Morgunblaðið - 14.12.2002, Page 40
LISTIR
40 LAUGARDAGUR 14. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LEIKSKÁLDIÐ Évgení Lvovitsj
Schwarz fæddist í borginni Kazan í
Rússlandi 1896 og var því ungur mað-
ur þegar sovétskipulaginu var komið
á í kjölfar byltingar. Hann starfaði
sem leikari en samdi sín fyrstu leikrit
fyrir Ríkisbrúðuleikhúsið í Péturs-
borg. Á fjórða áratug síðustu aldar
byggði hann mörg verka sinna á sí-
gildum ævintýrum eða á verkum H.C.
Andersens, eins og leikritin Rauð-
hettu og Snædrottninguna sem bæði
hafa verið sett á svið hér á landi, en
frægastur er hann fyrir leikrit sitt
Drekann sem frumsýnt var í seinn-
astríðslok og hefur verið skilið sem
ádeila á Stalín sjálfan. Drekinn hefur
einnig verið leikinn hér á landi, bæði á
leiksviði og í útvarpi. Þetta er frum-
flutningur Hversdagslegs krafta-
verks hér á landi en það er í fallegri og
þjálli þýðingu Rebekku Þráinsdóttur.
Leikritið er öðrum þræði óður til
eiginkonu leikskáldsins, en verkið er
tileinkað henni. Útgangspunkturinn
er að galdrakarl leggur þau álög á
skógarbjörn einn að hann breytist í
mann og fái ekki á sig fyrri mynd
nema að prinsessa kyssi hann.
Schwarz spinnur söguna út frá þessari
hugmynd og skapar heim sem sækir
jöfnum höndum til ævintýra og viðtek-
inna viðhorfa um mannlegt atferli.
Hægt er ímynda sér að persóna
galdrakarlsins og konu hans hafi sem
fyrirmynd leikskáldið sjálft og konu
hans, sem var leikkona. Umræður
persónanna er hægt að skilja sem við-
tal höfundar við lesanda sinn. Sam-
skipti þeirra – og ástarhugur sá sem
þau bera hvort til annars – mynda
umgjörð um verkið: eiginkonan\les-
andinn grátbiður hin alsjáandi og al-
máttuga galdrakarl\höfund um að sjá
aumur á hinum persónunum þar sem
þær engjast í ástarraunum. Hann vill
hins vegar sjá hverju fram vindur,
enda eigi persónurnar það til að koma
honum á óvart.
Söguþráðurinn er nokkuð flókinn,
aukapersónur fjölmargar og allt annað
en vandalaust að koma verkinu
skammlaust á fjalirnar. En vart verður
sagt annað en hér hafi bærilega til tek-
ist. Leikstjóranum virðist einkar lagið
að halda athygli áhorfenda með kostu-
legum uppátækjum þegar ætla mætti
að þeir misstu móðinn – án þess þó að
draga athygli þeirra um of frá því sem
máli skiptir. Hann nær að kalla fram
hjá sumum þeirra nýja óséna hlið.
Helsti kostur uppsetningarinnar er
hvað hún er fersk og fyndin auk þess
sem mjög vel hefur tekist til með sam-
vinnu leikstjórans og hönnuða þeirra
sem unni að sýningunni.
Eftirtektarverðasti hluti hönnunn-
arinnar er að myndbandstökuvélar
eru nýttar á mjög hugvitsamlegan
máta. Sem dæmi má nefna að mynd-
um af smáhlutum sem teknar eru í
nærmynd er varpað á baktjaldið:
kertislogi verður að arineldi, plast-
leikfang að óargadýri, agnir í vatns-
glasi að norðanhríð. Fjölbreytni í efn-
is- og litavali einkennir búninga,
leikmuni og rými sem endurspeglast í
þeim tón- og hljóðheimi sem umlykur
sýninguna.
Ívar Örn Sverrisson sannar að
hann er kominn til að vera á íslensku
leiksviði. Hann sýnir að hann á sér
fleiri hliðar en hina harmrænu og
reynist lunkinn gamanleikari með
tímasetninguna á hreinu. Eftirminni-
legust er sviðsnærvera hans og sá
kraftur og leikni sem einkennir
hverja minnstu hreyfingu.
