska bókmennta- félag. 110 bls. Verð: 2.300 kr. Heimspeki LISTAVERK eftir Sigurð Guð- mundsson var afhjúpað á lóð Barnaspítala Hringsins í gær. Efnt var til samkeppni um lista- verk á lóðinni árið 2000 og varð hugmynd Sigurðar hlutskörpust í henni. Stórt tré úr bronsi og hlut- fallslega enn stærri stóll úr gran- íti standa á nýrnalaga grunni úr rauðamöl í garði Barnaspítalans og sést verkið úr þremur álmum hússins er snúa að garðinum. Reyndar er þetta ekki eina verkið sem Sigurður gerði fyrir spít- alann. Á stóra gangglugga á þremur hæðum byggingarinnar hefur hann sett ævintýri, eða brot úr ævintýrunum um Stóra-Kláus og Litla-Kláus, Nýju fötin keis- arans og fleiri. Þriðji hlutur verks Sigurðar verður ekki settur upp fyrr en í þann mund sem spítalinn sjálfur verður opnaður í janúar; það eru stórir pússaðir steinar, sem listamaðurinn segir krakka munu hafa gaman af að snerta og strúka. Hjálmar Árnason, formað- ur byggingarnefndar og list- skreytingarsjóðs Barnaspítalans, hélt tölu við athöfnina og gerði meðal annars grein fyrir sam- keppninni og að því búnu gaf hann listamanninum orðið. „Ég hafði ánægju af því í þessu verki að setja mig inn í hug- arheim barnsins, án þess að verða barnalegur sjálfur. Ég hugsaði mikið um barnið meðan ég var að gera þetta, án þess að lækka mitt listræna flug. Miðað við hefð- bundnar vinnuaðferðir myndlist- armanna má sjá að formin eru ekki í hinu ídeala myndræna sam- hengi, því stóllinn er allt of stór. En það var einmitt þetta sem ég sóttist eftir til að gera verkið æv- intýralegra, undarlegra og skekkja það viðtekna viðhorf sem við höfum til hlutanna og búa til ævintýraheim. Ef fullorðin mann- eskja stendur fyrir framan stólinn breytist hún í lítið barn. Upplif- unin er þannig. Verkið tengist líka ævintýrunum á gluggunum sem mér finnst hafa tekist mjög vel. Ég er í alla staði mjög ánægð- ur með samvinnuna við arkitekta hússins, Sigríði Magnúsdóttur og Hans Olav Andersen, en þau hafa unnið mjög náið með mér að þessu.“ Í umsögn dómnefndar um verk Sigurðar sagði meðal annars: „Verkið er vel útfært og stílhreint og þjónar afar vel tilgangi sínum sem verk fyrir Barnaspítala Hringsins. Útilistaverkið æv- intýrastóll úr graníti og bronstré örvar ímyndunarafl barnanna óháð hreyfigetu þeirra. Inniverk- ið er látlaust og góð tenging við náttúruna, einnig skemmtilegt leiktæki fyrir börnin. Textar úr ævintýrum í gluggum kallast á við granítstólinn úti og bronstréð. Verkið sem heild gerir sjúklinga, starfsfólk og aðstandendur að þátttakendum í ævintýri. Verkið er úr varanlegum efnum og flytur einföld en jákvæð skilaboð. Verk- ið sem heild er stílhreint með léttu yfirbragði og fallegt.“ Morgunblaðið/Golli Einn af þremur hlutum verks Sigurðar. Ævintýrin greypt í glugga Barnaspítalans. Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður við nýja verkið á lóð Barnaspítala Hringsins. Listaverk eftir Sigurð Guðmundsson afhjúpað við Barnaspítala Hringsins Ævintýri úr bronsi, graníti og gleri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.