Kolbrún Anna Björnsdóttir hæfir
fullkomlega í hlutverk prinsessunnar.
Hún er fínleg og falleg en hefur
greinileg bein í nefinu. Leikur hennar
var töfrandi – henni tókst að koma til
skila hve persónan var viðkvæm og
auðsæranleg en jafnframt í sömu
andrá hve framkoma hennar er
spaugileg. Það sópaði að Hildigunni
Þráinsdóttur í hlutverki veiðimanns-
ins og Saga Jónsdóttir lék á als oddi
sem hirðdaman. Samleikur Skúla
Gautasonar og Laufeyjar Brár Jóns-
dóttur renndi traustum stoðum undir
stíl sýningarinnar. Aðalsteinn Berg-
dal og Þráinn Karlsson stóðu sig
mætavel en gamalkunnir taktar voru
ríkjandi. Jón Ingi Hákonarson var
meinfyndinn sem aðalmálaráðherr-
ann og Sigurður Karlsson var óvið-
jafnanlega aumingjalegur sem fyrsti
ráðherrann. Ívar Örn Björnsson,
Lilja Guðmundsdóttir, Vala Hösk-
uldsdóttir, Ingimar Davíðsson og Jón
Lúðvíksson áttu sum ágæta spretti
sem hirðfólkið.
Þetta er svolítið sérstakt leikrit –
enda tíðkast sjaldnast að bera á borð
ævintýri fyrir fullorðna. En umfjöll-
unarefnið – val milli þess annars veg-
ar að taka þá áhættu sem ástin hefur
alltaf í för með sér eða hins vegar að
afneita henni – ætti alltaf að eiga upp
á pallborðið hjá áhorfendum. Um
hvað annað ættu skáldin svosem að
fjalla?
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
„Leikstjóranum virðist einkar lagið að halda athygli áhorfenda með kostu-
legum uppátækjum sínum,“ segir Sveinn Haraldsson m.a. í umsögn sinni
um sýninguna. Á myndinni eru, frá vinstri: Aðalsteinn Bergdal, Saga Jóns-
dóttir, Sigurður Karlsson og Lilja Guðmundsdóttir í hlutverkum sínum.
Ævintýri fyrir
fullorðna
LEIKLIST
Leikfélag Akureyrar
Höfundur: Évgení Schwarz. Leikstjóri:
Vladimir Bouchler. Þýðing: Rebekka Þrá-
insdóttir. Leikmynd: Þórarinn Blöndal.
Búningar: Hrafnhildur Arnardóttir. Lýsing:
Ingvar Björnsson. Tónlist: Arnór Vilbergs-
son. Hljóð: Gunnar Sigurbjörnsson. Gervi,
hár og förðun: Linda B. Óladóttir og Hall-
dóra Vébjörnsdóttir. Leikarar: Aðalsteinn
Bergdal, Hildigunnur Þráinsdóttir, Ingi-
mar Davíðsson, Ívar Örn Björnsson, Ívar
Örn Sverrisson, Jóhanna Vala Höskulds-
dóttir, Jón Ingi Hákonarson, Jón Lúðvíks-
son, Kolbrún Anna Björnsdóttir, Laufey
Brá Jónsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir,
Saga Jónsdóttir, Sigurður Karlsson, Skúli
Gautason og Þráinn Karlsson. Föstudag-
ur 13. desember.
HVERSDAGSLEGT KRAFTAVERK
Sveinn Haraldsson
Listasafn Íslands Leiðsögn og
barnadagskrá verður kl. 11–12.
Myndlistarleiðangur í fylgd
ævintýrapersóna og Höllu Mar-
grétar Jóhannesdóttur leikara.
Gerðarsafn Guð-
bergur Bergsson
leiðir gesti um
sýninguna Kyrr
birta – heilög
birta kl. 15.
Jólatónleikar
Tónlistarskóla
Árbæjar verða í
Árbæjarkirkju kl.
11 og kl. 12.30.
Skólakór Kárs-
ness syngur jóla-
söngva í Kópavogskirkju kl. 20.30.
M.a. verður frumflutt lag eftir Har-
ald V. Sveinbjörnsson fyrrv. kór-
félaga við jólasálm eftir Bjarna Jóns-
son. Magnea Tómasdóttir syngur
nokkur lög með kórnum. Stjórnandi
er Þórunn Björnsdóttir.
Seljakirkja Barnakórar kirkjunnar
halda tónleika kl. 16 og kl. 20.
Fríkirkjan í Reykjavík Alla, Ása og
Anna Sigga sjá um aðventuvöku sem
hest kl. 22. Aðventuvakan sem ber
yfirskriftina Á dimmri nóttu er
klukkustundar kyrrlát dagskrá með
kertaljósum, hugleiðingum og ljúfum
tónum. Anna Sigríður Helgadóttir
söngkona og Aðalheiður Þorsteins-
dóttir píanóleikari munu sjá um tón-
list og Ása Björk Ólafsdóttir guð-
fræðinemi flytur hugleiðingar um
aðventu og jólahald. Dagskráin verð-
ur einnig á morgun á sama tíma.
Aðgangur er ókeypis.
Landsvirkjunarkórinn heldur jóla-
tónleika í Ljósafossstöð kl. 16.
Þuríður G. Sigurðardóttir og Þorgeir
J. Andrésson syngja einsöng. Að-
gangur er ókeypis.
Gallerý nr. 5 Álfheiður Ólafsdóttir
og Helga Sigurðardóttir opna sam-
sýningu í tilefni af formlegri opnun
Gallerý nr. 5, Skólavörðustíg 5, kl.
17. Sýningin stendur út mánuðinn og
eru þar landslags- og náttúrulífs-
myndir.
Álfheiður útskrifaðist frá MHÍ 1990
sem grafískur hönnuður. Hún hefur
haldið tvær einkasýningar, 1998 í
Listakoti og 2000 í Gerðubergi. Hún
sýnir olíumyndir á striga.
Helga hefur lagt stund á listnám við
Myndlistarskóla Kópavogs sl. 10 ár í
ýmsum listgreinum, en vatnsliturinn
hefur verið aðalviðfangsefnið og sýn-
ir hún vatnslitamyndir.
Gallerí Tukt, Pósthússtræti 3–5
Karl Kristján Davíðsson opnar
fjórðu einkasýningu sína kl. 16. Sýn-
ingin stendur til 4. janúar.
Penninn – Austurstræti Magnús
Einarsson les úr bókinni Bylting
Bítlanna kl. 14. Valgeir Guðjónsson
og Jón Ólafsson leika Bítlatónlist. Þá
mun Fríða Sóphía Böðvarsdóttir
kynna bók sína Bakað úr spelti kl. 15.
Iðnó Kjartan Jónsson fagnar útgáfu
ljóðabókar sinnar, „Mannkýrin sem
dreymir mennska drauma“, kl. 15.
Í DAG
Guðbergur
Bergsson
VIKTORÍA Guðnadóttir opnar
sýninguna Pride í dag kl. 14 í
galleri@hlemmur.is.
Viktoría stundaði myndlist-
arnám í Hollandi og útskrifað-
ist úr mastersnámi frá the
Dutch Art Institute á þessu ári.
Hún býr og starfar í Hollandi.
„Sýningunni má að vissu
leyti skipta í tvo hluta: mynd-
bandsinnsetningu og texta-
verk,“ segir Viktoría um sýn-
ingu sína. „Þó tengjast þessi
verk að því leyti að þau fjalla
bæði um hlutverk okkar sem
áhorfenda. Annars vegar
reynsluna, hvernig við horfum
á fólk og hvernig fólk horfir á
okkur. Hins vegar er sögð lítil
saga sem flestir geta fundið
hlutverk sitt í.“
Gallerí Hlemmur, Þverholti
5, er opið frá fimmtudegi til
sunnudags kl. 14-18 og stendur
sýningin til 5. janúar.
Viktoría sýn-
ir á Hlemmi
JÓLAVERKIÐ Magnificat (Lof-
söngur Maríu) verður flutt í Egils-
staðakirkju í dag, laugardag, kl.
16. Flytjendur eru Kór Tónlistar-
skóla Austur-Héraðs, ásamt ein-
söngvurum og kammersveit, undir
stjórn Keiths Reeds. Kons-
ertmeistari er Guðjón Magnússon.
Einsöngvarar eru Anna María
Pitt, Erla Dóra Vogler, Sigurlaug
Gunnarsdóttir, Tinna Árnadóttir,
Ásta Bryndís Schram, Ragnhildur
Rós Indriðadóttir, Suncana Slam-
nig, Þorsteinn Árbjörnsson og
Herbjörn Þórðarson.
Magnificat er eftir J.S. Bach,
áhrifamikið trúarlegt verk sem
byggist á texta Lúkasarguðspjalls.
Verkið var frumflutt í Leipzig á
jólum árið 1723.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Hluti söngvara Kórs Tónlistarskóla Austur-Héraðs við æfingar.
Magnificat flutt í
Egilsstaðakirkju
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
grænlenska innsetningu Fuglø sjálfs,
Thule-veiðimaður með ísbjörn og
hópur lunda í flugi er verkefni hans í
íslensku innsetningunni Fuglaveiði-
maður frá Vestmannaeyjum í lunda-
byggð.
Uppstoppaður selur er líka meðal
sýningargripa, sem og húðkeipur
með veiðarfærum, bauja úr hval-
maga, listilega gerðir hvalveiðihnífar
og túpilakkar svo fátt eitt sé nefnt. Þá
eru listaverk tengd hafinu og veiði-
menningu þjóðanna meðal sýningar-
gripa, en auk fulltrúa Íslands – þeirra
Gunnlaugs Scheving, Errós, Ás-
FARANDSÝNINGIN Veiðimenn
í útnorðri sem nú stendur yfir í Nor-
ræna húsinu er verk Færeyingsins
Edwards Fuglø. Sýningunni er ætlað
að fjalla um veiðimenningu Færey-
inga, Grænlendinga og Íslendinga á
grundvelli hins listræna, hins þjóð-
fræðilega, sem og hins tæknilega.
Líkt og segir í sýningarskrá hafa
þjóðirnar öldum saman byggt af-
komu sína á veiðum og mótað sína
eigin veiðimenningu. Það vantar
heldur ekki muni eða listaverk á
þessa sýningu. Tæplega 90 verkum
er komið fyrir í sýningarsölunum og
líkt og hið þríþætta umfjöllunarefni
Veiðimanna í útnorðri gefur til kynna
eru munirnir af ýmsum toga. Upp-
stoppaður ísbjörn prýðir þannig
mundar Sveinssonar, Kristínar Guð-
jónsdóttur og Helga Þorgils Frið-
jónssonar – má m.a. nefna
skemmtilegt verk Oggi Lamhauge,
Þetta er ekki þurrkun á fiski, þar
pappírsfiskflök ná glettilega mikilli
nálgun við fyrirmyndina, og áhrifa-
ríka og hlýlega mynd Emils Krause,
Færeyskur dans.
Verkin á Veiðimönnum í útnorðri
eru óneitanlega áhugaverð, listaverk-
in eru vel valin og vönduð dæmi um
list þessara þjóða og sömuleiðis eru
innsetningar Fuglø sjálfs áhugaverð-
ar. Það er einna helst að munirnir,
verkfærin og búnaðurinn – sá órjúf-
anlegi þáttur þessarar fiskveiðimenn-
ingar – nái ekki að skila sér fyllilega,
en til þess hefði þurft meiri textaupp-
lýsingar um sögu þeirra, notagildi og
mikilvægi, sem vegleg bók tengd sýn-
ingunni á erlendum tungumálum nær
ekki að bæta fyrir. Fyrir vikið nær
sýningin sér ekki fyllilega á strik og
gestir yfirgefa sýningarsalinn með þá
óljósu tilfinningu að ekki liggi end-
anlega fyrir hvaða hlutverki sýningin
eigi að þjóna.
Á slóðum
veiði-
manna
Anna Sigríður Einarsdóttir
Morgunblaðið/GolliFæreysk innsetning eftir Edward Fuglø.
MYNDLIST
Norræna húsið
Sýningin er opin alla daga nema mánu-
dag frá kl. 12–17. Henni lýkur 15. des-
ember.
VEIÐIMENN Í ÚTNORÐRI